Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 1. júlí 1974 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 1 34 96. — Aulýsingasími: 1 34 96 Verð í lausasölu kr. 80,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Kapítalismi og óvinsældir Það er í senn broslegt og barnalegt þegar íslenskir vinstri menn og kommúnistar eru að tala um 9,hægri“ flokka og kapitalista hér á landi. Eins og í öðrum Norðurlöndunum, þá eru allir flokkar til vinstri, þ.e. misjafnt frá centrum í stjórnmálum. Ef litið er á alla þá hjálparstarfsemi sem ríkið rekur bæði í styrkjum, heilbrigðismálum, bótapólitík og alls kyns öðrum styrkja og stuðningsaðbúnaði, þá getur enginn sagt með sanni, að hér sé ríkjandi kapitaliskur flokkur eða hægri flokkur. Á Islandi er svo komið, að ríki og borg hafa putt- ann í öllum meiriháttar fyrirtækjum. Þá setur ríkið hinum svokölluðu einstaklingsfyrirtækjum strangar reglur um rekstur, smígur inn á hvern kima einstak- Iingsfyrirtækjanna undir yfirskini rannsókna og eft- irlits. Ástandið hér er litlu eða engu betra en t.d. í Ítalíu, sem nú er að fara á hausinn, vegna of-afskipta hins opinbera um leið og það sjálft ræður ekkert við þau vandamál, sem þessi afskipti skapa. Þess verður ekki langt að bíða ef svo heldur áfram sem nú, að við getum sagt eins og Angelli, aðaleigandi og forstjóri FIAT-verksmiðjanna á Italíu, að ríkis- stjórnin ræður næstum öllu hér á landi, en getur engu stjórnað. Við getum litið hvort heldur er á fisk- iðnaðinny Iandbúnað eða iðnað. Allt er þetta meira og minna í höndum eða undir afskiptum ríkisins, þó úr hófi keyri um útgerðina. títgerðin var á sínum tlma sjálfstæð, en nú er hún ekki annað en hálfgild- ings beinakerling á framfæri ríkisins. Sú síæpandi af- sökun, að útgerð megi ekki stöðva hvort heldur hún tapi eða græði gerir suma útgerðarmenn okkar að heilögum kúm í þjóðfélaginu, sem ekkert tvísýnt geta gert. Fyrir ekki all-löngu sagði einn af þekktustu útgerð- armönnum okkar, er sjónvarpsmaður spurði hann hvort ekki yrði erfitt að greiða nýtt skip, að „þetta færi einhvern veginn“ og glotti við. Það er alveg rétt, hlutirnir fara einhvern veginn. En jafnvel í Tékkósló- vakíu, þá yrði litið á svona ábyrgðarlaust svar tals- vert alvarlegum augum og svo gæti farið, að sá yrði ekki lengi í tölu frjálsra er léti svona orð um munn fara opinberlega. En útgerðin er ekki ein um hituna. Mærðin og vein- ið í iðnaðinum er orðin hvimleiður þáttur í opinber- um málgögnum. Frambjóðendur og flokksblöðin hafa nú hafið upp eitt mikilfenglegasta harmavein sem enn hefur verið rekið upp fyrir kosningar. ÖIl sveitarfélög eru á heljarþröm, allt skortir, vegi, nýjar vélar, ný skip, hagstæðari lán, endurbyggingar heilla kaupstaða, félagsheimili og öll önnur þægindi. Hvert blaðið á fætur öðru keppist við að Iýsa þeim ógnum og hörmungum, sem dynja yfir sveitir og kaupstaði og ekki sízt hve bágt vesalings fólkið hefur það. Það er vissulega eitthvað til í því, að þjóðin sé að verða snarvitlaus. Þetta er skiljanlegt. Þjóð, sem ný- stigin er upp úr vesöld og kemst í kjötkatlana þarf sterk bein. Þau eru ekki fyrir hendi. Heimtufrekjan er orðin svo gegndarlaus að aðrar þjóðir eru farnar að hafa okkur að spotti og erlendar peningastofnanir eru farnar að verða uggandi um okkar hag. Eilífir frí- dagar, allt aftan úr forneskju, hafa orðið til þess að milljónir vinnustunda hafa tapast. Yið höfum unnið markvisst að því, að stytta svo vinnutímann, að hann er nú sá Iangstyttsti í heimi. Allt stefnir að því að fá allt fyrir ekkert eða a.m.k. með sem minnstri fyrir- höfn. Það verður því erfitt fyrir næstu stjórn að taka við. Framhald á 6. síðu. KAKALI skrifar: I HREINSKILNI Það sýndi sig glöggt s.l. miðvikudagskv. í sjónvarp- inu, að Lúðvík Jósefsson Iæt- ur ekki af Rússadekri sínu og ætlar sér, verði honum gefið tækifæri að flæma burtu varnarliðið og koma okkur úr Nato-samtökunum, eins og hann heefur lofið yfirboður- um sínum í Moskvu. Svo heitt trúir þessi ráðherra á al- sælu Islendinga undir oki Moskvuvaldsins, að hann hik- ar ekki að halda því fram, að 55 þúsund manns, sem undirrituðu Varið Iand, séu ekki annað en frávillingar sem engan rétt eiga á sér og ekkert mark sé takandi á. Þetta þarf ekki að undra ( þá, sem ekki þckkja vel til kommúnista. Kommúnismi er minni stjórrnmálask. held- ur en óbifandi trú. Engin rök engar skýrslur eða staðreynd- ir koma þvílíkum heitttrúar- mönnum af upprunalegri skoðun sinni. Ekkcrt efna- hagslegt áfall Rússa t.d., né mistök í áætlunum þeirra, al- menn vesöld hins almenna borgara í Rússlandi, eða al- gjört bann við frjálsri hug- sun, prcntfrclsi eða yfirliett nokkru frelsi í nokkurri mynd, fær þessa öfgmenn af þeirri trú að þcirra sé hinn Írétti málstaður. Þótt fyrri valdhafar Rússlands hafi myrt tugni milljóna, pyndað og gert útlæga til hinna ill- ræmdu fangabúða Sibcriu, og menn cins og Solzenishin hafi rifaö um það bækur, þá fær ekkert bifað heittrúarmönn- i um kommúnismans. Þess ber að gæta að Lúð- vík og Magnús eru ekki i neinu líkir unglingalýð þeim, bítlum og loðinbörðum, sem skreyta raðir kommúnista. Þessir tveir höfðingjar eru lærðir i þcssum cfnum, sprenglærðir og hafa kynntst og alist að vissu leyti upp í anda Moskvuvaldsins, svarið því eiða og ætla sér að efna þá. Hér er ekki um stráklihga og stelpulýð að ræða, sem heldur það stefnu Rússa að vera skítugir, þurfa ekki að þvo sér né hirða, heldur geta ruðst um allt í cinkennisföt- um beiningamannsins. Lúlli og Maggi eru allt annar kali- ber, báðir snyrtimcnni og hafa báðir raunverulegan við- bjóð á þessum flóttalegum at- kvæðum, sem safnast að þeim á þcssum forscndum. Það er talið víst, að ör- vænting kommúnista í kosn- ingunum nú um helgina, sé ein ástæða fyrir því, að svo injög er hraðað öllu í sam- bandi við varnarmálin. Það er staðreynd, að herinn fer ekki, en til þess að reyna að sýna „lit“, þá er því hraðað eins og kostur er á að loka fyrir sjónvarpið. Þarna sést snilli þcirra kumpána. Þeir hafa alltaf haldið því fram, að varnarliðið skuli fara á brott, fái þeir nokkru ráðið, og við það myndu þeir standa. Hins vegar er þeim cinnig Ijóst, að með því að tak- marka sjónvarp vallarins við Sannar sitt rétta eðli — Varnar- mál og sjón- varpsmál — Samkvæmt skip- un frá Moskvu — Varnarliðið og AFRTS — (Jm allan heim — Hvar liggur munurinn? — Hægt að Ijúka málunum. varnarliðið eitt, þá skaða þeir ekkert sjálfa sig, en hins veg- ar veita Framsókn enn eitt voðahögg. Flækingur Einars Ágústssonar til Washington D. C. á dögunum til að semja um lokun sjónvarpsins hcfur verið af öllum skoðaður sem gjörð Framsóknar og einskis annars. Það er staðreynd, þótt margir vilji kalla það hégómamál, að Keflavíkur- sjónvarpið er vinsæl tilbreyt- ing frá því íslcnska, enda sýn- ir það mörg dýrustu prógröm í heimi, sem af hvcrjum hið íslenska hefur keypt fyrir ógrynni fjár, t. d. Bonanza, Bernstein o.fl. öldruðu fólki AGT - I þykir gaman að skoða þessar l myndir, rúmföstu fólki og / hcimakæru, er þetta hin j mesta gleði og tilbreyting J Allt þetta fólk mun vart 7 blessa þann vesalings ráð- J herra, sem lét glepjast í Am- \ eríkuferð til þess eins að 1 nema á brott þennan liitla J vísi að skemmtun, sem þetta \ fólk hafði. Snilli skálkanna í tveggja Iýsir sér best í, hversu 4 þeim tókst að leika á Fram- í sóknarforustuna, leiða þá eins i og þursa í ófæruna og skilja L þá eftir í kcldunni. 1 Lúðvík og Magnús telja í það óvirðingu að á landinu í skuli rekinn önnur sjónvarps- / stöð en sú íslenska. Hann ’ veit en vill ekki játa, að her- 4 mannasjónvarpið er rekið um 4 allan heim þar sem banda- » rískir hermenn eru staðsettir. 4 Það er í samningi okkar við t NATO að þessi skiki verði t nýttur fyrir stöðina sem < varnarliðið gætir. Hvort svo ? fer, að við getum náð í / myndir að sunnan, er allt / annað mál, fylgir sömu ) reglu og þeirri að við get- 5 um hlustað á útvörp um 1 heim allan, jafnvel Moskvu, 4 A.-Þýzkaland osfrv. Skrítið að þeir féllagar skuli ekki leitast við að Brcznov tak->» marki sendingar útvarpsins í Moskvu við Rússland eitt saman, svo tslendingar spill- ist ekki. Ef við íslendingar erum þeir regin-ræflar og skoðana- leysingjar að við Iátum fá- mennan hóp hamingju- snauðra ...öfgamanna ...banna okkur að hlusta á og horfa á það sem okkur sýnist, þá er sýnt að vesalingstímabilið í sögu niðurlægingarinnar er enn ekki runnið á enda. Við crum ennþá sama kynslóðin sem lét danskar aúðarlokur reka okkur á kjaftinn fyrir eitt staup brennivíns og sleiktum á þeim skóna í þakkarskyni, en þeir höfðu þó einhvcrja en einkar lélega afsökun. Hungur og vesölld var þeirra lagskona, náttúru- hamfarir árlegt brauð, dauði og vesöld allsstaðar. Kynslóðir þær sem í dag lifa, hafa enga slíka afsök- un. Þær verða að hrinda af sér oki og bönnum sið- spilltra tækifærissinna og eið- svarinna Moskvu-agenta eins og þessarra. Þeir verða að hrinda af sér skaplausum aft- aníossum eins og utanríkis- ráðherra sem svo herfilega hcfur látið blckkjast. Þessi helgi getur gert gæfu- muninn. Reynið viðskiptin IragnTmvnDfliTOMin hp. Brautarholti 16 sími 25775 Frentmyndagerð — Of fsetþjónusta

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.