Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 7
Mánudagur 27. ágúst 1973 Mámjdagsblaðið 7 TIL BLAÐSI8US Að stela úr sjálfs síns hendi Slíkt hefur jafnan mælzt illa fyrir — jafnvel ver en sauðaþjófnaður. En er nokkru betra þegar alþingismenn á- kveða sjálfum sér laun, að sögn 800.000 á ári fyrir að þvælast á þingi í nokkra mán- : uði, og svo flestir í launuðum nefndum að auki. Svo fá þeir, að sögn, greiddan ferðakostn- að þegar þeir fara „heim" í kjördæmi sín og taka þá vara þingmenn við stólunum á meðan. Spurningin er, fá þá báðir laun úr ríkissjóði? Skattborgari. P.s. Þetta gerði Hitler. En sá vitri ráðgjafi hans, Göbbels, Iét jafnan búa til lög sem lát- in voru réttlæta glæpinn. Örnefna- söfnunin £ . Ef mig misminnir ekki, er nýlega búið að skipa nefnd til að safna „örnefnum”. Þetta er ekki ólíkt því að flétta reipi úr sandinum, eins og lagt var fyrir púka Sæmundar fróða. Hérna í túninu eru milli 20 og 30 örnefni og sjálfsagt 100 —200 í allri landareigninni. Hvað munu þau þá vera mörg í allri sýslunni, hvað þá á öllu landinu? Forvitinn. íslendingar og negrar sitja við sama borð Mánudagsblaðið, Reykjavík. Hr. ritstjóri. I nýlegu Mánudagsblaði (23. júlí) segir að „hvergi inn an hins siðmenntaða heims myndi nokkur vínver2lun bjóða upp á hvílíka smekk- leysu, sem hér um ræðir, kol- svarta plastpoka", utanum vínumbúðir. Þetta er nú kannske ekki langt frá Iagi, en ég veit um eina á útjaðri veraldar, í S.- Afríku, þar sem allur svert- ingjabjór á. fernmp er 'T' pakkaður inn í svarta plast- poka. Myndu margir Islendingar þakka fyrir ef þeir fengju sterkan bjór þótt hann væri í svörtum umbúðum. Svertingjar fá ódýran bjór á nokkrar krónur líterinn, en mega svo kaupa allt það á- fengi sem þeir hafa efni á til hálf sjö alla virka daga og eitt á laugardögum. Bjór sá sem hvítir og svartir kaupa báðir, er dýrari, því hann er tærari, 22 kr. 275 ml. flaska eða 40 kr. 3ja pela flaska, um 15 teg- undir af bjór brugguðum inn- anlands eru á markaðnum og á ég þær allar. BJÓR FYRIR VATN Eg hefi kortlagt mörg náma- svæði í ýmsum löndum Af- ríku. Eru venjulega ölgerðir fyrir starfsmenn sem fá bjór- inn ókeypis, því hann er tal- inn hollur og betri drykkur en vatn. Það er hallærislegt að lítt siðaðir svertingja í Afríku mega kaupa og neyta ölfanga sem Islendingum eru meinuð, því Islendingar eru ekki komn ir svo langt á þroskabrautinni að jafnast á við frumstæðustu svertingjaþjóðir í Afríku að dómi stjórnarvalda og templ- ara á Islandi. Það furðulega er, að Islendingar virðast trúa þessu sjálfir og una banninu. Viggó Oddsson, Jóhannesarborg. «0 W Leigubílstjórar Framhald af l. síðu. í allsnægtaþjóðfélaginu? Hátt á 7. hundrað leigubílar aka í Reykjavík. Það liggur í aug- um uppi, að ef þessi nauð- synjahópur tæki höndum saman, í sambandi við út- gerðarkostnaðinn, þá mætti lækka reksturskostnað bíls- ins um rösk 50% að áætlað er. Sameiginlegar tryggingar, sameiginleg dekkjakaup, sér samningar við eitt eða tvö, jafnvel fleiri viðgerðarverk- stæði, og þúsund aðrir smá- hlutir, sem engin samstaða hefur fengizt um. Leigubíl- stjórar gætu pínt lægra ben- zíngjald fram, vegna þess, að starfið er nauðsyn, ekki að- eins almenningi heldur og yfirvöldunum, sem þurfa mjög á leigubílstjórum að að halda. Þótt eflaust megi finna þeim kröfum sumum stað, sem formaður bílstjóranna gerir, þá gæti hann gert ein- hverjar kröfur til sinna manna og hins almenna lúx- usreksturs bifreiða sem fræg ur er orðinn á íslandi. Bif- reiðar margra bilstjóra eru ekki annað en luxustæki, sem enginn óvitlaus maður léti í svona þjónustustarf, svo dýrir eru þeir. SKEMMTITÆKI En um það er ekki hugsað. Þetta er jöfnum höndum skemmtitæki bílstjórans og atvinnutæki hans og, stund- um, virðist atvinnan leika aukahlutverk í notkun bílsins. Vínskal til vinardrekka * Fjallar um vín, vínframleiðslu og vínnotkun, asamt upplýsingum um víntegundir hér á landi. — í bókinni er fjöldi uppskrifta að kokkteilum og vínblöndum. Fæst hjá bóksölum um land allt.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.