Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Blaðsíða 5
Mánudagsblaðið Vald verkalýðsins Smáborgari biður um orðið: Forkólfar okkar og hjálpar- hellur. Það hafa orðið töluverð hlutverkaskipti hjá handhöf- um valds á Islandi upp á síðkastið. Bróðurhluti valds- ins er jú vissulega áfram í greipum embættismanna og hefur svo verið síðandansk- urinn sleppti af okkur hendinni. En það litla vald sem gengur embættismönn- um úr greipum hafa verka- lýðsfélögin á sinni könnu. En á þeim bæ sannast hið fornkveðna, að oftast eru vaskar hendur undir vargs belgi. Verkalýðsfelögin eru þannig hönnuð að valda- þræðir þeirra liggja til nokkurra forystumanna sem allir þiggja laun eftir töxtum annarra félaga en þeir stjórna. Vald þeirra er fólgið í landslögum og kjarasam- ingum sem leggja þeim til eina og hálfa tíund af launa- greiðslum landsmanna í formi hinna ýmsu sjóðpen- inga. Þannig eru lífeyris- sjóðir, sjúkrapeningar, or- lofsgjöld, félagsgjöld og aðrir félagsmálapakkar á borð við Framkvæmda- nefndaríbúðir orðin að slíku afli í þjóðfélaginu að önnur peninga eða valdabákn lands ins blikna við hliðina á þeim ósköpum. En verkalýðsforkólfar hafa einstakt lag á að misnota þessi almennu réttindi verkafólks þannig að fólkinu fínnist það mega standa í ævarandi þakkar- skuld við þessa dásömuðu hjálparhellur, sem sjaldnast hafa drepið hendi í kalt vatn, en samt hafa þær í hendi sér að flytja umsækjendur fram og til baka í þeim biðröðum sem ávallt myndast þegar almenningur vill nálgast mannréttindi sín á íslandi. Þannig er fólkið gert skuldbundið hjálparhellunum á kerfisbundinn hátt, fyrir að mega náðarsamlega draga and- ann í eigin félagi innan um eigin réttindi, fyrir eigin pening. Enda eru hjálparhellurnar óþreyttar og hvergi tagar við að minna þessu ræktuðu og tilbúnu skjólstæðinga sína á að láta ekki deigann síga við atkvæðasmölun í kosningum eða prófkjörum og þá oftast á félagsins reikning. Alemnnum launamanni er sjaldnast nokkur akkur í því að ganga í verkalýðsfélag eins og þau gerast í dag. Viðhorf félagsins eru jafnan mótuð af pólitískri þörf forkólfanna fyrir tröppugang upp metorðastigann innan flokka sinna og síðan er leikið eftir flautu flokksins. Hagur félagsmannsins fellur þá vanalega í skugganna og er oft til bölvaðrar óþurftar þegar mikið liggur við að fá samninga í gildi eða úr gildi, allt eftir því hver situr við völd í þjóðfélaginu. Oft eru félögin í beinni andstöðu við hag félagsmanna og gott dæmi um slíka uppákomu er lokunartími sölubúða í Reykja- vík. Þar vildi fagfélagið takmarka mjög sölutíma hjá verslunum þrátt fyrir að fólkið vildi vinna frameftir á kvöldin. Forkólfarnir báru við vinnuþrælkun eftir Mánudagur 20. apríl 1981 klukkan sex á daginn en fólkið vildi gjarnan eiga kost á auka- pening, þó ekki væri nema fyrir félagsgjöldunum, enda hvergi á anda hagsmuna þess að láta forkólfana takmarka möguleik- ana til að sjá fjölskyldum sínum farborða. En hvað skyldu svo forkólfar þessa fagfélags hafa sjálfír fyrir stafni eftir vinnutíma á daginn, en þeir loka nokkuð snemma? Ýmist gegna þeir launuðum bitlingum í pólitík eða fást við verslunarrekstur og afgreiðslu- störf. Því forðar ekki góður maður þessu fólki undan vinnuþrælkun og hemur vinnu- stundir þess innan ramma þeirrar dagvinnu sem óbreyttu félagsfólki er ætlað að lifa í? Þetta skyldi þó aldrei vera spurning um afkomu? í annan stað afhentu forkólfar fagfélagsins tugi milljóna króna 5 að gjöf til líknarfélaga úr sjúkra- sjóðí félagsmanna, sem ætlað er að hlaupa undir bagga með sjóðsfélögum þegar veikindi herja á heimilin. Að sjálfsögðu eru líknarfélög alls góðs makleg en getur það samt talist rétt félagspólitík að safna saman peningum félagsmanna til að gefa síðan til líknarmála. Er ekki nær að hver félagsmaður ráði eigin framlagi sjálfur úr sínum Framhald á bls. 8 Nýtt frá GSÐA hádegispylsa reykt, soðin og sérlega ljúffeng! Hádegispylsan frá Goða er enn ein skemmtileg nýjung - kryddaðri, bragð- meiri og pattaralegri en gengur og gerist! Gerðu þér góðan mat úr hádegispylsum, berðu þær t.d. fram með hvítu brauði eða grófu, grænmeti, ávöxtum, hrærðum kartöflum eða öðru því sem til fellur og hugurinn girnist. Láttu GKÐA koma þér enn einu sinni á óvart

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.