Morgunblaðið - 21.09.2005, Side 44

Morgunblaðið - 21.09.2005, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KEFLAVÍK HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! ... I ! Með Cole Hauser úr 2 FAST 2 FURIOUS. l . bönnuð innan 16 ára Kalli og sælgætisgerðin LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Búið ykkur undir bragðbestu skemmtun ársins. Sat tvær vikur á toppnum í USA. JOHNNY DEEP Charlie and the Chocolate .. kl. 5.40 - 8 og 10.20 The Cave kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14 Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14 The Dukes of Hazzard kl. 5.50 - 8 og 10.10 The Skeleton Key kl. 5.55 og 8 b.i. 16 The Island kl. 10 b.i. 16 CHARLIE AND THE CHOCOLATE kl. 8 - 10.15 SKY HIGH kl. 8 - 10 CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY kl. 6 - 8 THE CAVE kl. 10 B.i. 16 ára SKY HIGH kl. 6 - 8 STRÁKARNIR OKKAR kl. 10 B.i. 14 ára NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG Það eru til staðir sem manninum var aldrei ætlað að fara á Eitthvað banvænt hefur vaknað. Magnaður spennutryllir út í gegn.  TOPP5.IS  KVIKMYNDIR.COM  KVIKMYNDIR.IS  H.J. / Mbl.  Ó.H.T. / RÁS 2  DV  Þ.G. / Sirkus TÓNLISTARMAÐURINN Jón Ólafsson mun í október og nóvember stýra þriggja kvölda námskeiði á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Námskeiðið, sem ber yf- irskriftina Poppgrúsk, verður haldið í Salnum í Kópavogi og þar mun Jón fara í gegnum mörg af þekktustu og vinsælustu verkum dægurtónlistar og fjalla um þau, bæði í máli og með tóndæmum. Óhætt er að segja að Jón sé með okkar fróðustu popp- spekúlöntum og líklega eru þeir fáir sem hafa meiri þekkingu og dýpri skilning á þessum menningarkima sem popptónlistin er. Jón segir að svipað námskeið hafi áður verið haldið í Endurmenntun þar sem farið var í gegnum klassíska tónlist. „Það heppnaðist víst svo vel að það var haft samband við mig og ég beðinn um að halda annað námskeið þar sem farið væri í gegnum popp- tónlistina – sem var mér bæði ljúft og skylt að gera.“ Hvað gerir lög vinsæl? Meðal þess sem Jón mun velta upp í tali og tónum er notkun hljóð- færa í popptónlist; útsetningar, „grúv“, röddun og hrynjandi, stúd- íóvinna auk galdursins á bak við vin- sældir lags og texta. Það liggur því beinast að spyrja Jón að því hvað verði að prýða vin- sælt lag? „Það getur til dæmis verið hvern- ig lagið byrjar og hvað maður er fljótur að vinda sér í viðlagið en það getur líka skipt máli hvað lagið heit- ir. Það eru margir samverkandi þættir sem fólk gerir sér ekki endi- lega grein fyrir þegar um vinsælt lag er að ræða og á námskeiðinu mun ég til dæmis velta þessu upp með dæm- um – hvar þetta hefur gengið og hvar ekki og hvers vegna.“ Í námskeiðslýsingu segir enn- fremur að ef tími vinnist til verði leitað svara við því hvað þetta sé eig- inlega með hommana og Evróvisjón. „Já, einmitt … ef tími vinnst til mun ég reyna að svara þessu,“ segir Jón og það má nánast heyra hann glotta í gegnum símtólið. Nútímasálmaskáld Meðal þeirra listamanna sem koma við sögu á námskeiðinu eru: Magnús Eiríksson, Bítlarnir, Bee Gees, Simon and Garfunkel, Trú- brot, Tom Waits, Bob Marley, Abba, Hinn íslenski Þursaflokkur, Phil Spector, Everly Brothers, Beach Boys, Hljómar, Spilverk þjóðanna, Megas, Stuðmenn, Nýdönsk og fleiri. „Ég ákvað til dæmis að taka Bee Gees fyrir því að ég reikna með að koma svolítið inn á raddanir sem þeir eru mjög þekktir fyrir og svo laglínur og textagerð sem þeir Gibb bræður þróuðu mjög í sínum lögum. Ég ætla líka að ræða um hljóð- færaskipan og hvað gerist til dæmis þegar eitt hljóðfæri er tekið út – verð þá með tóndæmi ýmiss konar.“ Spurður að því hvað einkenni listamenn eins og Tom Waits segir Jón að það megi oft líkja þeim tón- listarmönnum sem hafa blús og gospel-rætur sem sálmaskáldum. „Ég veit að Elton John hefur gefið sig út fyrir að vera sálmaskáld og ég sé þessi einkenni á Tom Waits í þeim lögum hans sem eru róleg. Sama á við um Dylan, Nick Cave og fleiri.“ Gestir líta við Eins og svo oft áður mun Jón not- ast við flygilinn á námskeiðinu en þar að auki býst hann við að vel vald- ir gestir mæti í heimsókn og fræði námskeiðsgesti um þá hlið popp- tónlistarinnar sem að listamönn- unum snýr. „Það er ekki ennþá fullákveðið hverjir koma í heimsókn en skilyrðið verður að þeir séu þjóðþekktir og hafi munninn fyrir neðan nefið,“ segir Jón og nokkrir popparar koma um leið upp í huga blaðamanns. Eins og áður sagði fer námskeiðið fram í Salnum í Kópavogi dagana 17., 31. október og svo 14. nóvember á milli kl. 20 og 22. Allir þátttak- endur námskeiðsins fá frían aðgang í mánuð að tónlistarveitunni tonlist.is og er námskeiðsgjaldið 9.400 krón- ur. Tónmennt | Jón Ólafsson tekur upp úr poppkistunni í Salnum Poppgrúsk Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Jón Ólafsson er fjölfróður um popptónlist. ÓLAFUR Gaukur Þórhallsson hefur starfrækt Gítarskóla sinn í þrjátíu ár ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Jakobsdóttur, og í tilefni af því var kynningardagur í skól- anum á sunnudaginn. Ólafur segir í samtali við Morgunblaðið að þessi 30 ár hafi verið fljót að líða. „Já, þetta hefur verið mjög skemmtilegur og góður tími.“ Ólafur Gaukur segist ekki hafa tölu á nemendum skólans í gegn- um tíðina, en tekur undir kenn- ingu blaðamanns að þeir hljóti að skipta einhverjum þúsundum. „Þeir eru orðnir ansi margir,“ seg- ir hann. Margir nemendur hans hafa verið í kunnum hljómsveitum, eftir að hafa hafið gítarnám hjá Gítarskóla Ólafs Gauks. Næstum helmingur fullorðinn Ólafur býður nú upp á yfir 20 námskeið, fyrir nemendur á öllum stigum. „Fullorðnir eru um 40% nemenda í skólanum,“ segir hann. „Það er eitt af því skemmtilega við þetta, því það er svo ánægður hópur. Það er aldrei of seint að byrja að læra og það eiga menn að gera, til að fá lífsfyllingu,“ segir hann. „Yfirleitt er þetta draumur sem er látinn rætast og þá er lögð alúð við námið. Með ýmsum að- ferðum er enginn vandi að koma fólki á rekspöl með að ná færni á hljóðfæri, miklu fyrr en það al- mennt heldur.“ Ólafur segir að tæknin hafi þó- nokkuð breyst síðan hann hóf kennslu. „Til dæmis fylgja geisla- diskar með æfingum og lögum í nánast öllum námskeiðum. Náms- efnið er líka lítill bæklingur í hverjum einasta tíma. Venjulega fara tímarnir þannig fram að hver er með sín heyrnartól og heyrir aðeins í sjálfum sér og kenn- aranum. Stærstu hóparnir eru með átta nemendum; minni hóp- arnir eru með þremur og svo er töluvert um einkatíma, enda eru ekki allir eins,“ segir Ólafur. Nemendum er öllum séð fyrir gít- ar, þannig að ekki er þörf á að koma með hljóðfæri í kennslu- stundina. 30 ár í viðbót ef hægt er Ólafur er spurður hvort hann ætli að starfrækja skólann í önnur 30 ár. „Ég ætla að reyna,“ svarar hann og hlær. „Ég veit það ekki. Kannski tekst mér það ekki, en þetta er mjög skemmtilegt starf. Maður umgengst svo skemmtilegt fólk; fólk sem langar til að læra. Það er alltaf gaman.“ Tónlist | Gítarskóli Ólafs Gauks þrjátíu ára Fyrstu skref margra gítarleikara Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Svanhildur og Ólafur Gaukur hafa starfrækt skólann í 30 ár. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Árni Snær nýtur leiðsagnar Ólafs Gauks á afmælisdeginum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.