Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN NÆTURVAKTIN KIRINONATSUO SELDIST Í MILLJÓNAUPPLAGI Í JAPAN JAPÖNSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN JAPÖNSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN TILNEFND TIL BANDARÍSKU EDGAR-VERÐLAUNANNA DRÖGIN SAMÞYKKT? Nær tveir þriðju atkvæðisbærra Íraka kusu í sögulegri þjóð- aratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá á laugardag. Fyrstu töl- ur bentu til þess að Írakar hefðu samþykkt stjórnarskrárdrögin, sem hefðu fallið ef tveir þriðju kjósenda í minnst þremur héruðum hefðu greitt atkvæði gegn þeim. Súnní-arabar eru í meirihluta í fjórum héruðum og aðeins í tveimur þeirra var drög- unum hafnað með tveimur þriðju at- kvæða, skv. fyrstu tölum. Yfir 54.000 manns fórust Yfirvöld sögðu í gær að yfir 54.000 manns hefðu látið lífið í jarðskjálft- anum í Pakistan og á Indlandi fyrir níu dögum og óttast var að tala lát- inna gæti hækkað verulega. Björg- unarmenn í Pakistan sögðu að þús- undir manna til viðbótar kynnu að deyja úr kulda eða af völdum sjúk- dóma í afskekktum fjallaþorpum ef ekki yrði hægt að koma þeim til hjálpar á næstu dögum. Um 20% þorpanna á hamfarasvæðunum hafa ekki enn fengið hjálp. Þúsundum fugla fargað Yfirvöld í Rúmeníu létu í gær farga þúsundum fugla til að hefta út- breiðslu fuglaflensuveiru sem hefur kostað tugi manna lífið í Asíu. Ný forysta Sjálfstæðisflokks Geir H. Haarde var kosinn for- maður Sjálfstæðisflokksins og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir vara- formaður á landsfundi flokksins sem lauk í gær. Geir hlaut 94,3% atkvæða í formannskjörinu en Þorgerður Katrín fékk 62,3% atkvæða í varafor- mannskjörinu. Kristján Þór Júl- íusson sóttist einnig eftir varafor- mannsembættinu en hann fékk 36,3% atkvæða. Davíð Oddsson lét af formennsku í Sjálfstæðisflokknum í gær. Mikil flóð á Höfn Mikil flóð urðu á Höfn í Hornafirði um helgina. Á laugardag var mið- bærinn nær umflotinn vatni eftir gríðarlega úrkomu sem hófst um há- degisbil á föstudag. Flæddi inn í um 15 hús í bænum. Slökkvilið var kallað til aðstoðar við dælingu á laugardag og tóku á annan tug manna þátt í dælustörfum. Seinni partinn fór að fjara út og einnig stytti upp og þá fór að sjatna. Vinna við að dæla vatninu af götum stóð nær alla helgina. Sólarhringsúrkoma á Höfn um helgina mældist á milli 140 og 150 millimetrar. Mánaðarúrkoma í októ- bermánuði á svæðinu er að meðaltali 183 millimetrar og úrkoman á laug- ardag kemst því nálægt því. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 23/27 Fréttaskýring 8 Dagbók 30/32 Vesturland 11 Myndasögur 30 Viðskipti 12 Víkverji 30 Erlent 13/15 Staður og stund 32 Daglegt líf 14/15 Leikhús 33 Menning 16, 33 Bíó 34/37 Umræðan 17/22 Ljósvakar 38 Bréf 22 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞÓRÐUR S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir það ekki skipta máli við heim- færslu undir 247. grein hegning- arlaga hvort fjárhæð sem tekin er með ólögmætum hætti sé færð til eignar í bókum viðkomandi félags. Á blaðamannafundi í síðustu viku fjallaði Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra um ákærurnar í Baugsmálinu og niðurstöðu Hæsta- réttar. Sagði Halldór þar meðal annars að sem menntuðum endur- skoðanda þætti honum sérkenni- legt að lesa um að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. „Í mínum huga er himinn og haf á milli þessara mála,“ sagði Halldór. Í kjölfar þessara ummæla vaknar sú spurning hvort munur sé á því, frá lagalegu sjónarmiði, þegar fjár- munir eru teknir úr sjóðum al- menningshlutafélags án heimilda, að þeir séu teknir án þess að koma með bókfærslu á móti eða hvort þeir séu bókfærðir án heimildar. Þórður segist ekki fá séð að við heimfærslu undir 247. grein hegn- ingarlaga skipti máli þótt fjárhæð sem tekin er í heimildarleysi hjá al- menningshlutafélagi sé færð til eignar í bókum félagsins. „Brotið er fullframið við töku fjárhæðarinnar. Hitt er annað mál að færslan í bækur félagsins getur verið vísbending um huglæga af- stöðu þess sem sakaður er um fjár- drátt. Í því sambandi verður að hafa í huga að háttsemi sem hlut- lægt fellur undir verknaðarlýs- inguna í 247. gr. almennra hegning- arlaga er ekki refsinæm nema hún sé unnin af ásetningi,“ segir Þórður og tekur fram að með þessu sé hann þó ekki að taka afstöðu til ákæruatriðanna í hinu svonefnda Baugsmáli. „Ég hef engar forsendur til slíks enda þekki ég málið ekki nema úr fjölmiðlum og virði að sjálfsögðu þá grunnreglu að þeir sem sæta ákæru eða ákærum séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómstólum. Um þessa grunnreglu verður að standa vörð,“ segir Þórð- ur. Brot er fullframið við töku fjárhæðar Forseti lagadeildar HR um ummæli forsætisráðherra OPNAÐ hefur verið að nýju fyrir umferð um Sól- eyjargötu við Njarðargötu í Reykjavík eftir að framkvæmdum við nýtt hringtorg á gatnamótunum lauk en þær hafa staðið yfir í vikutíma. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá Gatnamálastofu var um annaðhvort hringtorg að ræða eða ljósa- gatnamót og þótti hringtorgið betri kostur að at- huguðu máli. Hann segir að með þessum fram- kvæmdum hafi gatnaframkvæmdum vegna færslu Hringbrautarinnar lokið en á næstu vikum verður unnið við frágang á svæðinu, þar á meðal verður lokið við gönguleiðir. Morgunblaðið/Golli Nýtt hringtorg á Njarðargötu MARGIR hafa gaman af því að leika sér að tölum og við slíka útreikn- inga kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Breska blaðið Daily Record hefur upplýst, að Íslendingar væru í öðru sæti á eftir Nepalbúum þegar reiknað væri út hve margir hefðu hlutfallslega komist á tind Everest, hæsta fjalls heims. Þegar reiknað er út hve margir frá viðkomandi þjóðum hafa komist á tind Everest eru Nepalbúar flest- ir, eða 19,2217 af hverjum milljón íbúum. Það kemur ekki á óvart enda fylgja Sherpar frá Nepal flest- um fjallgönguhópum á tindinn. Ís- lendingar eru í öðru sæti með 10,11 á Everesttind af hverri milljón. Fjórir Íslendingar hafa komist á tind Everest. Árið 1997 unnu Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hall- grímur Magnússon þetta afrek og Haraldur Örn Ólafsson lék það eftir árið 2002. Íslendingar hlut- fallslega næst- flestir á Everest JARÐSKJÁLFTAHRINA sem hófst 16 kílómetra austur af Grímsey á föstudag var í rénun seinnipart dags í gær en þá urðu um tveir skjálftar á klukkustund. Alls hafa ríflega 300 skjálftar verið skráðir frá því síðdegis á föstudag, sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar. Þeir stærstu urðu milli klukkan 5 og 10 að morgni laug- ardags, en þá mældust fimm skjálftar um og yfir stærðinni þrír á Richter. Þetta er stærsta hrinan á þessu svæði frá því í janúar á þessu ári. Þá urðu meira en 500 skjálftar við suðurjaðar þessarar hrinu. Grímseyjar- hrinan í rénun MAÐUR slasaðist talsvert þegar hann varð fyrir bíl á Hverfisgöt- unni á laugardagskvöldið en hann hafði fallið í götuna eftir að hafa lent í slagsmálum. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn með- vitundarlaus og mjög blóðugur, en hann náði fljótt meðvitund. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru ekki jafnalvarleg og í fyrstu var talið. Að sögn lögreglu eru málavextir ekki ljósir, en til átaka kom milli mannsins og ann- ars manns með fyrrgreindum af- leiðingum. Fjöldi sjónarvotta var að atvikinu, sem varð skammt frá kvikmyndahúsinu Regnboganum. Féll í götuna eftir stimpingar og varð fyrir bíl KAUPÞING verður meðal kaup- enda í Somerfield-verslunarkeðj- unni en keðjan hefur tilkynnt að hún muni samþykkja kauptilboð Violet Acquisitions-fjárfestahópsins sem er undir stjórn fyrirtækjanna Apex og Barcleys Capital, að því er fram kom á fréttavef Finincal Tim- es á laugardaginn. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 1,1 milljarð punda, eða 197 pens fyrir hvern hlut í fyrirtækinu og kemur Kaupþing að fjármögnun tilboðsins. Ef af kaupunum verður mun Barcleys eiga 25% hlut í fyrirtæk- inu og Apax og auðkýfingurinn Ro- bert Tchenguiz sinn hvorn 34% hlutinn. Kaupþing eignast svo af- ganginn, eða 7% hlut ásamt stjórn- endum Somerfield, þar á meðal kaupsýslumanninum John Lover- ing, sem mun taka við stjórnarfor- mennsku í fyrirtækinu af John von Spreckelsen, að því er fram kemur í frétt FT. Þar segir enn fremur að Kaup- þing eigi einnig nokkuð stóran hlut í fyrirtækinu óbeint í gegnum Tchenguiz. Viðræður um kaup á Somerfield hafa staðið yfir lengi, en sam- keppnin um fyrirtækið hófst í febr- úar síðastliðinn þegar Baugur Group lýsti yfir áhuga sínum á keðjunni. Baugur fékk síðar Apax, Barcleys og Tchenguiz inn sem samstarfsaðila og sem kunnugt er dró Baugur sig svo úr fjár- festahópnum í kjölfar þess að for- svarsmenn fyrirtækisins voru ákærðir. Ekki náðist í Hreiðar Má Sig- urðsson, forstjóra KB banka, vegna málsins. | 12 KB banki meðal kaupenda í Somerfield

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.