Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 31 DAGBÓK Ránið hefur fengið frábærar móttökur íslenskra lesenda og hér bætist við ein ný viðurkenning w w w. f r u m . i s Tilnefnd á heiðurslis ta IBBY Frum Innköllun skuldabréfaflokks Sparisjóðabanka Íslands nr. SPB01 Sparisjóðabanki Íslands hf., kt. 681086-1379, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík, hefur ákveðið að nýta sér heimild til innköllunar allra víkjandi skuldabréfa í skuldabréfaflokki bankans númer SPB01. Samkvæmt ákvæðum skuldabréfa í skuldabréfaflokknum er innköllunin birt a.m.k. þremur mánuðum fyrir vaxtagjalddaga 26. janúar 2006. Skuldin verður greidd í samræmi við ákvæði skuldabréfaflokksins. Greiðslustaður skuldabréfanna er hjá Sparisjóðabankanum, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík. Að öðru leyti vísast til ákvæða skuldabréfa í skuldabréfaflokknum. Kór Flensborgarskólans hefur starfað í20 ár og fer ört stækkandi. Starfið erí miklum blóma, kórinn tók þátt ísterku kóramóti á Spáni í sumar og um næstu helgi heldur hann glæsilega tónleika. Í dag eru kórfélagar 65 talsins eða 10% nem- enda skólans. Kórinn er blandaður og kynjahlut- fallið jafnt, sem er óvenjulegt í ungmennakór. Hrafnhildur Blomsterberg er stjórnandi kórsins til margra ára. „Fyrir 10 árum var þetta í raun sönghópur. Skólinn hefur stækkað mikið á tímabilinu og bæði nemendafjöldi og fjöldi kórfélaga stórauk- ist. Við horfum björt til framtíðarinnar því nú er verið að stækka byggingar skólans og við það fáum við betri aðstöðu og enn fleiri nemendur. Aðsóknin í inntökupróf kórsins hefur verið mjög góð og komin er sterk hefð í skólanum fyrir kórnum. Þetta er í raun orðin lítil stofnun innan stofnunarinnar. Í kórnum er mikið félagslíf og það hefur sýnt sig að vinátta krakkanna helst til framtíðar.“ – Hvernig tónlist syngið þið? „Hún er mjög fjölbreytt. Við syngjum ís- lenska kórtónlist, erlenda tónlist, veraldleg og kirkjuleg verk og svo framvegis. Einnig er tölu- vert samið fyrir kórinn. Í sumar sungum við tvö slík verk: Martröð eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, við texta hafnfirska ljóðskáldsins Arnar Arnarsonar, og Rauða riddarann eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Á kóramótinu fluttum við hið fræga verk Te Deum eftir Kodály, undir stjórn Ungverjans Laszlo Heltay. Þetta var með öðr- um kórum, samtals 400 manns, og með þessu bæði einsöngvarar og sinfóníuhljómsveit. Það var meiriháttar upplifun fyrir unga fólkið að fá að vinna með jafnfæru fólki.“ – Hvernig er að stjórna skólakór? „Það er náttúrlega ekkert yndislegra en að geta sameinað starf og áhugamál og sérlega gef- andi að stjórna ungmennakór. Ungt fólk í dag er opið fyrir því að prófa það sem það þekkir ekki og í tónlistinni kemur það jákvætt út. Með því er hægt að kynna það fyrir svo mörgu. Ég stjórna einnig Kvennakór Hafnarfjarðar og má segja að það starf sé að mörgu leyti öðruvísi. Þar þarf ég einfaldlega að hafa minna fyrir hlut- unum. Unga fólkið er með alveg óskólaðar radd- ir og þekkir þær lítið sem ekkert. Það er tilbúið að opna sig þótt það hafi ekki sungið áður og leyfa sér að prófa nýja hluti. Það er eins og ómótaður leir.“ Tónleikarnir um næstu helgi eru í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði. Þeir byrja kl. 16 laugardag- inn 23. október og miðaverð er 1.200 krónur. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára og fyrir nem- endur Flensborgarskólans. Á tónleikunum verð- ur flutt sú dagskrá sem kórinn fór með til Spán- ar í sumar. Tónlist | Kór Flensborgarskólans flytur verk frá ferð sinni til Spánar 10% nemenda í skólakórnum  Hrafnhildur Blomst- erberg er stjórnandi Kórs Flensborgarskól- ans. Hún stjórnaði kórnum í fjögur ár fram til ársins 1987 og tók aftur við stjórn hans 1996. Hrafnhild- ur er með meistara- gráðu í kórstjórn frá UCSB, Kaliforníuhá- skóla í Santa Barbara, og hefur stundað framhaldsnám í tónlist- arfræðum. Áhugi hennar á kórstjórn kvikn- aði í kór stórfjölskyldu hennar, Fjöl- skyldukórnum. Hrafnhildur er gift Birgi Finnbogasyni og saman eiga þau dæturnar Valgerði og Hjördísi. Einmanna vörn. Norður ♠G92 ♥10854 ♦D7 ♣ÁDG4 Vestur Austur ♠107654 ♠ÁK3 ♥Á32 ♥7 ♦KG65 ♦10983 ♣9 ♣107532 Suður ♠D8 ♥KDG96 ♦Á42 ♣K86 Eins og svo oft áður, urðu Ítalir heimsmeistarar árið 1974, þá á heima- velli í Feneyjum. En það var enginn heimsmeistarabragur á vörn Ítala í spilinu að ofan, sem er frá undan- úrslitaleiknum gegn Brasilíu. Suður varð sagnhafi í fjórum hjört- um einfalda sagnröð: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Pietro Forquet hélt á spilum vesturs og kom út með einspilið í laufi. Sagn- hafi stakk upp ás og spilaði trompi, sem Forquet tók strax og skipti yfir í ... tígulkóng?! Þetta er óskiljanlegt með allar hend- ur uppi, en Forquet hafði svo sem nokkur rök fyrir vörn sinni. Hann hugsaði dæmið þannig: Það er því að- eins rétt að spila spaða að austur sé með ÁK, en ef makker á tígulás er hægt að taka þar tvo slagi og fá stungu í laufi. Og auðvitað eru meiri líkur á því að félagi sé með eitt lykilspil (tígulás- inn) en tvö (ÁK í spaða). Kannski voru þetta gild rök á þess- um tíma, en í dag þýddi ekki að bjóða makker eða sveitarfélögum upp á slíkt bull. Ef austur lætur lauftíu í fyrsta slaginn, er það augljóst hliðarkall í spaða og ætti að duga til að taka spilið tvo niður. En treysti menn ekki full- komlega á hliðarkallið í stöðunni, væri einfalt að leita upplýsinga með því að dúkka fyrsta hjartaslaginn og fá skýra leiðsögn frá makker í næsta tromp. Þá fer spilið reyndar aðeins einn niður, en það er nóg í sveitakeppni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Be7 7. He1 d6 8. c3 O-O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 Hd8 14. d5 Bd7 15. Rf1 Hdc8 16. Bd3 Rb7 17. Rg3 Rc5 18. Bf1 b4 19. Rd2 g6 20. Rc4 Re8 21. Bd2 a5 22. Hc1 Db7 23. Kh2 Ra4 24. f4 exf4 25. Bxf4 Rb6 26. Df3 Rxc4 27. Bxc4 Bf6 28. b3 Be5 29. Bxe5 dxe5 30. Hf1 f6 31. d6+ Kg7 32. Bd5 Bc6 33. Hxc6 Hxc6 34. Dg4 Db6 35. De6 Rxd6 36. Dxf6+ Kh6 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í St. Vincent í Ítalíu. Nikola Djukic (2521) hafði hvítt gegn Martin Taylor (2316). 37. Hf5! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 37... Rxf5 38. Rxf5+ Kh5 39. g4#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Spilafíkn ÞAÐ er vitað mál að spilafíkn er vax- andi vandamál í því þjóðfélagi sem við búum í í dag. Það eru tveir aðilar sem mega reka spilakassa á Íslandi í dag. Háskóli Íslands og Íslandsspil en síð- ara félagið er rekstrarfélag þriggja líknarfélaga en þau eru SÁÁ, RKÍ og Landsbjörg sem njóta góðs af tekjum Íslandsspils. Það eru dæmi um að fólk sé að missa allt sitt út af þessum söfn- unarkössum. Heilu íbúðirnar farnar, bílarnir farnir, hjón skilja, vantraust og uppleystar fjölskyldur. Þetta eru afleiðingar spilafíknar. Það er mismunandi á hvaða stigi spilafíkillinn er. Sjá nánar um spila- fíkn í bók gefinni út af SÁÁ. En fyrst spilafíkn er orðinn svona stór og mik- ill vandi hér á landi, er þá ekki hægt að koma einhverjum lögum á þessi fé- lög sem standa að þessum söfn- unarkössum og skylda þau til þess að borga 5–6% af ágóðanum í hjálp fyrir spilafíkla? Hagnaður þessara aðila er gífurlegur. Mér er ekki kunnugt um það hvað sá hagnaður er nákvæmlega mikill en ég get leyft mér að fullyrða það að hér sé um gífurlegar fjárhæðir að ræða. Af hverju eru þá þessi félög eins og áður sagði ekki skyldug til þess að borga vissa prósentu af hagnaðinum í aðstoð og rannsóknir við spilafíkla og á spilafíkn? Svo er annað, þessir söfn- unarkassar eru í hverri einustu sjoppu, hvernig væri að fækka þeim og hafa þá á nokkrum stöðum á höf- uðborgarsvæðinu þar sem fólk myndi þurfa að skrá sig inn og mætti bara eyða ákveðinni upphæð í mánuði eins og t.d. 1.000–3.000 kalli? Þetta væri ágætisleið til þess að sporna gegn spilafíkn. Ég er ekki að segja að það eigi að banna söfnunarkassa, ég er að segja að það eigi að auka eftirlit með þessum aðilum, sjá í hvað tekjurnar fara, koma með ákveðinn skatt sem færi í rannsóknir og hjálp við spila- fíkla og fækka söfnunarkössunum og hafa aðgangsstýrt svæði með ákveð- inni hámarksupphæð í mánuði sem fólk gæti eytt. Ég hvet fólk til þess að láta í sér heyra um þennan vanda því spilafíkn er vandi sem er alls staðar á Íslandi í dag og það þarf meiri opna umræðu um þetta málefni. Með kveðju. Háskólanemi í Reykjavík. Dýrainnflutningur Innflutningur á kanínum hefur skap- að vandamál hér á landi og nú er ver- ið að flytja inn rottur sem eiga að vera leikföng fyrir börn. Þetta býður heim vandamálum. Kristín. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn KRONOS kvartettinn sem heimsótti okkur á Listahátíð 2002 heldur áfram frægðarferð sinni um heim- inn. Tónleikar kvartettsins í Barbic- an listamiðstöðinni í London á dög- unum hafa þó hlotið misjafna dóma, en gestur tónleikanna var indverska Bollywoodsöngkonan Asha Bhosle. Um langt árabil hefur Bhosle sungið sig inn í hjörtu Indverja í tugum, ef ekki hundruðum kvikmynda fram- leiddum í stærstu kvikmyndaborg heims, Bombay. Bhosle sást þó ekki á hvíta tjaldinu, – hún var bara söngröddin fagra sem engin leik- kona Bollywood gat jafnað. Á tónleikunum voru verk R.D. Burmans, látins eiginmanns Bhosle í sviðsljósinu, en hann var eitt áhrifa- mesta kvikmyndatónskáld Indverja. Kronos kvartettinn er þekktur fyrir samstarf sitt með tónlist- armönnum víðs vegar úr veröldinni, og á tónleikunum í Barbican lék kvartettinn einnig lag Sigur Rósar, Svefn-g-englar í útsetningu Steph- ens Prutsmans, en samstarf Kronos og Sigur-Rósar hófst á Listahátíð. Gagnrýnandi Guardian segir söng Bhosle hafa verið áhrifamik- inn, en nokkuð hefði vantað upp á að Kronos kvartettinn spilaði ind- versku músíkina á sannfærandi hátt. Gagnrýnandi Independent er hins vegar ánægðari með frammistöðu Kronos, bæði í indversku bíómús- íkinni og stöku lögunum, sem voru auk Sigur-Rósar lagsins, frá Eþíóp- íu og verk eftir Terry Riley. Gagn- rýnandinn, Robert Maycock, sagði að útsetning og flutningur Kronos á Svefn-g-englum hefði risið í hæðir í upphöfnum hátíðleika. Tónlist | Kronos spilar Sigur-Rós og Bollywoodmúsík í Barbican Morgunblaðið/Golli Kronos kvartettinn við Borgarleikhúsið á Listahátíð 2002. Upphafinn hátíðleiki Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.