Morgunblaðið - 23.09.2005, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
ASKJA, sölu- og þjónustuumboð Mercedes-Benz á Íslandi, frumsýnir í dag og á
morgun nýtt afkvæmi í stjörnum prýddri fjölskyldu Mercedes-Benz. B-línan er
algjörlega nýr bíll frá Mercedes-Benz og svipar mjög til A-línunnar í útliti en er
mun stærri á alla kanta. Gólfið í B-línunni er svokallað samlokugólf, sem gerir
það að verkum að ökumaður situr hærra en ella, en einnig felast ákveðnir ör-
yggisþættir í hönnun gólfsins. Holrými fyrir aftan vélina gerir það að verkum að
við ákeyrslu gengur vélin ekki inn í farþegarýmið heldur undir það og er því
minni hætta á meiðslum.
Mercedes-Benz B-línan kostar frá 2.690.000 kr. og fæst bæði með bensín-
og dísilvél.
Mercedes-Benz B-línan verður frumsýnd um helgina.
B-línan frá Benz kynnt
VW samstæðan hefur sannarlega
dálæti á Íslandi, ef marka má hve
oft landið verður fyrir valinu þegar
auglýsingar eru gerðar. VW valdi að
taka upp auglýsingar í íslenskri
náttúru af þriggja dyra útfærslunni
af nýja Golfinum í hitteðfyrra og nú
nýlega voru gerðar sjónvarps-
auglýsingar um splunkunýjan VW
Jetta fyrir evrópskan markað á
höfuðborgarsvæðinu. Jetta, sem nú
er frumsýndur á bílasýningunni í
Frankfurt, leysir af hólmi Volkswag-
en Bora. Hann er sportlegri og bet-
ur búinn bíll en fyrirrennarinn. Eins
og meðfylgjandi myndir sýna, sem
teknar voru í Ásahverfinu í Garða-
bæ, var búinn til snjór í ísvélum um
mitt sumar en myndskeiðið var
tekið inni í miðju íbúðahverfi. Loks
má geta að einn af örfáum Audi Q7
er nú hér á landi og var í byrjun
vikunnar verið að taka upp auglýs-
ingu um bílinn á Langjökli. Nú er
stóra spurningin náttúrlega sú
hvort eðlilegt framhald þessa sé
ekki að VW opni hér verksmiðjur.
En áður en til þess kemur frum-
sýnir Hekla nýjan Jetta í byrjun
október.
Jetta-aug-
lýsing gerð
í Garðabæ
Vetur um hásumar og splunkunýr VW Jetta í bakgrunninum.
Jetta í vetrarlegu, íslensku umhverfi. Þannig birtist hann sjónvarpsáhorfendum.
TOYOTA hefur opnað nýtt og full-
komið breytingaverkstæði við Vest-
urvör í Kópavogi og þar hefur fyrsta
nýja Toyota Hilux-bílnum verið
breytt fyrir 33 tommu dekk. Breyt-
ingaverkstæðið er við hlið standsetn-
ingar nýrra Toyota-bíla en var áður til
húsa á Dalbrekku í Kópavogi sem hét
Arctic Trucks, þegar það var hluti af
Toyota.
Bogi Sigurðsson, þjónustustjóri
Toyota, segir að mikill munur sé á að-
stöðunni. Verkstæðið hafi verið til
húsa í gamla Jöfursverkstæðinu. Þar
hafi verið þröngt um starfsemina
enda verkstæðið ekki sérstaklega
hannað fyrir starfsemina. Nýja breyt-
ingaverkstæðið sé hins vegar hannað
frá grunni með tilliti til breytinga-
starfsemi og hann segir að vel hafi
tekist til við uppbyggingu nýja verk-
stæðisins, þar sem hægt er að vinna
við breytingar á allt að sjö bílum í
einu. Þarna eru suðuherbergi, smíða-
herbergi og drifherbergi. Öðrum
megin í salnum eru síðan fólksbílaá-
setningarnar og samnýting er meiri á
starfsmönnum af þeim sökum.
Mesta áherslan er lögð á smærri
breytingarnar, þ.e.a.s. 33 og 35
tommu breytingar. „Við leggjum
mikla áherslu á nýja Hiluxinn og svo
auðvitað Land Cruiser á 33 og 35
tommu dekkjum. Það hefur dregist
saman í stóru breytingunum, þ.e. 38
og 44 tommu breytingum. Litlu
breytingarnar gefa bílunum
skemmtilegt útlit og eru ekki mjög
kostnaðarsamar. Aksturseiginleik-
arnir breytast heldur ekkert við það.
Sjö manns starfa á verkstæðinu við
bestu hugsanlegu aðstæður og það er
mjög vel tækjum búið. Bogi segir að
sennilega sé Toyota með eina breyt-
ingaverkstæðið sem hefur yfir að
ráða hjólastillingatæki.
Páll Pálsson er verkstjóri á breyt-
ingaverkstæðinu. Hann segir að gerð-
ar hafi verið 150–200 hjólastillingar á
ári sem þýðir jafnmargar breytingar
fyrir 33 og 35 tommu dekk. Jafnframt
eru framkvæmdar á staðnum gríðar-
lega margar ásetningar aukahluta á
fólksbíla.
Þeir félagar eru sérstaklega
ánægðir með nýjan Hilux, sem er ný-
lega kominn til landsins. Það merki-
lega við nýja bílinn er að hann kemur
með breiðum hjólaskálum og hægt er
að setja undir hann 35 tommu dekk
án annarra aðgerða.
Bogi segir að þótt dregið hafi úr
stærri jeppabreytingum á síðustu
misserum sé ennþá góður markaður
fyrir hóflegri útlitsbreytingar.
Toyota opnar nýtt breytingaverkstæði
Morgunblaðið/Árni Torfason
Nýi Hiluxinn verður líklega stór hluti breytingaverkefna nýja verkstæðisins.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Nýja breytingaverkstæðið er vel búið tækjum. Þar er m.a. að finna hjólastillingarvél.
Hér má sjá nýjan Hilux sem hefur verið breytt fyrir 35 tommur.