Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 48

Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HJARTAKNÚSARINN og látúns- barkinn Michael Bolton heldur tónleika í kvöld ásamt tuttugu manna stór- sveit í Laug- ardalshöll. Bolton hefur verið vinsæll dægurlaga- söngvari og lagasmiður allt frá því að hljómplata hans The Hunger kom út árið 1987 og síðan þá hefur hann bæði sungið og unn- ið með listamönnum á borð við Dylan, Pavarotti, Domingo og Kiss svo einhverjir séu nefndir. Í viðtali við Morgunblaðið ræðir Bolton um kosti þess og galla að vera heimsfræg poppstjarna, um einkalíf sitt og hvers vegna í ósköpunum hann lét klippa sig. Einlægur í lífi og list Á ARNARFIRÐI eru nú stundaðar óvenjulegar þorskveiðar. Menn háfuðu hér áður fyrr síld úr nót og eins þorsk, en nú var verið að háfa sauðspakan þorsk án frekari veiðarfæra til hjálpar. Þorskur í Arnarfirði hefur verið alinn reglu- lega með fóðurgjöf síðan í mars í vetur og er nú svo komið að á fjórum stöðum hafa myndast stærðartorfur af fiski sem bíða eftir að fá sinn skerf án allra refja. Þorskurinn þekkir hljóðið í fóðurbátnum og mætir í „matinn“. Tilraunir til að háfa fiskinn byrjuðu í síðustu viku og hafa gengið vonum framar, meðal ann- ars fengust síðastliðinn fimmtudag um 3,5 tonn. Matargjöfin hófst vegna þess að Bílddælingar höfðu miklar áhyggj- ur af rækjustofni fjarðarins sem verið hefur þeirra lifibrauð um langan aldur. Hungraður bol- fiskur, einkum þorskur, var að éta rækjuna upp og var hún á flótta inn allan fjörð. Ákveðið var að nota um 400 tonn af loðnu til þess að fá þorskinn til að láta af rækju- áti og síðan skoða hvort hægt væri að lokka fiskinn inn í stóra nót þar sem hann yrði fangaður og alinn í sláturstærð sem skilaði hvoru tveggja í senn tekjum af þorskeldi og minna afráni á rækju. | B2 Lokka þorskinn með loðnu Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson LÁTINN er í Reykja- vík Björn Hallgríms- son, fyrrverandi for- stjóri H. Benedikts- sonar hf., 84 ára að aldri. Björn Hallgríms- son fæddist í Reykja- vík 17. apríl 1921 og voru foreldrar hans Hallgrímur Benedikts- son, stórkaupmaður og alþingismaður, og Ás- laug Geirsdóttir Zoëga. Björn lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1939 og stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum á árunum 1942–43. Hann starfaði sem sölumaður hjá H. Benediktssyni hf. í Reykjavík frá 1939–1942 og vann við verslunar- störf á vegum fyrirtækisins í New York frá 1943–1946. Var hann fulltrúi hjá fyrirtækinu frá 1946–52. Björn var forstjóri Ræsis hf. á ár- unum 1952–1954 og varð fram- kvæmdastjóri H. Benediktssonar hf. 1954 og síðan forstjóri fyrirtæk- isins. Björn sat í stjórn H. Bene- diktssonar hf., Ræsis hf., Nóa, Hreins og Síríusar hf., Steypu- stöðvarinnar hf., Fé- lags íslenskra stór- kaupmanna, Verslun- arráðs Íslands, Skelj- ungs hf. og Sjóvá- tryggingafélags Ís- lands hf. Eiginkona Björns var Emilía Sjöfn Kristinsdóttir húsmóð- ir sem fæddist 12. ágúst 1927 og lést 26. október 2003. Börn þeirra eru Áslaug, gift Gunnari Sch. Thorsteinssyni og eiga þau þrjú börn, Kristinn, kvæntur Sólveigu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn, Emilía Björg sem gift var Sigfúsi Haraldssyni og eiga þau þrjú börn og Sjöfn, gift Sigurði Sig- fússyni og eiga þau fjögur börn. Björn Hallgrímsson var einn af bakhjörlum Morgunblaðsins í ára- tugi. Að leiðarlokum eru honum þökkuð samskipti, sem aldrei bar skugga á. Andlát BJÖRN HALLGRÍMSSON ÞESSAR rjúpur böðuðu sig í morg- unsólinni og völdu til þess tréverkið hjá trésmiðnum Guðmundi Sigurðs- syni, þekktri rjúpnaskyttu á Blöndu- ósi. Rjúpurnar geta verið óhræddar við Guðmund og hans líka í nokkrar vikur enn. Rjúpan er smám saman að fá á sig hvíta felulitinn og haldi fram sem horfir í veðurspám munu fjöllin klæðast sama búningi og rjúpan. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Í heimsókn hjá skyttunni FJÖLMENNT lið á vegum Landhelgisgæslunnar leitaði í allan gærdag að neyðarsendi, sem sendi frá sér merki í gegnum Bodø í Noregi klukk- an 11:17 í gærmorgun. Fjölda skipa frá Reykjanesi var til- kynnt um neyðarmerkið auk þess sem björgunarbáturinn í Sandgerði var kallaður út og varðskip fór á vettvang. Um klukkan hálftíu í gærkvöldi til- kynnti björgunarsveitarmaður að neyðarsendirinn hefði fund- ist á bak við sjoppu í Sand- gerði og virðist sem unglingar hafi gert sér að leik að koma sendinum af stað. Þegar fyrstu merki berast frá neyðarsendi sem þeim er fór í gang í gær hefur Land- helgisgæslan könnun á stað- setningu sendisins. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni sást til unglinga að leik við bát sem var með neyð- arsendi líkan þeim er sendi frá sér merkin í dag. Þykir sýnt að þeir hafi tekið neyðarsend- inn ófrjálsri hendi og hent honum í fjöruna. Fór hann í gang og hóf að senda frá sér neyðarmerki. Merkin bárust til gervihnattar. Kom hann boðunum áleiðis til Bodø í Noregi, sem miðlaði upplýs- ingunum áleiðis til Íslands. Þegar nokkur fjöldi skeyta hafði borist frá sendinum sem gerðu það að verkum að hægt var að einangra hann við Reykjanes var fjöldi báta kall- aður út auk varðskips og Flug- málastofnun látin vita. Eftir viðamikla leit tilkynnti björgunarsveitarmaður klukk- an 21:31 að neyðarsendirinn hefði fundist á bak við sjoppu í Sandgerði. Unglingar stálu neyð- arsendi í Sandgerði SKIPSTJÓRI fiskibátsins Þjóð- bjargar GK-110 fékk neyðaraðstoð í gærmorgun er báturinn tók inn á sig sjó 13 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Neyðarkallið barst kl. 9.19 og kom báturinn Gunnþór ÞH-75 fyrstur á vettvang kl. 9.50. Skip- stjóri Þjóðbjargar var þá kominn í björgunarbúning en ekkert amaði að honum. Skömmu síðar dreif að fleiri báta auk LIF, þyrlu Land- helgisgæslunnar. Fiskibáturinn Óli Gísla tók Þjóðbjörgu í tog um kl. 10.20 og var skipstjóri Þjóð- bjargar enn í bát sínum í flotbún- ingi. Þyrla Gæslunnar var send heim úr því ekki var hætta á ferðum en björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Kiddi Lár og Hannes Þ. Hafstein, voru komin að Þjóðbjörgu um kl. 10:37. Þegar varðskipið Ægir, sem statt var á Faxaflóa, kom á svæðið voru dæl- ur varðskipsins notaðar til að dæla sjó úr bátnum. Björgunar- skipið Hannes Þ. Hafstein tók svo Þjóðbjörgu í tog og komu bátarnir að bryggju í Sandgerði um kl. 13:17. Aðgerðir og samhæfingar viðbragðsaðila tókust mjög vel samkvæmt upplýsingum Gæsl- unnar. Mannbjörg þegar bátur tók inn á sig sjó út af Garðskaga Ljósmynd/Landhelgisgæslan Nærstaddir bátar komu til Þjóðbjargar um 30 mínútum eftir að neyðarkall barst frá skipstjóra bátsins. Honum var bjargað ómeiddum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.