Tíminn - 28.01.1970, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 28. jarniar 1970
TÍMINN
i h
- 3
■*---------------
Nýskipan í ráðuneytum:
Starfsl tveggja ráðuneyta
vinnur störf nýs ráðuneytis
Vitaskipinu Árvakri hlekktist á er það var á leið út úr höfninni á Patreksfirði á laugardagskvöldið, með
þeim afleiðingum að stýri skipsins bilaði. Skipið var síðan á Patreksfirði í gær, en í gærkvöldi kom
varðskip til aðstoðar og dró það til ísafjarðar, þar sem viðgerð fer fram. Árvakur hefur verið í
strandsiglingum og átti að fara á fleiri hafnir á Vestfjörðum með flutning, en það dregst eitthvað vegna
bilunarinnar. Hér er verið að draga skipið til ísafjarðar (Tímamynd K.J.)
Sykursjúkir stofna félag
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Ýmsar brej'tingar hafa orðið á
störfum ráðuneyta með tilkomu
Vöruskiptajöfsiuður
óhagstæður um
1385.7 millj. kr.
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
Vöruskiptajöfnuðurinn í desem
ber síðastliðnum var hagstæður um
63,5 milljónir króna, að því er
segir í bráðabirgðayfirliti Hag
stofu íslands lun verðmæti inn-
og útflutnings í þeim mánuði.
Hjns vegar var vöruskiitajöfnuð
urinn allt síðastliðið ár óhagstæð
ur um 1.385,7 milljónir króna.
Skaftárhlaupið
í rénun, þrír
bæir enn ein-
nýrra laga um Stjórnarráð ís-
Iands, sem gengu í gildi 1. janú-
ar s. 1. M. a- var þá stofnað heil-
brigðis- og ti-yggimgamálaráðuneyti
en ekki hefur enn verið skipaður
sérstakur ráðuneytisstjóri fyrir
þetta ráðuneyti, heldur hefur ráðu
neytisstjóra félagsmálaráðuneytis
ins, Hjálmari Vilhjálmssyni verið
falið að veita þessu nýja ráðuneyti
forstöðu fyrst um sinn.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur ekki fengið sér
stakt húsnæði, né starfslið, og
verða störf þessa ráðuneytis því
að vinnast fyrst um sinn af því
starfsliði, sem er í félagsmálaráðu
neytinu, og einnig í dómsmálaráðu
neytinu, að því leyti, sem starfs
menn þess 'hafa unnið að heilbrigð
ismálum. Þetta mun þó vera bráða
birgðaskipulag, og verður senni
lega stefnt að iþví að störfin fær
ist yfir á starfslið, sem tilheyrir
nýja ráðuneytinu sjálfu.
í Stjórnarráðslögunum er einnig
grein, sem heimilar skipun á skrif
stofustjórum ráðuneytanna, en þeir
ihafa engir verið hingað til. Skrif
stofustjórinn á að gegna störfum
ráðuneytisstjóra í forföllum hans,
og er heimild fyrir skipun skrif
stofustjóra í öllum ráðuneytum.
Einn skrifstofustjóri hefur þegar
verið skipaður. Er það Tómas A.
Tómasson, sem er skrifstofustjóri
utanríkisráðuneytisins.
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Saimhjálp — félag til varnar syk
ursýki, var stofnað á Akureyri s.I.
sunnudag. Þetta er fyrsta félag
sinnar tegundar hér á landi, en
slík félög munu vera starfandi í
flestum nágrannalöndunum. For-
maður er Gunnlaugur P. Kristins
son.
Félagið hefur það að tilgangi
sínum, að vinna að hagsmunabót
um sykursjúkra, og er félagssvæð
ið Akureyri og Eyjafjörður, hvar
eru 30—40 sykursýkissjúklingar.
Þá mun það gangast fyrir fræðslu
um sjúkdóminn.
Stofnfélagar voru 23 og allir
þeir, sem hafa sykursýki geta
gerzt félagar. Einnig mun félagið
Ihafa styrktarféiaga, eins og önn
ur hliðstæð félög.
Davíð Gíslason læknir flutti er-
indi á stofnfundinum og fjallaði
það um sykursýki.
Stjórn Samhjálpar er skipuð
eftirtöidum mönnum. Formaður,
Gunnlaugur P. Kristinsson, ritari
Eiríkur Sigurðsson, féhirðir Jó-
hann Bjarmi Símonarson, Gunn-
hildur Gunnarsdóttir og Þóra
Franklín eru meðstjórnendur.
Félagsgjald er 200 kr.
OÓ—iReykjavik, þriðjudag
Flóðið í Skaftá er að fjara út.
Hefur minnikað mikið í ánni í dag,
en samt er hán mikil og flœðir
yfir bakka. Böðvar Kristjánsson,
bóndi í Skaftárdal, sagði blaðinu
að flóðið hefði lœkkað um einn.
metra siðan í gær, er það var
mest.
Vegir eru víða skemmdir eftir
flóðið, og skolað hefur frá brúm.
Eru þrír efstu bæir í Skaftárdal
enn einangraðir. Kvaðst Böðvar
ekki vita hvort fært yrði á morg
un, fer það ailt eftir því hvort held
ur áfram að sjatna í ánni og
hvenær tekst að gera við vega-
skemmdirnar. Er enn ekki komið
í ljós hve skemmdirnar eru mikl
ar þar sem ekki er hægt að fara
um flóðasvæðið.
Norræna leikstjórna-
námskeiðið í mai
Norræna leikstjóranámskeiðið,
svokallað Vasa-seminarium verð
ur í ár haidið í Danmörku (í
Sdhæfferg&rden í Gentofte) og
stendur yfir dagana 20. — 28.
maií.
Á námsfceiðinu verður að þessu
sinni fjallað um það efni, sem
nú er hvað mest rætt í norrænu
leikhúslifi: Leiklist fyrir börn og
unglinga.
Nánari upplýsingar um fyrir-
komulag eru væntanlegar frá
dönsku undirbúningsnefndinni ínn
an tíðar.
(Fréttatilkynning).
Forsvarsmenn Kvennaskólafrumvarpsins:
Biðjast undan framsögu um
málið á almennum fundi
SB—iReykjavík, þriðjudag.
Guðrún Erlendsdóttir, stúikan
sem las yfir þingheimi í Alþing
ishúsinu í gær, biður Tímann að
láta þess getið, að hún var ekki
sem fulltrúi fóstruskólans á staðn-
um, heldur sem fyrrverandi nem-
andi Kvennaskólans í Reykjavík.
Bréfið, sem hún las af þing
palli, kvaðst hún hafa borið und
ir álit kvennaskólastúlkna og
hefðu þær einróma samþykkt inni
hald þess.
Þá 'hefur blaðinu borizt enn ein
yfirlýsing um málið og er hún
svóhljóðandi: — Vegna fundar,
sem fundanefnd S.F.H.Í. heldur í
kvöld, miðvikudaginn 28. janúar
að Hótel Sögu, var leitað til nefnd
armanna menntamálanefndar
neðri deildar Alþingis um, að
tveir þeirra tækju að sér fram
sögu á umræddum fundi.
Eini nefndarmaðurinn, sem er
andvígur frumvarpinu, tjáði sig
strax fúsan til framgöngu. Hinir
sex skoruðust eindregið undan.
í tilefni þess lýsir stjórn S. F.
H. í. yfir undrun sinni og óánægju
og harmar að háttvirtum alþingis
mönnum skuli veitast erfiðara að
mæla fyrir málum á almennum
borgarafundum, en í sölum Al-
þingis. Jafnframt vítir stjórn S.F.
H.í. þá aðila, sem með háttarlagi
sínu röskuðu friðhelgi Alþingis og
trufluðu starfsemi þess.
(iStjórn S.FJI.Í.).
SumarbústaBur Nixons
dýr skattgreiSendum
SB-Reykjavík, mánudag.
Sumarbústaður Nixons
Bandaríkjaforseta, sem hann
kom sér upp í San Clemente
í Kaliforníu og notaði í eins
mánaðar löngu sumarleyfi sínu
s.l. sumar, hefur þegar kostað
bandaríska skattborgara tæpar
65 milljónir ísl. króna og þeir
þurfa að greiða 10 milljónir
aukalega í hvert sinn, sem for-
setanum þóknast að taka húsið
í notkun.
Bandarísk Möð hafa skrifað
mangar greinar um þetta mál
og farið þess á leiit, að Maða-
fulltrúi Hvíta húisisins, gæfi nán
ari upplýsimgar um fjármál
„Hvíta húsisins í vestri“. Blaða-
fuMtrúinni, Ronald Ziegler
leysti frá skjóðunni fyrir nokkr
um dögum og hér koma upplýs
ingarnar:
Mestur hluti alls þessa fjár
fór til kaupa á húsgöignum, gólf
teppum, í raflagnir og þess hátt
ar. Húsið sjálfit keypti forset-
inn í fyrravor og það kostaði
tæpar 30 milljónir. Ziegler
sagði hins vegar, að það væri
ekki rétt, sem komið hefði
fram í blaði einu, að skipulagn-
ing blómagarðsins umhverfis
húsið hefði kostað ein sér 4
milljónir. Ziegler sagði, að
þyrluflugbrautin, sem bygigð
var í nágrenninu hefði kos'tað
allt að 2 miljónum.
Kostnaðurinn við viðhald
hússins fer eftir því, hvað það
er mikið notað, sagði Ziegler.
Fastur útgjaldaliður er þó
leiiga til þeirra fjrrirtækjia, s'em
hafa komið upp húsum fyrir
skrifstofur, leynilögreg'lumið-
stöð o. fi. Þessi leiga er um 5
millj. áríega. Auk þessa er
kostnaður við daglegar flug-
ferðir með rikisskjöl frá Was-
hinigton, divöl ýmissa fulltrúa .á
staðnum o.s.frv.
Þegiar Lyndon B. Johnison
var forseti Baadaríkjanna, var
hann gagnrýndur harðlega
vegna þesiS, að tíð ferðalög hans
til fjöiskyldubúgarðsins í Tex-
as, „kostuðu S'kattgreiðendur
mifcla penimga".
Nú er óhætt að fullyrða, að
sumarhús Nixons Oig innrétt-
ingar í það, koma til með að
kosta skattgreiðendiur mun
meira.
Ziegler lagði áherzlu á það
í samtali sinu við fréttaimenn,
að einmitt það, að Nixion ætti
sumarhústað á vesturströnd-
inni, hefði mikil „sálræn á!hrif“
á bandarísku þjóðina. Með þvi
sýndi hann, að stjórnarvé'lin
þyrfti e'kki endlega að vera
öll á austurströnd landsins. —
Forsetion sameinar austur- og
vesturströndina og vinnur
þannig að sameiningu landisins,
sagði Ziegler að endingu.
Svo mörig voru þau orð, en
hvort bandaríiskum skattgreið-
enduim finnst það peniniganna
virði, er annað mál.
„Hvíta húsið nr. 2“, sumarbústaður Nixons Bandaríkjaforseta í
Kaliforníu. Vegna þess húss hafa skattgreiðendur þurft að láta
af liendr 65 milljónir ísl. króna.