Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 1
Tvö tilfinninga- þrungin orð María Kristjánsdóttir skrifar um Sölku Völku í Borgarleikhúsinu | Listir 16 Fasteignir og Íþróttir Fasteignir | Tvö tilboð í Eskifjarðarkirkju  ÍAV byggja 32 íbúðir í Sóltúni Íþróttir | Eiður Smári átti frábæra innkomu  Haukarnir sigruðu í meistaradeildinni Muzaffarabad. AFP, AP. | Yfirvöld sögðu í gær að yfir 54.000 manns hefðu látið lífið í jarðskjálftanum í Pakistan og á Indlandi fyrir níu dögum og óttast var að tala látinna gæti hækkað veru- lega. Forsætisráðherra Kasmír-héraðs í Pakistan sagði að á því landsvæði einu hefðu 40.000 manns farist í nátt- úruhamförunum. „Við höfum ekki enn lokið leit í rústunum og dánartal- an gæti hækkað í 70.000 eða 80.000,“ sagði forsætisráðherrann Sikandar Hayat Khan. Fyrr um daginn sögðu yfirvöld að yfir 13.000 manns hefðu látið lífið í jarðskjálftanum í öðru héraði í Pak- istan. Nær 1.400 manns fórust í ind- verska hluta Kasmír. Óttast að margir deyi úr kulda Björgunarmenn í Pakistan sögðu í gær að þúsundir manna til viðbótar kynnu að deyja úr kulda eða af völd- um sjúkdóma í afskekktum fjalla- þorpum ef ekki yrði hægt að koma þeim til hjálpar á næstu dögum. Um 20% þorpanna á hamfarasvæð- unum hafa ekki enn fengið hjálp. Björgunarsveitir reyndu öll ráð til að komast til fjallaþorpanna um helgina en hjálparstarfið tafðist vegna óveðurs. Þar sem margir vegir eyðilögðust í skriðuföllum af völdum jarðskjálftans hefur þurft að nota þyrlur til að flytja hjálpargögn til fjallaþorpanna en stöðva þurfti loft- flutningana í gær vegna úrhellis og slæms skyggnis. Ein af þyrlum pak- istanska hersins hrapaði á hamfara- svæðinu á laugardag og öll áhöfn hennar, sex menn, fórst. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við því að smit- sjúkdómar geti breiðst út meðal um 3,3 milljóna manna sem misstu heim- ili sín. Hún telur einnig mikla hættu á því að þeir sem hafast við í tjöldum í fjöllunum deyi úr kulda nú þegar vet- ur gengur í garð. Stúlku bjargað Björgunarmenn fundu sjö mánaða stúlku á lífi í húsarústum í Pakistan í gær, átta dögum eftir náttúruham- farirnar. Stúlkan, sem er með mænu- sótt, fannst í rústum þorpsins Sang- har sem jafnaðist við jörðu í jarðskjálftanum. Talsmaður pakist- anska hersins sagði líðan stúlkunnar góða. Reuters Ung kasmírsk stúlka gengur með fjölskyldu sinni í fjallshlíð í Neel- um-dal á leið í flóttamannabúðir í Muzaffarabad, helstu borginni í pakistanska hluta Kasmír-héraðs. Yfir 54.000 manns fórust Óttast að tala lát- inna í jarðskjálft- anum í Pakistan hækki verulega Bagdad. AP. | Fyrstu kjörtölur bentu til þess í gær að Írakar hefðu sam- þykkt drög að nýrri stjórnarskrá í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Stjórnarskrárdrögin hefðu fallið ef tveir þriðju kjósenda í minnst þremur héruðum hefðu greitt at- kvæði gegn þeim. Súnní-arabar eru í meirihluta í fjórum héruðum Íraks og aðeins í tveimur þeirra – Anbar og Salahudd- in – var drögunum hafnað með tveimur þriðju atkvæða. Í hinum héruðunum tveimur – Ninevah og Diyala – voru hins vegar stuðnings- menn draganna fleiri en andstæð- ingarnir, ef marka má fyrstu kjör- tölur. | 14 Drögin líklega samþykkt STOFNAÐ 1913 281. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is GEIR H. Haarde var kosinn formaður Sjálfstæð- isflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður á landsfundi flokksins sem lauk í gær. Geir hlaut 94,3% atkvæða í kjörinu og Þor- gerður 62,3% í varaformannskjörinu. Kristján Þór Júlíusson sem einnig sóttist eftir varaformennsku hlaut 36,3% atkvæða. Standa vörð um friðhelgi einkalífs fólks og mannhelgina Nýkjörinn formaður sagði er hann sleit lands- fundinum síðdegis að Sjálfstæðisflokkurinn gengi sterkur frá landsfundinum. „Við erum ósigrandi þegar við stöndum saman. Við skulum ekki gleyma því hvað andstæðingarnir eru hræddir við okkur,“ sagði Geir. Fram kom í máli hans að óteljandi verkefni væru framundan. „Við ætlum að halda áfram að bæta þjóðfélagið, byggja upp, gera Ísland öflugra, betra og sterkara. Við ætlum að halda áfram að bæta hag fólksins í landinu. Við ætlum að halda áfram að tryggja enn frekar réttindi einstaklinga og standa vörð um friðhelgi einkalífs fólks og mannhelgina,“ sagði Geir H. Haarde. „Ég mun leggja mig alla fram um að efla og styrkja innra starf okkar góða flokks, sem hið ytra,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í ávarpi eftir að úrslit í varaformannskjörinu lágu fyrir. „En ég þarf auðvitað á ykkur að halda. Án þess er ekki hægt að byggja upp öflugt flokksstarf. Það er glæsilegt núna en við ætlum að gera þetta enn betra. Stefnan okkar góða er grunnurinn að öflugri og að mínu mati glæsilegri framtíðarsýn,“ sagði hún. Davíð Oddsson lét af formennsku í Sjálfstæð- isflokknum í gær. Hann kvaddi sér hljóðs eftir að úr- slit lágu fyrir í formannskosningunni og beindi orð- um sínum til nýkjörins formanns: „Hin glæsilega formannskosning og þessi góði, virki, öflugi fundur verður sjálfstæðismönnum glæsi- legt veganesti inn í framtíðina. Þetta er líka gott veganesti fyrir mig, með vissum hætti vegna þess get ég núna í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glað- ur og keikur af hinu pólitíska sviði og það geri ég núna. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Davíð og gekk þessu næst niður af sviði Laugardalshallarinnar. Kristján Þór Júlíusson hét á sjálfstæðismenn að fylkja sér um nýja forystu Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni eftir að úrslit lágu ljós fyrir í kosning- unum. Morgunblaðið/Golli Hin nýja forysta Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, formaður, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður, sigurreif með niðurstöðuna. „Ósigrandi þegar við stöndum saman“ Geir H. Haarde kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður K. Gunnarsdóttir varaformaður  Landsfundur | Miðopna Eftir Örnu Schram og Ómar Friðriksson LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins telur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands verði fellt úr gildi, að því er segir í ályktun um réttarfars- og stjórn- skipunarmál, sem samþykkt var á fundinum. Þá vill landsfundurinn að hugað verði að því að sett verði almenn heimild í stjórnarskrána til þjóð- aratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Koma í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði Landsfundur sjálfstæðismanna samþykkti einnig áskorun á Alþingi um að sett yrðu lög sem tryggðu sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heið- arlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi. Í ályktuninni segir að nauðsyn rammalöggjafar um starfsemi fjöl- miðla hafi að undanförnu orðið æ augljósari. „Þessi veigamikli og við- kvæmi þáttur lýðræðislegrar um- ræðu þarf að njóta óskoraðs trausts almennings. Koma þarf í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðla- markaði svo stórir aðilar á markaði fái ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoð- anamyndun í landinu,“ segir m.a. í ályktun fundarins. Bensínstyrkur til öryrkja verði ekki felldur niður Samþykkt var tillaga á lands- fundinum í gær þar sem hvatt er til þess að fallið verði frá áformum um að fella niður svonefndan bens- ínstyrk til öryrkja, sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Jafnframt samþykkti fundurinn hvatningu um að svonefndur hærri bifreiðastyrkur til hreyfihamlaðra verði aukinn. | Miðopna Vilja afnema synjunar- vald forseta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.