Morgunblaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar ENN einn gullmolinn hefur bæst í safn þeirra fornbíla sem þúsundþjalasmiðurinn Björn Sverrisson á Sauðárkróki hefur tekið og gert eins og nýja úr kassanum. Hér er um að ræða Chevrolet herbíl, árgerð 1942, en þessi bíll er nátengdur bjargvætti sínum því hér er um að ræða fyrsta bílinn sem Björn eignaðist, árið 1956. Björn segir að þessi umræddi bíll hafi fyrst verið keyptur af hernum til skólabús- ins á Hólum að afloknu stríði, og notaður til ýmissa verka og aðdrátta fyrir búið, og bar hann þá skráningarnúmerið K 9. Síðan gekk bíllinn manna á milli þar til árið 1956 að Björn eignaðist hann, en seldi nokkru síðar suður í Voga á Vatnsleysuströnd. Eft- ir það frétti Björn lítið af bílnum, vissi þó að hann fór austur á land og var meðal ann- ars um tíma á Breiðdalsvík og síðar notaður við síldarvinnsluna á Eskifirði. Það var svo upp úr 1990 sem Björn rakst á bílflak á bænum Finnsstöðum við Egilsstaði og þótt- ist þar kenna sinn gamla vin, enda eitt af sérkennum hans að bensíntankurinn var ekki upprunalegur. Einhverra hluta vegna hafði verið skipt um tank og settur flug- véla-tankur á bílinn og var þetta það sem kom Birni til þess að athuga flakið betur. Kom þá í ljós að hér var hann kominn og hafði staðið ógangfær og í niðurníðslu í fjölda ára. Þegar svo eigandinn bauð Birni að eignast gripinn var boðið þegið og um páska 1998 fór Björn austur, sótti hann og flutti heim. Í tvö ár var bíllinn í geymslu en árið 2000 var hafist handa við endurgerðina og nú nýverið var þessum aldna vinnuþjarki ekið út í sólskinið og hann settur á sitt gamla skráningarnúmer K 9. Áflog við stýrið Það er ævintýri líkast að setjast upp í þetta farartæki með Birni og aka af stað. Ferðin er ekki mikil, nálin á hraðamælinum stendur í um 15 mílum og ekki er mýktinni fyrir að fara, og það lætur hátt í vélinni – „en á góðum degi komst hann allt að 70 kílómetra hraða,“ segir Björn og hlær, „en þetta var erfitt, það voru stöðug áflog við stýrið, miklir snúningar og svo þurfti maður sífellt að vera að tvíkúpla þegar skipt var um gír. En það var margt gott við þennan bíl, til dæmis er lága drifið svo lágt, að þegar ég kom að hliði sem þurfti að opna þá setti ég hann bara í lága og fyrsta svo hljóp ég út á meðan hann mjakaðist áfram, opnaði hliðið og hann kom á eftir mér í gegn, ég lokaði og hljóp svo á eftir honum og hélt áfram, hann bara rólaði þetta og fór ekkert upp úr hjólförunum,“ segir Björn. „Þessir bílar voru mikið notaðir til liðs- flutninga, þeir eru ekki með sturtum, en þá voru á pallinum langbekkir og segldúksskýli á bogum yfir. Ég veit ekki hvort ég set þetta á hann, en ég á ónotað orginal segl sem ég get notað ef mér dytti það í hug.“ Hann segist muna eftir fimm bílum af þess- ari gerð í Skagafirði uppúr stríði, og líklega sé til annar gangfær ennþá hérlendis, og hann viti ekki um marga slíka í Evrópu enda lítil not fyrir slíka bíla núorðið. Inni á verkstæðinu hjá Birni stendur gamall Volvo Amason, sem sonur hans á, en þessi aldurhnigni Volvo bíður frekari að- hlynningar. Björn segist ekki vera á leið í þennan bíl, það sé verk eigandans, og hann segist ekki vera búinn að afráða næsta verkefni, hann þurfi að sinna gamalli dráttarvél fyrir kunn- ingja sinn, en það er líka ljóst að ekki myndast dauður tími hjá þessum völundi því að stöðugur straumur er á verkstæðið með hin aðskiljanlegustu verkefni smá og stór, sem þarf að sinna. Hann kom á eftir mér í gegn Morgunblaðið/Björn Björnsson Björn Sverrisson við hertrukkinn K 9, sem er eins og nýr á að líta. Það var árið 1990 sem Björn rakst á bílflak á bænum Finnsstöðum við Egilsstaði. Við nánari athug- un kom í ljós að þetta var hertrukkurinn sem hafði staðið ógangfær og í niðurníðslu í fjölda ára. Um páska 1998 fór Björn austur, sótti hann og flutti heim. BÍLABÚÐ Benna fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum flutti fyrirtækið, sem hefur umboð fyrir Chevrolet, SsangYong og Porsche, inn Chevrolet af árgerð 1922 og verður hann til sýnis í versluninni um helgina. Bíllinn heitir fullu nafni Chevrolet 490 Utility Coupe. Þetta er stórglæsilegur fulltrúi þriðja áratugarins í bílaframleiðslu vestanhafs. Dekkjastærðin er 32x4 og hann er á 32" tréfelgum. Fram- leiddir voru 1.945 bílar af þessari gerð en óvíst er hve margir eru til í dag. Það er þó ljóst að þetta er með fágætari bílum í heiminum. Þetta eintak er þrátt fyrir háan aldur ekki ekið nema 63.000 mílur, en það hefur verið á bílasafni í Pennsylv- aníu í yfir 40 ár. Bíllinn var ekki með ventlaloki en það fylgdi olíukanna með og gripu menn til hennar ef það fór að ískra í rokker-örmum. Í auglýsingum sem birtust þegar bíllinn kom á markað var sagt að þessi eðalvagn væri „kjörinn fyrir farandsölumanninn þar sem hann skilaði honum í fullkomnu andlegu og líkamlegu ástandi til viðskiptavina sinna“ (Perfect for the traveling salesman, as it carries him to the customer in the physical and mental condition best adapted to successful sales con- tacts). Árið 1922 kostaði bíllinn 680 dollara í Bandaríkjunum. Með upprunalegu númeraplöturnar og á tréfelgum. Morgunblaðið/RAX Ekki mikil þægindi en sagður kjörinn fyrir farandsölumanninn. Snúningssveifin er á sínum stað. Benni með Chevrolet 1922 Bíllinn var sagður tryggja velgengni farandsölumannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.