Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Síða 6

Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Síða 6
6 Má nudags b taðíð Mánudagur 9. apríí í®73 SJÓNVARP Vikan 7. til 13. apríl KEFLAVIK LAUGAREXAGUR 9:00 Cartoons 9:45 Captain Kangaroo 10:30 Sesame Street 11:30 Wanted Dead or Alive * 11:55 Lost in Space 12:50 Roiler Derby , 13:40 NCAA Qiampionship Semifinal: Providence vs. Memphis State and UCLA vs. Indiana. 16:35 CBS Sports Spectacular 17:45 Buck Owens 18:05 Lloyd Bridges 18:30 Evening News 19:00 Gunsmoke 20:00 Saga of Western Man 21:00 High Chaparral 22:00 Untouchables 23:00 Final Edition News 23:05 Movie: „The Soldier" 00:45 Movie: „Cardinal Richelieu" SUNNUDAGUR 10:30 Amazing Grace Bible Hour 11:00 Sacred Heart 11:15 Christopher Qoseup 11:30 This is the Life 11:55 Beverly Hillbillies 12:25 Andy Griffith 14:00 NHL Hockey: St. Louis vs. Philadelphia 16:10 NCAA Championship Finals 17:40 Football Today 18:05 Medix 18:30 Evening News 19:00 Wild, Wild W 20:00 ABC New Inquiry: An Echo of Anger 22:00 Combat 22:55 Final Edition News 23:00 Movie: „Fallen Idol" MÁNUDAGUR 14:15 Adv. in Good Music 15:05 Trails to Adventure 15:30 Midday: General Store 16:00 Sesame Street 17:00 Daniel Boone 18:05 CBS Tennis Classic 18:30 Evening News 19:00 Leonardo Da Vinci 20:00 Movie: „Rampage" 21:30 Arnie 22:00 John Byner 23:00 Final Edition News 23:05 Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 14:15 Adv. in Gooa Music 15:05 Dusty’s Treehouse 15:30 Sergeant Preston 16:00 Movie „Blondie" 17:30 Felony Squad 18:00 Camera Three 18:30 Evening News 19:00 Rawhide 20:00 For Your Information: 20:30 Ghost and Mrs. Muir 21:00 Carol Burnett 22:00 Cannon 23:00 Final Edition News 32:05 Boxing MIÐVIKUDAGUR 14:15 Adv. in Good Music 15:05 Green Acres 15:30 USO Show 16:00 Movie: „The Soldier" 17:40 Dupont Cavalcade 18:05 My Three Sons 18:30 Evening News 19:00 Jazz Show 20:00 Get Smart 20:30 Room 222 21:00 Dean Martin 22:00 Gunsmoke 23:00 Final Edition News 23:05 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 14:15 Adv. ín Good Music 15:00 Animal World 15:05 Midday: Good and Plenty Lane 16:00 Movie: 17:35 Biography „Fallen Idol" 18:00 Lamp Unto My Feet — Rhythm Is Black 18:30 Evening News 19:00 Pure Goldie 20:00 Northern Currents: New Hospical 20:30 All in the Family 21:00 FIip Wilson 22:00 Big Valley 23:00 Final Edition News 23:05 Movie: „Brave Bulls" FÖSTUDAGUR 14:15 Adv. in Good Music 15:00 Wild Kingdom 15:30 Midday: ,Meet the Mountain Woman" 16:00 Movie: „Rampage" 17:30 Assignment Underwater 18:05 Something Else 18:30 Evening News 19:00 Academy Awards Return of POW’s 20:00 David Frost 20:40 David Frost 21:05 Mary Tyler Moore 21:30 Andy Williams 22:20 Perry Mason 23:15 Final Edition News 23:20 Movie: „Bluebeard’s Ten Honey- moons" 00:55 NCAA Basketball —NIT Championship SJÖ STELPUR . .. Framhald af 5. síðu. út úr verkinu öllu því brútala, fremur en þeim fínni punktiun, sem boðið er upp á. ÖU megin- áherzla er lögð á klámið, rudda- skapinn og ein óþvegnustu orð, sem enn hafa verið sögð á ís- lenzku sviði. Látum það eiga sig, ef leikstjórinn hefði iiáft’ þá mennt, að gefa öðrum atriðum einhvern „sjans", en svo er ekki. Bezt unnu hlutverkin fá tak- mörkuð tækifæri. Þau verða að gufu í sam- anburði við óþarfan og smekk- lausan ofsa. Nú skal tekið fram, að sænskt klám og viðbjóður er sérstætt, frumstætt og oftar en ekki með meiri rennusteinsblæ en þörf er á. Hér er ekkert af franskri finesse, heldur sópað upp og safnað saman vúlgar orð- um, sem allir þekkja og eru af- sökuð, a. m. k. hér, með því að pempíuskapur sé að sniðganga þau. Það er langt því frá, að ég sé afhuga klámi eða klúrheitum og móralska hliðin snertir mig alls ekki. Ef það er leiklist að tala um að „rúnfca" eða brúka „smokk", hverskyns lendaburði blökkukonur hafi í samförum, að míga og losa sig á annan hátt við úrgangsefni, auk fjölmargra annarra orða og orðasambanda í þessum dúr, þá er það gott nokk hvað mig snertir. Þetta er ber- söglin heimskunna. En svo hitt, að leggja aðal og einu áherzluna á þessi orð og þann ólistræna hamagang, sem fylgir þeim, verður að skrifast á skilning og túlkun leikstjórans. Hér hrein- lega verður ekki annað séð, en að stjórnandinn velti sér upp úr þessu af sérkennilegri nautn. Þær persónur leiksins, sem sýna einhverja heilbrigði, verða auka- persóhur og þess vegna, ekki höfundarins vegna heldur Ieik- stjórans, verður slagsíða á upp- færslunni. Mennt Ieikstjórans virðist ekki meiri en sú, að hún skilur ekki að ballans er það eina. sem gæti á einhvern hátt gert þetta að eftirminnilegu verkefni. Sálfræðilega má vera að hún hitti í mark, — í mark er átt við, að þegar út spyrzt hversu glettilega er farið með klámið og orðaburðinn, þá sé vissa fengin fyrir því, áð aðsókn verði góð og ekki tap á sýn- ingunni. Þýðing Sigmundar Arnar Amgrímssonar virðist vera vel úr garði gerð, og ekki verður hann sakaður um að draga úr málfærinu að svo komnu máli. Maður gerir ráð fyrir að heiðar- Iega sé úr þýðingunni unnið, enda hefur margt og misjafnt borizt héðan frá Svíþjóð hinni köldu, mangt sem vel hefði mátt vera kyrrt þar. Þó er ekki svo, að ekki hafi sums staðar tekizt vel með leik- endur. Helga Þ. Stephensen, Ása, vinnur hér reyndar dálítinn leik- sigur með mjög athyglisverðri túlkun sinni á þessu dópaða og heimska fórnardýri eitursins. Túlkun hennar er oft angurvær og skapskiptin afgreiðir hún vel, vonbrigðin eftir símtalið og svo er hún sleppir sér — afleiðing af heilahristingi. Má heita að þessi unga leikkona lofi miklu, enda áður vakið á sér athyigli. Steinunn Jóhannesdóttir, Maja, er ein umsvifamesta persóna leiksins. Yfirspenntur lekanda- plús eiturlyfjasjúklingiu, æst og ögrandi, a. m. k. innra með sér, þá feUur það í skaut hennar að „gefa skít" í næstum allt sem hún ræðir um. Hin unga leik- kona lifir sig sannarlega inn í hlutverkið og nær sumu nokkuð góðu úr því; hreyfingarnar eru seiðandi er hún „sríðir" Svegás, en í heild verður að segja að hún yfirleiki nokkuð, auk þess sem hún ræður alls ekki við rödd sína í æstustu atriðunum. Skemmir þetta nokkuð, því auð- séð er að hún Iegigur sig alla fram. Öruggur leikstjórí hefði reynt að dempa þetta dálítið. Þórunn M. Magnúsdóttir er mjög örugg í hlutverki Barböru,' einu bezt ritaða hliutverki verks- ins. Leikur hennar er oft mjög góður og stundum kemur hún talsvert á óvart. Um hinar vist- meyjarnor upp til hópa er það að segja, að leikstjóra hefur tek- izt að skapa nokkrar sjálfstæðar andstæður, sem þó hafa eitt sam- eiginlegt, sameiginlegan sjúk- dóm, sem færzt hefur í aukana ' á íslenzku sviði síðustu árin. 1 Það er orðin tízka að fela eða breiða yfir skort á hæfileikum eða lélega túlkun með hávaða og umbrotum. Þær minna oftar á, að þær séu raunverulega að „blása af" en dýrka eða fremja eitthvað sem líkja má við „the nóble art of acting". Leiklistin er því orðin skálkaskjól, ein- hvers konar afsökun fyrir útrás tilfinninga; eða örvænitingaróp vonleysisins. Því verður eflaust borið við, að þetta sé sönn mynd úr lífi þessarra stúlkna og það er hún efiaust — svo langt sem hún nær. En þessat stuttu og oft fremur óskýru svipmyndir verða að vera leikrænar og um leið leiknar af fólkinu á sviðinu. Hér eru þær mestmegnis öskrað- ar eða gerðar hlægilegar, eins og t. d. þegar tvær stúlknanna koma af toiletti og eru undir áhrifum. Önnur þeirra minnir helzt á vinnukonu í réttum, hin á eins konar elefant, sem fengið hefur prjón í ranann. Leikilst? Leikstjórn? Skilningur? Ekkert, þetta er bara yfirskot, hálflærð- ur klaufaskapur, eða eins og áður sagði, feluleikur. Við skulum gera okkur eitt Ijóst, áður en það er um sein- an. Leikhúsin geta ekki lengur boðið upp á áróður eða rudda- skap, nema einhver snefill af viti eða list fylgi með. Listin er látin eiga sig, einhver boðskap- é ur, sem hvergi hittir markið er ekki annað en yfirborðskáf, bæði frá höfundi og flutnings- fólkinu. Ef nokktir getur bent mér á, hvar þetta leikrit snertir þann streng, sem Þjóðleikhúsið ætlar að það geri, og áhorfend- ur vona, þá er sá maður mér miklu vitrari. Ef nokkur getur bent mér á eitthvað listrænt, ein hvern snefil af Iistformi, sem þarna er að sjá og njóta, þá er sá maður gleggri en ég, sem kannski segit ekki mikið. Hins vegar skal ég fyrstur játa, að þessi hlið atskufólks sé til, meirá að segja hér heima. En skugga- myndir úr fremur ómerkilegu daglegu lífi á upptökuheimili "gæfi~véríð,''sém 'slíkf,'"góti' léik- ritsefni, en til þess er ekki nánd- ar nærri nógu vel unnið úr mögulegu efni. Ævar Kvaran, Óli Ágústsson, sýnir hér glaggstan mun á at- vinnumanni og tilraunaleik ung- viðisins. Sviðsfas Ævars er til fyrirmyndar, þótt hann reyndar bæti ekki við sig, sem reyndar er útilokað í svo einföldu hlut- verki. Hins vegar er gaman að sjá hve góða uppreisn Baldvin Halldórsson, Svegás, fær nú, svo snilldarlega sem hann leikur hlutverk sitt. Og þar fær hann stuðning úr óvæntri átt — m. a. frá yfirleik stúlknanna, sem all- an tímann eru að reyna að troða því inn hjá okkur, að þær séu að LEIKA! Líku máli skiptir um Þóru FriSriksdóttur, Nillu. Allir þessir reyndu leikarar sýna nú gleggra en þeir gera á sýn- ingum, þar sem þeir eiga við aðra reynda sviðsmenn, hve mik- ið regindjúp er milli leiks og yfirleiks eða feluleiks. Athygli vakti, verðskuldað, ungur maður, GuSmundur Magn ússon, Sveinn. Guðmundur er eins og skapaður fyrir þetta hlut verk, fríður maður og sú „týpa", sem ætla mætti að bezt gangi í þennan aldursflokk stúlkna. — Hann afgreiðir hlutverk sitt af töluverðri natni, hnitmiðar oft Ieik sinn betur en búast mætti við. Framsögnin var óskýr í upp hafi, en hann sótti í sig veðrið, og komst undravel frá öllu sam- an. Hann og Helga Þ. áttu mest í kvöldinu ásamt Þórunni M. Telja má víst, að annar skiln- ingur leikstjóra hefði bætt þessa sýningu. Það er ekki nóg að hrópa „stendur þér" í gegnum einhvern leikarann ■tih"þess að skapa sér og leikhúsinu „suc- cess", þótt eflaust auki það að- sókn. Listamenn vilja, alvöru- Iistamenn meina ég, kenna sig við eitthvað annað en þá frasa, sem þeim eru látnir í munn. Á- horfendur, svo ekki sé talað um aðdáendur, vilja gjarnan minn- ast listamannsins eða konunnar fyrir eitthvað annað en „þá" eða „þann", sem hafði svo voða góð- an orðaforða og kunni svo svaka Ieg orð. A. B. Situr stjórnin? Framliald af bls. 1. þar elcki lagt sízt upp úr mennta- málunum, en undir þau falla all- ar Iistir, leikhús, sjónvarp og út- varp, þægilegustu og áhrifamestu áróðurstæki þjóðarinnar. Þar veit kommúnistinn, eins og fyrirrenn- arar hans ytra, að mestu má sá af áróðri, enda var það ekki af fá- vizku eða auðmýkt að Brynjólfur Bjarnason fyllti nálega öll mennta setur, útvarp og kennarastöður af traustum kommúnistum. Búum við enn að þessari snilld Brjmj- ólfs, sem tjaldaði löngum til meira en einnar nætur, eins og þessir ráðamenn gera, sem nú veita stjórninni „aðhald". Það er því átakanlegra að vita þann aumingjaskap sem ríkir hjá stjórnarandstöðunni, auk þeirrar upplausnar og úlfúðar, sem gætir í forustumannaliði flokksins. Svar víð ^etraun Joc Martincau er ekki foringinn, Dcadly (a), eða (b) gjald- kcrinn. Alvin Fonda (b) cr hvorki foringinn eða gjaldkcrinn. Ralph Coburn (c) er ckki foringinn, þcssvcgna cr lciðtoginn kallaður Deadly, Rex Stover. Og þar sem foringinn er ekki gjalderinn þá sjáum við í (b) að Coburn er gjaldkerinn. Þess- vegna, þar sein hvorki foringinn (Stover), gjaldkcrinn (Coburn) né Fonda (d) er útlcndingurinn, þá er það Joe Martineau.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.