Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.04.1968, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 29.04.1968, Blaðsíða 8
t úr EINUI ÍANNAÐ Grillið 09 loftræstinyin — Gott þótt lítið — Góðir útvarpsþættir — „Orðhagír'* íréttamenn — dkn- kennsla 09 H-dagur — Engeyjarhrossin. Vandaðri kvikmyndun Knudsen, Eld- • r Mikið er kvartað yfir þvi{ er sumra fer, að ekki skuli vera loftraesting í Grillinu á Hótel Sögu. Þama er fegursta útsýni höfuðstaðarins, gluggar veggháir og gestir njóta þess að mat- ast og skoða sig um. Ef sól skín er nær óþölandi inni á Grilli eða á barnum vegna hitans, og engin loftrsesting. Er .því ekki annað að gera á Grillinu en byrgja alla glugga, og 'þar með fyrir útsýnið. Hótelstjórinn lofaði úrbót í fyrra, en ekki varð af, en væntanlega kippir hann þessu í lag áður en hitna fer eða a.m.k. sólar nýtur betur. Guðbjöm, pressumaður Morgunblaðsins, er karlmenni mikið og hetja, starfsmaður góður og^vel liðinn og stund- um all-spozkur. Honum þykir, eins og flestum, gott að fá sér í staupinu á hátíðum, en er þó erigin drykkjumaður. í þá daga, sem Morgunblaðið var prentað í prentsmiðju • ísafoldar við Austurvöll, komu jafnan næturhrafnar á glugga Guðbjörns, þar sem hann prentaði Moggan og báðu hann gjarnan að opna. fyrir sig brennivinsflösku', sem þá höfðu korktappa Tók Guðbjöm jafnan vel í það, en þáði ekki sjúss, að jafnaði, þótt boðinn væri. Eitt sinn seint á lauyardagsnóttu komu næturhrafnar tveir í þann mund er Guðbjöm var að Ijúka prentun op báðu • hann opna fyrir sig 3. pela Svartadauða- flösku. Guðbimi var skapbrátt, en varð þó við ósk þeirra. Félagarnir réttu flöskuna aftur inn um gluggann og báðu hann þiggja sjúss í launaskyrii. Seig þá nokkuð í Guðbjöm, svo hann tók flöskuna, setti. á munn. sér, saup niður fyrir miðjan miða, röskan helming í einum teig, rétti hana út aftur og maelti: „Alltaf er það gott, þótt ekki sé það mikið“. Þættir Áma Óla blaðamanns og Jónasar Jónassonar, útvarps- manns, um Reykjavík, gömul hús, eru einhverjir beztu þaettir sem þar þafa heyrzt baeði að efni og flutningi. Árni Óla er þjóðkunnur fræðimaður og hefur ritað geysimkrgt um þau efni og frásögur hans af gömlum byggingum hér hafa vakið óskipta athygli, því litla athygli veitir hinn al- menni Reykvíkingum þessum gömlu húsum, þótt hann dag- lega gapgi framhjá þeim. Skrítið er að sjónvarpið skuli ekki hafa séð sér leik á borði, og sjónvarpað þessum þáttum sem "yrðu þá mun áhrifaríkari. Én hvað um það, hafi þeir Árni Óla og Jónas beztu þakkir. Mærðin í fréttariturum utvarpsins á, sumardaginn fyrsta var með eindæmum og sýnir glöggt hve lítil kúnst það- er að vera fréttaritari. Þeim bar að lýsa komu sumarsins í fá- um orðum, en í stað þess röktu fréttaritararnir raunir sínar og sveitunga sinna, vetrarhörkur, snjóa, frost og aðra óáran. sepi víst er sönn, en hinsvegar fellur ekki undir daglegan fréttamat. Auk þess voru karlagreyin að bögglast við að vera hátíðlegir í orðum, hlóðu saman „konungi vetrar“ og öðr- um alkunnum slag og skáldaorðum og þóttust', -heyranlega, vera miklir snillingar af. Er nokkuð vit í þvi, að ökukenMurum skuli leyft að halda áfram að kenna unglingum á bifreiðir nokkrum vikum fyr- ir Hdag? Þessi breyting virðist orðin hlægilega erfið við- fangs, en, engu að síður, væri máske eitthvað vit í, að koma i veg fyrir að kenna byrjendum á bifreiðir rétt áður en breyt- ingin fer fram. Mynclu sumir ætla, að H-nefndin með allt sitt umstang gæti séð, að* auðveldara verður að kenna unglingum á eftir heldur en að fullnuma þá í reglum núverandi akst- urs en breyta því strax að prófinu lokriu. » ' r Þá er búið að leiða til lykta mál hrossanna í Engey, og létti þjóðinni mikið, svo ekki sé talað úm hrossin sjálf, sem óvön eru öllum þessum pilsaþyt. Yfirdýralæknir fór á vett- vang, lýsti yfir að hrossin hefðu það gott, en bætti þó við, að vafasamt væri að hafa hross þar á vetrum vegna samgöngu- leysis við LAND!!! Þessi furðulega áthugasemd sýnist álmenn- ingi, vera einskonar sáttatillaga við kærendur og undarlegt að yfirdýralæknir skuli láta hafa sig í þetta. Flestir blaða- menn vita hver það er, sem kvabbað hefur um þessi hross undanfarin ár,-, og algjör óþarfi að koma með athugasemdir á borð við þær sem hér um ræðir. Og nær væri Dýraverndun- arfélaginu að rannsaka annarsstaðar útigng en hér í kringum Reykjavík, almennt. jarn Þóttur Flosa Sjónvarpið hefur viðað að sér mjög miklu af fréttamönnum um land allt og er það vel. Að vísu eru sumir þeirra ekki sem liprastir í myndatöku og nauðsyn á skólun í því efni, því oftar en ekki eru myndirnar flausturs- legar og hlaupið úr einu í annað. Hér verður að ráða bót á svo ekki verði hjakkað um of í sama fari. Og víst væri ekki vanþörf á því, að sumir hinna lærðu hér í Rvík, sem vinna við aðalbækistöðvar sjónvarpsins vönduðu sig betur eða bara lærðu betur. Amatör- menriska verður ekki að eilífu afsökun. Síldveiðar á Norðurslóðum Jóns Ármanns Héðinssonar var góður en fremur losaralegur þáttur, sem þó gaf áhorfendum nokkra hugmynd um störfin á þessum . fjarlægu veiðisvæðum. væri skemmtilegt ef samán yrði rækilegur og nákvæmur þáttur um þetta efni. Það var ánægjulegt að hlusta og horfa á þátt MA, en þar sungu 22 félagar úr menntastofnuninni nyrðra. Þátturinn hafði allan sjarma amatöranna, jafnframt því, sem hann gaf skemmtilega mynd af söngstarfsemi skóla- nema. Lögin voru vel valin — skorti þó, merkilegt^ nokk alla skólasöngva — og vel sungin. Unglingar höfðu talsvert vald á vinsælum, heimsfrægum lögum Bl&ó fyru eUla Mánudagur 29. apríl 1968. úr söngleikjum og „klassíkk- inni“, og hjálpaði Ingimar Eydal og félagar þar vel upp á sakirnar. Akureyringar virðast hafa upp á myndarlegan hóp meyjí og sveina að bjóða, og er gott að vita til þess, að eitthvað annað % finnst í æðri stofnunum þessa lands en úfnir byltingasinnar og úfnar, herskáar skjaldmeyjar í blettóttum nankinsþuxum. Þetta var ein bezta sending sem við gátum fengið frá Akureyri og sýndi öllu meiri menningarbrag en sú öskurapa samkunda MR, sem við búum við hérna í Rvík, og menntast á kostnað almenn- ings. Sjófuglalíf var sæmileg mynd, en ósköp klaufalega sýnd. Vera má, að sjónvarpinu'sé.bannag að „klippa“ þessar myndir en hálf- kjánalegt er að horfa á fugla- skoðara tala í röska mínútu — lokað fyrir sjálfa -röddina — og hlýtur sjónvarpið að koma í veg fyrir svona klaufaskap í fram- tíðinni. Kvikmyndir Osvalds Knudsens eru,.ýmsar, afar fræð- andi og skýringar og tal dr. Kristjáns Éldjáms glæða þær sérkennilegu lífi enda fara þar saman fróðleikur og skemmtileg frásagnargáfa. Eru sumar þess- ara mynda ómetanlegar heim- ildir ár sögu okkar. Stjömur vetrarins FIoso Ól- Framhald áf 6. siðu. KVIKfí MYNDin Bond-Lemmy háðmynd í Nýja bíói — Agætar „endurminningar" í Háskólabíóí. Nýja bíó sýnir nú „Ofurmenn- ið Flint“ (Oour Man Flint) amer. í,ska gamanmynd. Flint vinur okkar er einskonar háðblanda af James Bond og Lemmy, bæði að afli, snilli, lipurð og kvensemi og þó örlítið betur, því anna® eins karl í krapi er ekki að finna hvort heldur til kvenna eða af- reka. Efnisþráðurinn er enginn, en atburðarásin er hinsvegar ein sú fjörugasta og æfintýraríkasta, sem um getur. Flint berst ekki við einstaklinga eða rússneska SMERCH - njósnarsamkunduna, heldur eiginlega við þvílík ofsa- öfl og tækniska galdra, að hrein unun er á að horfa. Hvergi verð- ur honum ráðafátt og í eina skiptið, sem honum er verulega hætt, er þegar verið er að kljúfa hann í tvennt með sérstökum geisla, snakkar hann sig úr sitúa- sjóninni á undraverðan hátt, ber sigur af hólmi og í lokin sökkvir hann heilu spillingarbæli með því að sængá með undurföðrum konum. Þetta er ein af þessum ágætu fantastísku háðsmyndum, sem einstaka sinnum rekast hmgað að vestan. Hún hefur ekki smákímni Breta, tvíræði Frakka, heldur aðeins glit, tækni, lipurð og liti Bandaríkjanna, svo ekki sé gleymt konunum og kynþokkan- uiri, eins og Ameríkumenn túlka hann. Akrobatic James Coburt og leikur erkióvinarins Lee J. Cobb — þess er nýlega brill'eraði í Sölumaður dgyr á Broadway - er með hreinum ágætum. Óþarfi er að tala um leik annarra, en vissu. lega falla þau öll vel í glæst lita- val og glinguripennsku þessar- ar skemmtilegu vitleysu. — A.B. Fyrir þá, sem nú eru um fer- tugt eða eldri er einstakt tæki- færi til að rifja upp gamlar og mjög skemmtilegar endurminn- ingar um kvikmyndir og leikara, sem þá voru eins og ungu stjörn- urnar í dag. Háskólabíó sýnir nú „Gamanmyndasafn frá MGM“ bráðfyndna myndakafla með heilum skara af beztu^stjörnum, allt frá þöglu myndunum og upp- Framhald á 7. siðu. STAÐREYNDIR - sem ekki mega gleymast: PÓLLAND SKAL HLJOTA.. 6 / Ekkert Þýzkaland framar — 700 ára menningar- líf á enda — Dauðadómi fullnægt — Marianne BaodoWski var þýzk — Friðarletur Churchills. „Það var Roosevelt forseti, sem í Jalta sveik Pölland og Kina og ofurseldi Austur-Evr- ópu hryllingum kommúnism- . ans. Það var Roosevelt for- seti, sem var Stalin sam- mála um, að „skaðabóta- greidslur í fríðu“ skyldu fara fram með þrælkunarvinnu þýzkra karia og kvenna. Það var ennfremur hinn lýðræð- islegi forseti Bandaríkjanna, sem beitti sér fyrir að Morg- enthau-áætlunin um að svelta miljónit Þjóðverja í hel yrði framkvæmd, og var samþykk- ur útlegð og burtrekstri milj- óna Þjóðverja frá Schlesiu, Austur-Prússlandi, Súdeta- löndunum og Ballkanskaga fyrir þann glæp einan, að þeir heyrðu hinum þýzka „kyn- þætti“ til“. — Freda Utley: „THE HIGH COST OF VENEGANCE", Henry Regnery Company, Ohicago, 1949, bls. 8. „Það war Roosevelt forseti, ' ’ I sem..Seinit munu allir þeir hörrmmgabálkar samtímasögunn- ar, sem óh j ákvæmi lega hljóta að hefjast á þessum orðum, verða festir á blað eða færðir til bókar. Aldnei mun sanmleik- anum verða þjónað til viðun- andi hlítar með skrásefcndngu þeirra, nema orðunum „ásamt Winston S. Churchill" sé bætt við aðalsetninguna. Um enga ó- hæfu gagnvart hinum 1 siiferuðu voru ‘þeir ósammála, enda þótt Churchill hafi óneitanlega verið undirförulili og lúmskari í 6- þokkaskapnum en sökunautur hans. Auk þess haifði Churchill tækifæri, sem hann notaði ó- spart alveg fram á grafarbaikk- ann, til þess að bera af sér og klína og/eða láta klína ósóm- anuim á „mannvininn", sem burt- kal'laðist næsfcum því 20 árum á undan honum sjálfum, og átti sér æ færri og færri afsak- endur. „Drengsikapur" Churc- hills gagnvart framliðnum Roose- velt reyndisfc nákvæmlaga sama eðlds og „drengskapur“ hans gagnvart þeim floktoum og klfto- um, sem fiann flæktist á milli eða daðraði við á meðan hann var að bojabrailla sig með ai- kunnum hætti upp metorðastiga föðurianda sínis, sem í upphafi valdaferils hans var bæði vold- ugt og sfcertot, en hann ski Idi við í aumtoumarverðri niiður- læginigu. Eða edns og „dreng- skapur“ hans gagnvart sigruðum samherjum. T.d. Frökkum. Eða auðeveipum íhengjum. T.d. Pól- ökkúm. Útrým ingaráætflun sú, sem kennd er víð Morgenifhau jun., fjármálaráðherra Bandaríkjanna (1934-1945), löggilt alf höfuðpaur- um heimnslýðræðisin/s, þeim Ohur- chill og Roosevelt, í lok Que- be»-ráðstefnunnar síðari, 10.-16. September 1944, áréttuð á Tru- man/Stalin -ráðstefnunn i í Pots- dam, 17. Júlí — 2. Ágiúsfc 1945, og „lögleidd" með hundruðum hemámsstjórna-tilskipunum og -reglugerðum, svo og lýðræðis- dómum, var tekin til fram- kvæmda með jötunefldu ofur- kappi strax og hersveitir Banda- manna stigu á þýzka grund. Færstu 3 árin án þess að nokk- urs staðar væri slakað á. Næsfcu ' ' '' - , ‘ ’ /• ■ árin með dviriandi ákafa. í 2. gr., a)lið, áæfclunar þess- amr segir að „Pólland skal hljóta þann hluta Austur-Prússlands, sem ekki fellur i hlut Rússlands, aukþess suðurhluta Schlesiu‘‘. Eftir Heimsstyrjöld I hafði enski blaðarinaðurinn Dougias Reed sikrifað á þessa leið: „Ég leitaðd hins niðurbrotna og svelt- andi, uppgefna og útblædda Þýzkalands — og ;fanm það ekki. Ég fann land, sem ekki hafði reymt striðið á sínu eigin yfir- ráðasvæði . . . , sem sagði því lokið, þegar það var orðið ó- vinnandi . . . , og sem komst hjá alfgerandi hemaðarósigrum með þessari málamyndauppgjöf . . . Land, sem ekki með öllu að á- stæðulausu, telur sig hafa verið slyngara en óvinir þess . . . “. En forsprakkar lýðræðis og kommúnisma höfðu einsett sér að láta slíkt ekki spyrjast aftur. Að Heimsstyrjöld II afetaðinni var ekki um neitt „Þýzkaland" að ræða lengur. Aðeins,, svæði“, sem voru algerlega á valdi er- lendra fjandríkja, til fullnustu hern.umin af óvinaherjum, en að vísu byggð þýzkumælandi fólki. Árið 1945 var Þýzkatand ekki annað en ógreinilegt, lamdfræði- Framhald á 6. síðu. /

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.