Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 1. júli 1974 TIL BLADSINS Er það byssan næst? Hr. ritstjóri. Það fer að verða skrítið- að reyna að átta sig á því hver er eða er ekki truflaður eða hættu- legur hér á fslandi. Trésmiður nokkur hefur nú tvívegis valdið hneyksli og skömm við hátíð- leg tækifæri, fyrst þegar hann sletti skyri á biskup, forseta og aðra embættismenn við þing- setninga og í hitt skiptið er hann ataði stjórnarráðshúsið út í tjörublöndu þann 17. júní. Lögreglan tók mannræfiiinn, setti hann í fangelsi en þar neit- aði hann að éta og tala við fólk. í örvæntingu (!!!) sinni sleppti svo réttvísin þessum geðsjúkling, því Kleppur neitaði að hýsa hann. Sagt er af flokkshræðrum þessa geðsjúklinigis, að hann vinni vel á milli og sé dagfars- prúður, en kommar sjá gjarnan um sína og veita þeim brautar- gengi ekki' sízt um kosningar. Spurningin er sú: hvað gerir þessi mannkind næst t.d. á þjóð- hátíðardaginn í júlí. Gerir hann sig ódauðlegan með því að grípa til byssunnar og kála eða særa einhverja af ráðamönnum okk- ar. Fær hann sér annað vopn t.d. sveðju eða annað álíka og ræðst á fólk? Geta ábyrg yfirvöld Ieyst manninn úr haldi á þeim for- sendum að hann sé hættulaus en geri þetta sér mest til gam- ans? Þetta eru aðeinr nokkrar spurningar, en þessir möguleik- ar eru fyrir hendi. Það skiptir þjóðina engu máli hvort þessi maður tilheyrir kristinni trú eða er urðaður á víðavangi er hann drepst. Alls engu. Hitt er ann- að, að þjóðinni bfer engin skylda að greiða skemmdir fyrir þennan vitfirring eða hver skyldi kostn- aður við hreinsun stjórnarráðsins vera? Og hverjir vilja taka á sig ábyrgðina ef þessi maður drep- ur einhvern? Varkárr. Hafnarfjarðar- vegurinn og lög- reglueftirlitið Hr. ritstjóri. Mig langar að vita hvaða lög- regla er ábyrg fyrir eftirliti á Hafnarfjarðarveginum. Hvað eft- ir annað eru alls konar vinnu- vélar á ferð þár, sem neita alveg að hreyfa sig af miðjum vegin- um og halda heilum flota á eftir sér á mesta annatímanum. Þess- ar vélar gætu vel flutt sig út á vegarbrúnina og hleypt bílunum framhjá, en því er sjaldnast að heilsa, enda fátt um lögreglueft- irlit. Nákvæmlega sama gildir um aðrar bifreiðir á götunum t.d. þar sem tvær akreinar eru í sömu götunum þ.e. þar sem tvær akreinar eru í sömu átt. Mikill fjöldi bíla ekur á vinstri akrein og neyðir aðra að fara framhjá hægra meginn sem er umferðar- brot. Lögreglan hirðir ekki liið minnsta um þetta og ökumenn því öruggit í brotum sínum. Það er ekki nóg að þykjast kenna umferð í skólum og brýna fyrir ökukennurum að fara eftir umferðarreglum þegar sjálf lög- reglan sinnir ekki skyldum sín- um. Löghlíðinn. Framkoma norsku sjólið- anna Mánudagsbldðið, Reykjavík. Nú er kóngur farinn úr landi (Noregskónigur) og tími til kom- inn að minnast pínulítið á sjó- liða hans, sem hingað komu. Þetta viirtust agalausustu mann- kerti sem til voru er þeir koma í land. Alla fyrstu nóttina flækt- ust þessir loðhundar með kask- eytin sín ofan á lúfunni blind- fullir um göturnar og út í skemmtigarðinn við hljómskál- ann með smástelpum sem þeir stðan notuðu kinnroðalaust ná- Iega þar sem þeim sýndist.' Lát- um það nú vera, því þetta eðli íslenzku stúlkunnar, þ.e. smá- píkunnar, er orðið frægt út um heim og veldur jafnvel hneyksli í nág.annalöndunum, sem ekki kalla allt ömmu sína. Hitt er svo annað: Getur norskur þjóðhöfðingi, sem hér nýtur vinsælda, ekki valið í föru- neyti sitt sæmilega siðaða menn, en ekki einskonar uppstrílaðan götuskríl, er hann kemur í opin- bera heimsókn? Við vimm að sjóhermennska Norðmanna er ekki annað en sýnd: tóm, en hitt er þó óskiljanlegt, að ekki sé hægt að aga svo fámennt lið sem þetta í slíkum heimsókn- um, því í rauninni eru þetta þó menn undir heraga. Við reynd- um að taka á móti þessum ág- æta manni, Ólafi konungi, eins og okkur þótti bæði virðulegt og sómasamlegt, en þessi sjóliða- lýður setti Ömurlegan blæ á heimsóknina með óafsakanlegu framferði sínu, auðvitað án vit- undar konungs og ráðherra hans eða annarra yfirmanna. Sómakcer. Hvimleiðir ferðamenn Herra ritstjóri. Hingað til Reykjavíkur, og ef- laust út á land, er kominn ferðamannahópúr setti menn hafa iillan bifur á. Annaðhvort eru þeir enskir eða amerískir, því ensku tala þeir. Þessir menn hanga í Austurstræti og útbýta fyrir peninga einhverskonar pés- um um vinstri sælu, eru klædd- ir eins og ræksni og í einu og öllu hinir hvimleiðustu. Það er máske ekki neitt á móti því að þetta fölk komi til íslands en hitt er óhæfa að það skuli vera að reka einskonar áróður á göt- um úti. Er ekki nög áð hafa þessa gerfi-byltingamenn sem flykkjast á götur miðborgarinn- ar og bjóða eldrautt plagg til sölu, úrgangsfólk sem flestir láta afskiptalaust. Þetta eru þó að nafninu til íslendingar, þó þeir vilji þjóðina feiga eða a.m.k. þjóðskipulagið. Hitt er ófært að líða údendingum að pranga með þessi plögg. íslendingur. Hnakkrónar, vín og ástir Mánudagsblaðið, R. Það hefur lítið borið á hesta- mönnum í vor a.m.k. hafa þeir ekki valdið miklum vandiræð- um á vegum né sýnt sig drukkna á hestbaki. Þó er undantekning. Fyrir skömm usá ég leiðindasjón, sem ekki er algeng. Upp við Álafoss voru þrír menn og tvær konur á hestum. ÖIl voru þau drukkin en þó kvenfólkið nær útúr. Þegar þau áðu í brekkunni sem snýr að sjónum (Leirárvogn- um?) þá upphófst rifrildi um gæði hestanna sem stóð stutt en síðan var pelinn á lofti en þá gekk fram af okkur öllum. Eitt parið fór í heiftarkelirí með þeim afleiðingum að nærhald knapans og knapynjunnar runnu niður og alveg ,ósjenert" tóku þau að athafna sig þarna í brekk- unni. Nú er sagt, að hestamenn séu harðir til víns og kvenna, en þvílíkar demestrasjónir má máske gera í heimshöfn en ekki á víðavangi eins og dýrin gera. Framhald á 6. síðu. EINNAR MINUTU GETRAUN: Hve slynaur rannsóknarí ertu? Morðið í borðstofunni Þetta var undarleg sjón. Hin smávaxna, und- urfagrá Mado Gougin, hékk á armi mikils loft- lampa og fæturnir hengu í opnu bili á borð- stofuborðinu. Hún var í götuklæðum, fallegum háhæluðum skóm, stuttu pilsi og grænni silki- blússu. Þau þrjú borð, sem tekin höfðu verið úr miðju borðinu voru geysivel bónuð, en hafði verið staflað upp við vegginn. Hinn klaufalegi hnútur hélt naumlega. Hengingarbandið var mjótt og hafði tognað talsvert. Fætur Mado voru aðeins nokkra sentimetra frá gólfinu. Hin ríka Mado, sem hafði verið undrabam, en hafði aldrei lifað fyllilega upp til vona sem til stóðu um hana, hafði verið ólæknandi exibit- ionisti. Hversvegna hún hafði gifst hinum leiðinlega Herbert Ashley var öllum vinum hennar undr- unarefni. „Ég er hræddur um að dauði Redfields majór hafi verið orsökin til þessa. Hann féll í Kyrra- hafsbardaga fyrir skömmu. Já, ég veit að Mado elskaði hann, en —“ hann yppti öxlum von- leysislega — „sjéni getur leyft sér það, sem við sem minni hæfileika höfum getum ekki leyft okkur. Ég var að koma úr veiðiferð fyrir klukkustundu og fann hana svona á sig komna. Hún var ein — gaf öllu þjónustufólkinu frí í síðustu viku . . . áleit það sjálfsagt að sýna föðurlandsást. . . .“ „Einu ummerkin á borðinu eru fingraför konunnar og einn vaxdropi, en það er andlits- farði og rautt rispufar og fingraför hennar einnig á borðunum“. Bell sergent horfði for- vitnislega á Ashley og hélt áfram: „Við fundum vigt í eldhúsinu. Hún vegur nákvæmlega 101 pund. Á ég að bóka Ashley fyrir morð, pró- fessor?“ Fordney kinkaði kolli. Hversvegna hélt Fordney að Ashley hafi myrt konuna sína. — Svar á 6. síðu. Ðtt I rás timans hefur þessi gamli málsháttur öSlazt nýja og víðtækari merkingu. Öllum ætti a3 vera Ijóst, a3 reykjarsvæla af tóbaki veldur alvarlegri mengun eri annar reykur. Sannað hefur veriS, að tóbaksreykingar geta valdið banvænum sjúkdómum svo sem lungnakrabbameini og hjariasjúkdómum. Bezta ráðið til þess að komast hjá þessari hættu er að byvja aldrei að reykja, en ef þú reykir, ættirðu að hætta þviT feigðarf'ani sem fyrst. Rannsóknir sýna, að hjá fólki, sem hættir að reykja, minnka jafnt og þétt líkurnar á því, að það verði hjnrta- og lungnasjúkdómum að bráð.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.