Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 5
Mánudagur 27. ágúst 1973 Mánudagsblaðið 5 Viggó Oddsson skrifar frá Soður-Afríku: Galdrar, kukl og andatrú hafa íylgt mannkyninu frá upp- hafi .Enn í dag eru þessi fyrir- brfgði óspart notuð eða þegin, hvort heldur hjá eskimóum, Is- lendingum, Indverjum og öllum þjóðum þar á milli eða í kring. Eins og í kaþólskunni og ýms- um öðrum trúarbrögðum, að meðtalinni Ásatrú, eru þetta nauðaskyldar hugmyndir, t. d. var nóg að skipta um um nafn á æsuntim til að uppfylla sams konar stöður í kaþólsku dýrlinga- ráðuneyti á himnum. Við nánari athugun er þetta ekkert eins- dæmi. Jaínvei í Afríku eru náskyld- ar anda-líkingar sem gegna sama hlutverki og ásatrú og öll hin óteljandi trúarafbrigði sem runn- in eru frá rifjum sögu gyðinga, Biblíunni. Allt þjónar þetta sama til- gangi: Að tryggja sér öruggan sess í öðrum og becri helrni eftir þennan, Galdramenn Þrátt fyrir góðan vilja kirkj- unnar hefur henni orðið lítið ágengt við að útrýma því sem hún kallar villitrú og heiðni meðal frumstæðra þjóða, t. d. vegna bolabragða og illvirkja kirkjunnar sjálfrar, sem er óspör á' fjárveitingar til allra handa skæruliða, sem heyja svertingja- stríö sín á milli og við hvíta íbúa Afríku. Er það gert í von um að fá aðstöðu í fyrirheitna landinu hjá skæruliðtmum, ef hinir skyldu tapa. Það er algengt að finna að skæruliðar, sem ráðast inn á land- svæði Afríku sem hvítir menn verja, eru undir áhrifum eitur- Iyfja og galdra. Hafa margir töfragripi sem sagðir eru svo máttuigiir, að byssukúlur, sem að þeim er skotið, bráðna eða verða að vatni. Við eina stórárás sem þessa voru tugir skæruliða felld- ir af portúgölskum hermönnum. Sagt er að Ródesía hafi óspart notað galdramenn til að skelfa innrásarmenn frá nærliggjandi svertingjalöndum. Grýtt til bana Fyrir nokkrum vikum var ég að lesa grein um réttarhöld yfir 24 svertingjum í Suður-Afríku. Þeir voru sýknaðir vegna ónógra sannanna. Einhver svertingjakerling varð fyrir eldingu og dó. Seiðmaður svertingjaþorpsins var fenginn til að „Iykta uppi" nornir þær sem sent hefðu eldinguna. Eftir að hafa bent á mann og konu á meðal íbúa þorpsins, voru þau grýtt. tft bana-tíg -bféhhd' a stéih- olíu-báliii' uEfcrr Téttathöidhv kvartaði seiðmaðurinn óspart undan því að fjögur bein, sem hann lagði fram sem réttarsýnis- horn, hafi ekki verið skilað. „Ég get ekki haldið áfram göldtun- um, nema ég fái þessi bein," sagði hann. íþróttir og kukl í Kenýa er verið að reyna að koma í veg fyrir ofsalegt galdra- stríð í íþróttum. Ráða íþrótta- félög galdramenn og launa þeim með prósentum af afrakstri af sölu aðgöngumiða og fríum vill- um. Við einn boltaleik, tók einn leikmaður eftir því að verið var að lauma einhverju í mark síns liðs. Hann tók hlutinn og hljóp með hann í burtu, með and- stæðinigaliðið á hælunum. Eftir nokkrar ryskingar var leiknum hætt og hluturinn skoðaður. — Þetta var galdragripur, búinn til úr nál, gömlum peningi og dá- litlu af skinnum og hornum og þess háttar. Ráðamenn eru gram- ir, og segja lið Kenýamanna litla möguleika hafa í heimsmeistara- keppni í boltaleik, eða við Kín- verja, ef þeir noti ekki heilla- gripi sína. Var Kristur sjónhverfingarmaður? Rithöfundur nokkur Iýsir í nýrri bók sinni, að slyngur sjón- hverfingamaður hefði hæglega get^ð leikið eftir mörg a-f krafta- verkum Krists. Er það t. d. hægt með dáleiðslu og þekkingu á geðsjúkdómtun o. m. fl. Enn í dag er hægt að dáieiða áhorf- endur í stórum sal og Indverjar og fleiri geta vaðið elda án þess að brennast til skaða. Afrek Krists verða aldrei sönnuð með vissu, margt getur brenglazt á stytrti tíma en 2—4 þúsund ár- um. Oft eru vitn-i að bílaárekstri ekki sammmála um lit og núm- er á bílunum. Laxness skrifar um villur í íslendingasögunum í Vínlandsbók sinni, svo alltaf er von á villum, þótt vel sé vandað. Brezkur hermaður sagði eitt sinn, að mesta kraftaverk sem - hann hefði séð, hefði verið á stríðsárunum í Kairó í Egypta- Iandi. „Allar götur voru þéctsetn- ir betlurum, sem virtust allir vera 100% örkumla. Þá var gef- ið Ioftvarnamerki. Á hálfri mín- útu voru göturnar auðar, og sprettharðastir voru fótalausu betlararnir og þeir lömuðu og blindu." Galdrabrennur Á miðöldum var algengt að brenna fólk sem gat eitthvað, sem aðrir skildu ekki eða hrædd- ust, eða voru beinlínis að gera illt af sér. Þarna fór mikið af fróðleik forgÖrðum, í bókabrenn- um og vísdómi. Þótt galdrabrennur séu óhugn- aralegar í huga núímamanns, get ég nú skilið hugarfarið og til- ganginn bak við þessar grimmi- legu refsingar. Daginn sem þetta er skrifað ,Ias ég um ofsatrú í Kanada, þar sem fólk er í Jesú nafni skorið á hol til lækninga, án deyfilyfja eða meðala, með berum höndum. Á íslaradi eru „andakonur" sem eru oft önn- um kafnar ,yið,. ,að„ spyrja, anda sína að beiðni kerlinga, hvað þessi eðá hinn sé að gera eða hvernig hann hafi það, í öðrum Iöndum eða næsta húsi. Á mið- öldum var andatrú ennþá sterk- ari. Þetta fólk, sem hafði sagnar- anda í huga sér, gat því spunn- ið upp skröksögum og tilhæfu- lausu fleipri, sem enginn gat varizt. Oft urðu blóðsúthellingar og hörmungar sem aðeins eldur og járn yfirvaldanna gám hamið. Því voru margar galdrabrennur. Prófessor Guðmundur Magnússon Ein þessara kvensnifta, sem spinna upp þvæ-tting um fólk eftir beiðni, lifir á íslandi. Hún hefur prófessor Guðmund að sagnaranda. Oft var leitað til hennar til að finna út (njósna) um t. d. haigi námsfólks á Norð- urlöndum og víðar. Flestir „bjuggu í stóru húsi, með mörgu fólki, höfðu haft kvef ,en var að batna". Þegar konan var beðin að njósna um mína hagi versnaði í því. Hún sendi „prófessorinn", sem fann mig á stundinni. í rauninni var ég þá í allt öðru landi, í meira en 10 þúsund km. fjarlægð, og „prófessorinn" fór jafnvel árstíðavillt, því, ég var hiraum megin á hnettinum. Þegar svona hindurvitni vaða uppi í vel menntuðu þjóðfélagi eins og á íslandi, er ekki að furða þótt eitthvað einkennilegt komi fyrir hjá svertiragjum í Afríku. Þar er ekki nema skóflu- scunga, og vart það, niður á steinöldina. Menningin er ekki þykkari en það. Allar þjóðir og litarhættir virðast vera á reiki í hoku reim- leika, galdra og ímvndunarafls. Aflfjöðurin er meðvitundin um líf ef“’r dauðann, sem allt virð- .. ist miðast- - við, siðakerfi okkátj lög og reglur. Prívatkukl ein- staklinga hlýtur að vera eins konar andleg fróun 4 grámyglu- legu hversdagslífi ,yfirleitt skáð- laust. Þrjú ár í helvíti Stalíns Framhald á 3. síðu. kemst aldrei heim til sín aft- ur. LÖG FRUMSKÓGARINS I marz 1952 var ég enn fluttur til ásamt fleiri föng- um, og við vorum látnir byggja upp nýjar búðir, Búðir 7. Þarna varð ég eitt sinn vitni að því, hvernig fangar útkljá deilumál sín á sinn hátt. Þannig var, að sá sem leit eftir afköstum okkar, var sjálfur gamall refsifangi, sem hét Kunkin. Hann þekkti að sjálfsögðu öll brögð fanganna. Eitt sinn neitaði hann að við- urkenna, að ein sveitin, sveit Jigorkasar, hefði náð tilskild- um 15 kúbikmetrum í afköst- um, nema hann fengi tvær flöskur af vodka fyrir. — Þú getur fengið eina, stakk Jigorkas upp á. Kunkin vildi ekki fallast á það, og deilan endaði með því að þeir féllust á að ræða mál- ið um kvöldiö, úti í skógin- um. Þegar Kunkin gekk heim á leið, sagði Jigorkas við vini sína: — Þarna undirritaði hann sinn eigin dauðadóm. Kunkin var talsvert ölvað- ur, þegar hann kom til fund- arins í skóginum um kvöldið. Þeir Jigorkas settust á trjábol og byrjuðu að ræða saman. Skyndilega gall við hrópið: „Passið ykkur!“ eins og allt- af þegar trjábolir falla. Jig- orskas stökk á fætur, en Kunkin var ekki nægilega fljótur áður en hann kramd- ist milli trjábolanna. Varðmennirnir komu hlaup- andi. Jigorkas benti á Kunk- in og sagði þeim kveinandi, hvað skeð hefði. Verðirnir grunuðu hann bersýnilega um græzku og spurðu mig, hvort þetta væri rétt frá sagt. Ég þekkti lífsreglur búðanna, og sór a ðliann segði rétt og satt frá. Sama kvöldið var ég kall- aður fyrir yfirmanninn og lát- inn skrifa nafnið mitt í doðr- ant. Eitt mannslíf skipti ekki neinu máli á þessum norð- lægu slóðum. FJANDINN HIRБANN!! Vorið 1953 fékk ég skyr- bjúg og var sendur aftur til búða 243-14. Og ég gleymi aldrei 5. marz 1953. Ég staulaðist. um með hækjur. Skyndilega sá ég að á flaggstöng búðanna blakti svartur fáni. Ég spurði einn varðmanninn, hverju þetta sætti. Það leið dálítil stund, áður en hann svaraði: Stalín er dáinn. Ég kepptist við, svo fleygði ég hækjunum og staulaðist inn til félaga minna og hrópaði eins og óður maður: — Hann er dauður! Hann er dauður! Allir vissu hvað það þýddi og svöruðu einum rómi: „Tjort Vasmi“ — Fjandinn hirð‘ann. Þegar leið að hádegi komu sex menn vopnaðir vélbyssum og tilkynntu formlega um dauða hins mikla hershöfð- ingja Stalíns. Það hefur verið fyrirskipuð þriggja daga þjóðarsorg, til- kynntu verðirnir. — Til fjandans með alla sorg, hrópuðu allir í einum kór. — Við fögnum þessu nú þegar, og höldum því áfram! Og þannig varð það. HEIM Á LEIÐ AFTUR Malenkov, sem tók við af Stalín, gaf út tilskipun um náðun allra sakamanna, jafnt Rússa sem útlendinga, þann 27. marz. Ég sótti um náðun, og eftir margra vikna bið í hálfgerðu vonleysi og miklum kvíða, var mér tilkynnt þann 15. júní, að ég ætti að flytjast úr landi. En það var ekki þar með sagt að ég væri kominn úr landi þótt ég færi suður á bóginn strax daginn eftir. Mánuð eftir mánuð varð ég, ásamt fleirum, að bíða í Sérb- akov, en þangað var öllum safnað saman. Einn daginn komu þarna gamlir „kunningjar“ frá fyrstu dögum mínum í Sovétríkjun- um. Þeir vildu fá að vita, hvort við ætluðum að útbreiða lygum og fjandsamlegum á- róðri um Sovétríkin, þegar við kæmum heim aftur. Þar ætl- uðum við að segja sannleik- ann, sem í sjálfu sér var nógu andstæður landinu til að full- nægja okkur! Nokkrir ítalir voru meðal okkar, sem máttu ganga út frá því sem vísu, að þeir yrðu teknir a flífi þegar þeir kæmu heim, því Frankó og kump- ánar hans höfðu dæmt þá til dauða. Þeir voru spurðir hvort þeir vildu ekki heldur vera kyrrir í Rússlandi, og komast þannig hjá lífláti. — Heldur vera skotinn af Frankó en vera lengur í þessu djöfuls landi, tautuðu þeir. Loks 30. október rann upp tími frelsisins. Ég fór með lest frá Moskvu til Brest-Litovsk, við pólsku landamærin, þaðan til Frankfurt við Oder og inn í Austur-Þýzkaland. Loksins var farið til Berlínar, þar sem danskur hertrúboði tók á móti mér. Við ókum inn í Vestur- Berlín kl. 14,08 3. nóvember 1953. Þeim degi gleymi ég aldrei — helvíti á jörðu var liðinn tími . , .“ — O — Mogens Carlson er í dag 48 ára að aldri. OG HANN ER EKKI LENGUR KOMMÚN- ISTI , . . O D e rsj títbreiddasta tízku- og handavinnublað í heimií Með litprentuðu sniðaörkunum og hárnákvæmu sniðunum! Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.