Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 27.08.1973, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 27. ágúst 1973 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON Sími ritstjórnar: 1 34 96 — Auglýsingasími: l 34 96 Verð í lausasölu kr. 40,00 — Áskriftir ekki teknar Prentsmiðja Þjóðviljans B/ekkingar kommúnista — svik leiðtoganna HELDUR virðist hafa dregið úr áróðrinum gegn NATO og varnarliðinu í blöðum kommúnista, þótt það þýði vitanlega ekki, að þeir hafi á nokkurn hátt gugnað í afsöðu sinni, né horfið frá loforðum sínum við Moskvuliðið, um að koma Islandi úr varnar- bandalaginu og gera það að auðveldri bráð fyrir Rússann, sem hingað getur flutt sig og sína undir hinu þynnsta yfirskyni, t. d. tilbúnu neyðarópi frá einhverjum hluta ríkisstjórnarinnar. Ungkommaliðið sem ritstýrir Þjóðviljanum, og upp á síðkastið í tals- verðri óþökk mikils hluta hins óbreytta liðskosts, er smátt og smátt að breyta taktík sinni, eins og til að ná betur saman Iiðsmönnum sínum og stilla allar þær smáu bárur sundurþykkis, svo þær komist ekki upp á yfirborðið, eins og oft varð hér fyrr á árum. Stjónmálaskrifarar flokksins hafa líka ærinn starfa og vinsælan meðal hinna öfgafullu, en það eru dag- legar skammir á Bandaríkjamenn, að velta sér upp úr Watergate-svaðinu, sem er sennilega ein mesta ó- fræginsarherferð gegn nokkrum einstökum manni, Nixon forseta, sem farin hefur verið, og svo auðvitað að reyna sí og æ að slá sig til riddara í landhelgismál- inu. Til þess að sýna hversu diúpt föðurlandsástin liggur í skribentum komma má þó benda á síðasta hálmstráið sem gripið er til, en það er einn af skip- herrum Landhelgisgæzlunnar, sem dreginn hefur ver- ið úí á ritvöllinn. Svo herfilega hefur þessi skipherra verið blekktur (jafnvel þótt hann aðhyllist stefnu kommí)). að hann er kominn í siálfheldu á ritvellin- um oq hefur jafnframt komið Gæzlunni sjálfri og starf^fólki hennar í vandræði. Menn eru loksins farn- ir að sjá gegnuni blekkingavef komma, álygarnar á afstöðu forustumanna okkar í fvrra þorskastríði, sví- virðingar um látna menn og síðast en ekki sízt svo- kallaðan smánar- og neyðarsamning, sem fyrrverandi stjórn á að hafa gleypt við. Nú eru nokkrir menn, sem vilja ganga lengra og heimta allt að 200 mílum, kallaðir svikarar við 50 mílurnar og því næst land- ráðamenn. Hugsunarlausar aðdróttanir og svívirðing- ar eru að jafnaði það vopn komma sem þeir oftast bregða. Þó að vísu hinir gömlu, snjöllu kommar, sem áður rituðu í Þjóðviljann, riti þar ekki lengur að jafn- aði, enda sumir dauðir, um þessi og álíka viðkvæm málefni, menn sem kunnu að bregða vopnum, þótt hreinar lygar og áróður væru, þá hefur eðlið ekki breytzt, aðeins hæfileikinn. Snilldarsamningur Dub- ceks, eftir fyrstu tilraunir hans við Rússa eftir hand- töku hans, var auðvitað ekki „nauðungarsamningur“, þótt hann væri færður til Moskvu í gripavagni, látinn gera þarfir sínar á gólf farartækisins og misþyrmt á ýmsan hátt, áður en hann undirritaði nýjan „samn- ing“, fékk grið um stundarsakir en var síðan varpað í yztu myrkur, en fylgismenn hans ýmist gerðir útlæg- ir hnepptir í dýflissu, drepnir eða ófrægðir á ýmsan hátt, en „vorhugur“ sá, sem greip þjóð hans, drepinn niður. Svona á að fara með ísland. Ekki bólaði mikið á samvinnu við verkaíýðinn, þegar hinn nýdauði refur Ulbricht, sendi rússneska skriðdreka á Berlín- arbúa, þegar áþján augnaþjóna Moskvuborgar keyrði úr hófi, en þar, þ. e. í A-Þýzkalandi, hafa síðan dval- izt fjölmarkar divisjónir úr rússneska hernum. Góð lausn mála að tarna, mjög í anda þess draums, sem kommar og fylgifiskar þeirra hafa um endalok ts- lendinga. Við nennum ekki enn einu sinni að minna á dauða baltnesku þjóðanna þriggja. Framhald á 6. siðu. I. KAKALI skrifar: I I I ! ! I I HREINSKILMI Listamenn, styrkir og verðmætamatið Ég var að lesa greinar- stúf í Morgunblaðinu eftir einhvern rithöfunda okkar og ræðir hann þ.e. rithöf- undurinn auðvitað hveru eigi að úthluta rithöfunda- fénu, þ.e. hinum opinbera styrk sem höfundar fá hvort þeir verðskulda það eða ekki. Fyndnir eða skemmtilegir atvinnurithöfundar finnast sjaldan á íslandi. 'O'ld gam- anseminnar virðist horfin, lapþunnir brandarar, fimm- aurabrandarar svokallaðir heyrast að vísu nokkrum sinnum, en öll góð gaman- semi, nema kannske illgirn- in, er afar sjaldgæf, jafnvel illa séð. Þessvegna má telja líklegt, að útlendingum sýn- ist við taka okkur alltof al- varlega eða hátíðlega. Þó hafði ég gaman af að lesa þessa grein rithöfund- arins, sem er kona. Það er ærið oft, að höfundar láta Ijós sitt skina í blöðunum og þá aðallega vegna vondrar gagnrýni á verkum þeirra eða hversu mikinn styrk þeir vilja fá þegar hin áriega úthlutun fer fram. Greinin gagnrýnir 3 tillög ur um úthlutunina, er höfðu birzt í Tímanum og taldi þær allar ófærar, vegna klíku- skaparins í rithöfundafélög- unum. Vera má, að það hafi verið rétt, enda er það ekki sú hlið málsins, sem ég vildi ræða hér. Ekkl minnzt á hæfileika! Hvorki í þessari grein né öðrum greinum er rætt um þá hæfileika sem ættu að vera fyrir hendi, fyrst betl- að er til þjóðarinnar um styrki eða jafnvel, eins og hér er látið skína í, hreinar tekjur til lífsframfæris, sem þjóðin á að gjalda þeim mikla skara, sem þóknast að kalla sig rithöfunda. Það er ekki mikil kúnst, að klæð ast eins og flækingur, hætta að hirða sig eða lifa frjálsu kynlifi og skýra slíka hegð- an með því að menn séu skáld eða rithöfundar!!! En grunur minn er sá, að mikill ef ekki mestur, hluti yngri höfunda a.m.k. líti á skáld- fák sinn sem bykkju, sem ber að afrækja, en meti miklu meira selskapshlið- ina, „einkennin“, styrkina og frjálsa lífið. Bókaaustur forlag- anna — Heppnin ytra Við Islendingar eigum alltof stóran hóp manna og kvenna, sem kenna sig við skáldskap, hvort heldur bundinn eða óbundinn, og árlega gefa forlögin út því- líkt ógrynni af rusli, hortitt- um og eftiröpun utan frá, að væri landið ekki svona fá- mennt, má ætla að skáld ytra væru löngu búin að höfða mál á sum okkar skáld fyrir rithnupl og hug- myndastuld, en það bjargar að aðeins 200 þús. manns tala íslenzku. Við eigum að vísu nokkur afburðagóð skáld, nokkur mjög þokkaleg, en þau þurfa ekki hlálega tilburði, lubbahátt í framkomu eða aðra afbrigðiiega hegðan til að ná eftirtekt eða viður- kenningu. Þjóðfélagið okkar er kom ið inn á þá braut að hver hagyrðingur er skáld, fer- skeytlan er listaverk, órím- að og ófrumlegt orðarusl og álíka samsetningur, list! Og viðkomandi eru fljótir að hengja á sig merkið. Ár- lega er hent milljónum i þetta fólk, milljónir sem ráðamenn hverju sinni stela úr vasa; alrppnnings.. Bóka- forlögin eyða vinnu og dýr- um pappír til að koma rusl- inu á prent, og um leið er óupplýstur almenningur tal- inn á að kaupa þetta af því að það sé heiður að hafa það í bókaskáp. Sú var tíðin — í fótspor bílasalanna Þegar einhver manndóm- ur leyndist hjá almenningi, þá uxu hér upp ágæt skáld, sæmileg leikritaskáld, Ijóð- skáld og höfundar óbund- inna verka. Nú er þetta að verða eins og með bílasöl- urnar. Velgengni sumra skáldanna t.d. Laxness, Þór bergs, Tómasar, Gunnars, svo nefnd séu nokkur nöfn, hafa æst upp iðjuleysingja og allskyns kyndug ung- menni, jafnvel eldri menn, i að kalla sig skáld, reika um götur og sitja á kaffihúsum alla daga og skeggræða, eins og í tilvitnaðri grein segir. Þessu er að verða líkt farið í málaralistinni. Nú tromma upp allskyns kar- akterar, ungir og gamlir, kaupa sér pensil og litadós- ir og fara að stunda mál- aralist! Við ísiendingar eig um sennilega met í „lista- verka“-rusli, sem hengt er upp á ibúðaveggi undir yfirskyni sannrar eða mikill ar listar! Þegar klessuverka listin var að ryðja sér til rúms á hér ísiandi, lenti ég !ðri í Listamannaskála með kunningja minum, en þá var einn „listamaðurinn" að hengja upp afrek sín í til- efni þess, að hann ætlaði að fara að halda sýnineu. Meðan ég stóð við hófst mikið umtal, næstum deilur, um hvort ætti að kalla eitt málverkið (og ég nota þetta orð lauslega) „Perspektive“ — „Við höfnina“ eða „Ólétt kona“. Ekki man ég hvaða nafn verkið hlaut, enda hefi ég ekki séð það síðan. (Eftir á að hyggja: Það hlaut að loknum nafnið: „Ólétt kona í perspektive við höfnina“. — Ágætt). I hús kom ég nýlega, en þar búa hjón í stórri íbúð. í tveim stofum, samliggj- andi, héngu 11 (ellefu) mál- verk á veggjum, allt „nú- tímalistaverk“ eftir óþekkta höfunda, sem verða ein- hverntíma frægir“ eins og þau orðuðu það. öll voru verkin ómerkileg, listræn til þrif ekki fyrir hendi, ófrum- leg og hreinlega Ijót. En ekki var ósómanum né smekkleysinu lokið þar með. Ónei, í eldhúsinu voru tvö smá málverk, sömu teg- undar, innrömmuð í gler til að gufa eða uppgufuð feiti skemmdi þau ekki! Hvérnig1 þessi hjón geta tekið á móti gestum, sem hafa ein- hvern snefil af smekk, skil ég ekki en svona er nú þessi tegund listamanna og ekki síður list-unnenda. I Afreyingarlist oftast rusl — Að véla menn Afþreyingarlist er stund- um sæmileg, oftast hrylling- ur, og aldrei ber að styrkja þá sem við hana fást. Það er þyngra en tárum taki, að sjá eldri menn, sem klínt hafa einhverskonar mynd á J léreft, lenda í þeirri raun, 1 að einhver velmeinandi asni j| hefur talið þeim trú um að ™ þetta sé listaverk. Enn meiri raun er svo að sjá Morgunblaðið og Þjóðvilj- ann birta greinar, myndir og viðtöl við þetta blessaða fólk til þess að herða það í trúnni á eigin hæfileika. Nú er vitað, að það er póli- tísk stefna Þjóðviljans að vingast við listafólk, allar tegundir, án nokkurs tillits til hæfileikans. Morgunblað ið reikar hinsvegar í rjúk- andi villu og telur sér skylt að mynda og hæla hverjum óhamingjumanni sem ein- hvers vegna nær sér • pensil og léreft og ,,málar“ Við erum ung þjóð, og listin á íslandi er ung, hvort Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.