Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Qupperneq 12

Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGSBLAÐIÐ NOSTRA DAMUS: HEIM SENPIR Á NÆSTA IFYTI Vísindamenn rannsaka furðusýnir sjáandns mikla Nostradamus, sem frægast- ir mun hafa verið allra stjörnuspámanna, segir að heimsendir verði einhvern tíma á næstunni. Þetta væri, eitt fyrir sig ekki svo kvíð- vænlegt, því margar hafa þær verið heimsiokaspárnar sem ekki hafa ræst enn sem komið er. En það sem mönnum finnst uggvænlegast við þennan spádóm Nostadamus- ar er, að svo margar spár hans hafa ræst. Til dæmis sagði hann fyrir með furðumikilli nákvæmni upphaf og endalok Adólfs Hitlers. Og Nostra- damur var uppi fyrir fjögur hundruð árum. Hann var fæddur í Provence í Frakklandi árið 1503 og lést árið 1566. Spár hans, sem birtar voru undir nafninu „Aldir” (Centuries), komust snemma í tsku. Katrín af Medici kvaddi hann til hirðar sinnar og hann var læknir Karls konungs 9. Goethe minnist á hann í upp- hafsatriðinu í Faust. Nostradamus, sem réttu nafni hét Michael de Nostre- dame, spáir því, að fyrir árið 2000 verði þeir atburðir, að allt kvikt máist af jörðinni, jafnt menn sem dýr. Þó að Nostradamus hafi birt þennan spádóm fyrir meira en fjögur hundruð árum, eða í kringum 1550, þá taka margir visindamenn og stjörnuspáfræðingar nú á dögum spá þessa alvarlega. Er það vegna þess, að aðrir spádómar hans hafa reynst svo nákvæmir að furðu gegnir. Hann sagði fyrir um brunann mikla í London árið 1666, þegar mikill hluti borg- arinnar brann. Og hann sagði fyrir um afsal Játvarðs 8. Bretakonungs á konungstign- inni árið 1936, uppfinningu kjarnorkusprengjunnar og loftárásirnar á Hirósíma og Nagasaki. Nostradamus var, eins og áður segir, fæddur árið 1503. Hann hlaut læknismenntun og kom ekki fram með sinn fyrsta spádóm fyrr en hann var orðinn fertugur að aldri. Hann var þá á leið um Ítalíu og hitti þar ungan munk, Felice Peretti að nafni. Nostradamus kraup á kné og ávarpaði munkinn unga þessum orðum: ,,Ég krýp fyrir Hans Heilagleika”. Tuttugu árum eftir dauða Nostradamusar varð Peretti páfi. Nostradamus reit hina óhugnanlega nákvæmu spár sína á ljóðum á latínu. Hafa yfir 300 útgáfur þeirra verið prentaðar. Fyrst í stað virtust spár hans óskiljanlegar flestum mönnum. Árið 1556 spáði hann dauða Frakkakonungs ,,á vígvelli, í bardaga á móti einum”. í þessu botnaði enginn — fyrr en þremur árum síðar þegar Hinrik kon- ungur féll í burtreiðum.” Stundum gat það verið eins og ráða dularfulla gátu, að túlka spádóma Nostradamus- ar. Þegar Nostradamus sá fyrir valdaafsal Játvarðs 8., sem vildi kvænast frú Simpson, fráskilinni konu, reit hann: „Fyrir að vilja ekki sam- þykkja skilnaðinn, sem seinna mun talið vansæm- andi, mun konungur landanna verða neyddur til að nýja.” En það er lítill vafi á því, hvern hann hafði í huga, þegar hann reit: ,,í fjalllendum Austurríkis, í nálægð Rínar, mun fæðast maður af fátæku bergi brotinn. Maður, sem mun lýsa sig verjanda Póllands og Ungverjalands. Örlög hans KOPAVOGI Þar bjóðum við: Bensín og gasolíu af hinum nýju hraðvirku rafeindadælum okkar. Mikið vöruval í rúmgóðri verslun, þ.á.m. hinar nýju TRIDON ÞURRKUR. Csso Þvottaaðstöðu á bifreiðum Olíufélagið hf.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.