Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 23 MINNINGAR ✝ Gunnar Gíslasonvélstjóri fæddist í Reykjavík 14. júlí 1922. Hann lést á Landspítalanum 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Guð- mundsson, skip- stjóri og síðar hafn- sögumaður í Reykjavík, f. á Höfn í Dýrafirði 5. janúar 1888 og Sigríður Einara Jóhanns- dóttir, f. í Reykjavík 30. október 1891. Foreldrar Gísla voru Guðmundur Gíslason, bóndi á Arnarnúpi í Dýrafirði, og Guð- munda Guðmundsdóttir. Foreldr- ar Sigríðar voru Jóhann Níelsson, sjómaður í Reykjavík, og Þóra Gamalíelsdóttir. Systkini Gunnars voru Guðmundur forstjóri, f. 1920, Gyða, f. 1924, Geir skipa- smiður, f. 1926 og Jóhann lög- fræðingur. Þeir Geir og Jóhann eru látnir, en Guðmundur og Gyða lifa bróður sinn. Eiginkona Gunnars var Björg Sigríður Hermannsdóttir, f. í Reykjavík 27. júní 1924, d. 30. apr- íl 1990. Foreldrar hennar voru Hermann Guðbjartur Her- mannsson trésmíðameistari, frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, f. 1. júní 1888, d. 7. ágúst 1987 og Sigríður Sigurbjörg Þor- steinsdóttir frá Melabæ í Garði, f. 18. febrúar 1891, d. 8. ágúst 1966. Börn Gunnars og Bjargar eru: Hermann dag- skrárgerðarmaður, f. 9. des. 1946, Sig- rún, verslunarmað- ur í Danmörku, f. 11. febrúar 1948, maki Jeppe Nielsen kaupmaður, Ragn- ar, blikksmiður í Reykjavík, f. 3. febrúar 1956, maki Ásgerður Karlsdóttir og Kolbrún, húsfreyja í Kópavogi, f. 13. maí 1961. Gunnar lauk Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi í vél- virkjun í Landssmiðjunni 1944, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1946 og rafmagnsdeild 1947. Hann var vélstjóri hjá Ein- ari Þorgilssyni h.f. 1947–48, Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1949–82, vélaeftirlitsmaður hjá Siglinga- málastofnun ríkisins og loks vakt- maður hjá Hraðfrystistöð Reykja- víkur og síðar Granda h.f. 1983–92, en hætti þá störfum. Gunnar verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag þegar hann pabbi okkar er til moldar borinn reikar hugur okk- ar barnanna til baka og margs er að minnast. Það sem upp úr stendur er ástríkt og farsælt hjónaband hans og móður okkar, sem féll frá langt um aldur fram fyrir 15 árum. Þau voru ótrúlega samrýnd og samstiga í tæpa hálfa öld, eins og sniðin hvort fyrir annað. Þau lifðu nánast hvort fyrir annað, en ekki síst fyrir okkur börnin, því fjölskyldan var þeim allt. Þau hófu búskap í stórhýsi föð- urafa okkar á Bárugötunni, en síðar í Melgerðinu, í húsi sem pabbi reisti nánast einn og óstuddur, enda mik- ill hagleiksmaður og völundur. Við börnin ólumst upp við mikla ástúð, hlýju og kærleika. Faðmlög og kossar voru daglegt brauð. Foreldr- ar okkar voru í eðli sínu mjög ólík, en bættu hvort annað upp á flestum sviðum, hún félagslynd, opin og elskuleg, en pabbi traustur, stóð jafnan fastur á sínu, hógvær, dug- legur og ráðagóður. Hún var út- hverf, en pabbi innhverfur. Nótt og dagur mynda jú sólarhring og þann- ig höndluðu þau hamingjuna. Þau veittu okkur frábært uppeldi, stóðu þétt við bakið á okkur, litu á vini okkar sem sína vini, voru skiln- ingsrík og gefandi. Við höfðum ákveðið svigrúm í æsku, en vissu- lega voru ákveðnar reglur í heiðri hafðar. Þegar við hugleiddum fram- tíðaráform okkar á unglingsárum, t.d. framhaldsnám eða atvinnu, þá bentu þau jafnan á möguleika, en létu okkur alfarið um ákvarðanir, vildu svo styðja okkur heilshugar í okkar áformum, sögðu þetta vera okkar líf og fyrir það ber að þakka. Pabbi var oft fjarverandi vegna vinnu sinnar og því kom uppeldið á okkur í hlut mömmu, eins og tíðara var í þá gömlu góðu daga. Í Mel- gerðinu uxum við krakkarnir úr grasi í hverfi, sem þá var vaxtar- broddurinn í stækkun Reykjavíkur. Allt iðaði af lífi. Hvergi voru fleiri börn, nýir skólar, félagsmiðstöð, knattspyrnuvellir og kirkja fyrir ut- an „óbyggðirnar“, sem voru innan seilingar. Elliðaárdalurinn, Bú- staðalandið og hitaveitustokkurinn, sem lá út í óendanleikann. Í þessu umhverfi slitum við barnsskónum. Alltaf var sól á sumrin og nægur snjór á veturna. Þannig er þetta víst í æskuminningum flestra. Pabbi var kletturinn, sem vann þög- ull fyrir sinni stækkandi fjölskyldu og mamma, Björg Sigríður, var draumadísin hans, allt frá því að þau kynntust ung að árum, og við litlu ungarnir þeirra. Auðvitað var pabbi annað og meira. Á góðum stundum gladdist hann með okkur og tók fullan þátt í hamagangi, sem fylgir stórum barnahóp. Hann var sívinnandi og var varla búinn með húsið okkar fyrr en hann fór að hugsa sér til hreyfings um að byggja sumarhús. Auðvitað dreif hann í því og reisti veglegan sum- arbústað uppi í Skorradal. Honum féll nefnilega ekki verk úr hendi. Í Skorradalnum áttum við saman yndislegar stundir, þó oftast pabbi og mamma tvö ein. Þar var þeirra sælureitur. Svo kom reiðarslagið. Mamma dó langt um aldur fram 1990. Aum- ingja pabbi var eðlilega niðurbrot- inn við fráfall mömmu. Við börnin misstum þá mikið, en pabbi mest. Hún hafði verið akkerið hans, lífs- förunautur frá ungdómsárum þeirra. Segja má, að pabbi okkar hafi aldrei náð sér eftir fráfall mömmu. Hann syrgði hana til dauðadags, svo samofin höfðu þau verið. Það er augljóst að við systkinin erum auðug að hafa átt svona góða foreldra. Lán okkar er mikið. Við erum þakklát Guði fyrir þessa gjöf. Undanfarna daga höfum við farið yfir samverustundir með þeim báð- um, þakklát fyrir þær allar og nú er það okkar að vinna úr þessum arfi. Við vitum að fylgst verður með okk- ur og það af miklum kærleika. Nú þegar við kveðjum þig, elsku pabbi, vitum við að mamma bíður eftir þér í hæstu hæðum og þá nærð þú gleði þinni að nýju í örmum hennar. Hvíl þú í friði. Hermann, Sigrún, Ragnar og Kolbrún. Elsku afi, þær eru ófáar minning- arnar sem þjóta um huga okkar þegar við setjumst við skriftir. Okk- ur eru minnisstæðar allar ferðirnar upp í Skorradal með þér og ömmu. Okkur var ætlað stórt hlutverk í þeim ferðum en það var að opna hliðið, og við frænkurnar tókum þetta hlutverk alvarlega og stóðum okkur bara vel í því. Að ógleymdum obbosíunum á leiðinni, sem við lærðum svo síðar meir að kallaðar voru hraðahindranir. En við kjósum að nota enn í dag orðið obbosí fyrir hraðahindrun þrátt fyrir að enginn skilji hvað við erum að tala um. Og alltaf vorum við frænkurnar jafn spenntar þegar þú tókst þig til, settir mótorinn af bátnum á herðar þér og kallaðir: „Hverjir eru með út á bát?“ Auðvitað vorum við ekki lengi að trítla á eftir þér, afi, í alltof stórum björgunarvestum, stoltar. Það var margt sem þú kenndir okkur, afi, eitt af því var manngang- urinn í tafli sem notað var óspart uppi í Skorró og það var okkur mik- ið kappsmál að fá að tefla við þig. Þú varst okkur alltaf góður og vildir allt fyrir okkur gera og því gleym- um við aldrei. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér. Liljur og rósir þær skreyta þitt beð með þeim er barrtré sem blómstrar þar með Allt er svo litríkt svona rétt eins og þú því beðið er líf þitt en því lokið er nú Nú amma er hjá þér og þið saman á ný um litfagra dali hönd í hönd haldið í Ég bið bara að heilsa því lítið annað get gert vona að líf þitt á himnum verði yndislegt – Ég elska þig, afi minn! (Clargína.) Við elskum þig, afi, söknum þín alltaf en gleymum þér aldrei. Guð geymi þig, Erla Ragnarsdóttir og Fríða Hlín Ingólfsdóttir. Ég kveð með virðingu Gunnar Gíslason vélstjóra, sem er til moldar borinn í dag. Það eru ljúfar minn- ingar sem rifjast upp frá fyrri tíð við fráfall þessa prúðmennis. Minn- ingar sem tengjast ekki síst Mel- gerði 13 í Smáíbúðarhverfinu þar sem Gunnar og Björg Sigríður Her- mannsdóttir eiginkona hans bjuggu lengst af ásamt börnum sínum Her- manni, Ragnari og Kolbrúnu. Eldri dóttirin Sigrún fluttist ung til Dan- merkur. Heimilið var fallegt og þangað var mikið gott að koma. Þau hjón tóku vinum barnanna með hlýju og fyrir það allt er hér með þakkað. Það var gott að tala við Gunnar, fas- ið rólegt og yfirvegað. Þegar Skákklúbburinn Peðið kom saman í Melgerðinu heyrðust hlátrasköllin sjálfsagt yfir í næstu götu og þegar haldið var á kappleik kom hvatningin frá Björgu og Gunnari. Björg, verandi systir Her- manns, þess fræga markvarðar Vals og landsliðsins hér á árum áð- ur, vissi hvað fótboltinn gekk út á. Sjálfur hafði Gunnar orðið Íslands- meistari í knattspyrnu með yngri flokkum KR. Sjálfsagt er ekki ofmælt að segja að Björg hafi verið akkerið í lífi Gunnars og því var missirinn mikill fyrir fjölskylduna þegar Björg féll frá langt um aldur fram. Við sem trúum því að framhaldslíf á öðrum vettvangi taki við þegar héðan er kvatt getum því glaðst mitt í sorg- inni, trúandi því að þau Björg spóki sig nú saman á ný glöð með sína arf- leifð. Þakkar- og samúðarkveðjur sendi ég allri fjölskyldunni. Halldór Einarsson. Nú er hann Gunnar, faðir Her- manns æskuvinar míns, allur. Gunnar var einstaklega hægur og dagfarsprúður maður. Gunnari kynntist ég fyrir einum 40 árum þegar samskipti mín við son hans byrjuðu. Það var gott að koma í Melgerðið þar sem hún Björg, eig- inkona Gunnars, tók á móti manni með standandi veisluborðið, ef svo bar undir. Leiðir okkar Hermanns hafa meira og minna legið saman síðan aðallega í leik, en líka í starfi á ýmsum vettvangi. Það má segja að fyrst eftir andlát Bjargar hafi kynni mín við Gunnar hafist. Hann leitaði til mín síðustu árin meðan hann hafði heilsu til og þá fyrst ræddum við málin tveir ein- ir. Gunnar var ekki allra og hann bar ekki sorgir sínar á torg. Mér varð hins vegar fljótlega ljóst, að fráfall Bjargar var honum þung- bært og ást hans á börnum sínum var oft umræðuefni okkar. Gunnar var ekki samur eftir andlát konu sinnar. Alltaf hélt hann stillingu sinni í návist minni þótt stundum sæi ég tár glitra á hvarmi. Síðustu árin sín veiktist Gunnar af Parkinsonveiki og fundir okkar urðu strjálli. Annars var hann van- ur að birtast á skrifstofu minni án þess, að hafa hringt áður. Ef illa stóð á, sagði hann með hægð: Ég kem bara á morgun. Ég hafði gott af göngutúrnum! Aldrei heyrði ég styggðaryrði frá Gunnari þótt hann kæmi tvisvar er- indisleysu. Hann hló bara þegar ég benti honum á að betra væri að hann hringdi á undan sér. Þannig var Gunnar. Hann fór sín- ar eigin leiðir og var ekki allra. Þótt hann hefði verið Íslandsmeistari með yngri flokkum KR í knatt- spyrnu, minntist hann aldrei á slíkt við mig. Hann sonur hans hefði væntanlega komið slíkri rós í hnappagati sínu á framfæri við eitt- hvert þeirra fjölda tækifæra, sem Hermann kastar fram í gríni stað- reyndum um sig, sem yfirleitt eru ekki af verri endanum á íþróttasvið- inu. Ég votta Hermanni og systkinum hans, Sigrúnu, Ragnari og Kol- brúnu innilega samúð við fráfall föður þeirra. Megi Gunnar samein- ast sinni ástkæru eiginkonu hjá Föður almáttugum, nú þegar hann kveður okkar jarðneska heim sadd- ur lífdaga. Bergur Guðnason. Við viljum þakka þér þær góðu stundir sem við áttum með þér, Gunnar. Með ykkur mömmu náðust dásamleg kynni og það lýsti mikilli virðingu og umhyggju þegar þið genguð saman hönd í hönd hvert sem þið fóruð. Þegar mamma lá veik á spítala og þú komst til henn- ar ljómaði hún þegar þú labbaðir inn. Eftir að hún dó kvaddir þú okkur öll eins og þetta væri okkar síðasta stund saman, en svo varð nú ekki, við áttum góðar stundir saman eftir það, þegar haldið var á kaffihúsið Nauthól á góðum sumardegi og þér leið vel. Þegar við komum til þín á Grund hafði dregið nokkuð af þér, þú tal- aðir um að það vantaði glugga til að horfa út, en á þeim stað sem þú ert núna þarf ekki neina glugga, þar sérð þú allt. Við sendum fjölskyldu Gunnars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Ragna Alexandersdóttir, Guðrún Alexandersdóttir, Sveindís Alexandersdóttir og fjölskyldur. Mig langar að minnast vinar míns Gunnars Gíslasonar. Ég kynntist Gunnari fyrir 10 ár- um þegar hann og mamma kynntust og voru góðir vinir í Árskógum. Þótti mér strax vænt um þennan kall, hann hæglátur og jarðfastur, samt fannst mér svolítið skrýtið að mamma kynntist öðrum manni. Þau áttu margar góðar stundir saman, fóru í sumarbústað Gunnars í Skorradal, til Kanarí og til Dan- merkur, þar sem mamma átti son og hann dóttur. Þessi hægláti og nægjusami mað- ur var alltaf brosmildur og góðleg- ur, það voru hans einkenni. Oft komu þau í kaffi til mín og minnar konu. Honum þótti alltaf vænt um mömmu og man ég að hann færði henni á hverju ári um jólin svokall- aðan jólaóróa, gyllta að lit, mamma var mjög svo glysgjörn enda mikil prýði af þeim á jólahátíðinni. Seinna veiktist mamma af Alz- heimer og minnið hvarf, ég veit að það var erfiður tími fyrir Gunnar. Eitt sinn fór ég með hann til mömmu eftir hádegi og sótti hann eftir kvöldmat. Á leiðinni niður í Skipholt þar sem hann bjó sagði hann við mig, þessu gleymi ég aldr- ei. „Gulli, þú hefur svo góð tengsl, geturðu bara reddað mér inn á deildina, svo ég geti verið með henni það sem eftir er.“ Svona var hann vinur vina sinna. Ég heimsótti Gunnar fyrir mán- uði síðan á Grund, og var mér svo- lítið brugðið hversu grannur hann var, hann var sofandi þegar ég kom og herbergisfélaginn líka, ég settist á rúmstokkinn hjá honum og spyr svolítið lágt; „manstu ekki eftir mér?“ Kallinn settist upp og horfði á mig og sagði; „þú hefur góðlegan svip, en þekkjumst við?“ Ég vissi að minnið var brostið en sáttur var ég með tilsvarið hjá honum. Svo var ég undrandi þegar ég sá hver var í næsta rúmi! Jón smiður (skipasmiður) frá Vestmannaeyj- um, fyrrverandi samstarfmaður hjá Flugfélagi Íslands. Þarna voru tveir sem una sjónum vel, annar vélstjóri, hinn skipasmiður. Þarna voru tveir heiðursmenn saman komnir til að kenna þeim sem erfa landið að lífið er ekki bara þægindi. Jú, maður verður að kunna að meta það sem maður hef- ur haft. Gunnar, ég þakka fyrir okk- ar vináttu. Mig langar að tileinka þessari grein þér og mömmu, sem féll frá í sumar. Guðlaugur Kr. Birgisson. GUNNAR GÍSLASON Siggi minn. Mér þótti vænna um þig en marga aðra menn. Frá því ég var barn þekkti ég þig og þína. Þú varst alltaf besti málarinn. Þú varst alltaf besti leikarinn, þú varst alltaf besti söngvarinn og þú varst alltaf besti sjálfstæðismaðurinn. Þú varst alltaf mesti félaginn og alltaf besti drengurinn og sannasti ritstjórinn og röggsamasti kennar- inn. Alltaf tilbúinn að leiðbeina ungum ritglöðum sjálfstæðismanni á blaðinu okkar „Hamri“ í Hafn- arfirði. Tilbúinn að segja til um hvað betur mætti gera og betur mætti fara. Þú varst einlægur félagi. Ráð- hollur og raungóður. Sérstaklega ákveðinn og lyndisfastur. Lést heyra í þér þegar að þér og stétt og stolti var vegið. Þú sagðir til SIGURÐUR KRISTINSSON ✝ Gísli SigurðurBergvin Krist- insson málarameist- ari fæddist í Hafnar- firði 27. ágúst 1922. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 4. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 14. septem- ber. synda þegar það átti við. Þú vékst aldrei frá hugsjónum þínum og varst í framvarðar- sveit hvar sem þú fórst. Þú vildir sam- stöðu meðal manna en jafnframt að hver einstaklingur skyldi hafa það frelsi sem sanngjarnt væri til að ryðja sér braut. Þú varst listamað- ur – sjálfstæður hug- sjónamaður en ekki lýðskrumari sem eru svo tamar innihaldslausar yfirlýsingar. Þú varst Íslendingur og þú varst Hafnfirðingur og jafnframt sjálf- stæðismaður svo af bar! Þú kenndir mér að draga til pensils, þú kenndir mér að skrifa greinar. Þú kenndir mér að meta náungann og lasta engan en segja til syndanna þegar rétt var. Þú mast vini þína mikils en þó Önnu, konuna þína, mest, og öll börnin góðu og heimili ykkar, sem stóð hæst á okkar heilaga „Hamri“ og ber ávallt efst um glæsileika og tign Hafnarfjarðar um alla daga. Ég sakna þín, Siggi minn. Samúð til allra, sem syrgja. Ævar Harðarson, Suðureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.