Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 01.07.1974, Blaðsíða 5
Mánudagur 1. júlí 1974 Mánudagsblaðið c w Pólitískar vangaveltur Framhald a_' 1. síðu. ur síns á Ísafirði. Efstir á listum Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags eru nýir menn, Sighvatur Björgvinsson og Kjartan Ólafsson. Báðir eru þeir Vest firðingar að ætt, hvort sem það kemur þeim að einhverju haldi í kosningunum. í öðru sæti á Framsóknar- listanum er nýr maður Gunn- laugur Finnsson í Hvilft, einn hinna þekktu Hvilftarbræðra, sem nú mig minnir að hafi verið sjö. Sumir þeirra hafa verið þekktir menn í Reykja- vík. Gunnlaugur á mikinn frændgarð í önundarfirði, hann er t.d. skyldur Traðar- mönnum, svo sem Guðlaugi Rósinkranz. NORÐUR- LAND VESTRA Hér er ennnig ólíklegt að breyting verði á skiptingunni. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fá tvo hvor og Alþýðubandalagið einn. Það er talsvert áfall fyrir Framsókn að missa Frosta- staðamenn yfir til Samtak- anna. Magnús Gíslason á Frostastöðum, sem í undan- förnum kosningum hefur ver verið í þriðja sæti Framsókn- ar, er nú kominn í Möðru- vallahreyfinguna og er í öðru sæti Samtakanna. Honum fylgir aldinn faðir hans, Gísli Magnússon í Eyhildarholti, sem í meira en hálfa öld hef- ur verið einn tryggasti Fram- sóknarmaður á íslandi og skrifað mikið í Tímann. Gísli er vel ritfær, en skrif hans hafa verið mótuð af þröngum semsagt gamli maðurinn bú- inn að yfirgefa flokkinn sinn góða. Frostastaðamenn eru gömul og gróin stórbænda- flokkssjónarmiðum. En nú er ætt i Skagafirði og hefur á sér höfðingjasnið um margt. í henni eru líka kunnir og lit- ríkir menntamenn, svo sem Guðmundur Þorláksson mag- ister, kallaður Glosi, föður- bróðir Gísla. Hann var þekkt ur maður um síðustu alda- mót, fluggáfaður og fjölhæf- ur en ekki lánsmaður að sama skapi. Frostastaðaætt- in er frjósöm ætt og fjöl- menn, en ekki mun það þó duga til þess, að Samtökin komi manni að í kjördæminu. En þau geta dregið nokkur hundruð atkvæði frá Fram- sókn, þó ekki nóg til að fella annan manninn á Framsókn- arlistanum. Björn á Löngumýri hverfur nú af Alþingi og ekki fríkkar sú samkunda við brottför hans. Þarna var þó maður með fastmótaðan prófíl, hann hafði lögun og lit innan um hina tryggu flokksmenn og gráu vélmenni. Sæti Börns tekur frændi hans, Páll Pét- ursson, sem er ekki mikið þekktur utan Húnaþings. Hjá Sjálfstæðismönnum er sú breyting, að Eyjólfur Kon- ráð tekur sæti séra Gunnars Gíslasonar. Einhver urgur mun vera í Sjálfstæðismönn- um í Skagafirði út af þessu, þeir vildu fá heimamann í sætið. Pálmi Jónsson skipar nú efsta sæíið'. Þétta er Ijúf- ur og góður drengur, en mik- ið vantar á, að hann sé jafn litrík persóna og faðir hans, Jón á Akri, sem var orðinn þjóðsagnahetja þegar í lif- anda lífi. Jón var síyrkjandi, en ekki hef ég heyrt, að Pálmi hafi ort vísur, en þó getur það vel verið. Hinir lit- ríku fulltrúar íslenskrar sveitamenningar eru nú að heita má allir horfnir af þingi, enda voru þeir farnir að verka sem anakrónismi. Eftir eru róbotarnir, gráir og húm- arlausir. Það mætti segja mér, að það yrði lítið spenn- andi lýður á Alþingi um aldamót. Þar verður enginn Jón á Akri, Björn á Löngu- mýri, Pétur Ottesen eða Skúli Guðmundsson. Bara allt grátt í gráu. AUSTUR- LAND Þetta kjördæmi er spenn- andi og vel hugsanlegt að breytingar verði. Við margar undanfarnar kosningar hefur Framsóknarflokkurinn fengið þarna þrjá menn, Sjálfstæðis flokkurinn einn og Alþýðu- bandalagið einn. Nú er þriðji maður Framsóknar sagður í hættu. Sumir halda, að Fram sókn missi sætið til Alþýðu- bandalagsins, sem kunni nú að fá tvo menn kjörna. Aðrir halda, að Samtökin með Ólaf Ragnar Grímsson í efsta sæti kunni að vinna sætið. Á Framsóknarlistanum hafa orðið miklar breytingar, og það er óhætt að fullyrða, að hann er stórum veikari en áður. Mikilhæfasti þingskör- ungur Framsóknar, Eysteinn Jónsson, er hættur þing- mennsku. Og einnig Páll Þor steinsson, sem leyndi á sér og stóð fyrir sínu. Vilhjálmur Hjálmarsson er einn eftir af þeim gömlu, og þó að hann sé gegn maður, er hann eng- inn baráttumaður á við Ey- stein. Og það eru heldur ekki Tómas Árnason og hinn ungi Halldór Ásgrímsson, alnafni afa síns, Halldórs þing- manns. Það kann því vel að fara svo að Framsókn missi þarna sæti til Helga Seljan eða Ólafs Ragnars. Það stóð alltaf styrr um Ólaf Ragnar í Framsóknar- flokknum. Af hinum gömlu foringjum flokksins þótti Ey- steinn Jónsson honum alltaf hlynntastur en milli hans og nafna hans Jóhannessonar var ískuldi. Ef Ólafur Ragnar skyldi komast á þing má bú- ast við, að það verði líf i tuskunum í kringum hann. En ekki líst mér á blikuna, ef hann ætti t.d. að vera í ríkis- stjórn með sínum fyrri flokks bræðrum. SUÐUR- LAND Að líkindum verður skipt- ingin hér óbreytt. Sjálfstæð- isflokkurinn fær þrjá, Fram- sóknarflokkurinn tvo og Al- þýðubandalagið einn. Sumir segja, að Alþýðuflokkurinn sé þarna frekar í uppgangi, en varla nægir það honum til að fá mann kjörinn. Sumir segja, að ef Magnús Magnús son, bæjarstjóri í Vestmanna eyjum, hefði verið í efsta sæti, hefði hann getað kom- ist nærri því að komast að. Efstu mennirnir á lista Sjálfstæðisflokksins eru hin- ir sömu og áður, Ingólfur, Guðlaugur og Steinþór. Fram sóknarflokkurinn skiptir aftur á móti um báða sína þing- menn. Ágúst og Björn sýslu- maður hætta báðir, enda rosknir menn. í þeirra stað koma Þórarinn Sigurjónsson í Laugardælum og Jón Helga- son í Seglbúðum. Með Jóni fá V'estur-Skaftfellingar aftur þingmann. Í þriðja sæti er svo Guðmundur Þórarinsson skákmaður og verkfræðing- ur. Rangæingar fá engan mann i efstu sætunum. Lengi var talið, að Jón R. Hjálmars- son skólastjóri yrði í öðru sætinu sem arftaki Björns sýslumanns, en þessu var breytt á síðustu stundu. Mun vera talsverð óánægja meðal sumra Rangæinga út af þessu. Jafnvel er talið að sumir Framsóknarmenn þar muni kjósa Samtökin, þar sem fyrrverandi Framsóknar- maður Arnór Karlsson, er í efsta sæti. Ekki mun þetta þó duga til að koma Arnóri að. EFTIR KOSNINGAR Hvað verður svo eftir kosn ingar? Hverjir mynda hina nýu ríkisstjórn? Það er nohte urn veginn víst, að Sjálfstæ? isflokkurinn bætir við sig þingsætum, sennilega þrem- ur eða fjórum. En hreinan meirihluta fær hann ekki. Líkur á nýrri vinstri stjórn eru ekki ýkja miklar, jafnvel þótt gömlu stjórnarflokkamir fengju aftur meirihluta. Hægri menn í Framsókn vilja það ekki, og sumir Alþýðu- bandalagsmenn óttast, að uppreisnaröflunum vinstra megin við þá mundi aukast fylgi, ef slík stjórn yrði mynd uð. En ef Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn fá meirihluta saman? Mynda þeir þá ekki nýja viðreisnar- stjórn? Þetta er heldur ólík- legt. Slikt myndi skapa mikla ólgu meðal vinstri manna í Alþýðuflokknum, sem telja slíkt ganga næst sjálfsmorði fyrir flokkinn. Og margir Sjálfstæðismenn eru þessu líka andvígir. Þeir mundu heldur vilja mynda stjórn með Framsóknarflokknum. Einkum er það áberandi um fylgismenn Gunnars Thorodd sens, að þeir vilja ekkert saman við Alþýðuflokkinn að sælda. Menn Geirs virðast fúsari á að reyna nýja við- reisnarstjórn. Svo heyrast raddir um, að mynduð verði þjóðstjórn eða samstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks. Slíkar stjórnir yrði þó áreið- anlega mjög erfitt að mynda. Kannske eru likurnar mestar á samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. En forustan í Framsókn yrði hrædd við slíka samstjórn, hún óttast, að Möðruvelling- ar mundu græða á henni. Það er því erfitt að spá neinu um það, hvernig hin nýja stjórn verður skipuð. En einu er óhætt að spá með ör- uggri vissu hver sem stjórn- in verður. Framundan er óða verðbólga, ógurleg dýrtíð, gengisfellingar og vandræði, en einnig sukk oð svindl. ís- lendingar eru samir við sig, hvað svo sem stjórnarherr- arnir heita. AJAX. Nafniö, sem allir þekkja axminster AXMINSTER - annaö ekki Giensásvegi 8 Reykjavík, sími 30676. Einii h i. Alcuieyii. sími 11536. Sighyggni lónsson Ölaisiiiii. simi 62321. ........................

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.