Morgunblaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 B 11 bílar Öryggi, gæði og stíll ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S Y A M 2 94 96 7/ 20 05 FATNAÐUR www.yamaha.is Full búð af Nazran mótorhjólafatnaði á ótrúlega hagstæðu verði. Yamaha-búðin, Nýbýlavegi 2, 200 Kópavogi, s. 570 5300. Xtra, Njarðarbraut 19, 260 Reykjanesbæ, s. 421 1888. Toyota, Baldursnesi 1, 603 Akureyri, s. 460 4300. 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is M itshubishi Lancer Evo5 bíllinn sem Íslands- meistararnir í ralli 2005, Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson, óku var í sviðsljósinu í síðustu rallkeppni ársins. Þeir Sigurður Bragi og Ísak voru þó fjarri góðu gamni að þessu sinni en í stað þeirra voru Jóhannes V. Gunnarsson, eigandi bílsins, og Magnús Ólason við stjórnvöl Lancersins en þeir sigruðu eftir mikla og harða baráttu. Vélin í Ford Focus Sigurðar Braga og Ísaks bilaði í reynslu- akstri skömmu fyrir fyrstu keppn- ina í vor og brugðu þeir félagar á það ráð að fá Lancerinn lánaðan hjá Jóhannesi en hann var þá við störf erlendis og átti ekki kost á að keppa fyrr en nú í haust. Jó- hannes hefur tekið þátt í einni rallkeppni á ári síðustu árin. Í fyrra keppti hann í Alþjóðarallinu og 2003 tók hann þátt í einni keppni í Belgíu. Hraðar og skemmtilegar sérleiðir „Flestar leiðirnar í þessu ralli voru mjög hraðar og skemmti- legar en ein þeirra var alveg skelfileg,“ sagði Jóhannes þegar hann var inntur eftir því hvernig keppnin hefði verið. Eknar voru nokkrar greiðfærar leiðir á Reykjanesi og hófst rallið á Krísu- víkurleið í suður. Ísólfsskálaleið til vesturs tók síðan við og Reykjanesið til vest- urs en síðan var snúið við og þess- ar leiðar eknar til baka. „Það var svokölluð gryfjuleið sem var skelfileg, bara grjót og hraun- hellur. Við fórum og skoðuðum hana í gær og vorum búnir að vera með í maganum síðan vegna kvíða. En við unnum þó rallið raunverulega á þeirri leið. Þar náðum við forystunni sem dugði okkur út keppnina. Þessi keppni átti bara að vera æfing fyrir okk- ur en svo gekk okkur svo vel að ég fór að gefa aðeins í, seinni hlut- ann, og það dugði okkur til sig- urs.“ Audi-inn ónýtur Ragnar Einarsson og Steinar Sturluson á Audi 80 Quattro tóku forystuna í upphafi rallsins og voru með sigurinn í hendi sér þeg- ar þeir óku inn á fjórðu sérleiðina, Ísólfsskálaveg til austurs. Þegar þeir höfðu ekið mestan hluta leið- arinnar brotnaði afturöxull í bíln- um og við það misstu þeir stjórn á bílnum. „Afturendinn á bílnum fór útaf þegar öxullinn brotnaði og við réðum ekkert við bílinn,“ sagði Ragnar. „Þá vorum við með 40 sek. forskot á næstu menn og vor- um að keyra nokkuð öruggt. Bíll- inn fór út af veginum vinstra meg- in og rakst í klett. Við það endastakkst hann einu sinni, valt síðan tvær heilar veltur og stöðv- aðist á hjólunum. Við erum aðeins lemstraðir en sjálfsagt verðum við aumir á morgun,“ sagði Ragnar að lokum en öflugt veltibúrið og fimm punkta öryggisbeltin gerðu þeim félögum kleift að skríða óslasaðir út úr bílflakinu. Þess má geta að Loftur Matthíasson og Ingvar Ari Arason veltu Coroll- unni sinni á nákvæmlega sama stað í Reykjanesrallinu í júní. Eyjólfur D. Jóhannsson og Har- aldur Bjarmi Pálsson eru Íslands- meistarar árið 2005 í 2.000 flokki og Loftur G. Matthíasson og Daní- el Hinriksson eru Íslandsmeist- arar í Kumho flokki. Haustrall BÍKR Lancerinn hélt fyrsta sætinu Ljósmynd/Jóhann A. Kristjánsson Jóhannes V. Gunnarsson og Magnús Ólason fljúga yfir „Haffa jömpið“ á Reykjanesleið áður en þeir fóru að gefa í. Stökkpallurinn er kenndur við Hafstein Hauksson rallkappa sem lést í rallkeppni í Englandi 18. febrúar 1984. Audi 80 Quattro-keppnisbíll Ragnars Einarssonar og Steinars Sturlusonar var ónýtur eftir að hafa endastungist og oltið tvær veltur á Ísólfsskálaleið. Magnús Ólason og Jóhannes V. Gunnarsson hampa verðlaununum sem þeir hlutu fyrir sigurinn í Haustralli BÍKR. JAK@ismennt.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.