Morgunblaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 10
10 B FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
DÓTASTUÐULL er hugtak sem
flestir jeppamenn sem aka um á
breyttum jeppum kannast við. Og eitt
af því sem hækkar dótastuðulinn hvað
mest er fjöldi loftneta á jeppanum.
Þrátt fyrir að allt tal um dótastuðul sé
nú mest í gríni getur það skipt sköpum
að komast í samband við umheiminn
þegar eitthvað bjátar á. Og þegar eitt-
hvað bjátar á þá gerist það auðvitað
þegar síst er á von og á versta stað. En
hvað þýða þessar skammstafanir allar
og virkar þetta á fjöllum?
Flestir kannast við að GSM kerfið
er skammdrægt og dugar lítt eða ekki
á fjöllum. Þó mun vera hægt að fá
langdrægari senda fyrir það kerfi en
eru í notkun í byggð, jafnvel senda sem
draga allt að 100 kílómetra í sjónlínu.
Mér er ekki kunnugt um hvort síma-
fyrirtækin hafa uppi áform um að setja
upp slíka senda fyrir hálendið. Mörg
dæmi eru um að menn hafi komist í
vandræði á fjöllum og hafi ætlað að
treysta á GSM en ekki dugað.
NMT-kerfi að deyja út
Gamla góða NMT-kerfið verður
tekið úr notkun á næstu árum. Það er
miður því þetta kerfi hefur reynst vel á
fjöllum (og á miðunum) og það eru til-
tölulega fáir staðir sem ekki er hægt
að komast í samband með þannig síma.
Miðhálendið, jöklar og vissir staðir á
Fjallabaki syðra sem dæmi hafa þó
verið sambandslausir.
CB (Citizen Band 27 Mhz) talstöðv-
arnar voru mjög vinsælar meðal
jeppamanna á árum áður. Þær hafa
mjög takmarkaða drægni eins og þær
eru útbúnar í flestum bílum og hafa
helst verið notaðar sem samskiptatæki
milli bíla þar sem stutt er á milli. Þær
eru á hröðu undanhaldi þar sem marg-
ir eru að skipta yfir í VHF. Menn eru
þó ekki á eitt sáttir hvað þetta varðar
ef marka má spjallið á vefsíðu 4x4
klúbbsins – sjá www.f4x4.is.
UHF (Ultra High Frequency 430 –
440 Mhz) talstöðvar eru einnig
skammdrægar talstöðvar og nýtast
ekki sem öryggistæki á fjöllum. Þessar
stöðvar er hægt að kaupa á næstu
bensínstöð (litlar handstöðvar) og
drægni þeirra getur verið uppí 5 kíló-
metra í beinni sjónlínu. Það getur hins
vegar verið bráðskemmtilegt að hafa
slíkar stöðvar með þegar ferðast er í
hópi. Þá heyra allir sem hafa stöðvar í
hver öðrum og geta þannig miðlað
fróðleik til allra í einu. Og þessi sam-
skiptamáti kostar ekkert í notkun
nema rafhlöður.
Símanum) og síðan skiptir síminn yfir
á gervihnattasamband ef ekki næst
samband við GSM- kerfið. Þessu
fylgja auðvitað venjulegir annmarkar
gervihnattasamskipta – loftnetið þarf
að hafa óhindrað „útsýni“ til himins og
loftnetið er ekki alveg af minni gerð-
inni. Að hringja úr svona tæki er ein-
falt; bara að bæta við +354 fyrir fram-
an númerið á Íslandi. Mínútugjaldið
hefur lækkað jafnt og þétt og er nú um
eða innan við 100 kr. Það er ódýrara en
stundum þegar GSM er notað í útland-
inu með viðeigandi reikisamningum.
Globalstar hefur verið stafrænt kerfi
frá upphafi. Það er til dæmis ekkert
mál að senda SMS-skilaboð í þessu
kerfi eða að nota símtækið sem mótald
við tölvu. Þetta kerfi er raunverulegt
öryggistæki á fjöllum. Handtækið (sjá
mynd) kostar innan við hundrað þús-
und. INMARSAT hefur mest verið
notað til samskipta við skipaflotann og
hægt er að senda tölvupóst o.fl. í gegn-
um þetta kerfi. IRIDIUM-kerfið er
um margt líkt og Globalstar en hefur
meiri útbreiðslu og öryggi í tengingu
hér á landi en það síðarnefnda. Iridium
er hins vegar dýrara í notkun því þar
þarf að greiða mánaðarlegt gjald af
símanum óháð notkun og símtækið er
aðeins fyrir gervihnattasamskipti. Sjá
nánar á http://www.siminn.is/control/
index?pid=35818
VHF
Þá er bara eftir VHF (very high fre-
quency 100 til 200 Mhz). Þetta kerfi
hefur lengi verið í notkun á Íslandi og
reynst vel. Þrátt fyrir að kerfið sé ekki
langdrægt hefur verið bætt úr því með
svokölluðum endurvörpum (sjá út-
breiðslumynd á www.rsh.is) . Björg-
unarsveitir, Ferðaklúbburinn 4x4 og
fleiri aðilar hafa sett þessa endurvarpa
upp. Því fer þó fjarri að alls staðar sé
samband við endurvarpa. Þó má segja
að á mörgum þeim leiðum þar sem
ekki er NMT-samband sé nokkuð
öruggt að ná í einhvern þessara end-
urvarpa. Sagan er þó ekki öll því ein-
ungis fáir aðilar hafa aðgang að öllum
endurvörpunum. Góð vhf stöð kostar
um 50 þúsund komin í bíl og rekstur
hennar kostar um 2.400 krónur á ári.
Vhf stöðvar eru til sölu hjá m.a. AMG
Aukaraf ehf (www.aukaraf.is) og Bíl-
anaust/Radíóþjónustu Sigga Harðar
(www.rsh.is).
Niðurstaðan af þessu öllu er þá sú
að líklega eru menn best settir með
gervihnattasíma eigi að velja eitthvert
eitt tæki.
Ég hef séð í einum jeppa SSB, CB,
VHF/UHF, GSM og GLOBALSTAR.
Sá ætti að vera nokkuð öruggur um að
komast í samband hvar sem er á Ís-
landi.
Sigurður Grímsson
SSB-stöðvarnar
Eflaust muna margir enn eftir stóru
loftnetunum sem voru á öllum alvöru
fjallabílum hér í denn. Talstöðvarnar
sem þurftu slík loftnet voru yfirleitt
kallaðar SSB-stöðvar og margir kann-
ast við þær sem Gufunesstöðvar. Þetta
voru mjög langdrægar og öflugar
stöðvar sem hægt var að hafa sam-
band með á milli landshluta. Fjar-
skiptamiðstöðin í Gufunesi hafði yfir-
umsjón (ef svo má segja) með
fjarskiptum um þessar stöðvar og gat
verið milliliður í samskiptum. Mér er í
fersku minni þegar haft var samband
við bíl á Egilstöðum úr öðrum bíl sem
var í Langadal í Þórsmörk en þetta var
í kringum 1970. Þessar stöðvar voru
fyrirferðarmiklar og dýrar og hafa svo
til horfið af sjónarsviðinu. Gott ef fjar-
skiptamiðstöðin í Gufunesi er ekki líka
hætt þjónustu við þessar stöðvar.
TETRA-kerfið er nú í notkun hjá
viðbragðsaðilum, (lögregla, slökkvilið),
á nokkrum þéttbýlisstöðum. Þetta
kerfi virkar enn sem komið er tak-
markað á fjöllum. Efasemdarraddir
heyrast um að það verði nokkurn tíma
en það getur tíminn einn leitt í ljós. Þó
þykir ljóst að það verður ekki í nán-
ustu framtíð. Sjá útbreiðslumynd á:
http://www.siminn.is/control/in-
dex?pid=55396 Frekari upplýsingar
um tæknina má finna á: http://
www.siminn.is/control/in-
dex?pid=55415
Nú, þá fer að þynnast listinn okkar.
GLOBALSTAR, INMARSAT og
IRIDIUM eru símkerfi sem byggjast
á notkun gervihnatta. Ég hef sjálfur
notað Globalstar-kerfið í nokkur ár og
hef af því góða reynslu. Símtækið sjálft
er líka GSM-sími, að vísu verulega stór
miðað við nútíma símtæki, en tiltölu-
lega einfalt í notkun. Það þarf bara að
hafa gilt símakort (hef bara prófað frá
Fjarskipti á fjöllum
Frá hægri – Globalstar gervi-
hnattasími, VHF-handtalstöð og
GSM-sími af algengri gerð. Eldspýtu-
stokkurinn er líka nauðsyn á fjöllum.
Ef vel er gáð má telja 6 loftnet á þessum bíl – útvarp, CB, VHF, UHF, GSM og NMT.
Litlar UHF-talstöðvar sem kosta inn-
an við sjö þúsund kr. settið.
UNDIRRITAÐUR var staddur á
vinsælum ferðamannastað í
sumar þar sem þannig háttar til
að engin leið er að ná sambandi
við umheiminn nema með gervi-
hnattasíma. Þarna var þó einn
maður sem brosti að öllum um-
ræðum um sambandsleysi.
Hann var með lítinn heimasmíð-
aðan kassa með sér sem virtist
fullur af einhverri víraflækju.
Hann var sömuleiðis með nokk-
uð langan stálvírsbút sem hann
henti upp í næsta tré og tengdi
við kassann.
Setti síðan hlustarklemmu á
höfuðið og byrjaði eitthvað að
pota í víraflækjuna. Brosti síðan
eftir smástund og sagðist vera
búinn að láta vita af sér heim
og hélt áfram að grilla. Ha?
Og ég sem var handviss um
að hann hefði bara drukkið blá-
vatn!
Það reyndist vera rétt en eft-
ir smáútskýringar kom í ljós að
þessi maður er radíóamatör. Allt
og sumt sem hann þurfti var lít-
ið senditæki (heimasmíðað) sem
var knúið af fjórum litlum raf-
hlöðum og áðurnefndan stálvírs-
bút sem þjónaði sem loftnet. Og
reyndar hafði enginn verið við
heima þannig að hann hafði bara
samband við radíóamatör í Nor-
egi (!!!) sem var að hlusta þá
stundina og bað hann að senda
tölvupóst heim um að allt væri í
himnalagi.
Jú, það hafði nú kostað um
fimm þúsund krónur á núvirði
að smíða tækið en það hafði
dugað undanfarin tuttugu ár! Og
rafhlöðurnar væru skrambi dýr-
ar.
Undirritaður var ekkert að
sýna rándýra gervihnattasímann
sinn.
Skoðið endilega www.ira.is,
sem er heimasíða íslenskra radí-
óamatöra.
Sigurður Grímsson
Stál-
vírsbút-
ur uppi
í tré
Á VEGUM úti er Q7 sagður sýna
allar bestu hliðar sportbíls, bæði
hvað varðar afköst og aksturseigin-
leika og í utanvegaakstri setja ný
viðmið í sínum flokki. Q7 er stór bíll,
eða 5,08 metrar á lengd og hjólhafið
er yfir þrír metrar. Þetta er því tals-
vert stærri bíll en bæði Mercedes-
Benz M, sem er 4,78 m á lengd, og
Cayenne, sem er 4,80 m. Þá er hann
1,98 m á breidd og 1,74 m á hæð og
með þessi mál tekur Q7 forystu í sín-
um flokki jeppabifreiða. Fyrir vikið
er farþegarýmið vel útilátið og boðið
er upp á fleiri uppsetningarmögu-
leika en hingað til hefur þekkst. Alls
er hægt að raða sætum og hleðslu-
rými upp á 28 mismunandi vegu.
Sjö farþegar geta setið í bílnum í
þremur sætaröðum. Hægt er að
færa sætin í miðröðinni fram eða
aftur hvert fyrir sig. Hægt er að
leggja báðar aftari sætaraðirnar
flatar niður og þannig fá 2.035 lítra
farangursrými, ef nauðsyn krefur,
án þess að fjarlægja sætin.
Séu fimm sæti í notkun er
farangursrýmið 775 lítrar eða það
mesta sem um getur í þessum stærð-
arflokki.
Tvær vélar í byrjun
Þegar Audi Q7 kemur á markað
verður hægt að velja um tvær véla-
stærðir í hann. Nýja 4,2 lítra V8 vélin
með beinni FSI-innspýtingu skilar
350 hestöflum og togar að hámarki
440 Newton-metra.
3,0 TDI sex strokka dísilvélin býð-
ur það nýjasta í samrásarinnspraut-
un sem nýtir sér línutengda piezo-
innsprautun og skilar þar af leiðandi
alls 233 hestöflum og togi sem nemur
500 Newton-metrum.
Báðar vélarstærðir eru búnar sex
gíra tiptronic-sjálfskiptingu.
Audi Q7 er með öllum sama stað-
albúnaði og quattro með sídrifi og
aldrifi. Miðlæga Torsen-mismuna-
drifið miðlar afli út til allra fjögurra
hjólanna, bæði á og utan vegar, og
tryggir bæði hámarks veggrip og
hliðarstöðugleika.
Audi Q7 er líkt og Audi RS 4 búinn
nýjustu kynslóð af Torsen-mismuna-
drifi sem togar með staðalskipting-
unni 40:60 (framan/aftan). Átakið á
öxlana er því sem næst í jafnvægi og
bílstjórinn nýtur þess í auðveldri og
nákvæmri stýringu þar sem nær
ekkert stýristog á sér stað.
Í undirvagni Audi Q7 er að finna
marga álhluti eins og t.d. sjálfstæð
hjólaupphengi með tvöföldum bitum
bæði að framan og aftan. Stálfjaðrir
og tvöfaldir demparar eru hannaðir
með sportlega aksturseiginleika
og þægindi fyrir augum, jafnvel þótt
ekið sé utan vega.
Afturfjaðrir og demparar halla að-
eins en þannig er dregið úr hæð kerf-
isins og meira rými verður til aftan í
bílnum.
18 tommu álfelgur með 235/60
dekkjum (255/55 á átta strokka bíln-
um) eru staðalbúnaður. Hægt er að
fá allar útgáfur Audi Q7 með 19 eða
20 tommu felgum.
Bíllinn er einnig afhentur með
sjálfstilltri loftfjöðrun. Bíll sem bú-
inn er bæði loftfjöðrun og rafeinda-
stýrðu höggdeyfingarkerfi býður
bestu hugsanlegu blöndu sportlegra
aksturseiginleika og þæginda í
akstri. Stöðugleikakerfið er einnig
staðalbúnaður en það dregur úr
lengdarhreyfingum yfirbyggingar-
innar eins og mögulegt er.
Hæð frá jörðu er breytileg og get-
ur verið allt frá 180 til 240 millimetra
í efstu stillingu, þannig að bíllinn
kemst yfir mjög háar ójöfnur. Sé ut-
anvegastilling á er bíllinn 205 milli-
metra hár og með aðlögunarhögg-
deyfingu til að auðvelda akstur yfir
miklar ójöfnur.
Q7 hefur MMI-stýrikerfið nýstár-
lega sem staðalbúnað en það hefur
vakið athygli í A8 og A6. Hægt er að
stækka það í tveimur þrepum og
þannig bæta við fjölmörgum öðrum
aðgerðum.
Mikill valbúnaður
Hægt er að fá fjölbreyttan valbún-
að fyrir ökumann sem nú er kynntur
í fyrsta skipti í fjöldaframleiddum
bíl. Sem dæmi má nefna radarbúnað
á hlið bílsins sem nýtist þegar skipt
er um akrein og háþróað bílastæða-
kerfi með sjón- eða hljóðmerkjum og
myndavél aftan á bílnum.
Í ESP jafnvægiskerfinu er að
finna nýjar aðgerðir á borð við
stuðning við akstur niður brekku.
Sérstök utanvegastilling hámarkar
hemlunargetu og veggrip á lausu yf-
irborði. Stöðugleikakerfi fyrir drátt-
arvagn dregur úr hættu á láréttum
sveiflum eða „sporðaköstum“ vagns-
ins með markvissum hemlunar-
stuðningi.
Tvær vélar í fyrstu í Audi Q7
Audi afhjúpaði í Frankfurt nýjan jeppa sem fyllir ört vaxandi
flokk evrópskra lúxusjeppa. Audi Q7 er greinilega ætlað að
keppa við þá bestu á þessu sviði, eins og Mercedes-Benz M og
Porsche Cayenne.
Audi Q7 er rúmir 5 m á lengd. Verið er að taka upp auglýsingu fyrir bílinn á Íslandi.
Audi Q7 er sjö manna en hægt að
fella niður báðar aftursætisraðir. Lúx-
us blasir við hvarvetna.