Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra Sviðið kl. 20.00 LitLa Sviðið kl. 20.00
KODDAMAÐURINN
Fös. 23/9 örfá sæti laus, lau.
24/9 örfá sæti laus, fös. 30/9
nokkur sæti laus, lau. 1/10.
Takmarkaður sýningafjöldi.
EDITH PIAF
Fim. 22/9 , fös. 23/9 örfá sæti
laus, lau. 24/9 örfá sæti laus, fim.
29/9 nokkur sæti laus, fös. 30/9
örfá sæti laus. Sýningum lýkur í
október.
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR
Sun. 25/9 kl. 14:00 nokkur sæti
laus, sun. 2/10 kl. 14:0, sun. 9/10
kl. 14:00
Sala á netinu allan sólarhringinn.
Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30
Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00
www.leikhusid.is
KORTASALAN STENDUR
YFIR TIL 30. SEPTEMBER!Stóra Sviðið kl. 14.00
BELGÍSKA KONGÓ - Örfáar aukasýningar í haust
Su 16/10 kl. 20
Su 23/10 kl. 20
Su 30/10 kl. 20
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI
Nýja svið
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 25/9 kl. 14
Lau 1/10 kl. 14
Su 2/10 kl. 14
Su 9/10 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 22/9 kl. 20 - UPPSELT
Fö 23/9 kl. 20 - UPPSELT
Lau 24/9 kl. 20 - UPPSELT
Má 26/9 kl. 20 - Aukasýning
Fim 29/9 kl. 20- UPPSELT
Fö 30/9 kl. 20- UPPSELT
MANNTAFL
Su 25/9 kl. 20
Su 2/10 kl. 20
Fö 7/10 kl. 20
WOYZECK: Í samstarfi við Vesturport.
– 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER
Frumsýnt í London 12. október
og á Íslandi 28. október
Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000
Fö 23/9 kl. 20
Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT
Fö 30/9 kl. 20
Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku)
HÍBÝLI VINDANNA - Örfáar aukasýningar í haust
Lau 24/9 kl. 20
Su 2/10 kl. 20
Fö 7/10 kl. 20
Lau 8/10 kl. 20
LÍFSINS TRÉ
Fö 21/10 kl. 20 - FRUMSÝNING - UPPSELT
Lau 22/10 kl. 20
Fö 28/10 kl. 20
Lau 29/10 kl. 20
Fö 4/11 kl. 20
Lau 5/11 kl. 20
Lau 1/10 kl. 16 - Aukasýning
Lau 1/10 kl. 20 - UPPSELT
Fi 6/10 kl. 20 - Aukasýning
Lau 8/10 kl. 16 - Aukasýning
Su 9/10 kl. 20
Tvennu tilboð
Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og
Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur
Pakkið á móti
fös. 23. sept. 12. kortasýning kl. 20
- Síðasta sýning
Belgíska kongó
- gestasýning
fös. 30. sept. 1. kortasýning kl. 20 - Örfá sæti laus
lau. 1. okt. 2. kortasýning kl. 20 - Örfá sæti laus
Áskriftar-
kortasala
stendur
yfir
3. SÝN FÖS 23. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
4. SÝN LAU 24. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
5. SÝN FÖS 30. kl. 20.00
6. SÝN LAU 1. OKT kl. 20.00
7. SÝN FÖS 7. OKT kl. 20.00
16. sýn. sun. 2/10 kl. 14 Annie; Sólveig
17. sýn. sun. 16/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind
18. sýn. lau. 22/10 kl. 15 Annie; Sólveig
-DV-- -
Kabarett
í Íslensku óperunni
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
föstudaginn 23. september kl. 20
föstudaginn 30. september kl. 20
laugardaginn 1. október kl. 20
laugardaginn 8. október kl. 20
Næstu sýningar
UPPSELT
UM 600 manns sóttu opnun á sýn-
ingu 145 verka eftir um fjörutíu ís-
lenska listamenn eða hönnuði sem
opnuð var í Stokkhólmi í gær. Lista-
verkin verða boðin upp á vegum
uppboðshússins Stockholms
Auktionsverk annað kvöld en upp-
boðið er endir á þriggja daga ís-
lenskri menningarhátíð sem nú
stendur yfir í Stokkhólmi. Sendiráð
Íslands í Svíþjóð stendur fyrir dag-
skránni og að sögn Svavars Gests-
sonar sendiherra er hún lokapunkt-
urinn á íslenskri hönnunarveislu
sem hefur staðið yfir á hönnunarári
í Svíþjóð og eins konar kveðja
sendiherrahjónanna Svavars og
Guðrúnar Ágústsdóttur sem halda
innan skamms til Danmerkur í ís-
lenska sendiráðið í Kaupmannahöfn.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, opnaði sýn-
inguna sem haldin er í sýningarsal
Stockholms Auktionsverk og sagði
m.a. við það tækifæri að mjög já-
kvæð þróun hefði orðið á und-
anförnum árum í íslensku samfélagi,
einnig í menningarlífinu. „Við Ís-
lendingar höfum alltaf verið heims-
borgarar þrátt fyrir allt,“ sagði Vig-
dís og vísaði til fornsagnanna um
hve Íslendingar gerðu víðreist og
sinntu listinni við hirðir kónga og
jarla.
Niclas Forsman, forstjóri hins
gamalgróna Stockholm Auktions-
verk sem stofnað var árið 1674, seg-
ir að uppboðshúsum sé mikilvægt að
staðna ekki. „Íslendingarnir hafa
einhvern ótrúlegan kraft þótt þeir
séu ekki fleiri en raun ber vitni.
Einhverja jákvæða orku sem hefur
nýst innan tónlistar, hönnunar, bók-
mennta, fjármála og svo framvegis.“
Og hann segist ekki hafa hikað
þegar leitað var til Stockholms
Auktionsverk um að halda alíslenskt
uppboð í fyrsta skipti. Hann segist
vonast til þess að Svíar geti sótt inn-
blástur til íslensku listarinnar sem
til sýnis er hjá uppboðshúsinu.
Íslensk stemning
Sýningunni er ætlað að skapa ís-
lenska stemningu, eins og Sigurður
Gústafsson, arkitekt og hönnuður,
orðaði það, en hann er sýning-
arstjóri. Á sýningunni eru verk
bæði eftir myndlistarmenn og hönn-
uði fatnaðar, skartgripa og hús-
gagna. Svavar Gestsson sendiherra
segir að sýningin lýsi breiddinni í ís-
lensku menningarlífi og sé einn ang-
inn af því kynningarstarfi sem farið
hefur fram á vegum íslenska sendi-
ráðsins undanfarin ár.
Svíinn Christina Nilroth er verk-
efnisstjóri, en hún hefur starfað
með útflutningsráði og íslenska
sendiráðinu í Stokkhólmi að því að
kynna íslenska hönnuði í Svíþjóð og
átti hún hugmyndina að sýningunni
og uppboðinu. Hún nefnir dæmi um
verk á sýningunni sem lýsa íslenskri
náttúru vel, eins og málverk eftir
Georg Guðna, ljósmyndir RAX,
skúlptúra Brynhildar Þorgeirs-
dóttur úr gleri og sandi og svokall-
aða þorskalampa Daggar Guð-
mundsdóttur og Fanneyjar
Antonsdóttur. Einnig vakti
Christina athygli á „Íslandsklukku“
Sigurðar Gústafssonar en það er
skápur úr furu og ryðguðu íslensku
bárujárni sem hönnuðurinn hefur
smíðað sjálfur. Sigurður segir skáp-
inn ekki dæmigerðan fyrir sína
hönnun. „Ég gaf bárujárnsplöt-
unum nýtt líf í staðinn fyrir að
henda þeim á öskuhaugana. Feg-
urðin í gömlu efni liggur oft í því
hvernig veðrið hefur farið með það,“
segir hann.
Sigurður segir menningarframtak
af þessu tagi afar mikilvægt. „Það
er mjög jákvætt að sendiráðin sinni
því hlutverki að miðla menningu
okkar. Svavar Gestsson hefur sinnt
því afar vel og verið duglegur að
vinna að því að koma íslenskum
hönnuðum á framfæri.“
Fjöldi listamanna á
verk á sýningunni
Brynhildur Þorgeirsdóttir er
einnig viðstödd sýninguna og segist
hafa gaman af framtakinu. Fjórir
skúlptúrar eftir hana eru á sýning-
unni og hún tók einnig með sér
fyrsta kaflann úr bókinni 2005–1955
Brynhildur sem kemur út 4. nóv-
ember nk. en þar er ferill hennar
sem myndlistarmanns reifaður og
fjallað um verk hennar af Guðbergi
Bergssyni.
Meðal annarra myndlistarmanna
sem eiga verk á sýningunni og upp-
boðinu eru Erró, Helgi Þorgils Frið-
jónsson, Kristján Guðmundsson,
Sigurður Guðmundsson, Tryggvi
Ólafsson, Jónína Guðnadóttir og
Sigrún Ólafsdóttir. Einnig er hægt
að bjóða í föt eftir fatahönnuðina
Hjördísi Ágústsdóttur og Steinunni
Sigurðardóttur, skartgripi eftir
Brynju Sverrisdóttur og Hendrikku
Waage og stól eftir húsgagnahönn-
uðinn Leó Jóhannsson sem hefur
búið og starfað í Svíþjóð í áratugi.
Menningarhátíðin er samstarfs-
verkefni íslenska sendiráðsins í Sví-
þjóð, utanríkisráðuneytisins,
menntamálaráðuneytisins, Burðar-
áss og Stockholm Auktionsverk.
Innan menningarhátíðarinnar verða
fleiri dagskrárliðir eins og kynning
á íslensku lambakjöti í dag, opnun á
sýningu hönnunar Ólafar Bald-
ursdóttur í gær og fundur í dag þar
sem Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, svarar spurn-
ingunni sem brennur á vörum
margra Svía: Hvaðan koma pening-
arnir fyrir útrás íslenskra fyr-
irtækja?
Hátíðir | Íslensk menningarhátíð haldin í Stokkhólmi
„Íslendingarnir
hafa einhvern
ótrúlegan kraft“
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
Morgunblaðið/Steingerður
Nokkrir af listamönnunum og forsvarsmönnum sýningarinnar: Sigrún
Ólafsdóttir sem starfar í Þýskalandi, Christina Nilroth verkefnisstjóri,
Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari, Hjörtur Þórðarson hús-
gagnahönnuður, Svavar Gestsson sendiherra, Sigurður Gústafsson arki-
tekt og Niclas Forsman, framkvæmdastjóri Stockholm Auktionsverk.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, opnaði sýninguna.
BÓK Gísla Pálssonar, prófessors í
mannfræði við HÍ, um mannfræð-
inginn og landkönnuðinn Vilhjálm
Stefánsson er
komin út á
ensku. Bókin ber
heitið Travelling
Passions, og er
umbreytt þýðing
á bókinni Frægð
og firnindi, sem
kom út hjá Máli
og menningu
2001. Það eru há-
skólaforlögin við Manitobaháskóla í
Kanada og Dartmouthháskóla í
Bandaríkjunum sem gefa bókina út
á ensku. Þýðandi er Keneva Kunz.
Bók um Vilhjálm
gefin út á ensku
Vilhjálmur
Stefánsson