Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Side 10
10
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
AJAX skrifar um stjórnmálaflokkana:
FRAMSÓKNAR-
FLOKKURINN
Framsóknarflokkurinn hefur
tekið mörgum og miklum
breytingum frá því hann var
stofnaður fyrir um það bil sex
áratugum. Stofnendur hans
komu reyndar úr tveimur
fjandsamlegum fylkingum.
Sumir þeirra komu úr Heima-
stjórnarflokknum, sumir úr
gamla Sjálfstæðisflokknum.
En þegar hér var komið sögu
voru hin gömlu deilumál við
Dani að verða úr sögunni og
pólitikin fór að mestu leyti að
snúast um efnahagsmál og
önnur innanlandsmál.
Framan af mátti heita að
flokkurinn væri hreinn stéttar-
flokkur, fylgi hans kom nær
eingöngu frá bændum svo og
starfsmönnum kaupfélaganna.
Um þær mundir hafði hann
ekki náð neinu verulegu fylgi
hjá miðstétt kaupstaðanna,
hvað þá yfirstéttinni. Það kom
allt síðar.
Styrkasta stoð flokksins var
auðvitað samvinnuhreyfingin,
sem þá var í örum vexti, svo og
að nokkru leyti ungmennafé-
lagshreyfingin, þótt hún ætti
að heita ópólitísk á yfirborð-
inu. En flokkurinn tók upp alla
hina hástemmdu sveitaróman-
tík frá ungmennafélögunum,
— viðkvæðið var, að bændur
væru hinn heilbrigði kjarni
þjóðarinnar og kaupstaðarbúar
að flestu leyti lakari hluti
þjóðarinnar, — margir hverjir
gerspilltir braskarar. Og þessi
áróður fann mikinn
hljómgrunn hjá sveitafólkinu,
því rigurinn milli sveitanna og
hins svokallaða Reykjavikur-
valds var margfalt sterkari þá
heldur en hann er núna.
Flokkurinn fékk líka mikið af
atkvæðum bindindisfólks, sem
fannst hann vera hugsjóna-
flokkur í sinum anda.
í flokknum bar bæði mikið á
íhaldssamri sveitarómantík' og
talsvert róttækri umbótavið-
leitni, en ekki urðu út af þessu
neinir verulegir árekstrar í
flokknum. Hann var um flest
svipaður Miðflokkunum á
hinum Norðurlöndunum, þótt
hann legði meiri áherzlu á
bændafylgið en flestir hinna.
Manni finnst í dag fáránlegt að
lesa skrif íhaldsblaðanna frá
þriðja áratugnum um þennan
hægfara miðflokk. Þar er hann
sífellt kallaður blóðrauður
byltingarflokkur, sem hafi það
markmið eitt að koma á komm
únisma á íslandi. Framsóknar-
menn séu bara öllu hættulegri
en hinir yfirlýstu sósíalistar, því
þeir reyni að villa á sér heimild-
ir. Einhvern tíma á þeim árum
var hinn ihaldssami
bændahöfðingi Sveinn i Firði
nefndur í Morgunblaðinu ,,út-
sendari kommúnista, sem í
lymsku sinni hefði steypt
mórauðri íslenzkri ullarpeysu
yfir hinn blóðrauða bolsé-
vikkakyrtil sinn”. Sennilega
hefur þessi fáránlegi áróður
FORD COPTINA
Cortinan hefur alltaf verlð þekkt sem rúmgóður og vel
útbúinn bíll.
Ekki þarf nema rétt að líta á NÝJU CORTINUNA til að sjá
En nýja Cortinan er meira,
hún er í alla staði betri og
fullkomnari bíll en fyrirrennarar
hennar í öryggi,
aksturseiginleikum og útliti.
Til dæmis má nefna:
Léttaraog nákvæmara stýri,
Stærri glugga - betra útsýni.
aflmeiri hemla, bjartari aðalljós
að þessum kostum hefur verið haldið.
o.m.fl.
SYEINN EGILSSON HF
FORD HUSINU SKEIFUNNI 17 SIMI 85100
orðið flokknum frekar til
framdráttar heldur en hitt, svo
fjarstæðukenndur sem hann
yar.