Tíminn - 04.01.1970, Side 9

Tíminn - 04.01.1970, Side 9
8UNNUDAGUR 4. Janúar 1970. ...... TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæ'mdiastjóini: Kristján BenedSktesicm. Ritstjórar: Þórarinn Þónarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsin gastj óri: Steinigrímur Gíslason. Ritstjómar- sfcrifstafiur í Edduhúsinu, simar 10300—18306. Sfcrifstof’ur Banfcastræti 7 — Afgreiðslusími: H23i23 Augilýsingasimi: 10523. Aðriar sfcrifsitofur sími 18300. Áskriffargjald tar. 165.00 á mán- u5i, innainlamds — í lausasöiliu tar. 10.00 eint. - Prenitsim. Edda hf. Áramótarósin Ráðherrarnir töldu sig bersýnilega hafa eina stóra rós í hnappagatinu um áramótin. Þetta var þó ekki ný rós, því að þeir hafa reynt að skarta með þessari sömu rós oft áður. Þessi áramótarós ráðherrana var gjald- eyrisvarasjóðurinn. Gylfi Þ. Gíslason var að sjálfsögðu fyrstur til að skreyta sig með þessari rós. Hann sagði frá því í ára- mótagrein sinni í Alþýðublaðinu daginn fyrir gamlaárs- dag, að mikill gjaldeyrisvarasjóður hefði aftur myndazt á árinu. Magnús Jónsson fjármálaráðherra hampaði þessari rós svo aftur í Vísi nokkru síðar þennan sama dag. Jóhann Hafstein lét hana skarta enn betur í áramóta- grein sinni í Mbl. að morgni gamlaársdags. Á sjálft gamlaársdagskvöldið birtist svo sjálfur forsætisráðherr- ann, bæði í sjónvarpi og útvarpi og veifaði rósinni sem mesta afreki ríkisstjómarinnar á hinu liðna ári. Síðan hafa stjórnarblöðin gert sitt til þess, að þessi aðalrós ríkisstjómarinnar yrði sem mest áberandi: í nóvemberlok var gjaldeyrisvarasjóðurinn orðinn nær 1800 milljónir króna, og hefur þvi aukizt á árinu um nær 1500 milljónir króna. Geta menn neitað því, að þetta sé ekki mikill árang- nr, hrópa svo öll stjómarblöðin í einum kór. Það gerðist svo rétt eftir áramótin, að útvarpið las fréttatUkynningu frá Hagstofunni um utanríkisverzlun- ina fyrstu ellefu mánuði ársins. Þessi fréttatilkynning var ekki neitt svar við því, sem ráðherramir höfðu sagt nm áramótin, heldur í samræmi við þá venju Hagstof- rninar að birta slíkt yfirlit mánaðarlega. En eigi að síður fölnaði áramótarós ráðherranna furðumikið eftir að menn höfðu heyrt þessa fréttatilkynningu. Tilkynning Hagstofunnar upplýsti nefnilega, að þrátt fyrir þann samdrátt, sem fylgt hefði gengisfellingunni og þrátt fyrir mikla magnaukningu útflutningsins og hækkandi útflutningsverð, hefði hallinn á útflutnings- verzluninni orðið um 110 millj. kr. fyrstu ellefu mánuði ársins, þegar búið er að draga frá allan innflutninginn til álbræðslunnar. Hvemig getur það gerzt, að gjaldeyrisvarasjóðurinn aukist um 1500 millj. króna á sama tíma og hallinn á utanríkisverzluninni er meira en 100 milljónir króna? Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um það, hverjar hafa orðið aðrar gjaldeyristekjur þjóðarinnar á árinu né aðrar greiðslur til útlanda, en sennilega má telja hag- stætt, ef þær standast á. Gjaldeyrisvarasjóðurinn hefur því ekki getað aukizt að neinu ráði vegna annarra tekna en þeirra, sem fást af útflutningnum. Það skyldi þó aldrei vera, að aukning gjaldeyris- sjóðsins reki fyrst og fremst rætur til þess, að safnað hefur verið nýjum skuldum erlendis? En ný lán auka gjaldeyrissjóðinn a.m.k. í bili. Vafalaust láta stjórnarblöðin það ekki ógert að upp- lýsa þetta. En æðimikið fölnar rós ráðherranna, ef það skyldi koma á daginn, að aukning gjaldeyrisvarasjóðsins reki mest rætur til nýrrar skuldasöfnunar. Sjómannakjörín Sjómenn hafa fengið 15% hækkun á fiskverði og er það vissulega góð kjarabót. Ríkisstjómin hefur séð það ráð vænst, að slaka nokkuð á ólögunum, sem skertu sjómannakjörin í fyrra. Væntanlega sýnir ríkisstjórain öðmm launþegum svipaðan skilning í samningum, sem verða síðar á árinu. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Qsamkomulag ítölsku stjórn- málaflokkanna ógnar iýðræðínu Osamkomulagið er meðal annars um afstöðuna til kommúnista. Mar.io Rumor UM ÞESSAR mundir er sýnt á ítalíu leikrit, sem hefur vak ið talsvert umtal sökum þess, að þar er það láti'ð gerast, að kommúnistar sigra svo glæsi- lega í þingkosningum, að þeir fá ríflegan meirihluta á þingi. Það verður hins vegar ekki fyrsta verk þeirra að fagua úr- slitunum, heldur kæra þeir kosninguna og segja úrslitin fölsuð. Ástæðan er sú, að þeir kæra sig eicki um að taka við stj'-rninni, því að dómi þei. rs er ekki hægt að stjórna Italíu. Þess vegna álíta þeir, að and- stæðingarnir hafi gert það sem hrekk að láta þá fá meirihluta í kosninguinum. Þótt hér sé afð sjálfsögðu um gamanleik að ræða, gildir það um þetta eins og fleira spaug, að í því felst nokkur alvara. Síðan í þingkosningunum í maí 1958 hefur starfhæf stjórn ekki farið með völd á ítalíu. Síðan í ágúst í sumar, hefur minnihlutastjórn kristilega flokksins setið að völdum, en hún getur lítið aðhafzt. Hins vegar hafa verkföll verið mik il í landinu að undanförnu og margskonar Lagaleysi þróazt í skjóli þeirra, þótt þar séu oft- ast aðriir að verki en verkfalls menn. T. d. láta nú stjórnleys- ingjar og fasistar mjög til sín taka og hafa víða staðið fyrir skemmdarverkum, sem hafa orðið óbreyttum borgurum að bana. Eldri menn segja, að stjómarfarið á Ítalíu minni nú mjög á uipplausnina, þegar Mussolini komst til valda, og spá þvi hruni lýðræðisins, ef ekki verði breyting á þessu innan tíðar. Þá ganga kviksög- ur um, að herinn undibúi bylt- ingiu að fordæmi grísltau her- forinigjanna. Sumir óttast, að komtnúnistar noti tælkifærið og geri byltingu, en slikt virð ist þó mjög ólMegt. Kommún. istar leika nú á ýmsan hátt ráð- setta flokkinn á Ítalíu, enda er ætlun þeirra að komast í stjórn með sósíalistum og vinstra armi kristilega flokks- ins. Til þess að afneita sem bezt öllum byltingaráformum, hafa þeir nýlega vikið Maoist- um úr samtökum sinum. KRISTILEGI flokkurinn hef ur farið með stjórnarforustu í Ítalíu síðan heimsstyrjöldinnj lauk og lýðræði var enduir- reist í landinu. Hann hefur þó aldrei haft þingmeirihluta. Fyrst studdist hann við ýmissa frjálslynda smáflokka og sós- íaldemókrata. Sósíalistar und- ir forustu Nennis höfðu þá samvinnu við kommúnista. Ár- ið 1963 rauf Nenni samvinnu við kommúnista og myndalði stjórn með Kristilega flokkn- um, Sósíaldemókrötum og Lýðveldisflokknum, sem er iít ill miðflokkur. Þessi stjórnar- samsteypa fór með völd fram yfir þingkosningar í mai 1968, en á þeim tíma höfðu sósíal istar og sósíaldemókratar sam- einazt í einn flokk. í þingkosn- ingunum beið hinn sameinaði jafnaðarmannafloíkkur nofck- urn ósigur, en Kristilegi flokk- urinn og Kommúnistaflokkur- inn unnu nokkuð á, einkum þó sá síðarnefndi. í kjölfar þess- ara úrslita reis upp mikill á- greiningur meðal sósíalista og sögðu þeir sig úr stjiórninni. Það tókst ekki fyrr en um sein ustu áramót að mynda nýja ríkisstjóim þessara fyrri stjórnarflokka umdir forustu eins af hmurn óþekktari leið toga Kristilega flokksins, Mario Rumors. Þessi stjórn sprakk svo á síðastl. vori og haf'ði áð- ur orðið klofningur í hinum sameinaða jafnaðarmanna- flokki, svo aið hann skiptist nú í sósíaldemókrata og sósíalista eins og áður. Eftir langt þóf tókst Rumor að mynda minni- hlutastjórn Kristilega flokks- ins, en henni var aildrei ætlað að sitja nema til bráðabirgða eða meðan unnið væri aið endurnýja stjórnarsamstarf þeirra flokka, sem unnu sam- an á árunum 1963—68. Það hef ur ekki tekizt enn og ræður þar mestu, að bæði vinstri arm ur sósíalista og vinstri armur Kristilega flokksins vilja hafa kommúnista með í stjórninni, þvi að öiðru vísi verður ekki mynduð nógu sterk stjórn. Þetta mega Sósíaldemóikratar og hægri armur Kristilega flokksins ekki heyra nefnt. EN ÞÓTT hálfgerð óöld rM í stjórnmálum ítalíu, fer því fjarri að þar gamgi ekká margt á betri veg. MMar framfar- ir hafa orðið á ítalíu seinasta áratuginn og má segja, að upp lausnin nú sé á ýmsan hátt af- leiðing þeirra breytinga og vel megunar, sem þær hafa hafft í för með sér. Milljónir manma hafa fluitt frá sveitahéruðum Suður-ítaMu til stórborga Norð ur-ítalíu, þar sem mikill iðn- aður hefur risið upp. Þessir fólksflutningar hafa skapað viss vandamál. Enn helzt lífca mikil fátækt á Suður- ítalíu og hafa bæ’tt Mfskjör annars staðar i landinu ýtt und ir auknar kröfur þar. En þrátt fyrir þessa erfiðleika, hefur margt tekizt vel hjá ítölum á sviði efnahags- og atvinnumála, og þó ein-kum uppbygging ýmissa mikilvægra iðngreina Þess vegna er það almamnarómur, að það séu stjórnmálamennirnir, sem nú dugi verst á ttalíu. Það sé veik og ófullkomin stjóm þeirra er standi áframhaldandi endurreisn landsins mest fyr- ir þrifum. Þær spár geta því rætzt ,að lýðræðið standi veiík- um fótum á Ítalíu, ef ekki tekst að koma þar á traustara stjórnarfari en ver- ið hefur þar nú í rúmlega hálft annað ár. Þ-Þ-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.