Tíminn - 19.02.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.02.1970, Blaðsíða 9
nMMTUDAGTJR 19. febrúar 1970. TIMINN 9 Útgefandi: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason, Ritstjórnar- sikrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300—18306. SkrifstofuT Banikastraeti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523. Aðrar sikrifstofur sími 18*00. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- uði. innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. • Prentsm. Edda hf. Togaraútgerð ríkisins Meðal stærstu mála, sem liggja fyrir Alþingi, er það hefur störf að nýju, er frv. Ólafs Jóhannessonar og fleiri Framsóknarmanna um Togaraútgerð ríkisins. Samkvæmt því skal sett á stofn og starfrækt útgerð fiskiskipa, er ber framangreint nafn. Ríkissjóður skal leggja henni 100 milljónir kr., sem óafturkræft framlag og ábyrgjast auk þess fyrir hana 300 millj. kr. lán. Togaraútgerðin lætur byggja togara og önnur fiskiskip, sem hún heldur til veiða í því skyni að fiskimiðin og fiskvinnslustöðvarnar nýtist sem bezt. Við löndun aflans skal m.a. höfð hlið- sjón af atvinnuástandi einstakra byggðarlaga. Þá er í frv. heimild fyrir ríkisstjórnina að verja allt að 50 millj. kr. til að kaupa hlutabréf í útgerðarfélögum, sem eru stofnuð fyrir forgöngu sveitars^jórna í byggðar- lögum, þar sem atvinnuástand er ótryggt. í greinargerð fi*v. er það rakið, að útgerð og fisk- vinnsla sé víða um land helzta undirstaða nægrar at- vinnu. Á þessu hafi orðið misbrestur, því að útgerðin hafi verið of lítil til að tryggja fulla nýtingu fiskvinnslu- stöðvanna. Með útgerð hæfilega margra og velbúinna togara vært auðveldast að bæta í þær eyður, sem oft vilja verða í fisköfluninni. Það þarf togara, segir í greinar- gerðinni, til að tryggja fulla hagnýtingu fiskvinnslu- stöðvanna og þar með atvinnuöryggi fólksins. En togaraútgerðin hefur átt í vök að verjast seinustu árin. Nú eru togararnir um 20 og hefur fækkað um helm- mg á seinasta áratug. Ef þannig heldur áfram, mun togaraútgerðin alveg leggjast niður. Núverandi togara- eigendur virðast ekki hafa bolmagn til að endurnýja flotann. Hvað er þá til ráða, ef togaraútgerðin á ekki alveg að leggjast niður? Þar virðist ekki um annað að ræða en að ríkið.sjálft komi til sögunnar og leysi vand- ann, a.m.k. að nokkru leyti, með því að hefjast sjálft handa um togaraútgerð til atvinnuaukningar. Flutningsmenn frumvarpsins taka það skýrt fram, að þeir séu ekki sérstakir talsmenn ríkisrekstrar. Þeir telji almennt heppilegra, að atvinnutækin séu í einkaeign og rekin af einstaklingum. En þegar einkaaðilar eða félags- samtök bresti bolmagn til að eignast og reka nauðsynleg atvinnufyrirtæki, sé óhjákvæmilegt að grípa til ríkis- rekstrar, a.m.k. um tíma. Efling togaraflotans er svo aðkallandi mál, ásamt fullnýtingu fiskvinnslustöðvanna, að Alþingi má ekki draga lengur að taka afstöðu til umrædds frv. Fram- sóknarmahna. Það ætti að verða með allra fyrstu málum, sem þingið fjallar um, þegar það hefur starf að nýju í byrjun næsta mánaðar. Sumarheimili barna Fyrir Alþingi liggur tillaga frá Einari Ágústssyni og Sigurvin Einarssyni, um sumardvöl barna. Samkvæmt henni skal ríkisstjórnin fela sérstakri nefnd að gera til- lögur um stofnun sumarheimila í sveitum fyrir kaup- staðabörn. Stefnt skal að því, að börnin fái viðfangsefni, er geti orðið þeim að sem mestum andlegum og líkamlegum þroska, þ.á.m. ræktunarstörf, gæzlu húsdýra og um- gengni við þau. Þeim kaupstaðarbörnum fækkar nú óðum hlutfalls- lega, sem geta komist á sveitaheimili til sumardvalar. Sú dvöl hefur yfirleitt þótt gefast vel. Það er því orðið nauðsynlegt, að reynt sé að tryggja sem flestum börnum sumardvöl í sveit, þótt það verði með öðrum hætti en áður. Þess vegna er fillaga þeirra Einars og Sigurvins tímabær og verður vonandi vel tekið. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Servan-Schreiber semurstefnu- skrá fyrir radikala flokkinn Hún er þegar mikið rædd, bæði innan Frakklands og utan. Jean-Jecques Servan-Schreiber ÞÓTT Jean-Jacques Servan- Scihreiber sé etk'ki nema 46 ára að aldri, hefur hann um alllangit sfceið verið talinn í allra fremistu röð þeirra Waðamanna og blaða/útgefend'a, sem nú eru •uippi í heiminum. Hann er stofn andi oie framikvœmdastjóri hins Iþekkita franska vikurits L’Ex- press, siem ekki þykir gefa amerísku viikuritunum Time og Newsweek neitt eftir, nema síð- ur sé, enda er það nú útbreidd- asta fréttablað Frakklands. Nokkru síðar hóf hann útgáfu annars vi'kurits, sem fjiallar um efnahagsmál, L'Expansion, og hefur því einnig farnazt mjög vel. Jafnhliða því að vera rösk- ur stjórnandi og skipuleggjari, er Servan-Schreiher sTijall rit- höfundur og biaðamaður, með beztu sjónvarpsmönnum og á'gætur ræðumaður. Utan Frakklands hefur hann hlotið einna mesta frægð fyrir bók sína um hina amerísku áskor- un (The American Ohaillenge), sem hefur orðið metsölubók bæði í Evrópu oig Bandaríkj- unum. Þar hvetur hann Evrópumenn eindregið til þess að sameinast, því að ella stand- ist þeir ekki hina efnahagslegu samkeppni við Bandaríkin. Servan-Scheiber vakti á sér nýja athygli fyrir fáum mán- uðum, er hann sagði skilið um hríð bæði við blaðstjórnina og blaðamennsfeuna, og tók að sér að endurreisa radiikala flokk- inn. Fyrst réðist hann í það að semja nýja stefnuskrá fyrir flokksins og var hún lögð fyrir þing flokksins um síðustu helgi og samþyíkkt þar lítið breytt. Servan-Schreiber er nú í þann veginn að hefja funda- ferðalag um Frakkland í þeirn tilgangi að kynna hina nýju stefnuskrá. EFTIR að Servan-Sdhreiber tók þetta verfcefni að sér, hafa andisitæðingararnir orðið fljótir til að benda á, að hann og radi kali flofckurinn hafi það sam- eiginlegt að eiga á margan háitt glæsilega foritíð en pólitískt gæfuleysi á siðari árum. Ser- van-Schreiber hefur 'tvíveigis boðið sig fram til þings, ea fall ið í bæði skiptin. Fyrir for- setafcosningarnar 1964 bar hann fram tillöguna um fram- boð Mr. X, sem átti að vera þess umfcominn að fella de Gaulle. Þessi Mr. X reyndist vera jafnaðarmaðurinn Def- erre, borgarstjóri í Marseilles. Það mistóksit að ná samlkomu- lagi um hann og Mitterrand var valinn framlbj óðandi vinstri manna í stað hans. f forseta- fcosningunium 1969 var Servan- Sehreiber hægri hönd Pohers, frambjóðanda miðflokkanna, og motaði Poher seinasta sjón- varpstáma sinn fyrir kosning- arnai til þess að láta Servan- Sehreiber spyrja sig, en reynd- in varð sú, að Servan-Sohreiber sagði mest af því, sem segja þurfti. Þótt Poher næði ekki kosningu, reyndist fylgi hans furðu mikið. Það er ekki sízt til kjósenda hans, sem Servan- Sehreiber beinir nú máli sínu. í forsetakosningunum 1969 sfcldu um sinn leiðir Servan- Schreibers og þess maans, sem hann hefur dáð mest, Mendes- Franoes. Mendes-France studdi þá framboð Defferres, sem reyndist með öllu misheppn- að. Á árunum 1953—1957 var Mendes-Franoe andlegur leið- togi frjálslyndra og róttækra manna í Frakklandi og Sen'an- Schreiber var honum mjög handgenginn. Servan-Schreiber hefur lýst honum sem hinum franska Stevenson, en andstæð- imgar hans gripu það strax á þann veg, að hann teldi sig vera J. F. Kennedy. Þótt Servan-Sohrejber hafi þannig ekki verið sigursæll á hinum pólitíska vettvangi fram að þessu, hefur hann tvímæla- laust haft mikil óbein áhrif á margan hátt. SAGA radikala flotoksins er jafnlöng 20. öldinni. Hann var stofnaður 1901 og var um langt skeið flokkur þeirra frjáls- ’yndra og vinstri sinnaðra manna, sem ekki aðhylltust sosialisma. Þekktastur varð flokkurinn fyrir það, að hann hafði foriustu um aðskilnað kirkju og ríkis, en fram að þeim tíma hafði kirkjan verið eitt höfuðvígi íhalds og and- legs ófrelsis í Frakklandi. Radi toali flokkurinn hefur lengi not- ið þess álits, sem hann vann sér í þessari baráttu. Á árun- um milli styrjaldanna hafði flokkurinn mikil áhrif og átti þá marga ágæta leiðtoga, en þeirra þekktasitur var Herriot. Flokkurinn náði ekki fyrri á- hrifum sínum eftir síðari styrj öldina, en átti þó ýtnsa álitlega forystumenn, er oft völdust til stjórnarforystu, en stjórnar- skipti voru mjöe fcíð seinustu árin áður en de Gaulle hófst til valda í síðara skiptið. Mikil- hæfastur þeirra vax Mendes- Fi-anoe, sem reyndi að sveigja flokkinn til vinstri, en mistótost það. Við síðari valdatöku de Gaulles blofnaði flokkurinu al- veg og hefur ekki borið sitt barr siðan. Hann hefur nú að- eins 13 menn á þingi, en er stehkari víðá í héraðsstjórn- um úti um landið. Formaður flokksins nú er Ma-urioe Faure, sem tilheyrir vinstri armi flokksins og átti mestan þátt í því að Servan-Schreiber tók að sér það verkefni að endur- reisa flokkinn. STEFNU SKRÁIN, sem Ser- van-Sohreiber hefur samið, er allöng, enda að verulegu leyti í ritgerðarformi. Hún er sögS mjög vel samin og þykir lík- leg til að geta orðið metsölu- bók sökum þess álits, sem höf- undur hennar nýtur. í sjón- varpsviðtali hefur Servan- Schreiber neitað þvi, að hér sé um þriðju leiðina að ræða, eins og sumir hafa haldið fram. Hann túlfcar srtefnuskrána sem vinstri stefnu. Við erum sam- mála jafnaðarmönnum og toommúnistum um takmarkið, en ekki aðferðina. Við höfnum kapitaiismanum, bótt við hag- nýitum okkur vissar aðferðir hans. Jafnframt höfnum við líka flestu í aðferðum komm- únismans, en þó einkum ríkis- relkstri framleiðslufyrirtækj- anna. Hann býður stöðnun og kyrrstöðu heim, eins og sést bezt, ef Sovétríikin eru borin saman við Bandaríkin eða Japan. Servan-Schreiber leggur á- herzlu á, að atvinnurekstur og stjórnmál eða efnahagslegt vald o0 pó. .ískt vald verði að- skilið. Þess vegna á að fella niður á næstu fimm árum alla opinbera styrki t.il atvinnuveg- anna. Atvinnuvegina á að reka á þeim grundvelli að þeir beri sig, Þær atvinnuigreinar, sesm ekki bera sig, verða að heltast úr lestinni eða breyta rekstr- inum. Þetta ó að vera fram- tafcinu hvatning og knýja fram stöðugan hagvöxt, sem er und- Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.