Morgunblaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar EITT best varðveitta, „opinbera“ leyndarmálið á bílamarkaðnum er Hyundai Sonata. Salan á þessum stóra millistærðarbíl, sem kom splunkunýr í fimmtu kynslóð á mark- að í vor, hefur ekki verið tiltakanlega mikil. Það er einna líkast því sem ekki hafi alvarlega verið hugað að markaðssetningu bílsins því það er margt sem mælir með honum; stöð- ugar framfarir frá fyrri kynslóðum í frágangi og smíðagæðum, bíllinn er orðinn umtalsvert stærri og með nú- tímalegri útlitshönnun og verðið er furðu hagstætt miðað við stærð, vél- arstærð og búnað. Nútímalegri í útliti og stærri En það er kannski líka vélarstærð- in sem veldur tregðu í sölu því 2,4 lítra vélin gerir það að verkum að vörugjaldið er 45% og eyðslan meiri en í minni vélum. Hyundai gefur upp eyðslu sem er 12,3 lítrar innanbæjar, sem skv. reynslu undirritaðs er þá nálægt 13,3 lítrum í venjulegum inn- anbæjarakstri, og 8,9 lítrum í blönd- uðum akstri. Þetta er kannski einn helsti ókosturinn á þessum tímum bensíndýrtíðar. En vélin er líka 160 hestöfl, og bíllinn kostar ekki nema 2.240.000 kr. beinskiptur og 2.390.000 kr. sjálfskiptur, sem hlýtur að teljast verulega hagstætt verð miðað við stærð og búnað. Undirritaður skrifaði um fjórðu kynslóð Sonata sumarið 2003 og hreifst þá af sömu hlutum; þ.e. hag- stæðu verði miðað við búnað, ágæt- um aksturseiginleikum og góðri hljóðeinangrun. Fimmta kynslóðin hefur alla þessa kosti en að auki hefur bíllinn verið endurhannaður, og er nú nútímalegri í útliti auk þess sem hann er allnokk- uð stærri. Hann er t.a.m. 5,3 cm lengri og 1,2 cm breiðari en engu að síður um 30 kg léttari. En það sem er meira um vert virðist sem hann hafi verið endurhannaður frá grunni að innan. Í fjórðu kynslóðinni bar ennþá nokkuð á mikilli notkun plasts í inn- réttingum og vissulega er plast ennþá til staðar inni í bílnum en það er engu að síður af meiri gæðum og minna áberandi, kannski vegna þess að mælaborðið er tvílitt, dökkt að of- an en ljósara að neðan. Auk þess er stýrið nú leðurklætt. Hreinn og sléttur – góður frágangur Sonata er stór bíll, 4,80 m á lengd, og þótt útlitshönnunin veki ekki sér- staka athygli er bíllinn hreinn og sléttur. Það er því kannski hægt við fyrstu kynni að segja að Sonata sé ekki sérlega spennandi í útliti en mál- ið snýst líka um allt aðra hluti í þess- um bíl. Línurnar eru orðnar hvassari miðað við fyrri kynslóð og einkum þó hefur afturendinn verið tekinn í gegn. Evrópsk útlitseinkenni eru orðin ráðandi eins og sést í hvössum brotum í vélarhlífinni og hærra mitti í hliðarlínunni. Að utan eru ýmis frá- gangsatriði sem vekja ánægju, eins og t.d. frágangur framlugtanna og þokuljósa til sitt hvorrar hliðar við loftinntakið. Á hurðarhúnum eru list- ar samlitir bílnum og neðan á hurð- arfalsinu er krómplata með Sonata- merkingu. Gráu tónarnir eru ríkjandi í innanrýminu; kannski full uppá- þrengjandi í áklæðum, mælaborði og hurðaspjöldum – en þetta er dálítið í takt við bílinn. Það er eins og hann eigi ekki að vera mjög spennandi – heldur miklu frekar traustvekjandi og úthugsaður. Frágangur á mælum og stjórntækjum er til fyrirmyndar og athyglisvert er að innbyggð hljómtæki eru bæði með kasettutæki og geislaspilara sem spilar jafnframt MP3-format. Í stýri eru stillingar fyrir hljómtæki og skriðstilli. Það er mikið pláss í framsætum til hliðanna og meira pláss í aftursætum en í öll- um bílum í D-flokki (VW Passat, Toyota Avensis o.sv.frv.), enda er Sonata nokkuð stærri en þessir bílar. Vélin skilar sem fyrr segir 160 hestöflum og togar 219 Nm að há- marki. Hún er að nokkrum hluta gerð úr áli og er afurð úr samstarfsverk- efni Hyundai, DaimlerChrysler og Mitsubishi. Eins og flestar nútíma- legar bensínvélar er vél Hyundai VVT-i, (variable valve-timing), sem þýðir að hún er með tölvustýrðum og breytilegum opnunartíma á ventlum, sem bæði eykur afköst vélarinnar og dregur úr mengun. 160 hestöfl er kannski ekki sérlega mikið afl fyrir svo stóran og þungan bíl (Sonata vegur 1.471 kg). En vinnslan kemur samt á óvart. Kannski má segja að það sé ekki sprengikraftur í bílnum heldur jöfn vinnsla og þar af leiðandi alltaf nægi- legt afl. Þetta er í takt við karakter bílsins, sem er langt frá því að vera sportlegur, hvorki í útliti né akstri, heldur miklu frekar traustvekjandi og áreiðanlegur. Einhvern veginn sér Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Útlitsbreytingar eru miklar á Sonata í fimmtu kynslóðinni. Sonata – mikill bíll fyrir lágt verð REYNSLUAKSTUR Hyundai Sonata Eftir Guðjón Guðmundsson Breyttur að aftan líka. Til hliðar er bróðirinn Santa Fe. Vél: Fjórir strokkar, VVT-i, 16 ventlar, 2.359 rúm- sentimetrar. Afl: 161 hestafl við 5.800 snúninga á mínútu. Tog: 219 Nm við 4.250 snúninga á mínútu. Gírskipting: Fjögurra þrepa sjálfskipting með handskiptivali. Hröðun: 10,4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 202 km/ klst. Lengd: 4.800 mm. Breidd: 1.832 mm. Hæð: 1.475 mm. Eigin þyngd: 1.471 kg. Farangursrými: 462 lítr- ar. Hemlar: Loftkældir diskar að framan, diskar að aft- an, slitviðvörun, ABS og EBD. Eyðsla: 12,3 lítrar innan- bæjar, 8,9 lítrar í blönd- uðum akstri (skv. Hy- undai). Verð: 2.390.000 kr. Umboð: B&L. Hyundai Sonata 2400 GLS HYUNDAI Automotive Group opn- aði í vikunni nýja rannsóknarmið- stöð sem verður helguð rannsóknum og þróun á vistvænni bílum. Fjár- festing Hyundai í miðstöðinni nemur samtals 7,5 milljörðum króna, en miðstöðin er í nýrri 14.000 fm bygg- ingu sem er staðsett í útjaðri Seoul. Athygli vekur að byggingin er, líkt og starfsemin sem fram fer í henni, reist á umhverfisvænum forsendum. Stefnt að forystuhlutverki Alls hafa um 200 starfsmenn verið ráðnir til miðstöðvarinnar, sem hýsir háþróaðan tækjabúnað fyrir m.a. þolprófanir á efnarafölum, útblást- ursgreiningu og orkumælingar auk 700 bara vetnisáfyllingarstöðvar. Þarna er einnig til húsa ný til- raunastöð Hyundai fyrir sjálfvirka og jafnframt vistvæna endurvinnslu bíla. Framkvæmdir við stöðina hófust fyrir rúmum tveimur árum eða um það leyti sem Hyundai lýsti því yfir að fyrirtækið stefndi að forystuhlut- verki í þróun umhverfisvænna bíla. Starfar í þremur heimsálfum Að sögn Helgu Guðrúnar Jónas- dóttur, kynningarstjóra B&L, er nýja rannsóknarmiðstöðin ekki eini vettvangur Hyundai á þessu sviði. Rannsóknarmiðstöð Hyundai fyrir vistvænni bíla Ný rannsóknamiðstöð Hyundai í útjaðri Seoul-borgar.                  !"# $%  & ''' "    "  ("    ) * #+*  ,, -     * "   *  H im in n o g h a f / SÍ A Erum sérhæfð í varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir eftirtaldar tegundir bifreiða Mercedes-Benz Chrysler Jeep Mazda Verkstæði Ræsis er opið frá kl. 7.30–18.00 og varahlutaverslun frá 8.00–18.00 alla virka daga. Sími 540 5400 Tímapantanir í síma 540 5432 eða á verkst@raesir.is Varahluta- og verkstæðisþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.