Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 3
Mánudagur 27. ágúst 1973 Mánudagsblaði ð 3 Hann vildi flytja til Sovétríkjanna, en lenti Jjjfe ÞRJÚ ÁR í HELVÍTI STALÍNS Lærdómsrík frásögn dansks hugsjonamanns, sem rak sig illilega á þann múr mannvonzku og sjúklegrar tortryggni, sem umlykur föðurland kommúnismans Mogcns Carlson var konimúnisti. Hann var meira aö segja svo mikill koinmúnisti, að el'tir aö hann haíói séö rússnesku kvikmyndina „Baráttan... um... Leningrad“... á... rauöliöak’undi í Kaupmannahöfn fyrir 25 árum, ákvað hann, að viö hlið stríðs- hctjanna ætti hann heima. Hans andans fööurland væri Rúss- land. Þess vegna skrifaöi hann þegar til rússncska scndihcrrans og baö um innflytjendapappíra, um leið og hann lýsti fyrir hon- um glóandi áhuga sinum á Sovétríkjunum og kommúnisinan- um. Hann fékk skýringarlausa ncitun frá sendihcrranum. Þá skrifaði hann til Moskvu, en fékk ekki einu sinni svar þaöan. En Mogens Carlson var ekki á því að láta svona viðtökur hefta sig frá Sovétferð. Hann ákvað þess vegna að komast þangað á eigin spýtur. Fór til lítils finnsks fiskibæjar, Virijoki, scm var á landamærum Finnlands og Sovétríkjanna. 11. sept- ember laumaðist hann yfir Iandamærin og komst óséður fram- hjá fyrsta varðturninum. Hann var kominn til fyrirheitna lands- ins. — En mikið átti hann eftir að sjá eftir þessu frunihlaupi sínu á komandi þrem árum. Látum hann segja sjálfan frá. „Ég kom að löngum skála, , og barði þar að dyrum. Ung- ur liðsmaður Rauða hersins kom til dyra. Hann vatlá' að trúa sínum eigin aug- um, þegar ég reyndi að segja honum á heimaprjónaðri rússnesku, að ég væri vinur Sovétríkjanna og kominn alla þessa leið frá Danmörku. Svo rak hann riffil í magann á mér og flautaði. Eftir stund- arkorn moraði allt af her- mönnum. „Skolko tjelokov" (hvað eruð þið margir) hróp- uðu þeir hver upp í annan. Þeir urðu þó fljótlega rólegir, þegar þeir sáu að ég var einn. - Stuttu síðar kom þarna liðs- foringi, og hann setti tvo her- menn til að gæta mín. 1 fyrsta sinn kom mér til hug- ar, að kannski hefði ég verið að gera einhverja bölvaða vitleysu. ÞÉR ERUÐ NJÓSNARI! Eftir stutta bið var mér ek- ið til næsta bæjar, sem heitir Viborg. Þar var farið rakleiö- is til höfuðstöðva NKVD (leynilögreglunnar), þar sem allt húsnæði var prýtt rnynd- urn af Lenin og orðskviðum sem hljóðuðu svo: „Menntun er ljós, menntunarleysi er myrkur“. Ég var færður til yfirheyrslu njá Kotikoff liðsforingja, sem snéri sór umsvifalaust að efn- inu: — Við álítum að jrér séuð njósnari, og ég ráölegg yður að segja mér allt um andsov- ézkar fyrirætlanir yðar. 1 fimm daga reyndi ég að gera honum skiljanlegt, að þessu væri þveröfugt farið; ég bæri í brjósti mikla vináttu til Sovétríkjanna. Svo mikla, aÓ ég hefði komið til landsins til að búa þar. Slíkum fullyrð- ingum var mætt með háðs- glotti. ’Eii' éftir'" jfe'Sa'''íimm anlega. Það eina sem þessi maður hafði áhuga fyrir var játning. Allt annað var hon- um bersýnilega hjartans sama um. Nætur og daga gekk þetta svona. Þegar kominn var 5. desember voru málsskjölin, sent komizt hefðu fyrir á frí- merki, búin að fylla 900 vél- ritaðar síður! ÞRJÚ ÁR I FANGABUÐUM Að morgni 5. desember var ég færður ásamt öðrum föng- um fyrir borgaralegan dóm- stól, til að vera dæmdur sam- kvæmt ákærunni, sem hljóð- aði upp á „brot á rússnesku hegningarlöggjöfinni, grein 84, sem fjallar um ólöglegar ferð- ir yfir landamærin, og eftir j Mogens Carlson, þegar hann gekk í gegnum vegabréfaskoð- unina í Gedser, við komuna til Danmerkur á ný. Laus úr þriggja ára jarðnesku hclvíti. grein 323, sem fjallar um ó- löglegan vopnaburð“. Ekki skal ég reyna að af- saka mig. Ég var ólöglega kominn yfir landamærin, og vopnaður hafði ég vissulega verið; með sjálfskeiðung í vasanum! En einhvern veginn fannst mér þetta harla létt- væg lagabrot. Það var ekki fyrr en kl. 18 mínu máli. Sjö dómarar með kvenmann sem dómforseta kváðu upp dóminn: „Þér eruð dæmdur í þriggja ára vist í ITL-Ispravitelop Trudo'oj búðunum“. É var sem lamaður! Vissu- mig til höfuðstöðva NKVD í Leníngrad. STRANGAR YFIRHEYRSLUR Höfuðstöðvarnar í Lenin- grad heita „Tjurme Spalerna“, cn rnanna á meðal gengur hús- ið undir nafninu „Bolshoi Dom (stóra húsið), sem ekki er þó af stærðinni, heldur miklu fremur því, að sú fjöl- skylda finnst vart í Lenín- grað, sem ekki hefur orðið að hafa einhver samskipti við Bolshoi Dom. Borgararnir ganga ekki fram hjá þessu húsi án þess að fara í stóran boga, einkum vegna tilhugs- unarinnar um ættingja, sem horfið hafa sporlaust eftir að hafa verið kallaðir þangað til viðtals. Við kornuna til Stóra húss- ins var ég tekinn til gagn- gerrar skoðunar, sem og fatn- aður minn. Ég gekkst undir líkamsskoðun, til að. athuga hvort ég fæli eitthvað á mér, og fatnaður minn var skor- inn sundur pjötlu fyrir pjötlu og sólarnir leknir undan skón- um. Eftir að jjessu lauk, var ég settur í klefa, sem var 1,40 m a hæð og 70 cm breiöur. Þarna sat ég í átta sólar- hringa áður en jteim sem stjórna átti yíirheyrslunum, Buchin liðsforingja, þóknaðist að byrja að yfirheyra mig. Yfirheyrslurnar hófustgjarn- um kvölciið að röðin kom að an að nóttu til. Sterkir Ijós- kastarar voru látnir lýsa á mig meðan á þeim stóð. Spurningunum rigndi niður frá kl. 22 á kvöldin til 6 á morgnana. og voru endurtekn- ar aftur og ai'tur í það óend- ætlaði dagá gáfst 'hann uþp,' og sencfi Rússarnir sögc'iu, að Mogens Carlson hlyti að vera njósnari vegna þess, að hann talar iniirg tungumál. Hann íylgist daglega með fréttum í rússneskum blöðum. lega hafði það þegar runnið upp fyrir mér, að það var ekki heimsins bezta hugmynd, að skríða yfir rússnesku landa- mærin, en þessu hafði ég þó ekki búizt við. Eftir dómsuppkvaðninguna var ég flutlur í Krists-fangels- ið, en það er svo kallað, vegna þess að það er krosslaga. Þarna sat ég til 7. febrúar 1951 — en þá var ég fluttur aftur til Stóra hússins. Buch- in liðsforingi tók þar á móti mér og sagði, að farið hefði verið nánar yfir pappírana mína, og þá hefðu menn kom- izt að því að ég talaði nokk- ur tungumál, og væri auk þess vel menntaður stjórnmálalega. Þess vegna hefðu þeir í Moskvu áhuga á að tala við mig. VIÐ SKJÖTUM YÐUR . ..... í Moskvu var byrjað að vekja athygli mína á því, að ég hefði um hálfs árs skeið fyllt NKVD í Leníngrad af lygum, en hér í Moskvu skyldu þeir fá sannleikann út úr mér. Yfirheyrslurnar voru með sama sniði hér og í Lenin- grað. Ég var sóttur kl. 22 og fékk að fara í fletið kl. 6. Sem betur fer eiga þeir í Rússlandi líka helgarfrí, og þá fékk ég alltaf frí líka. Meöan á einni yfirheyrsl- unni stóð, brotnaði ég alveg saman, þegar Weindorff of- ursti hrópaði, að ég hefði, með neitunum mínum afhjúp- að sjálfan mig sem óvin Sov- étríkjanna. — Og á morgun skjótum við yður! endaði hann yfirheyrslu sína hótandi. Ekkert varð þó af því. Þvert á móti varð nú hlé á yfirheyrslum í nokkra daga. Loks var náð í mig og ég færður upp í yfirheyrsluher- bergið, þar sem þrír offíserar sátu við háborð og litu hátíð- lega út. Þeir tilkynntu mér, að máli mínu væri lokið og dóm- ur kveðinn upp. — Þér eruð dæmdur í 25 ára hegningarvinnu fyrir njósnir og andsovézka starf- semi, samkvæmt 58. rússn- eskra hegningarlaga, lið núm- er 6, las einn þeirra. — Að auki kemur þriggja ára fang- elsi fyrir að fara ólöglega yf- ir landamærin. Afpláningin mun hefjast innan tíðar, sagði hann að lokum. ÞIÐ ERUÐ SAMANSAFN FASISTAi Það voru alls 50.000 fang- ar í Búðurn 243-14, sem áttu eftir að verða heimili mitt næsta citt og hálft ár. Verk- efni þcirra var skógarhögg. Hver cinstakur maður varð að höggva minnst 15 kúbíkmetra af trjám á dag, og það var mjög erfitt vegna kuldanna. Gerði maður það hins vcgar ekki, gat maður átt von á að vera dæmdur í einangrun. Gæti maður hins vegar ekki klárað 30% af dagskammtin- ur, var maður einfaldlega skotinn, það fékk maður að sjá oftar en einu sinni. Yfirmaður búðanna hét Súkanov, og hann sýndi mér strax vísi að vináttu. Einn daginn kallaði hann mig fyrir sig og spurði: — Hvaö fyrir mann ert þú eiginlega? — Ég er danskur. — Ég veit það, en það segir mér ekkert. — Danmörk er konungsríki norður af Þýzkalandi. — Aha, hluti af Þýzka- landi! — Nei, það er sjálfstætt konungsríki. — Sjálfstætt eða ekki sjálf- stætt, sagði hann pirraður. —- Þið cruð sko samsafn fasista, allir saman. Staðhæfing mín um sjálf- stæði Danmerkur hefur ber- sýnilega ekki fallið honum í geð, jjví þrem dögum síðar sendi Súkanov majór mig til Toboch-búðanna ásamt fjór- um öðrum föngum. ÞÚ KEMST ALDREI HEIM! í Toboch voru ekki nema 400 fangar, flest ungir menn í kringum 25 ára. Yfirmaður búðanna , Drohner að nafni, sýndi okkur óvenju mikinn skilning. Við fengum að hvíl- ast í tvo daga áður en við vor- um settir í vinnu. Þarna í búðunum kynntist ég Þjóð- verja að nafni Storm, og ég ræddi við hann möguleikana á að verða frjáls aftur. — Tja, sagði hann. — Þeg- ar þú hefur afplánað þessi þrjú ár fyrir að fara ólöglega yfir landamærin, byrjarðu sjálfkrafa að afplána 25 ára dóminn fyrir njósnir. Ef þú verður þá ennþá lifandi, er veikur möguleiki á ,,sucilka“, — Hvað er það? — Frjáls flutningur til fjar- lægs landshluta í austri. Þú getur líka orðið „sovbodna immigrant“, það er að segja, þú verður frjáls maður á því svæði, sem þú hefur afplánað dóminn á . . . Heini kemst ]iú aldrei! Útlendingur, sem hef- ur séð búðir sem þessar. Framhald á bis. 5

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.