Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Qupperneq 7
Mánudagur 11. febrúar 1974 Mánudagsblaðið 7 Frá samtökum Psoriasis og exmsjúklinga Mánudaginn 4. febrúar sL var haldinn fyrsti almenni fræðslufundur á vegum Sam- taka Psoriasis- og exemsjúk- linga. Geysilegt fjölmenni var á fundinum, á fjórða hundrað manns. Formaður, Hörður Ásgeirs- son, setti fundinn, sem einnig var hinn fyrsti sinnar tegundar hjá samtökunum. Eiríkur Ásgeirsson flutti er- indi um ferð sína til Svíþjóðar í september sl., þar sem haldið var hátíðlegt 10 ára afmæli sænsku psoriasissamtakanna. Á þessum sama afmælisfundi voru stofnuð alþjóðasamtök pspriasissjúklinga IFPA, og eru Islenzku samtökin því aðilar að þeirri stofnun. Þungamiðja markmiða alþjóðasamtaka varð söfnun fjár vegna rannsókna og afmr rannsókna á psoriasis, sem er með öllu ólæknandi enn þann dag í dag, þó sjúkdómur- inn eigi sér minnst 4000 ára sögu. Fleiri félagar tóku einnig til máls og skýrðu frá reynslu sinni af psoriasis og þeirri læknisað- ferð, sem dugi þeim bezt. Þá flutti varaformaður Ásgeir Gunnarsson skýrslu stjórnarinn- ar, og bar í henni hæzt sá árang ur, sem náðst hefur með ókeyp- is lyfjum til handa sjúklingum með langvarandi psoriasis og exem. Einnig þann árangur, sem er að nást um að koma á fót heimangöngudeildum, þar sem til staðar verða böð, gufuböð, Ijósböð, hjúkrunaraðstaða og í framtíðinni sundlaug. Deildir, sem þessar eru aðkallandi. Sú eina aðhlynning, sem hægt hef- ur verið að fá undanfarin ár er sjúkralega á húðsjúkdómadeild Landspítalans, sem er þröngt húsnæði miðað við eftirspurn. Má það teljast kraftaverk, hvað starfsfólki þeirrar deildar hefur tekizt með dugnaði, sam- vizkusemi og ósérhlífni að veita þá aðhlynningu, sem raun ber vitni, og ber samtökunum að bera fram þakkir sínar til þess. Samtökin þakka einnig þá velvild og skilning, sem þau hafa mætt frá hendi heilbrigðis- ráðherra og starfsfólki hans, | einnig Tryggingastofnun ríkis- ins og tryggingaráði fyrir skjóta og skilningsríka afgreiðslu á málum samtakanna. Svo og þakka samtökin framboðin stuðning borgarstjóra Reykja- víkur við þau. Að sjálfsögðu byggist allt framtíðarstarf samtakanna á að sjúklingar sem bera þessa sjúk- dóma og velunnarar þeirra fylli þann hóp sem þegar mynda samtökin. Heimilisfangið er: Samtök psoriasis og exemsjúkl. Suðurlandsbr. 16, Reykjavík, sími 35200. Aðalfundur samtakanna verð ur haldinn í marz n.k. og mun þá væntanlega verða læknir við staddur, sem halda mun fræðslu erindi um psoriasis og exem. (Frá samtökum psoriasis og exemsjúklinga). Athugasemd Pramhald aí bls. 4. bragð, vel verki farinn og kunn- áttumaður, hæglátur í fasi og kurteis í umgengni. Hinn var Englendingur, hann vann í rann sóknastofu spítalans, og kunni vel til verka. Hinsvegar skorti hann nokkuð á snyrtimennsku og í umgengni var hann ekki eins fágaður og félagar hans. Þessi maður fór frá spítalanum snemma vetrar. Aðrir karlmenn erlendir hafa ekki unnið við spítalann. Nú vil ég mælast til þess við yður, hr. ritstjóri, að þér kallið á yðar fund upphafsmann pistilisins, og fáið hjá honum skýr svör um það, við hvern eða hverja er átt í nefndri frétt og þá um leið hvað viðkomandi hefir fyrir sér í þessum áburði, hvort það er eigin reynsla eða sögusagnir annara og þá hverra. Því mælist ég til þessa, að ég vil ekki að saklausir liggi undir grun, en sé einhver sekur, á hann að bera ábyrgð gerða sinna hvort heldur það kynni að vera ákærður eða ákærandi. Veit ég og, að yður er eng- inn greiði ger með því, að fá til birtingar fregnir, sem ekki eiga stoð í veruleika og viljið heldur það, sem rétt er. Virðingarfyllst, Bjarni Jónsson, yfirlceknir. LEIÐARI framhald minningargreinar blaðsins eitur í beinum æskufólks, sem ekkert er fjarri en dauðinn og þessa eilífu end- urtekningu. Far þú í friði o.s.frv., sem gæti eins vel verið einskonar necrolog um flokkinn sjálfan. Ef svo flokkurinn gerir sig enn að undri með því að gera prófkosningarnar að vettvangi persónulegra illdeilna milli nýrri afla og gamalgróinni þaulsetu- þursa flokksins, þá hefur hann sjálfur kveðið upp eiginn dauðadóm. Það yrði huggulegt ef núverandi formaður flokksins yrði að standa yfir höfuðsvörð- um hans bæði í borgarstjórn og á Alþingi. BAmnumx aABwm*Æ mhJLans Á mánudag veráur dregið í:2. flokki. 3.900 vinningar að fjárhæð 35.000 000 króna. Á morgun er síðasti endurnýjunardagurinn. 4 á 4 — 4 — 80 — 960 — 2.840 — 3.892 Aukavinningar: 8 á 50.000 3.900 2. flokkur: 1.000.000 kr. 500.000 — 200.000 — 50.000 — 10.000 — 5.000 — 4.000.000 kr. 2.000.000 — 800.000 — 4.000.000 — 9.600.000 — 14.200.000 — 34.600.000 — 400.000 — 35.000.000 — » » QL ................. axminste r Nafniö, sem allir þekkja Gólfteppin eru framleidd úr 100% íslenzkri ull • Býður upp á eitt mesta úrval lita og mynstra, sem völ er á ® RÖGGVA er nýjung, sem allir dást að • AXMINSTER-kjör gera öllum mögulegt að eignast teppi. AXMINSTEr? - annað ekki axminster Gtensásvegi 8 Reykjavík, sími 30676. Einit hi. Aknteyti, simi 11536. Sigtiyggni Tónsson OlafsfirSi. sími 62321. .............................

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.