Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.04.1968, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 29.04.1968, Blaðsíða 4
4 MánudagsbJaðið Manudagur 29. april 1868. Vikublað um helgar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Verð í lausasölu kr. 15,00. — Áskriftargjald kr. 600,00 á ári. Sírnar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Öfgar og H-umferðin Flestum mun nú þykja nóg um þann einstæða bægslagang, sem verið heíur í sambandi við breyt- inguna í H-akstur. Ekki þó svo, að ekki sé full á- stæða að fræða almenning varðandi þessi bátta- skipti í umferð, heldur hitt, að forráðamenn H-akst- urins hafa gengið í öfgar bæði í „fræðslustarfsemi" og fjáraustri. Virðist í fljótu bragði að hér sé um slíkt voðalegt Grettistak að ræða, að nálega liggi sæmd og heiður þjóðarinnar við því, að við tökum upp breytingu í akstri og umferð almennt. Þetta er dálítið hlálegt og ósköp óraunhæft. Þó vissulega verði nokkur brevting á akstrinum sjálf- um er varla um að ræða bvílíka gjörbvltingu og nefndin vill vera láta. Til bess hafa þeir allir, sem ytra hafa ekið, í þeim löndum sem H-akstur er, hvorki þurft skóla né lærdóm til að falla vel í al- menna umferð þar. 1 stríðinu voru hér 80 þúsund bandarískir hermenn, sem aðeins var skipað að aka á vinstra vegarhluta og haga sér eftir því, og tókst það allt slysalaust. Segja má þó, að nú sé umferð fjölmennari og þörf meiri varúðar og undirbónings. Þetta er dagsanna. En við gerum nokkuð mikið úr þeim hættum, sem fyrir hendi eru. Þjóðvegaumferð er hér ’aldrei nein ósköp og allstaðar er um aðeins eina akrein hvora leið að ræða, svo þar er hætta engin. Einna helzt er bað Revkjavík og nágrenni, sem telja má, að nokkra varúð verði að hafa fyrst um sinn eftir breytinguna. Sú fáránlega viðbára nokkurra atvinnubílstjóra, að breytingin verði til þess, að 'þeir eigi erfiðara að fylgjast með vegar- brúninni er slík, að hiklaust ætti að taka af slíkum „atvinnumönnum" ökuréttindi, því sá eða sú, sem ekki veit nákvæmlega hvar hiól bifreiðarinnar sem hann ekur eru, er með öllu ófær til aksturs. Þessi breyting er því síður en svo jafn veiga- mikil og látið er. Við höfum, sem fyrr farið ao sænsku fordæmi, elt þá skriffinnsku og öfgar sem þar ráða öllu. Sýnir það þvílík eindæma sótt þetta er á þjóðinni að apa allt eftir athlægisþjóð þessarri. Svíar státa mjög af því hve vel þeim tókst breyting- in og vissulega var svo. En á það hefur ekki reynt hversu farið hefði ef þjóðin »ú hefði bægslað minna en hun gerði, en öfgar í þeim efnum eru þar af allt öðkm toga spunnir. En hvemig er með bau feikna útgiöld, sem orðið hafa í sambandi við breytinguna? Tugir miljóna hafa farið í siglingar, námsferðir, auglýsingar og allskyns fréttalilkynningar, útvarps- og sjónvarps- þætti og allskyns annan „fræðsluáróður". Yfirmenn hafa nálega skotizt milli íslands og Svíþjóðar eins og almenningur milli húsa, og ærið fé hefur farið I þessar gagnslausu ferðir. Húsakostur, skrifstofu- hald hefur orðið geypilegt, vélakaup og breytingar í hvívetna hafa náð himinháum upphæðum. Allur útreikningur var byggður á „reynslu" ^Svía, en hverjir eru Svíar til að véra til eftirbreytni. í raun- inni fól breytingin í sér fátt annað en nokkur aðal- atriði, sem vel hefði mátt koma á, án allrar þeirr- ar fyrirferðar sem orðin er. Þjóðin hefur ekki nu ýkja mikil ráð á að eyða fé að óþörfu, en ráð væri að allir útreikningar H-nefndarinnar yrðu rækilega endurskoðaðir, þegar þessum öfgafuHu ráðstöfunum léttir. KAKALI SKRIFAR: I hreinskilni sagt Bolshoi-ballettinn og Islendingar — Yfirborðsmenningin sýnir sig — Að troða „kúltúr“ í þjóð — Hraksmánarlegar .listrænar4 menning- arviðleitnir — Alþýðúmenning — Parísar-„sending“ — Bach í morg- unsárið — Raunasaga snobbsins — Skriðan óstöðvandi — Fyrir nokkrum dögum tók Háskólabíó til sýninga mynd, um Bolsihoi-ballettinn og fjallaði auð'vitað um frægasta ballett-flokk heimsins, einn mesta listamannaflokk Rússa. Listelskandi Islendingum hlaut að vera mikið happ að slfkri mynd, þvi hér gafst einstætt tækifæri til að skoða og njóta hinnar sönnu list- al- í allri sinni dýrð. Niður- staðan var hinsvegar sú, að aðeins örfáar fámennar sýn- ingar urðu á myndinnd og þar með búið. Innan nokkurra daga var myndinni hætt, enda stórtap á henni. 1 sáma mund sýndi annað kvifcmyndahús argasta klámverk við slíka aðsókn, að fádæmi eru til silíks, og hætti sýningum fynr fú'llu húsi vegina jTnsra nefnda, sem sáu sóma sinn ' í bann- færingu myndarinnar. Sjálf-. ir urðu íslendingar þ.é. Reyk- vikingar -— a-lþýðan og æsk- an — sárreið út í bannið og nefndimar. Það eru ekki nema nokkur ár síðan Slíkur menningarofsi greip nokkra fslendinga, að þess munu fá dæmi. Hér risu upp ýmsir spámenn, sem hugðust leysa menningar- þroska Islendinga úr læðingi, svala þessum Ieynda þorsta, sem þjóðin á hörmungatíma- bilinu hafði hvorki, haft efni vilja né almenna getu til að brynna. Og það var sko ekki sótt hægt fram né með gát á þessum nýhaslaða vígveSIi. Ónei og ekki. Sjálfskipaðir menningarvitar, sem áður höfðu verið gegnir menn í ýmsu. öðru hlupu upp, ýms- ir okkar manna, sem aðeins til þessa höfðu verið miðl- ungsmenn, máske góðir hag- yrðingar, urðu stórskáld, tek- ið var að þýða verk þeirra á ýms tungumál, og aldrei brást, samkvæmt fréttayfir- lýsingum mcnningarvitanna, að hcimurinn tækl þessum nýfundnu sjeníum, sem orðs- ins meisturum, sem heimur- inn hafði bcðið með óþreyju eftir. ^ Menningarbrjálæðið grcip um sig, likt og negra- hrifning og meftaumkvun nií til dags. Allir urðu skáld, og smátt og smátt fékk hópur lítilsigldra og hæfileika- snauðra unglinga, oft pabba- drengja, sem hér heima voril vandræðamenn, að sigla ,á Paris", kaupa ' sér mdskinns- buxur, Iáta sér vaxa skegg, að hætti ræflanna á „vinstri bakkanum*', sem eftir stríðið, var einskonar allsherjar samastaður utanveltu-manna þjóðfélagsins, flækingar allls- staðar utan úr heimi hverra „listferill" byggðist á vín- sötri, einstaka pemod-glasi, og síðan samkvæmislífi á ein- hverju af hinum óteljandi „bistros“, sem skreyta heims- borgina og selja vökva sinn við léttu verði. Tíl að auka 4 listamanns-„útlit sitt“ við- höfðu margir þeirra ekki nokkra hreinlætissiði, þvoðn sér ekki og lyktuðu þannig að óhæfir þóttu innanhúss hjá siðuðu fólki. Játa ber, að sumt en aðeins sumt, af þessu fólki náði lítils háttar fótfestu á listabrautinni. Að Iokinni „námsdvöl" í París komu þessi óhreinu undur heim og tjáðu undr- andi innfæddum, að þeir væru skáld, nýkomnir frá Paris, þar sem þeir hefðu m.a. tekið þátt í ýmsum sýningum, hlotið ágæt meðmæli, verið tekið eftir, og taldir sjení. Silmum þótti þetta' merkilegt, öðrum broslegt, en hinir sjálf- skipuðu kultúrvitar sáu nú lcttan leik á borði og nú hóf- ust þau fim í íslenzku menn- ingarlífi, sem enn i dag er íslenzku þjóðinni, ekki aðeins ti\ vansæmdar, heídur og til athlægis. 1 stuttu máli má segja, að mennin garvitumum tófcst, á skömmum tíma, að fá til liðs við sig, þann flokk manna, sem hér hafði fenigizt með nokkrum áhugaverðum ár- angri við hinar ýrmu list- greinar, og á komst sú áróð- ursmaskína, sem gert hefði Göbbels heitinn og liðsmenn hans ■ græna af öfund. Með tiTheyrandi og oift ógeðslegu hrósi og prjáli með eldri lista- menn okkar, tókst að minnast hægt og bít#ndi á „frönsk- rrueinntuðu“ sénfin, byggja upp þá trú að hér væri sá eldur, sú skriða, leyst úr lægð- imgi, sem svala myndu hinni Vföldu listþrá þjóðarinnar. 1 byrjun voru þeir beztu vald- ir úr, sýningar haldnar, bæk- ur gefnar út, blöðin fflykilctust um borð í áróðursvagninn, og áður en nokkutr varðd var þjóð, sem til þess að gera — og að lanigmestu leyti — var nýlitin upp úr fiskstömpum sínum og söltunartunnum þrifin inn í kuttur-Mfs-skriðu sem eiginlega hefur ekki stanzað síðan. Nýju skéldin gemgu um borgina á mol- skimnfatnaði sfnum, bœkurn- ar seldust ekki að vísu, en styrkur var fenginn, listabúl- ur skutu upp kolli, parfskar samdrykkjur hófust, þar sem listin sat í hásæti. 1 kjölfarið fylgdi aiuðvitað skriða vizk- r ■ unnar. Bkki varð sá heimsvið- burður, að ekki yrðá leitað álits listamannastéttarinnar. Ýmsir viðburðir í mélefnum ríkja, sem umdeilanlegir voru á alþjóðasviði, kröfðust skýr- ingar og engir höfðu þær til- tækilegri en ný-fundnir lisita- menn íslenzku þjóðairinnar. Ekki þurfti Iengi að biða til þess, aö flokbamir sæju sér leik á borði. Listamennirnir voru teknir upp i rúmið hjá þeim, fyrst kommum, sam- kvæmt alþjóðastefnu þeirra, næst hjá krötum, samkvæmt hentistefnu þeirra og loks hjá íhaldinu, vegna þess beinlínis, að þetta varð tízka. Og mi komst á algleymið. Að fá stöðu í Listaverkanefnd rikis- ins varð beppikefli framsæk- inna pólitíkusa, að hlú, að þessum unga, efnilega vaxt- arbroddi, þótti miskunnar- verk og þjóðfclagsleg skylda. Hvert hrafcsmánarkvæðið, hver hortitturinn, hver ein- asti bögubósi og gerfimaður var drifinn um borð í lista- vagninn, og síðan almenningi skipað að kaupa og skoða. Sýningar urðu á einu oj öllu. Vikulega opnuðu þessi undur- menni nýjar sýningar, Mogginn dró upp hvem sveinstaulann, sem efni hafði á litakassa og sýnd „Hstaverk" hans í glugga sínum, forlag eins af forustu- mönnum hins nýja tímagaf út og endurútgaf hvert Iistaverk- ið af öðru og til. að halda friði við þá eldri, sem eitt- hvað höfðu til bmnns að bera, var í sífellu unnið að nýjum útgáfum af verkum þeirra, heffldarútgáfum og afmælisút- gáfum og aukaútgáfum. Þjóðin var þrumu lostin. Og það sem bezt eða verst var, vair að nú hafði ailþýðian pen- inga. Ekkert heimili gat talizt því nalfni nema einn eða tveir „originailar" (sem vesalings koupemdur flestir vissu ekki hvað þýddi) hengju þar á veggjum, og taugaóstyrkir kaupsýslumenn, sem til þessa höfðu talið sælu sína byggða á heppilegum tölum á kredit- síðu bókhaldsins, strituðust nú við að „kvóta“. himar og þess- ar línur úr kvæðum, sem þeir hvorki skildu né mátu. 1 stuttu máli, þjóðin komst á svo ferlegam kúltúr-túr að ekkert fékk stöðvað straum- inn. Og enn malaði listasnobb- ið nýjar bækur, ný listaverk, styrkir og annað góðgæti var skipum dagsins. Gömlu góðu skáldin voru líka fómardýr þeesa nýja anda. Binar Ben., Hamnes Hafstein, hvert ein- aista af gömlu ástfólgnu sfcáld- unum okkar urðu að dýrling- um, blettlausum æðri verum, sem aldrei skrikaði fótur á brsut dyggðanna. Hið sanna líf þeirra, sem þjóðin þekkti og mat var þurrkað út, eftir stóðu þeir berstripaðir, jafn- vel svo, að ættingjum sem ekki tóku alltaf vél er mihnzt var á manmilega bresti þeirra, óaðd hvilíkir dýrðlingar þeir vtnru skyndilega orðnir, sam- kvæmt frásögnum hinna ný- skipuðu leiðtoga í liistalífi þjóðarinnar. Hæbt var að lesa upp kvæði þeirra með öllu. Samkvæmt nýja ttmanum varð að beita þau sömu aðferð og» „ljóðum" molskinnábuxna. Ljóð molskinnsbuxna varð að leika. Þau þoldu ekki eðli- legan ■ upplestur og aills ekki hljóðlestur. Gömlu skáldin wrðu nú beitt þessum fanita- legu gerfibrögðum. Og áfram var haldið. Með tilfcomu ófufflkomnu sihfóníu- 'hljómsveitarinnar, var því komið inn hjá almenningi, að morgunraksturinn væri einsk- is virði nema Bach eða Beet- hoveen glöimiruðu í alllri sinni dýrð í útvarpinu. Koma varð í veg fyrir, að lébt músikk og óguðleg kæmi tffl alménn- imgs. Skriðan var að verða óhugnanleg. Styrkir á styrki ofam, mútur og aillskyns und- irbrögð og felubrögð urðu að deiluefnum miHi blaða. Hvert smágrey hlaut styhk, þjóðin hafði ekki efni á að hunza gáfur og hæfileika eins og „hann“ bjó yfir. Lélegt og ó- smefcfclegt fclám varð að lisí, geðsjúkir hugarórar í hálf- bundnu máli urðu að boð- skap til þjóðarinnar. Hingað vofii fengnir útlend- ir meistarar sumir ágætustu menn og að þeim borinn sá skemmtilegi fróðleikur hvílíkt átak hefði verið gert í kúltúr- málunum. Og þeir „hrifust". gáfu út yfirlýsingar tim afrék okkar og mennt. En sumir spurðu: Hefur það nokkum- tíma komið fyrir, að útlendir ‘ gestir, hingað boðnir, eða til nokkurs annars lands en síns eigin, hafi farið að gagnrýna andlegt Iíf þjóðarinnar. Onei og ekki, þykir dónaskapur, —, nema Auden gamli, sem sagði beinlínis að við værum skrfll, menntunarlausir, bamalega hreyknir af sögum okkar, sem þó framámenn á tímum sagn- ritaranna hefðu ýmist drepið eða reynt að drepa, hortugir en heimskulega hreyknir og þvílíkir sóðar að fádæmí væri. Við verðlaunuðum Aud- en gamla fyrir nokkrum ár- Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.