Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Blaðsíða 8
fslenzkar skjólflíkur — Rónastéttinni fjölgar — Appclsínusafi,
mjólk og umbúðir — Nafnbirtingar glæpalýðs til umræðu —
Peysuföt og framkoma.
fSLENZKUR iðnaöur státar, og oft réttilega, að framförum sín-
um og tækni. Þessu er ekki alltaf að heilsa í fataiðnaði. Hér
eru t.d. framleiddir frakkar, einskonar sambland af rykfrökk-
um og vetrarflíkum. Þannig er sett í þá þykkt fóður sem fest
er með rennilás, svo kippa má því brott þegar hlítt er í veðri
eða á sumrum. Gallinn við þessar fiíkur er einfaldlega sá, að
rennilásarnir vilja „klikka“ þamiig að brúka þarf afl tii að
losna við fóðrið, og síðan ekki hægt að setja það í aftur. Svona
nýungar eru dýrt spaug og ættu framleiðendur að kippa að sér
hendinni meðan þeir geta ekki fullkomnað framleiðsluna.
„RÓNUM“ fjölgar nú þrátt fyrir allsnægtirnar. Þeir eru að vérða
plága í miðborginni, sitja um fólk og staði og krefja memi
fjár sér til framdráttar. Þetta er ótuktarlið, skortir allan þann
sjarma, sem gömlu rónarnir í Hafnarstræti og á Arnarhóli báru,
eru frekir og illvígir ef ekki er strax látið að óskum þeirra.
Það ætti að vera skylda lögreglunnar að bægja þessu fólki
burtu af götunum, þvi þótt við viljum ekki skerða rétt þeirra
til að fara í hundana á eigin spýtur, þá er óþarfi að trufia og
ónáða aðra. Auk þess fer ferðamannatíminn að nálgast og smá-
borg eins og Reykjavík hefur ekki efni á að láta svona stétt
vera of áberandi á aðalgötunum.
HINN nýji appelsínusafi vinnur mikið á í vinsældum nú, enda
er þetta dágóð og holl hressing, mun hollari fyrir fullorðna, en
hið hvimleiða mjólkurlap, sem sennilega er stórhættulegt. Þessi
safi fæst í tvennum fernum, misstórum. Spurningin er sú, af
hverju er ekki hægt að afgreiða mjólk í t.d. minni gerð fern-
anna, eins og gert er við safann? Þetta eru einkar hentug ílát
og fara vel í ísskápum í stað hins ólánsins, hyrnanna, sem alls
staðar eru til ills og óþæginda, og myndu borgarbúar og aðrir
vera þakklátir ef breytt yrði. En græðir kannski einhver hátt-
settur á sölu þríhyrnanna?
ÞÁ VIRÐIST, að einhver hreyfing sé fyrir því, að breytt verði
um afstöðu varðandi nafnbirtingar óknyttamanna í blöðum.
Auðvitað varð að halda mikinn fund í sambandi við þetta sjálf-
sagða mál, en hvað um það. Það er kominn tími til að nöfn
vcrstu glæpamanna verði birt í sambandi við líkamsárásir, þjófn-
aði, nauðganir og aðra, því miður of algenga glæpi. Delinkven-
arnir hafa skákað í skjóli meinleysis blaða og refsivalda og
nöfnum þeirra leynt. Vonandi verður nú upp tekin sú sjálfsagða
regla, að birta nöfn þessara manna, ekki þó alveg nauðsynlega
smáþjófanna, heldur þeirra sem fremja alvarlegrí glæpi, og gera
sig að almenningshættu á götunum. Þeim ber ekki að sýna
nokkra miskunn.
ÞAÐ ER kannski ákaflega þjóðlegt að skreyta sig kjóli og
peysufötum vissa daga ársins, eins og siður er skólakrakka hér
í borg. Er af þessu nokkuð gaman og tilbreyting. Hinsvegar er
ekki eins gott (þótt kannski enn þjóðlegra) að horfa upp á
þessa sömu krakka ælandi utan við suma af helstu skemmti-
stöðum okkar eins og t.d. Hótel sögu í s.l. viku, en þar sat
m.a. ung, nokkuð snotur peysufatadama á hækjum sínum, en
var að vísu eki að æla, eins og herrann, sem var þar skammt
frá! Skólakrakkar hafa færst mjög í aukana í þessu tilliti síðári
árin, en hvergi mun það þekkjast að ölmusunemar geti leyft sér
að fara inn á og sækja oft dýrustu hótel borgarinnar. Það
þætti t.d. heldur fágæt sjón að sjá skólanema kætast á Claridges
í London, Waldorf Astoría í New York, Paris Hilton o.s.frv.
og með öllu útilokað að nemar í Moskvu flokkuðust inn á við-
líka staði þar. Yfirgangur skólanema hér er með öllu óþolandi,
ekki sízt þegar menn vita, að þeir eru á almenningsframfæri,
undantekmngalítið.
ifa hötUfmAkó
H E RRAD E I LD
011 saga okkar er métuB af
viðhorfum tíl kynlífsins
Frjálsræði í ástamálum má
vafalaust telja meðal helztu
— og jafnvel einna lofsverð-
ustu — eðlisþátta íslenzku
þjóðarinnar enda hefur það
mótað allt líf hennar frá því
mannlíf hófst hér á landi.:
Stóridómur var neyddur upp
á okkur af erlendu valdi og
dugði þó harla lítið til að
bæta úr hinu alræmda laus-
læti íslendinga, sem hafa
jafnan farið sínu fram og
þótzt menn að meiri. Hér-
lendis tíðkast það ekki og hef-
ur aldrei verið til siðs meðal
alls þorra þjóðarinnar að á-
fellast fólk fyrir að haga sér
í samræmi við sterkustu eðl-
ishvöt allra lífvera. Islending-
ar hafa jafnan hagað sér
eftir þeirri reglu sem Oscar
Wilde orðaði svo á sínum
tíma að til þess væru freist-
ingarnar að fallið væri fyrir
þeim.
Þessa fullyrðingu þarf í
rauninni ekki að færa nein-
ar röksemdir fyrir, a.m.k. er
óþarfi að hafa þær uppi við
þá sem eitthvað þekkja til
þjóðhátta hérlendis fyrr og
nú, en það mætti aðeins
nefna þau augljósu rök sem
felast í tölum um fjölda ó-
skilgetinna barna á íslandi.
Fjórði hver Islendingur kem-
ur í heiminn utanveltu hjóna-
bandsins og hefur svo verið
síðan farið var að halda
skýrslur um barnsfæðingar
og „hjúskaparstétt“ mæðr-
anna. Þessi tala hefur hald-
izt nær óbreytt um áratugi
og mannsaldra og engar um-
talsverðar sveiflur orðið á
henni hvaða breytingar sem
annars hafa orðið á íslenzku
þjóðfélagi og lífsháttum
manna yfirleitt og tók hún
t.d. litlum sem engum breyt-
ingum á stríðsárunum síðari
þegar hér dvöldust ótaldar
þúsundir erlendra hermanna.
„Ástandsárin" höfðu þannig
svo til engin áhrif í þá veru
að auka „lauslæti" hér á
landi — hvað svo sem menn
hafa haldið um þau að öðru
leyti.
Því er á þetta minnzt hér
að við Islendingar höfum
nokkra sérstöðu að þessu
leyti meðal annarra þjóða
á okkar menningarsvæði
heims. 1 rúm tvö þúsund ár
se msiður er a ðtelja að liðin
séu síðan siðmenning vest-
urlanda saut rótum meðal
Grikkja og Rómverja hafa
nefnilega orðið stöðugar
sveiflur í ríkjandi viðhorfum
til kynlífsins. Margir hafa
orðið til þess að lýsa þess-
um sveiflum, sem hafa jafn-
an farið öfganna á milli.
Ýmist hefur kynhvötin ver-
ið talin guðdómlegs eðlis og
hömlulaus svölun hennar til
æðstu dyggða, eða hún ver-
ið fordæmd sem myrkraverk
djöfulsins, en meinlætalifnað-
ur og hirting holdsins eina
leiðin til að öðlast náð fyrir
augum himnaföðursins.
Hver sem einhverja nasa-
sjón hefur af sögu vestur-
landa, vestrænnar siðmenn-
ingar, hefur a.m.k. eitthvert
hugboð um þessa sveifluþró-
un og þess vegna ætti í raun-
inni engum að hafa komið á
óvart margumrædd „kynlífs-
bylting“ á vesturlöndum síð-
ustu árin, jafnvel ekki þeim
íslenzku valdamönnum sem
enn halda áfram að gera sig
að athlægi með því að ríg-
halda í steindauðan bókstaf
laganna.
Þeim — og reyndar á það
við um ýmsa aðra ■— væri
hollt og reyndar einnig skylt
að reyna að kynna sér svo-
lítið betur þennan þátt sög-
unnar. Því ætlum við hér að
benda þeim á bók sem ný-
komin er út í Vestur-Þýzka-
landi og þar farið eftir frá-
sögn í síöasta tölublaði viku-
ritsins „Der Spiegel“. Bók
þessi heitir á þýzkunni „For-
men des Eros“ („Mynztur
kynlífsins“ mætti kannski
þýða bókarheitið) og er eftir
tvo sérfræðinga á þessu sviði,
hjónin Annemarie og Wern-
er Leibbrand, sem bæði eru
prófessorar í Múnchen. I
þessari bók sem „Der Spieg-
el“ hefur til skýjanna — og
er það rit þó venjulega held-
„Kynlífsbylting“ sú sem við hölduin gjarna að sé sérstakt
einkenni „síðustu og verstu“ tíma á sér ótal fordæmi úr
sögunni — og ætti það reyndar ekki að koma neinum á óvart
sem veit eitthvað um liðna tíð. Og því fer lika fjarri að
siðareglur Páls postula, uppistaðan í viðhorfum kristinna
kirkna til kynlífsins, hafi jafnan verið í hávegum hafðar af
kirkjunnar þjónum. Kantaraborgarsögur Chaucers, leikrit
Rabelais, svo að ekki sé minnzt á Decamerone Boccaccios
cru haldgóð vitni um það, enda sækja kvikmyndahöfundar
nú á dögum gjarnan efnivið sinn i óviðjafnanlegar frásagn-
ir þeirra. — Á myndunum má sjá dæmi um að meinlæta-
lifnaöur var kristnum munkum miðalda lítt að skapi.
ur spart á lofsyrði — er rak-
in saga vesturlanda allt frá
forneskju til okkar daga og
þá einmitt í ljósi þess „kyn-
lífsmynzturs“ sem hana hef-
ur mótað á hverjum tíma.
Höfundarnir leitast við að
sýna fram á og færa að sögn
fyrir því haldgóð rök að
mannkynssaga sem ekki eigi
að afna undir nafni verði
ekki samin nema ætíð séu
höfð í huga þau viðhorf sem
á hverjum tíma hafa verið
ríkjandi meðal þjóða og
þjóðaheilda til kynlífsins.
Það er ekki aðeins „Der
Spiegel" sem hleður lofi á
bókina. Haft er t.d. eftir
einum starfsbróður þeirra
hjóna að bókin sé beinlínis
„skyldulestur“ öllu hugsandi
fólki.
Þetta er gífurlegur doðr-
ant, tveggja binda verk, 1416
blaðsíður og verðið er reynd-
ar samkvæmt því og varla
við hæfi pyngju almennings,
þótt dómarar og aðrir há-
Framhald á 7. síðu.
t