Morgunblaðið - 23.09.2005, Page 7

Morgunblaðið - 23.09.2005, Page 7
maður fyrir sér að Sonata geti hentað vel miðaldra fólki, sem er laust við merkjaáráttu, og vill mikið pláss, góðan frágang lausan við alla stæla – eða einfaldlega traustvekjandi bíl á góðu verði. Fjögurra þrepa sjálfskipting Bíllinn var prófaður með sjálf- skiptingu sem, ólíkt flestu því sem boðið er upp á í dag í nýjum bílum, er eingöngu fjögurra þrepa. Sjálfskipt- ingin leitast alltaf við að láta vélina snúast sem hægast og af þeim sökum þótti undirrituðum skemmtilegra að nota handskiptivalið. Þess varð þó áþreifanlega vart þegar komið var upp á vissan hraða að ákjósanlegra hefði verið að bjóða upp á fimmta þrepið því vélin er farin að snúast ansi hratt með tilheyrandi vélarhljóði og meiri eyðslu. Hjólhafið stækkaði um þrjá cm í nýrri kynslóð Sonata og var þó ærið fyrir. Þetta eykur enn frekar á limúsínutilfinninguna þegar bílnum er ekið. Hann liðast áfram en engu að síður er fjöðrunin fremur stíf en mjúk og bíllinn er jafnframt ná- kvæmur í stýri. Hann er líka stöð- ugur í beygjum og á vegi og almennt eru aksturseiginleikarnir til fyrir- myndar. En það athyglisverðasta við þenn- an stóra fólksbíl er eftir sem áður hagstætt verðið. Tæpar 2,4 milljónir kr. fyrir þetta stóran bíl er vel af sér vikið, ekki síst í ljósi staðalbúnaðar, sem er m.a. ESP-stöðugleikastýring með spólvörn, 6 líknarbelgir, 16" ál- felgur, rafdrifnar rúður að framan og aftan, armpúði í aftursæti og fjögurra þrepa sjálfskipting með handskipti- vali. Þess má geta að þeir sem ekki geta verið án leðurs, rafstýringar á öku- mannssæti, tölvustýrðrar miðstöðv- ar, skriðstillis, sóllúgu, 17 tomma ál- felgna o.sv.frv. eiga kost á Sonata Lux sem kostar 2.850.000 kr. og fæst eingöngu sjálfskiptur. gugu@mbl.is Mikið pláss og vandaður frágangur er aðall Sonata. Fjögurra þrepa sjálfskipting. Hand- skiptivalið nýtist vel. Innfelld hljómtæki spila kassettur og geisladiska og MP3. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 B 7 bílar TOYOTA væntir þess að geta minnkað verðmuninn á milli tvinn- bíla og hefðbundinna bíla um allt að helming. Tvinnbílar eru með lítilli bensín- eða dísilvél og rafmótor og mun eyðslugrennri en bílar með hefðbundna aflrás. Toyota væntir þess að á næstu fimm árum verði sala þeirra á tvinnbílum komin upp í eina milljón bíla á ári. Toyota reiknar með að selja um 300.000 Prius bíla á þessu ári. Prius er með 1,5 lítra bensínvél og aflmikl- um rafmótor. Um það bil 60% af öll- um tvinnbílum Toyota seljast í Bandaríkjunum. Það sem fram til þessa hefur dregið úr sölu á tvinn- bílum er takmörkuð framleiðslugeta Toyota, sem nú hefur verið aukin, og sú staðreynd að þessir bílar hafa verið talsvert dýrari en hefðbundnir bílar. Í Bandaríkjunum er verðmis- munurinn 3.500 dollarar, eða nálægt 217.000 ÍSK. Á Íslandi kostar Prius 2.490.000 kr., en vélaraflið í bílnum er metið til 148 hestafla. Til samanburðar má nefna að Toyota Avensis Sedan EXE, sem er 150 hestafla, kostar 3.020.000 kr. með sjálfskiptingu. Ástæðan fyrir hagstæðu verði á Prius hér á landi er sú staðreynd að dregnar eru 240.000 kr. af verði bíls- ins áður en vörugjald er reiknað út. Auk þess fellur bíllinn í lægsta vöru- gjaldsflokk þrátt fyrir mikið vél- arafl. Sama er þó ekki uppi á teningnum annars staðar. Í Danmörku, þar sem bílverð er hvað hæst í Evrópu vegna hárra opinberra gjalda, kostar Prius 425.000 kr., eða tæpar 4.290.000 ÍSK. Avensis með 1,8 l bensínvél þó ekki nema um 333.000 kr. Katsuaki Watanabe, forseti Toyota, sagði í viðtali við USA Today, að hann hefði farið fram á það við þróunardeild fyrirtækisins að framleiðslukostnaður við Prius yrði lækkaður verulega. Ljóst þykir að vegna stöðu Toyota á bandaríska markaðnum muni aðrir framleið- endur tvinnbíla reyna að feta í fótspor Toyota í þessum efnum. Þannig segir t.d. talsmaður Honda við USA Today að fyrirtækið muni bjóða sína tvinnbíla á sam- keppnishæfu verði. Tvinnbílar Toyota verða ódýrari Umhverfisráðherra hefur fest kaup á umhverfisvænum tvinnbíl frá Lexus. Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Toyota, sést hér afhenda Sigríði Önnu Þórð- ardóttur lykla að bílnum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Önnur þjóðþekkt kona, Valgerður Matthíasdóttir þáttagerðarmaður hefur farið sinna ferða á Toyota Prius. „Þessu til viðbótar má nefna umfangsmikið rannsóknar- og þró- unarstarf, sem Hyundai er með á vesturströnd Bandaríkjanna í sam- starfi við þarlend yfirvöld, á efnara- fölum, tæknibúnaði sem framleiðir raforku úr vetni, og möguleikum á fjöldaframleiðslu þeirrar tækni fyrir almenna bílamarkaðinn. Þá er Hyundai einnig með aðra rann- sóknarmiðstöð í Namyang sem komið hefur að þróun efnarafala og gera má ráð fyrir að nýja rann- sóknar- og þróunarmiðstöðin sem Hyundai er að reisa í Þýskalandi muni einnig koma að þessum mál- um.“ Nýja rannsóknarmiðstöðin í Seoul er ekki aðeins helguð umhverfis- vænni tækni, heldur er hún einnig reist á umhverfisvænum forsendum. Byggingarefni er umhverfisvænt, eins og t.d. gólfin sem eru úr endur- unnum hjólbörðum. Rafmagn til lýs- ingar er fengið úr sólarrafhlöðum og til að orkunýting verði enn umhverf- isvænni er sú raforka, sem verður til vegna tilrauna á rafölum, nýtt innan stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að þetta fyrirkomulag minnki losun á CO2 um 1.000 tonn. Þá eru salernin búin umhverfisvænni loftþrýsti- tækni, sem sparar um 1.500 tonn af vatni árlega. Framleiðir raforku úr vetni og er byggður á grunni Hyundai Tucson. RÆSIR HF. sími 540 5400 Ekkert hálfkák MANTRA 4x4 fer alla leið Íslensk heimasíða MANTRA 4x4 – www.mantra.is Sýnum MANTRA 4x4 bílana laugardaginn 24. september milli kl. 11 og 16 að Skúlagötu 59, verkstæðismegin. Torfærubifreið • Sendibifreið • 18 manna hópbifreið • Vörubifreið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.