Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigursteinnGuðsteinsson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1924. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir að morgni 3. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðsteinn Eyjólfsson, klæð- skerameistari og kaupmaður í Reykjavík, f. í Krosshúsum í Grindavík 1890, d. 1972 og Guðrún Jónsdóttir, f. í Miðhúsum í Hvolshreppi 1893, d. 1942. Systkini Sigursteins eru: 1) Hólmfríður Marín, f. 1914, 2) Jón Óskar, f. 1916, 3) Eyjólfur, f. 1918, 4) Kristinn, f. 1921, 5) Vil- borg, f. 1927, 6) Ársæll, f. 1928 og 7) Málfríður, f. 1931. Aðeins tvö systkinanna eru nú á lífi, þau Vil- borg og Ársæll. Sigursteinn kvæntist 1948 Freyju Guðrúnu Erlendsdóttur, f. í Reykjavík 3. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Sigurlilja Ástrós Bjarnadóttir og Erlendur Erlendsson, húsgagna- og húsasmíðameistari, sem starf- aði einnig sem blaðamaður. Börn Sigursteins og Freyju eru: 1) Ella Lilja, f. 4. ágúst 1948. Börn henn- ar eru: a) Gréta Sandra Dav- idsson, f. 13. mars 1973, sonur hennar Magnús Már Guðmundsson, f. 24. ágúst 1994, b) Freyja Andrea Dav- idsson, f. 3. júní 1976, synir hennar Breki Eiríksson, f. 5. febrúar 1997, d. 13. ágúst 2001, og Jan Gunnar Reynis- son, f. 15. janúar 2000, og c) Sigríður Birna Sigurbergs- dóttir, f. 20. mars 1986 2) Guðrún S. Birgis, f. 12. febr- úar 1951. Fyrir átti Sigursteinn Guð- rúnu, f. 5. maí 1946. Börn hennar eru: Inga Brá Vigfúsdóttir, f. 9. apríl 1971, gift Ingólfi Ágústs- syni, f. 16. mars 1974 og Sigur- steinn Freyr Vigfússon, f. 10. júlí 1974. Sigursteinn ólst upp hjá for- eldrum sínum í Reykjavík og út- skrifaðist sem bifreiðasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1948 og vann næstu 10 árin hjá Kristni Jónssyni vagnasmið. Þá hóf hann störf hjá Steypustöð B.M. Vallá og starfaði þar við verk- og framkvæmdastjórn allt fram til ársins 1993. Útför Sigursteins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nokkur orð til þín, elsku pabbi. Það er svo margt sem vekur upp góðar minningar um þig og þá daga sem við áttum saman. Með fáeinum orðum viljum við systurnar minnast þess sem stendur ofarlega í huga okkar. Þú varst nú mjög sérstakur og sennilega nokkuð óhefðbundinn fað- ir, þegar hugsað er til baka. Við vor- um þess aðnjótandi að fá að alast upp innan um stóra fjölskyldu á Laugaveginum – systkini þín flestöll og börn þeirra bjuggu öll í sama um- hverfi og sambandið var kært og ná- ið. Afi Guðsteinn hélt verndarvæng yfir hópnum og fylgdist grannt með öllu. Nýársboðin hjá afa á afmælisdegi hans 1. janúar voru hápunktur jólanna og mjög glatt á hjalla enda mjög stór hópur frændsystkina. Pabbi, já einstakur faðir að svo mörgu leyti. Þú deildir með okkur dætrunum þínum hjartkærustu áhugamálum þínum jafnvel og þau ættu þá mun betur við drengi en sumt var bara gert fyrir dætur … Við vorum ekki háar í loftinu þeg- ar þú færðir okkur í jólagjöf þá fal- legustu dúkkuvagna sem okkar augu höfðu litið. Þessa vagna hafðir þú smíðað sjálfur á vinnustað þínum hjá Kristni vagnsmið og allt handbragð á þeim var flottara en á fínasta Jagú- arinum í bænum. Þeir voru stopp- aðir og bólstraðir með fínasta leðri þannig að Silvercross vagnarnir urðu feimnir þegar við birtumst með vagnana okkar á Laugaveginum. Skömmu síðar komu svo skíðasleð- arnir og að sama skapi betri og flott- ari en áður hafði sést. Á þessum tíma var háð barátta á milli barna sem bjuggu á Grettisgötu og Laugavegi. Grettisgötubörnin voru skæð – og við urðum fyrir barðinu á þeim – hjólum okkar stolið o.s.frv. Þú tókst til skjótra ráða svo að við gætum varið okkur og smíð- aðir þessi ótrúlegu trésverð og við fengum einnig kennslustund í hvern- ig ætti að nota þau. Við fórum aðeins of geyst af stað með þessi nýju vopn og þar af leiðandi hurfu þau jafn- skjótt og þau birtust. Við systurnar fengum mátulega kristilegt uppeldi, sendar í sunnu- dagaskóla að vetri til og þá síðar sama dag keyrðar í kvikmyndahús með vasapening fyrir nægilegu sæl- gæti og ef til vill einu „Andrésar Andar“ blaði. Á sumrin var dagskráin önnur. Á sunnudögum var haldið af stað út úr bænum með fulla brúsa af kaffi og heitu súkkulaði, einnig stútfulla kassa af smurðum samlokum. Það var komið við á Hafravatni, Þing- vallavatni, Soginu eða Meðalfells- vatni og rennt fyrir silung og viti menn að aflinn var bara dágóður oft á tíðum. Þú og mamma fóruð einnig án okkar í veiðitúra og komuð heim í eitt sinn með nokkra sprelllifandi ála sem var komið fyrir í baðkerinu heima á Laugaveginum. Þessi nýju gæludýr voru hrífandi, við potuðum í þá með trésleifum, heilluðumst af þessum slöngum og nærðum þá á rækjum og öðru góðgæti en þetta stóð ekki lengi yfir – það þurfti að nota baðið og álarnir hurfu á ein- hvern undarlegan hátt. Þú varst heimsins mesti sælkeri, komst alltaf heim í hádegismat og kvöldmat. Þetta var alltaf vel und- irbúið, matseðillinn vandlega valinn í náinni samvinnu með móður okkar. Kvöldmáltíðin var nú ekkert af verra taginu en eftir kvöldmat vorum við oft sendar út í sjoppu til Eyfa frænda til að kaupa kók, prince polo og ís. Við vorum með sjónvarp, „kana- sjónvarpið“, mörgum árum áður en íslenska sjónvarpið kom til sögunn- ar. Þetta var stór hluti af okkar lífi, það voru ekki aðeins við heldur bestu vinir okkar og ykkar sem komu og fylgdust reglulega með ýmsum spennandi þáttum eins og Bonanza. Plötusafnið þitt var mjög stórt og samanstóð af 78, 33 og 45 snúninga plötum ásamt CD-diskum. Þetta var öll flóran í músík, sígild, óperur, söngleikir og dægurlög og allt jafn- vel metið. Þú varst þó sérstaklega hrifinn að Mario Lanza og Jussi Björling. Þú áttir marga góða vini og elskaðir að halda veislur og boð. Af- mælisveislur þínar eru eftirminni- legar, heimili ykkar mömmu troð- fullt af gestum, vinum og góðum veitingum. Mamma og þú voru ávallt reiðubú- in að taka á móti óvæntum gestum í mat án nokkurs fyrirvara, vinum okkar og ykkar. Vinna þín sem verk- og fram- kvæmdastjóri hjá B.M. Vallá var mikil en samt gafst þú þér tíma að rækta þína vini, félagarnir þínir í bridgeklúbbnum komu mánaðarlega til okkar, þeir Ottó, Leifur og Bald- ur. Við fylgdumst stundum með ykk- ur í laumi og höfðum gaman af en höfðum mjög hljótt um okkur og ekkert sjónvarp það kvöld. Þú og mamma nutuð þess að vera í laxveiði með ykkar bestu vinum sem margir unnu einnig náið með þér, pabbi. Þar fara fremst í flokki Svein- björn og Helga, Kristinn í Björgun og Gyða og Fúsi og Heiða. Þá höfðuð þið mikið yndi af utanlandsferðum ýmist til okkar systranna eða með góðum vinum um allar heimsálfur. Við erum einnig þakklátar fyrir þínar ferðir á skyttirí, góðgætið úr þeim ferðum er ógleymanlegt. Ekki leyfist okkur að gleyma nánum vini þínum og okkar honum Bensa, stofn- anda að BM Vallá, en hann kom reglulega heim í mat með þér og var oft hin síðari ár ævi sinnar velkom- inn gestur á jólunum hjá okkur. Við systurnar bjuggum erlendis frá 1972 en ég, Ella Lilja, flutti aftur heim til Íslands árið 1982. Mér er sérstaklega minnisstæð heimsókn til Íslands um páska með fjölskyldu minni. Pabbi kom heim úr vinnu dag- inn fyrir skírdag og hafði þá komið við hjá Gunnari á Vallá og birtist heima á Lindarbrautinni með fullan kassa af nýútunguðum hænuungum Þetta voru „ekta páskaungar“ og sprelllifandi. Ungunum var vel fyrirkomið í sól- stofunni heima hjá ykkur en það gafst ekki mikill tími til svefns hjá dætrum mínum Söndru og Andreu, þær gátu ekki yfirgefið ungana í eina mínútu. Hrifning þeirra var engu lík. Í öðrum heimsóknum var ávallt tekið vel á móti okkur með útbreidd- an faðminn, það voru veiðiferðir, há- fjallaferðir og svo margt, margt ann- að eftirminnilegt. Ég, Guðrún, mun minnast með söknuði að hafa ekki fengið að sjá þig hér og hafa ekki verið nær þér, elsku pabbi, við hina hinstu stund. Ég vil þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir þær dásamlegu móttökur sem þú veittir mér í heimsóknum mínum til Íslands. Það voru ógleymanlegar veiðiferð- ir, háfjallaferðir og uppáhaldsmatur minn ávallt á boðstólum. Þú ókst með mér um öll nýjustu byggingar- hverfin á höfuðborgarsvæðinu og varst svo stoltur af þróun bygging- ariðnaðarins á Íslandi. Þú útskýrðir gaumgæfilega það nýjasta í fram- vindu stjórnmála á Íslandi og reynd- ir að sannfæra mig um að það væri ekkert betra land í heimi. Í síðustu heimsókn þinni til mín í Kanada varstu undrandi yfir öllu þessu steinhöggi hjá mér og spurðir háalvarlega hvort ég hefði gaman af þessu? Við jákvæðu svari mínu ljóm- aðir þú og varst ánægður. Þegar litið er yfir farinn veg, elsku pabbi, getum við báðar sagt að við erum tilbúnar að ganga sömu braut aftur og enn aftur með þér. Takk, elsku pabbi, þínar dætur, Ella Lilja Sigursteinsdóttir og Guðrún Sigursteinsdóttir Girgis. Elsku afi, nú er hvíldin komin og allir erfiðleikar horfnir. Brátt vakir þú yfir okkur öllum sem unnum þér svo heitt, þú færir okkur nær hvert öðru og gerir okkur sterk í sorginni. Við munum ætíð minnast þín með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir og gafst af þér og ég veit að við komum til með að hittast aftur. Guð blessi þig, elsku afi minn, saknaðarkveðja, Greta Sandra. Kveður í hvítum klæðum friðsæll út í nóttina ferð. Ferð í hæstum hæðum því friðinn finnur og sérð. Fyrir lífinu þú barðist svo mikill lífskraftur alveg til þú lagðist var ekki snúið aftur Sterkt var þitt hjarta fram að síðustu nótt nú átt þú fortíð bjarta og færð að sofa rótt Nú finnur þú ró og frið afmælið mætir ei seinn, hjá þínum besta vin, mætir fínn og tandurhreinn. Sigríður Birna Sigurbergsdóttir. Það var sumarið 1961 sem ég hitti Sigurstein Guðsteinsson í fyrsta sinn, ég þá nýráðinn sumarmaður á skrifstofu steypustöðvar Benedikts Magnússonar frá Vallá á Kjalarnesi, eins og B.M. Vallá ehf. hét þá eftir stofnandanum Benedikt Magnús- syni. Fyrstu dagana í starfi heyrði ég eingöngu talað um hann sem „Sigga Guss“ án þess að ég hitti hann sjálf- an. Ekki leið svo dagur að ekki væri minnst á hann og hans verk og ég var þess strax fullviss að fátt gerðist markvert hjá fyrirtækinu án þess að hann væri potturinn og pannan í því ásamt stofnandanum, „þjóðsagna- persónunni“, á þeim árum Bensa á Vallá. Því var það orðin allnokkur eftirvænting hjá mér að hitta hann þá loks ég kom í fyrstu heimsókn mína frá skrifstofu okkar, þá á Laugavegi 176, í ríki hans upp fyrir Elliðaár á Krossamýrarblett eins og Bíldshöfðinn hét þá, en þar var að- setur okkar þá sem í dag. Þeir tveir, „Bensi og Gussi“, voru á þessum árum mótorinn í fyrirtæk- inu. Á þessum ævintýratíma í bygg- ingarsögu höfuðborgarsvæðisins eftir 1960 var Ísland að losna úr læð- ingi hafta- og skömmtunarkerfa sem ráðið höfðu ríkjum um tæplega þrjá- tíu ára skeið. Á þeim nýju tímum þegar einstaklingar fengu á ný að beita kröftum sínum til að byggja sér eigin húsnæði með auknu fram- boði lóða samhliða frelsinu sprakk íslenski byggingariðnaðurinn út svo að segja á einni nóttu með slíkum ógnarkrafti að vinnudagurinn varð nánast allur sólarhringurinn til að mæta þessari eftirspurn og þá var stundum hamagangur í öskjunni. Steypustöðvar þess tíma voru og svolítið aðrar en þær eru í dag. Gálgabílar sem blönduðu á staðnum og tunnubílar keyptir í Bandaríkj- unum eins og gálgabílarnir, tækni sem hélt innreið sína í kjölfar stríðs- ins og tengsla okkar við Bandaríkin. En þau voru ekki ný þessi tæki og það kostaði stundum hugann að herða að halda þeim gangandi dag- inn langan, í þeim efnum var Siggi snillingur engum líkur. Hjá honum var dagskipunin alltaf „strax“, í einum hvelli, á morgun er of seint. Á þessum árum var vakið upp um miðjar nætur í helstu vara- hlutaverslunum bæjarins eins og Fálkanum, SKF eða Poulsen og á Vélaverkstæðum eins og Þ. Jónssyni og Kistufelli ef á þurfti að halda þeg- ar framleiðslutækin biluðu og þótti sjálfsagt. Þjóðin var að byggja yfir sig. Þetta var fyrir hvíldartímaregl- ur nútímans. „Eign handa öllum“ var slagorð Sjálfstæðisflokksins á þess- um tíma og fólk lét sitt ekki eftir liggja í húsbyggingum til að eignast þak yfir höfuðið. Þetta voru spenn- andi tímar. Siggi Guss var í essinu sínu á þessum árum og kraftur hans og fyrirhyggja í rekstri tækjaflota fyrirtækisins var slík að afköst og árangur voru oft á tíðum lyginni lík- ust og þó ekki því skipulagshæfileik- ar hans og fyrirhyggja voru þeir þættir sem skiptu hér sköpum um árangur. Ég var grunlaus um það þetta sumar árið 1961 að kynni mín af Sigga yrðu slík að hann ætti eftir að verða örlagavaldur í mínu lífi. En þannig skipaðist málum í árslok árið 1970 við andlát Benedikts Magnús- sonar að hann linnti ekki látum fyrr en ég, nýútskrifaður lögfræðingur- inn, í starfi sem framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík við kosningaundirbúning fyrir kosningarnar 1971, féllst á það að koma og stjórna með honum B.M. Vallá ehf. Þá hófst samstarf okkar að nýju á sama vettvangi og fyrr en nú með nýjum formerkjum, nú var bygging- ariðnaðurinn að taka breytingum, í framhaldi af „selvbyggeri“-stefn- unni var nú að halda innreið sína sú fjöldaframleiðsla verktaka og bygg- ingameistara sem í dag ræður ríkj- um á þessum markaði. Sú þróun framkallaði nýja tíma með nýrri tækni þar sem fullkomnar blöndun- arstöðvar leystu gömlu gálgabílana af hólmi og kranar og seinna steypu- dælur sendu steypuhjólbörurnar á byggðasöfnin. Þessir tímar voru í raun önnur tæknibylting á þessum bygginga- markaði sem kom til að svara kalli nýrra krafna þessara viðskiptavina um stóraukin afköst við styttri vinnutíma. Hér var hann enn á ný á heimavelli, gaumgæfði og gjörkynnti sér hina nýju tækni sem var að halda innreið sína á þessum árum og var enn á ný afrakstur stríðins, en í þetta sinn tækni sem þróuð var í Þýska- landi vegna uppbyggingar þess eftir heimsstyrjöldina síðari. Þangað sækjum við enn í dag þá stórkost- legu tækni sjálfvirkra blöndunar- stöðva, fullkominna steypubíla og af- kastamikilla steypudæla sem afkasta á einum degi því sem árið 1960 þurfti vikuna til og var Sigur- steinn potturinn og pannan í því verkefni að leiða inn þessa nýju tækni í fyrirtækinu á þessum árum og munaði um minna. Saga hans er á svo margan hátt samofin byggingarsögu höfuðborg- arsvæðisins. Hann óx úr grasi í Reykjavík sem náði rétt upp fyrir Snorrabraut og lauk starfsferli sín- um í Reykjavík sem ásamt ná- grannasveitarfélögum náði að Köldukvísl í Mosfellsbæ í norðri suð- ur fyrir Straumsvík og að sjálfsögðu öllum nýjum hverfum borgarinnar austan Snorrabrautar. Á þessum árum var Sigursteinn tengiliður fyrirtækisins við þúsundir húsbyggjenda og ekki er ofsögum sagt að í þeim samskiptum hafi hann aukið veg og hróður fyrirtækisins svo um munaði, hann mótaði stefnu um öfluga og góða þjónustu og skildi best nauðsyn þess að hlaupast aldrei undan vandamálunum heldur leysa þau þótt það kynni að kosta fjár- muni. Viðskiptavininum bar sitt, hvað sem það kostaði, og ekki spillti fyrir sá eiginleiki hans sem gerði hann stærstan í mínum augum, mikl- ir persónutöfrar og góð kímni, eig- inleikar sem stækkuðu hann og stækkuðu fyrirtækið um leið í eig- inlegri merkingu. Á kveðjustund sem þessari eru ótal minningar sem sækja að um samstarf okkar Sigursteins og væri að æra óstöðugan að reyna að ná ut- an um þær hér. Mér er fyrst og fremst í huga það lán sem mér hlotn- aðist að fá að starfa með slíkum snill- ingi í mannlegum samskiptum sem „Gussinn“ var. Ég veit að þar mæli ég jafnframt fyrir hönd allra okkar samstarfsmanna sem kveðjum í dag einstakan samstarfsmann sem við „óðum eld og brennistein“ fyrir í störfum okkar. Það er eingöngu gert fyrir mann með stórt hjarta, sem kunni að leyfa „sólinni að skína“ jafnt á allan hópinn. Mann sem skildi betur en flestir að samstilltur hópur er ávallt öflugri en einstaklingurinn og kunni jafnframt að þakka mönn- um góðan árangur. Hans stjórnun- arhæfileikar voru honum eðlislægir og meðfæddir. Við samstarfsmenn Sigursteins sendu Freyju og fjölskyldunni allri okkar bestu kveðjur og biðjum þeim allra heilla. Við yljum okkur á þess- ari kveðjustund við tilhugsunina um það ævintýralega og skemmtilega samstarf sem við áttum við hann og þess erum við vissir að ef „himneska steypustöð“ er að finna þá er hann kominn á fullt að steypa þar. Víglundur Þorsteinsson. Góður vinur og velgerðarmaður er látinn. Ég kynntist Sigga hjá B.M.Vallá fyrir tæpum fimmtíu ár- um. Ég var þá ungur námsmaður í Háskóla Íslands og var í sumarvinnu hjá Bensa á Vallá. Ók vörubíl og sótti steypuefni í „Álfsnesmöl“ á Kjalar- SIGURSTEINN GUÐSTEINSSON Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.