Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 27. ágúst 1973 ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS Einstakir galdramenn Brikur í Vogsósum Prestsskapur Eiríks á Vogsósum Um fyrra hluta af ævi Eiríks prests á Vogsósum eða um upp- runa og uppvöxt hans ganga hér (þ. e. í Mýrdal) engar sög- ur. Það er fyrst um hann sagt að hann hafi gengið í Svarta- skóla, en borið þá lítið á kunn- átm hans. En hins er getið að hann hafi verið góðmenni og mesti stillingarmaður. Ungur og ókvæntur er sagt hann hafi fengið brauð á Vestfjörðum (óvíst hvar) þar sem prestum hafi jafnan orðið klaksárt. Er svo sagt að hann hafi verið þar hjá fullorðnum bónda sem var hinn ríkasti í brauðinu, til húsa — og haft þar fæði og þjón- usm. Kerlingar voru tvær á þess um bæ; önnur var skylduómagi, en hin niðursetningur og ný- komin. En er kom aðfangadag- ux jóla var allt fólk í starfi miklu, sumir í sendiferðum, en sumir í öðru starfi, en presmr einn á gangi og varð þá þess var að kerlingarnar voru ein- samlar inni í baðstofu og voru að tala saman með því móti að sú kerlingin sem lengur hafði verið á bænum var mjög harm- full að biðja fyrir sér og tala um hvað hörmulegt það væri að geta ekki haft gleði um jólin eins og aðrir kristnir menn og væri það allt vondum mönnum að kenna. Niðursetningskerling- in spyr því hún sé með þessar harmatölur og kvað ólukkutil- felli hún sjái fyrir. Þá svarar hin: „Það er auðséð að þú ert ókunnug hérna, og get ég þá sagt þér að nú er verið að búa til veizlu, en þó mun eiga eins og vant er að sjá um að prestur- inn verði ekki ellidauður. Hefur til þess verið brúkaður sami maður og er hann mesta uppá- hald hjónanna hérna, en er nú orðinn svo ellihrumur að hann verður að ríða í söðli og er nú farinn maður til að sækja hann. Hann er orðlagður galdramað- ur og hefur allan sinn vísdóm úr bók einni sem hann ber á brjóstinu nótt og dag, og skilur hann þessa bók aldrei við sig. Nú þykir mér það hörmulegt ef að þessi prestur verður drep- inn á hátíðinni, þetta góðmenni, þetta blessað Ijós sem hann hef- ur sýnt sig að vera við alla eins síðan hann kom hér." Niður- setningskerlingin kvað þetta vera Ijóta sögu ef hún rættist, en sagði þar hjá að betur kynni að takast til, enda kvaðst hún vilja óska þess. Þetta samtal kerlinganna heyrði presmr full- gjörla, en gerði ekki orð á því, heldur lézt hann vera að búa r-ig undir hátíðina. Um kvöldið fór fólk að drífa til veizlunnar og meðal annars gamall karl í söðli mjög hmmur. Hjónin fögnuðu gesmm sínum, en móti karli þessum gengu þau bæði og leiddu hann milli sín inn í hús. Prestur veiti því nákvæma eftirtekt sem fram fór, en sér í lagi hvar gamli karlinn svaf. Þegar fólk fór að hátta lét prest ur sem hann háttaði að vanda sínum, en hann fór ei úr fötum, heldur fór hann á fætur undir- eins og allt var komið til ró- leg heita. Fór hann þá þangað sem gamli karlinn lá, því hann var einn sér í afviknum stað. Tók þá presmr fyrir kverkar karlinum og kyrkti hann, en tók bókina af brjósti hans og varð- veitti sjálfur. Að morgni fannst karlinn dauður, en prestur gegndi sínum störfum. Sagt er að hjónin hafi harmað karlinn og einstöku boðsmenn, en aðrir er sagt að ekki hafi fengizt um það þó karlinn hrykki upp af. Sagt er að skömmu eftir þetta hafi Eiríkur presmr farið að Vogsósum, en aldrei hafi hann sleppt fyrrnefndri bók, og þókti síðan bera miklu meira á kunn- átm hans, en þó hafi hann aldrei gjört öðrum illt með henni án þess hann ætti sín í að hefna. Dagsverkið Þegar búið var að vígja síra Eirík að Vogsósum og hann er kominn þangað fer hann að fletta upp máldögum kirkjunn- ar og sér að margir þar eiga að gjalda sér dagsverk og þar á meðal ekkja ein, Málfríður á Ertu. Einu sinni um sumarið segir síra Eiríkur við hana að hún eigi að gjalda sér dags- verk. Hún sagðist vita það, en hún sagðist nú vera orðin sjálf ónýt að vinna, en hún sagðist eiga dótmr er Kristín héti sem hún sagðist skyldi senda í dags- verk til hans. Það sagði hann að sér þætti vænt um, þar hann hefði fáar vinnukonur. Málfríð- ur sagði sér litist ekki svo á vinnumenn hans að þeir væru duglegir slátmmenn og sagði það mundi vera betra fyrir hann sjálfan að slá og Iáta hana raka eftir sér. Það sagðist hann skuli gjöra. Nú fer konan í burtu og nú líður nokkur tími. Einu sinni um sumarið gengu rigningar nokkurn tíma. Einn morgun er presti sagt að úti standi stúlka sem komi í dags- verk. Hann skipar að segja henni að koma inn. Hún gjörir það og hann spyr hana að nafni. Hún segist Kristín heita og dótt- ir Málfríðar. Hún var mikið skikkanleg stúlka að sjá og fá lát. Hann segir vinnumönnum sínum sem voru fimm að fara að slá og segir henni að hún skuli raka eftir þeim. Hún gjör- ir það. En eftir nokkurn 'dma EINNAR MINUTU GETRAUN: sendir hann dreng upp í slægj- una til að vita hvernig gangi, en dregur segir afmr að Kristín sitji og hafi ekkert að raka. Hann gengur þá út og tekur orf sitt og gengur upp í slægjuna og segir við Kristínu: „Þú hefur ekkert að raka?" Hún segir það vera. Síðan fer hann að slá og herðir sig, en það dugar ekki heldur; hún hefur ekkert að raka fyrir því og simr öðru hvoru. Þá sér prestur að það dugar ekki og segist hann því þurfa að fara heim til að klappa hjá sér. Kristín heldur honum sé þess þörf. Síðan fer presmr heim, en þá finnur hann hvergi smiðjuna, en eftir að hann er lengi búinn að leita finnur hann hana og klappar hjá sér og kem ur síðan upp í slægjuna. En þá finnur hann hvergi orfið sitt og leita lengi, en á endanum finn- hann það og byrjar nú að slá og herðir sig og eins hitiir fimm vinnumenn hans. En það fer á sömu leið að hún situr öðru hvoru. Nú er kominn matmáls- tími og er stúlkan kölluð heim að borða og fer hún, en á með- an er hann og þeir að slá og ' herða sig á allan hátt. Þegar hún kemur afmr finnur hún hrífuskaftið, en hvergi höfuðið af hrífunni. Hún fer heim með skaftið og kemur aftur með hrífu og nú fer á sömu leið að hún simr oftast. Þá segir síra Eiríkur: „Nú skulum við hætta Kristín því ég hef nú fengið mig fullreyndan." En síðan héldu vinnumennirnir áfram að slá, en síra Eiríkur hætti og hún rakaði eftir þeim og þá gekk raksmrinn náttnirlega. „Sástu nokkra nýlundu?” Einu sinni sem oftar kom yngismaður nokkur til Eiríks prests og bað hann að kenna sér galdur. Eiríkur mælti: „Ekki ertu hæfilegur til að læra hann því mér lízt svo á þig að þú munt ekki hafa hug til að mæta öllu því er honum fylgir." Sveinninn svarar: „Því skal ég ekki trúa fyrr en ég reyni það að mér verði hugfátt hvað sem fyrir kemur." Eiríkur mælti: „Ef þú vilt mátm vera hér nokkra daga þó það sé ekki til neins." Hann kvaðst það gjarnan vilja. Var hann þar svo nokkra daga. Einn morgun þá hann kom á fætur þykir honum sem hann sjái Eirík ganga út og fer hann þegar eftir honum. Eiríkur geng ur nú norður fyrir tún á Vogs- ósum og' sveinninn eftir. Þar verður fvrir Jx‘im hús ógnar stórt; þar ganga þeir inn. Bekk- ur var allt um kring í húsinu og sezt Eiríkur yzt á bekkinn öðru- Framhald á bls. 6. slyngur rannsóknarí ertu? 40 þúsund dolluru lamnubréf Fordney prófessor hafði fengið upplýsingar um að Am- os Rector yrði skilað í bifreið hálfri blokk frá húsi sínu þá um kvöldið. Honum hafði verið rænt tíu dögum áður og lausnarféð, 40.000 dollarar, hafði nýlega verið greitt af bróður Rectors. Fordney stóð I dimmu skoti, þegar stór bifreið nam staðar á horni Clark og Camp-götu, og leit á sjálflýsandi armbandsúrið sitt. Klukkan var á slaginu 11:38. Hann elti manninn, sem kom út úr bifreiðinni. Rétt í þann mund, sem hann var að ganga inn í hið upplýsta Rector-heimili, þá snerti Fordney léttilega við öxl hins granna, hávaxna og snyrtilega klædda manni. Maðurinn snéri sér snöggt við, hræðslulega. „Ert þú Rector?“ spurði Fordney, um leið og hann kynnti sig. „Já, prófessor . . . komdu inn , . . hvað er þér á hönd- um?“ — O — Eftir að eiginkona Rectors hafði heilsað honum af geysilegri ánægju, þá settust þau öll framan við arinn, • en þar logaði glatt. „Nei, ég veit ekki hvar þeir geymdu mig,“ sagði Rect- or. „Mannræningjarnir höfðu bundið fyrir augu mér alb an tímann, þar til rétt áður en þeir slepptu mér. Ég varð að sofa í fötunum og þeir gáfu mér nóg af góðum mat. Einu sinni, þegar ég reyndi að rífa af mér augnabindið, sló einhver; sem stóð að baki mér, mig rokna högg í höfuðið, svo ég missti meðvitund.“ Fordney tók eftir stórri kúlu rétt ofan við hægra eyrað og spurði: „Hvenær var það?“ „Eftir því sem ég get komizt næst, þá var það fyrir tveim dögum.“ „Hvers vegna tóku þeir ekki demantshringinn af fingr- inum á þér?“ „Satt að segja . . . veit ég það ekki, hreinlega veit ekk- ert um það.“ „Þú ert að ljúga í Jæssu máli, og ég vil vita sannleik- ann,“ sagði prófessorinn. Hvernig vissi hann, að Rector var að ljnga? — Svar á 6. síðu. Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu Yiðskiptaráðuneytis- ins, dags. 5. jan. 1973, sem birtist í 4. tbl. Lög- birtingablaðsins- 1973, fer 2. og 3. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1973, fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni, fram í september 1973. Um- sóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Otvegsbanka Islands fyrir 1. b&ptember 1973. LANDSBANKI ÍSLANDS UTVEGBANKI ISl ANDS (

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.