Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 3
Mánudagur 1. julí 1974 Mánudagsblaðið 3 BANDARÍSKA MAFIAN Bannárin á þriöja tug ald- arinnar voru sennilcga hlómatínii glæpaniannanna í Bandarikjunum. Allir kann- ast við Al Capone, sem bar auknefniö „Searface“ (sá örótti), enda munu fáir af stórglæpamönnum þcirra tíma hafa rakaö saman jafn- miklu fé eða náö jafnmiklum völduin og hann. SAKLEYSIÐ SJÁLFT Þessi lágvaxni maður með hin blíölegu, brúnu augu og sviksamlega meinleysissvip- inn fluttist frá Brooklvn í New York til Chicago og setti þar upp bækistöövar glæpaveldis, sem átti eftir að teygja arma sína uin öll Bandaríkin. Það er kaldhæönilcgt tím- anna tákn, að Capone skuli hafa notið algerrar friðhelgi, þrátt fyrir þá ógnaröld, sem hann kom af stað. Hann var aldrei lögsóttur fyrir ncinn af stórglæpum sínum, ckki einu sinni hin óteljandi morö, sem leigumorðingjar hans frömdu eftir skipun frá hans hendi. Þegar loksins tókst að koma lögum yfir hann, var það fyr- ir skattsvik. ÓSJÁLFBJAGA FÁVITI Caponc var dæmdur árið 1931 og sat sjö ár í fang- elsi, en lifði síðan í vellyst- ingum praktuglcga í Flqrida, þangað til hann dó árið 1947, að vísu orðinn ósjálf- bjarga fáviti, sennilega af völdum sýfilis. En samherjar Capones héldu glæpavélinni i gangi, og hún cr enn við lýði í Chicago. „VERNDAR“-KERFIÐ Þó að aðaltekjulind Cap- one-vélarinnar á bannárun- um væri sala og dreifing á- fengra drykkja af öllu tagi, þá átti hann og glæpalýöur hans líka hóruhús, spilavíti og næturklúbba. En til við- bótar öllu þcssu fullkomn- uðu þeir fjárkúgunaraðferð þá, sem nú er oröin vcl þekkt undir nafninu „Vernd- ar“-kerfið — og er í því fólgin, að þeir heimtu skatt af kaupmönnum, cn hétu þeim vernd sinni í staöinn. Verndin var — að ssjálf- sögðu sú að verja þá gegn glæpamönnunum sjálfum. Ef fórnarlainbið neitaði að borga, var vcrslunin hans sprcngd í loft upp. Kcrfinu var venjulega svo hagað, að skipulögö voru kaupmanna- samtök, svokölluð, sem fórn- arlömbin voru kúguð til að ganga í. 1. GREIN anna, tókst að ná gervöllum kvikinyndaiðnaðinum í HoIIyvood á sitt vald. Þegar vínbanninu var aflétt í des. 1933, hugkvæmdist glæpahringnum ný tekjuöfl- unarleið: að ógna ýmsum vcrkamannafél. til hlýðni með sömu aðfcrð og beitt hafði verið við kaupmenn- ina. INNRÁS í KVIKMYNDAIÐNAÐINN Einhver fyrsta og best heppnaöa innrás Capone- flokksins á þetta svæði átti sér stað í kvikmyndaiönað- inum. Sagan er næsta ótrú- leg, en hún er vel skjalfest og byggð á vitnisburði glæpamanns, sem var dæmd- ur og snerist gegn yfirboður- um sínum og Ijóstraði upp um þá. Þetta er margslung- in saga, og pólitík og mútu- þægni háttsettra cmbættis- inanna eiga þar sinn stóra þátt. Þetta er sagan um það, hvernig alræmdasta bófa- flokki landsins, með því að notfæra sér háttsetta trúnað- armcnn innan verkalýðsfélag- FULLKOMINN GLÆPAMAÐUR Sagan hefst eins og vera ber í Chicago árið 1932, þegar sjá inátti fyrir cnda- lok bannlaganna. Þctta var ömurlegt ár, allt landið í helgreipum krcppunnar, — menn stóðu í löngum biðröð- um til að fá súpu og brauð- bita, gjaldþrota bankar, lok- aðar verksmiðjur, atvinnu- leysi, vonleysi. Þó voru undantckningar, og í Chi- cago mátti til dæmis finna Willie Bioff, sem var maður, sem ekki lét bugast af eymd- inni i kringum sig. Bioff var melludólgur, þjófur, fjárkúg- ari og í stuttu máli sagt: alhliða bófi og glæpamaður. Gyðingar hafa, eins og kunn- ugt er, ýmsa helgisiði og injög strangar reglur um, hvað sé óhrein fæða og hvað sé hrcin fæða, sem þeir megi Ieggja sér til munns. Um það leyti sem saga þessi hefst, var Willie Bioff í óða önn að koma á skipulagi meðal slátraranna í Chicago, svo að hann gæti séð Gyðingum fyr- ir hreinni fæðu og rænt þá og ruplað um leið. Þó áttu ekki mörg ár eftir að líða, þangað til nafn þessa litla ýstrubelgs, sem haldinn var óseöjandi fégræðgi, nægði til að fylla hjörtu kvikmynda- jöfranna í Hollywood skclf- ingu. SPILLING VERKALYÐSFORINGJA Á þessu ári, 1932, kynntist Bioff töluvert háttsettum manui innan verkalýðshreyf- ingarinnar, George E. Browne, en Browne var með- al annars umboðsmaður þeirrar dcildar verkalýðssam- takanna, scm fór mcð mál ýmissa vcrkamanna og fag- lærðra iðnaðarmanna, sem viðriðnir voru kvikmyndirn- ar, svo sem sýningurmannn og annarra slíkra. En í hjá- verkum var Browne að reyna að skipuleggja samtök kjúklingakaupmanna, því að þetta voru erfiðir tímar, eins og fyrr segir. Þetta voru ör- lagarík kynni — bæði fyrir Bioff og Browne. Þeir vori/ ekki lengi að átta sig á, að þeir litu verkalýðshreyfing- una sömu augum: sem féþúfu til að auðga sjálfa sig. Og hvor um sig kunni vel að meta hæfilcika hins. Hinn harösnúni, en gerspillti verka- lýðslciðtógi, Brówne, var síð- ur en svo ófús á að þiggja aðstoð jafn slóttugs svika- hrapþs og Biöffs. Og fvrir Bioff, hinn slægvitra undir- hyggjumanna, var verkalýðs- leiðtoginn einkar heppilegur framámaður, sem hægt var að nota til að dylja hin raun- vcrulegu áform. Bioff and Brownc gerðust samherjar. Þeir ákváðu að láta smámuni eins og kjötmarkaðinn eiga sig, en cinbeita sér þess í stað að kvikmyndaiðnaðinum, er bauð upp á mciri möguleika. Að nafninu til var Bioff lát- inn heita aðstoðarmaður Brownes, en í raun og veru var það Bioff, sem var heil- inn í þcssu fyrirtæki. ALMENN NEYÐ Verkalýðsfélag Brownes var illa statt. Af 400 meðlim- um voru 250 atvinnulausir. Og það var ekkert fé að hafa út úr atvinnuleysingjum. Þeir afréðu því blanda mannkær- leik með dálitilli ábatavon. Þeir komu upp ódýru mat- söluhúsi, þar sem atvinnu- lausir meðlimir gætu fengiö að éta ókeypis, en hinir, sem vinnu höfðu, greiddu 35 cent fyrir máltíð. Þeir töldu stjórnmálamenn og frægar stjörnur á að kíkja sem oft- Kathreen Hcpburn. ast inn og gefa 20 til 30 doll- arasem skerf til góðs málefn- is. Gjafirnar þjónuðu tvcnns konar tilgangi: Þær héldu verkalýðsfélaginu við lýði, og veittu Bioff og Browne sæmilegar tekjur í aðra hönd. Gjafirnar urðu líka til þess, að þcir Browne og Bioff fengu fyrstu hugmyndina að féflettingu í stórum stn BALABAN KUGAÐUR Árið 1934 sóttu þeir heiin milljónamæringinn Bamey Balaban, aðalhluthafann í Balaban og Katz-hringnum, sem átti ótal bió og leikhús og bíó á víð og drcif um landiö. Þeir kröfðust þess, að hann hækkaði aftur Iaun allra starfsmanna hjá Bala- ban og Katz-hringnum, þeirra sem meðlimir voru í verka- lýðssamtökum þcirra og orð- ið höfðu að sætta sig við Iaunaskerðingu. Það hvarfl- aði ekki að þeim, að þcir fcngju launaskerðingu þessa leiðrétta, né heldur var þaö hún, sem þcir vildu. Þcir höfðu aldrei ncinn hug á að bæta kjör verkamannanna, þvert á móti notuðu þeir samtökin til að kúga fé út frá meðlimunum í félaga- Framhald á 6. síðu. í Hollywood — Dauii Capones — Færa út kvíarnar — Kúganir í nafni verkalýisins

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.