Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 8
UR HEIMS PRESSUNNI HEIMSDR YKKIR Frum- skógarlíf hollast Læknar viö Ríkisspítalann í Tokió, hai'a nú fundið upp nýja aöferð til að koma í veg fyrir miðaldursfituna, belginn og slapplcikann: frumskóga búsetu. Þeir hafa gert um 200 prufur á Horoo Onoda, 52 ára, sem nýlega gafst upp eft ir 30 ár í frumskógum Phil- ippscyja, en þar hélt hann á- fram aö berjast, cins og heimsstyrjölldin síðari væri cnn í gangi. Niðurstöður þeirra voru, að Onoda væri hraustari cn flestir jafnaldrar hans, sem lifa góöa lífinu. Skrokkurinn er sveigjanlegur og mjúkur, vöðvar góðir og hin dýrslega eðlishvöt upp á það besta; augyn.eru á stöð- ugri hreyfingu, hann heyrir hvernig fötin nuddast við hörundið og vaknar á varð- bcrgi við minnsta hávaða. Tvö af best þekktu nöfn- um í frönsku apcritifs-fram- leiðslunni, Pernod og Ricard, hafa nú tilkynt aö þau hafi runniö saman, cins og lengi hefur verið búist við. Sam- kvæmt samningum, sem und- irritaðir voru í París fyrir tveim vikum, þá hefja þau þcgar samstarf um útfllutn- ingsverslunina, en sameinast fulllkomlega fyrir áramót. — Fyrir tveim árum, til að sýna að hugur fylgdi máli, þá samþykktu fyrirtækin að skiptast á forstjórum auk þess sem Pernod kcypti 29% af vörum Ricards. Árangur- inn af sameiningu þeirra hef- ur aukiö vonir beggja, en sala þeirra nam alls um 500 milljónum dollurum á síð- asta ári, til að geta veitt tröllunum Canada Scagrams og Britain á international Distillers samkeppni á al- þjóðasviðinu. KYNLIF HJARTA- SJÚKLINGA Æsandi kynlíf er ágæt lækning fyrir cldri borgara, segir einn sérfræöingurinn, en annar aðvarar hjartasjúklinga við hinum alkunnu femmes fatale. Dr. Josep Poticha, kynferðismálaráðgjafi hjá St. Josephs spítalanuni í Chica- go, hefur ráðlagt „að nýr rómans geti verkað sem kraftaverk og lækning viö andlcgri mæöu og ýmsum líkamlegum veikindum, sem kunna að orsakast og aukast af sálarástandi sjúklings“. — Dr. Nathanial Wagner, frá Washingtons háskótanum, varar hinsvegar við því, að maður, sem er á batavegi eft- ir hjartaáfall, ætti að passa sig á því að hafa kynmök við hjákonu sína. Hann skrifar í The British Journal og Sexu- al Medecine, að fyrir hinn venjulega, miðaldra hjarta- sjúklinga, þá sé það, að leika ástalciki við konu sina ekki meiri áreynsla en að ganga upp stiga, tvær hæðir — en ástarleikir við hjákonu gcta hækkað blóðþrýstinginn svo mikið, aö hjartaö vcrði að crfiða óeðlilega mikið. NUREYEV ,SKREYTIST' Rudolf Nureyvel, hinn heimskunni ballet-dansari, er frægur fyrir hinn undarlega smekk sinn í klæðaburði, og honuin tókst aö vekja á sér auka-athygli þegar hann DALIGEFUR UT KOKKABÓK Salvador Dali, hinn sjötugi surrcalista-snillingur, scm gaman hefur af yfirlætis- brögðum og allskyns nýjum trikkum, er nú kominn í hóp úrvalskokka. Hinn spænski málari er búinn að gefa út bók, er hcitir Kvöld- vcrður með Gala (konunni hans) en þar birtast 136 æs- andi uppskriftir, og svona í aukamat, þá fyllgja henni 12 myndir, sem ekki hafa áður sést. Það er sýnilegt að Dali hinn mikli sérfræðingur, er hrifnastur af spænskum, eða réttara sagt, kastiliskum rétt- um sem innihalda mjög svo sterka kjötrétti, og þá sér- staklcga hrifinn af hors d‘ auvre“ þessa mjög litlu ógn- valda“. Samt sem áður aðvarar Dali þá væntanlega lesendur, sem reyna þessar aðferðir hans: „ef þú ert einn af þess- um kaloríu-mönnum, sem gera hverja málltíð að refs- ingu, lokaöu bókinni strax“. inætti með Lee Radzinill (systur Jackic Onassis) í þessum óskapnaöi til kvöld- stundar á New York Metro- politan óperunni. Margaret prinsessa og Snowdon Iávarð- ur voru einnig meðal áhorf- enda. úr EINU < ÍANNAÐ örvænting Þjóðviljans — SAM og hæstiréttur — Þrír frambjóðendur — Tjóðraðar gyðjur — Málverk og upp- boð — Mataruppskriftir og verð — Frímerki og umslaga- verðgildi ÖRVÆNTINGARÆÐI hefur gripið um sig á Þjóðviljanum, lýðræðisblaði komma. Smámálaferli gegn ritstjóra Stúdenta- blaðsins, (Útgáfukostnaður greiddur að sögn af mennta- málaráðherra), krefjast aðalfyrirsagnar á forsíðu blaðsins: „Upphaf stúdentaofsókna á íslandi?“ — Þetta er gott að heyra frá unnendum málfrelsis, þeim menntalýð sem alizt hefur upp frítt og án fyrirhafnar í skólum á kostnað almenn- ings. Halda þessir kálfar að þeir séu undanþegnir lögunum — strax. Væri ekki rétt að bíða þar til alræði öreiganna, undir yfirstjórn Rússa tekur við? FULLYRÐING vikunnar kom þó frá Sigurði A. Magnússyni, kommúnista, er hann í einu vetvangi lýsir yfir að hæstarétt- ardómarar þrír af fimm séu ,kerfisþrælar“, sem seta þjónk- un við valdhafa ofar mannréttinda- og lýðfrelsissjónarmið- um“. Þetta er ekki ónýtt en flestir munu vera sammála um, að þó dómurum kunni að skjátlast, þá myndi enginn í þeirri stofnun dæma að vild einhvers yfirvalds. Annars eru von- brigði SAM’s skiljanleg. Þjóðin hefur dæmt hann úr leik sem rithöfund, les ekki bækur hans en viðurkennir hins- vegar að hann er einn bezti snati í áróðri sem kommar hafa eignast. EINS OG kunnugt er eru efstu menn á lista krata á Vest- fjörðum Sighvatur , ritstjóri, Vilmundur Gylfason og Marías Þ. Guðmundsson. Gárungar hafa nú uppnefnt þá félaga og segja að vestra bjóði sig fram: Sighvatur, Orðhvatur og Bráðhvaddur. Þá skortir ekki húmör Vestfirðingana. ÞAÐ ÞÓTTU okkur ekki ein sérstök tíðindi, að ástalíf værí i sölum Hótel Borgar, eins og reyndar á öllum öðrum gisti- sölum Reykjavíkur og víðar Hitt eru þó nokkur nýmæli, að nú er Pétur borgarbóndi farinn að tjóðra „gyðjur“ sínar, þær hinar fögru, sem staðsetta eru milli Gyltasalarins og aðalmatsalarains. Gerast gestir nú allnærgöngulir þegar þessar fögru stúlkur fá ekki frið fyrir ágangi. KNÚTUR BRUUN, hinn löglærði, einn af mestu uppboðs- höldurum okkar gerist nú æ umsvifameiri í samkeppninni um góða gripi á uppboðum enda mun nokkur gróði ligga í þessari nauðsynlegu atvinnu. Sagt er að Knútur hafi stund- um skroppið utan, aðallega til Hafnar og fundið þar í forn- sölum ýms málverk, sem hann flytur heim til sölu. Þetta er sjaldgæft, því vissulega er vitað um mörg verk eftir gömlu meistarana okkar sem orðið hafa innlyksa ytra, ekki metin af Dönum, og sett á skransölur, eins og áður var um íslenzk- ar bækur. Það er gott að þessi verk koma aftur hingað. •--------------------------- NAKTIR MÓÐGA NEGRA Fulltrúar frá Afríku á al- þjóðaferðaskrifstofu í París á dögunum, tilkynntu fundin- um, að innfæddir Afríkubúar væru oft í sjokki vegna hegð- unar ferðamanna frá Evrópu, sem gcngu fram af afrískum vcnjum. Þetta fólk, mest hóp- fcrðameðlimir sem fá ódýrar ferðir og fara mestmegnis til smáþorpa sem cru I þús- undatali við strcndurnar síð- ustu ár: „Þessir fcrðamenn og konur, scm afklæðast öllum fötum sínum til að fá lit á allan líkamann, frá toppi til táar, á ströndunum, eru ckki annað en ósvífin móðgun við tilfinningar Afriku-búa.“ — Agentar ferðaskrifstofanna svöruðu því til aö það væri ekki þeirra aö mcnnta túrist- ana og aö ncktarsýningar þessar myndu ekki ske, ef ferðamálaaöbúnaöur væri betur skipulagður í svörtu heimsálfunni. Það er þessi nektarlýður, sem er lifandi að drepa sið- prúða blökku- menn í Afríku. ÞAÐ ER ekki nema sjálfsagt að blöðin birti allskyns upp- skriftir um góðan mat um heigar eða jafnvel alla vikuna. En hvernig stendur á því, að þær góðu konur eða kokkar sem sjá um þessa þætti skuli aldrei birta um leið kostnaðinn við að útbúa þá rétti sem um ræðir. Það er nefnilega svo, að sumir þessara rétta eru svo rándýrir, að engin meðal fjöl- skylda getur haft efni á að veita sér þá. Þetta er ekki annað en að gefa almenningi reykinn af réttunum, og það er ekki nógu gott. •-------------------------- VITIÐ ÞIÐ það, að ýmsir menn sem safna gömlum frímerkj- um eða hafa slík í fórum sinum gera þann reginfeil, að klippa þau af gömlum umslögum. Frímerkjasérfræðingar hafa for- talið oss, að helmingur verðsins liggi í því, að gömlu um- slögunum sé haldið til haga ásamt frímerkjunum, því það geri þau helmingi meira virði. Hér er auðvitað átt við fágæt gömul frímerki og umslög sem kunna að felast í kirnum eða kistum frá dögum afa og ömmu. Dæmi er þess, að eigendur gamalla umslaga og frímerkja hafi gjörfellt gildi frímerkjanna með því að klippa þau af umslögunum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.