Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.04.1968, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 29.04.1968, Blaðsíða 1
I / 3laé fyrir al'la 9. tölublað Mánudagur 29. apríl 1968 20. árgangur Reykvíska slökkviliðiS úrelt! Hvað skeður ef eldsvoði er í háhýs- um? Engir stigar — bara hlaupa I»að fer nú að líða að því, að athugað verði ná- kvæmlega á hvaða vegi slökkvilið Reykjavíkur er eiginlega statt. Þó liðið hafi eflaust fylgzt að ein- hverju leyti með nýungum, þá er einnig sýnt, að það er hættulega langt á eftir hvað vélakost og þá auðvitað æfingar snertir. Stórbrunar und- anfarin ár draga mjög í efa, að starf slökkviliðs- in® sé fullnægjandi, þótt þar finnist dugmenn og ofurhugar. Hefur almenningi sem horfir á starf þeirra ekki þótt nægilega vel unnið og starfið oft flausturskennt um hóffram. Broslegt S.l. fimmtudag var eldur laus í Bændahöllinni á 8. hæð, en þar er aðeins einn veitingasalur og bar. Slökkviliðið kom á vettvang og, satt bezt sagt, var broslegt og aumkvunarvert ag horfa á við- leitni liðsins, tækjaleysi og frammistöðu alla. Stigahlaup I fyrsta lagi virðist ekki til neinn stigi á bílunum sem kom- ið getiir að notum i slíkum „há- hýsis“bruna. -Urðu brunamenn ða burðast upp alla . stiga með vatnsslöngur sínar og handtæki m.a. vegna þess að lyftur voru úr sambandi. í gnnan stað virtust í BLAÐINU í DAG: @ Vér mörðingjar leikdómur 2. síða • Öfgarog H-umferðin Kúltúr— ævintýri Íslendinga 4. síða • Framhaldssagen 7. síða é Staðreyndir etc. 6. síða • Raddir lesénda — Mysticus — Sjónvarp — Kvikmyndir — Ur einu í annað og fleira þarna margir stjórna því ringul- reið reyndist allsráðandi, böggl-' ast við bíla og slöngur, togað og stympast á við þær. Ein a.m.k. slitnaði í sundur við hóteldym hússins og gaf óhorfendum- og gestum væna gusu. Alvörumál Allmargir voru orðnir undr- andi á þessum aðförum, en þar sem spurzt hafði út, að engin líf væru í hættu, þá horfðu menn Er það satt, að Helgi Sæmunds- son og Egill JJónsson, Húsvík- ingur, séu orffnir vinsælustu skemmtikraftar Lions-klúbbanna og annarra stórmennasam- kundna? rólega á þessar kynlegu aðfarir. Það má heita meira en lítið al- varlegt mál í Reykjavík, þar sem hús eru allt að 12 hæðir, að slökkviliðið skuli ekki búið betri tækjum en það er. Hvað skeður ef eldur er laus á 10. 11. eða 12. hæð og lyftur óvirkar? Hvaða tiltækileg ráð eru fyrir hendi, sem slökkviliðið getur gripið til. Fróðir menn segja að engin séu og þar að auki hafi engar ráð- stafanir verið gerðar gegn hugs- anlegum bruna í háhýsum höfuð- borgarinnar. Slökkviliðsstjórinn hefur lítið gert af því» að skýra þessi mál, utan brunavarna í skrífstofuhúsum, sem að vísu eru góðar en alls e’kki fullnægjandi. Ný tæki Það er sannarlega kominn tími til að endurskoða öll máleíni slökkviliðsins okkar hvað ný- tízku tækni snertir. Bruninn í Bændahöllinni, þótt ómerkilegur væri, sýnir glöggt að liðið getur enn ekki tekizt nógu vel á við eld sem laus verður í háhýsum. Frammsaitða liðsins s.l. fimmtu- dag vor eflaust góð eftir aðstæð- mu. Én við getum alls ekki unað við annað en það fullkomnasta þegar eldsvoðar eru annarsvegar. Leikfélagi Mánadagsblaðsins no. 5 Volkswagen og asni hittust á mjóum vegi og vildi hvorugur víkja. Stóffu þeir þarna andsænis hvor öffrum unz asnanum brást þolin- mæðin og spurffi meff þjósti. „Hvaff þykist þú eiginlega verá, og hversvegna víkurffu ekki?“. Volkswagen leit á asnann og svar- affi meff stolti: ,,É er bíll“. „Ef þú ert bíll“ svaraffi asninn glottandi „þá er ég hestur“. AT I , Anjur um forsetuframboðin Slefberaháttur „leyniskyttna" í herbúðum beggja Geipilegur — og ákaflega óviðeigandi — áróður á sér nú stað a.m.k. í Reykjavík varðandi fram- bjóðendur til forsetakjörs. Ekki eru það þó bein- ir stuðningsmenn frambjóðenda sem bera út þenn- an óhróður heldur einskonar „leyniskyttur“ úr báðum herbúðum. JÞeir komu frá Gjaldheimtunni í morgun" 100 þusund krónur í húsaleigu. LaugardalshöIIin furðulega dýr — 25 þús. á tímann Þaff má heita furffulegt ef satt reynist, aff stjóm iþrótta- hreyfingarinnar ÍBR, ÍSÍ o.s.frv. skuli leyft aff taka kr. 100 þúsund i húsaleigu fyrir íþróttahöllina í Laugardal í milli- ríkjalandsleikjum t.d. leiknum viff Dani hér á dögunum. Laugardalshöllin rúmar 3000 áhorfendur og er þa'nnig tekinn kúfurinn af inngangseyri í húsalei|U. Danir, sem þetta fréttu, urffu alveg undrandi og kváffu aff í Danmörku myndi húsaleiga fyrir sambærilegt hús fyrir sambærilega keppni vera 13.500-15000 krónur og þætti*þó ær- iff. Komst einn af Dönunum, þannig aff orffi, aff hann, héldi máske af misskilningi, aff „Höllin“ væri fyrir íþróttiraar en ekki íþróttimar fyrir „Höllina“. Þá virffast forustumenn í- þróttanna, sem hér eiga hlut aff máli gera sér enga grein fyrir því, aff gróffinn er notaffur fil utanferffa, því hér var um endurgjaldsheimsóknir áff ræffa. Þaff má því telja all-hart aff gengið, aff þessum herrum leyfist aff taka ca. 25 þúsund krónur á klst. í húsaleigu á þessum leikjum. Satt bezt sagt, þá hafa fjármál íþróttaforustunnar veriff næsta undarleg og væri ekki úr vegi,' aff fyrirsvarsmenn þar gerðu grein fyrir öllum sínum málum. Við eigum mörgu að venjast úr stjórnmálum, 'en nokkuð er langt gengið, þegar menn, sem bjóða sig fram verða að skotspæni við- bjóðslegs áróðurs og ályga. Látum gott heita þótt gárungar spottist dálítið að kosningunum meðan allt er í góðu gamni. En þegar fundnar eru upp ýmsar sakir, gefið í skyn allskyns ó- þverri, þá er gamanið horfið. Sjónvarpið varð opinberlega að gefnu tilefni að . lýsa yfir að enginn áróður væri í frammi af þess hendi og símahringingar til einstaklinga eru algengar þar sem látið er við liggja að nafn- greindur frambjóðandi sé sekur um hitt og þetta og er ýmist átt við dr. Gunnar eða dr. Kristján. Frétzt hefur að iðja þessi eé mjög svo stunduð í einkasam- kvæmum og er þá oft vísað til þekktra andstæðinga Gunnars Thoroddsens, sem ekki hafa fyr- irgefið afstöðu hans í síðustu for- setakosningum annarsvegar, en hinsvegar ku skrifstofa »in hér í borg óspör á að lýsa „innri“ hugsunum og áætlunuAi dr. Kristjáns ef hann ber sigur af hólmi. Nafnlaus bréf berast óð- um, og sýnilegt er, aff hér eiga hlut að máli óvandaðir einstak- ilngar úr beggja herbúðum, en ekki reglulegir starfsmenn. Blað- inu þykir óþarfi að birta óhróð- urinn en vissulega ber að vara al- menning við að taka mark á slef- berum þessum — en kjósa aðéins eftir eigin sannfæringu. Magga eða ívar? Margir fylgjast nú með nokkr- um spenningi mieð því hvert Margrét Indlriðadóttir eða Ivar Guðmundsson hljótí embætti fréttaritstjóra við Ríkisútvarpið, en þau hafa, bæði sótt um em- bættið. Valdamönnum mun all- mikill vandi á höndum — Jvar er gamalreyndur og „fræigur" blaðamaður- og hefur dvalið er- lendis við störf hjá Sameinuðu þjóðunum uin árabil. Margrét Indriðadóttir hefur aftur á móti starfað lengi hjá útvarpinu og er sennilegast sjálfflcjörinn ■ i sibarfið rr.iðað við starfisres>nslu og starfS- aldur hjá stofinuninni. Að svo stöddu er mjög erfitt að *ná í spilin, en við höfum heyrt að útvarpsmenn kjósi heldur Mar- gréti, án þess þó að ráðnings Ivairs muni valda neinu fjaði-a- foki. , * 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.