Tíminn - 19.02.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.02.1970, Blaðsíða 7
FIMMTUDAOUR 19. febrúar 1970. TIMINN ? AVÍÐOGDREIF Óhæft og skipulags- laust bankakerfi Ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar a'ð láta bankastjóra við- skiptabankanna skipa fratm- kvæmdastjórn Norræna i'ðnþró- unarsjóðsins er að vísu alveg fráleit út frá almennum sjón- armiðum um að hlaða ekki í sífellu nýjum og nýjum störf- um og aukasporslum á embætt. ismenn, sem þegar hafa í of- mörgu að snúast og hafa ekki einu sinni aðstöðu til aö sinna aðalverkefnunum sínum sem skyldi. En þegar staðreyndim ar um skipulagið eða réttara sagt skipulagsleysið og ringul- reiðina, sem ríkir í okkar fjár- mála og bankakerfi eru hafðar i huga, er þessi ákvörðun rík- isstjórnaiinnar ails ekki glóru Iausar. í þessari fyrirætlan rík- isstjórnarinnar felst nefnilega játning um handahófið og ringulreiðinai sem ríkir í útlán- um bankakerfisins. Þetta er í rauninni viðurkenning á því, að núverandi skipulag f jármála- og bankakerfisins sé óhæft og úr. bóta sé þörf. Með því að safna bankastjór- um allra bankanna saman á einn stað í framkvæmdastjórn Iðnþróunarsjóðsins er viður- kennd sú staðreynd, að heildar- stefnu og samræmd vinnubrögð milli bankanna vantar. Það er ekki unnt að gera úttekt og samræma lánveitingar banka- og peningastofnana til einstakra fyrirtækja, nema hinum fjöl- mörgu — og óþarflega mörgu — þráðum sé safnað saman í eina hendi. Einn hankinn veit nefnilega nú mjög takmarkað um það hvað hinn er að gera fyrir einstök fyrirtæki. Loks nú er þetta játað. Heildarstjórn Það er raunar gert í verki með því að hæta emi einu appa ratinu við í hið flókna og óhæfa opinbera lánakerfi. Framhaldið ætti hins vegar að vera að gjör breyta bankakerfinu, fækka bönkunum og sameina opinbera fjárfestingarsjóði undir einni heildarstjórn og taka síðan upp glöggtvari verkaskiptingu á milli allra sjálfstæðra dcilda og vís- indalega og skipulagslega at- hugun á arðsemi fjárfestingar í atvinnulífinu. Bönkunum hefur stöðugt ver. ið að fjölga og ráðagerðir eru nú um að stofna enn einn nýj- an. Bankatkerfi ríkisins, þrír sjálfstæðir bankar að ógleymd- um Seðlabankanum, — sem er að verða aða'l f járfestingarbank inn auk miðbankahlutverksins, — hefur í sífellu verið að þenj ast út og verða umfangsmeira. En ekki hefur ki’ónunum fjölg- að við það. Kostnaðurinn við að dreifa þeim hlýtur hins veg- ar að hafa farið stórvaxandi. Þetta umfangsmikla og dýra bankakerfi hinnar 200 þúsund manna þjóðar veitir atvinnu- vegunum fyrirgreiðslu, sem er langt að baki þeirri þjónustu, sem bankar t. d. í samkepp.ús- löndum okkar veita sínum at- vinnuvegun-. Fjármagnsskort. ur er mesta og a’varlegasta meinsemdin í okkar atvinnulífi og hún virðist hafa farið versn- andi í sama hlutfalli og út- þensla' bankakerfisins. Engin heildarstjóm, sem Ieggur megin línur í útlánum, ríkir í bankakerfinu. Verka- skipting er mjög ófullkomin og skrýtin milli viðskiptabankanna þriggja, sem ríkið rekur. Þeir eru allir að vafsast í öllu, enda í harðri samkeppni sín á milli um innlánin, um spariféð. Lítil fyrirtæki og stór eru kannski með viðskipti við þá alla og virðist það vera eitt neýðarúr- ræðið til að reyna að draga úr rekstrarfjárskorti fyrirtækisins. En vegna þess að engin eða takmörkuð verkaskipting á sér stað verða þetta eins konar smáskammtalækningar og tími bæði bankastjóra og forstöðu- manna fyrirtækja fer til ónýtis. Óhæf aðstaða bankastjóra Bankastjórarnir, sem eru í rauninni eins konar skömmtun arstjórar og miklu skiptir fyrir heill alls þjóðfélagsins að tak- ist vel í starfi sínu geta ekki sinnt verkefnum sínum sem skyldi, sem er að kynnast at- vinnulífinu og einstökum fyrir tækjum til hlítar og ofan í kjölinn — þörfu,. þeiira og rekstri og raunvei-ulega leggja á ráðin um skynsamlegri og hagkvæmari rekstur og aðstoða við að koma honum á. Forstöðu menn fyrirtækja eyða dýrmæt um tíma sínum á biðstofum eins bankans eft;r annan hjá bankastjórum, sem hafa raun ar ekki aðstöðu til að meta beiðnir þeirra af skynsemi. Ég efast ekkert um það, að banka- stjórar séu yfirleitt greindir menn sem vilja vel. Ei kerfið er þannig að það er ógerlegt að komast inn í málin til hlít- ar vegna þess að verkaskipting in er svo takmörkuð. Við þess ar aðstæður mikillar eftirspurn ar en takmarkaðs framboðs fjármagns, hafa flestir banka- stjórarnir teki upp þá gull vægu reglu að deila alltaf með tveimur, -;tundum með þrem. ur, þegar fjármagn bankanna er í lágmarki, þ. e. a. s. þegar þeir ekki segja nei, sem er þeim tamt orð í munni. Það skiptir engu þótt það sé stað- reynd, að upphæðin sem beð- ið var um hefði tryggt rekstur fyrirtækisins til alllangrar frambúðar en helmingi lægri upphæð slé vandanum aðeins á freat í bili, og vandinn kemur u; aftur í enn magi.aði mynd. Þetta bitnar ekki síður á laun- þegunum en eigendum atvinnu fyrirtækjanna, því að báðir eiga allt sitt undir því að at- vinnufyrirtækin geti gengið sem bezt. Sægur sjóða En það cr kannski vegna þess að bankaJ.irfið hefur reynzt óhæft til a' sinna þörf- um atvinnulífsins, sem gripið hefur verið til þess ráðs að >fna til æ fleiri oi'inhena s.'óða til a@ sinna einstökum þörfum !iass. Út af fyrir sig má segja að þessum sjóðum hafi öllun verið mörkuð þörf verkefni að sinna. Ef teknir eru til athugunar t. d. nokkrir þeir sjóðir, sem sérstaklcga eiga að styðja við sjávarútveg- og fiskiðju með ciuum eða öðr- uin hætti má nefna Fiskimála sjóð, Fiskveiðasjóð, Stofnlána- deild sjávarútvegsins, Atvinnu- jöfnunarsjóð, Framkvæmdasjóð og nú síðast AtvinnUmálasjóð með öllu því apparati, sem með honum var sett á fót, að ó- gleymdum öflugasta sjóðnum Atvinnuleysistryggingasj. All- ir þessir sjóðir hafa sérstakar stjórnir og sjálfstæða starf- semi. Þeir eru þó ailir meira og minna að vinna að sömu verkefnunum eða svo skyldum verkefnum og tengdum, að þau verða alls ekki slitin hvert frá öðru ef vel á að takast að leysa þau. Frá Pontíusi til Pííatusar — Menn þurfa svo að ganga á milli þessara mörgu sjóða og herja út fjárhæð á hverjum stað, gjarnan með hjálp póli- tískra samherja. Hins vegar fer engin skipuleg starfsemi svo heitið gcti fram hjá þcssum sjóðum, ekki neinum þeirra fremur en bankakerfinu, er snertir mat á arðsemi fjárfest- inga í atvinnulífinu og engin heildarmynd er dregin upp af hagkvæmni fjárfestinga, hvað eiga að sitja í fvrirrúmi og hvað megi helzt bíða, svo sem vera þyrfti þar sem um hreina skömmtunarstarfsemi á fjármagni þjóðarinnar cr þarna að ræða. Þa® er handahnfið og oft pólitísk skringilegheit sem ráða. Og það er betta handa- hóf o0 þessi skii-ilagslausi of- vöxtur og fjarstæðukennda skipting eða dreifing verkefn- a'iina, sem er orðið einkenni hins opinbera lánakcrfis. Og þrátt fyrir liina mörgu og sí fjölgandi sjóði vantar þó enn þær lánveitingar, sem mest ríð ur á, en það er sérstök lána- starfsemi til framlciðniaukning ar. Okkur getur aldrei farnast vel ef við tökum ekki upp skyn samlegt og skipulegt mat á arðsemi lánveitinga og fjár festingar. Við höfum takmark- að fjármagn og án skipulags mun okkur ekki takast að ávaxta það með árangsrík- uni hætti í atvinnulífinu. Ég tel persónulega að við verðum að komr, öllum ríkis- bönkunum nndir eina ábyrga stjórn, en taka jafnframt upp skýra verkaskiptingu milli sjálf stæðra deilda í bönkunum. Við eigum jafnframt að sameina hlna mörgu sjóði og taka upp skipulega og árangsríka starf semi um mat á arðsemi útlána og fjárfestingar og draga meg inlínur, sem allt peninga- og fjármálakerfið í lan 'inu verð- ur að lúta og stefna markvisst að aukjnni framleiðni. Svo ciga stjórnvöld að beita öllum öðr- um hugsanlegum ráðum jafn framt til að stuðla að því að þau markmið sem stefnt er að náist. — T. K. FINNSK ÚRVALS VARA Athugið að gera góð kaup áður en söluskattur- inn hækkar. Kæliskápar Frystikistur SOKKA- Heildverzlun: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. Sími 18700. 150 L kr. 13.200,00 * 240 L kr. 19.200,00 Kæliborð Kælihillur Djúpfrystar fyrir verzlanir. H. G. GUÐJÓNSSON & CO. Umboðs- og heildverzlun, Stigahlíð 45—47. Sími 37637 LIV eru ótrúlega endingargóðar. Þær fást víða í tízkiulit og þremur stærðuim. Reynið þessar tegundir og þér miunið komast að raiun um framúnskar- andi vörugæði. 20 den LIV kosta aðeins kr. 116,20. 30 den LIV kosta kr. 134,60. 270 L kr. 23.850,00 350 L kr. 31.500,00 550 L kr. 39.500,00 VEIZLUR - HÁBÆR Getum nú tekið pantanir á veizlum inni og einnig hinum vinsælu garðveizlum Pantið fermingarveizlumar í tíma. Skólavörðustíg 45. Símar 21360 og 20485. HÁBÆR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.