Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 15 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Ragnheiður Runólfsdóttir, Sundþjálfari: Það er gott fyrir heilsuna og eflir mann í leik og starfi. Mr. Lee, túlkur: Til þess að brosa breitt. Teitur Örlygsson Körfuknattleiksmaður: Því að ég er einbeittari í öllu sem ég tek mér fyrir hendur auk þess er úthaldið betra. www.ginseng.is Stafræn brjóstamyndatakagetur gagnast sumum kon-um betur en hefðbundinmyndataka með filmu í því að greina brjóstakrabbamein, að því er ný rannsókn bendir til. Frá þessu er m.a. greint á bandaríska vefnum WebMD þar sem greint er frá niðurstöðum rannsókna og læknar svara spurningum. Rúmlega fjörutíu þúsund konur í Bandaríkjunum og Kanada tóku þátt í rannsókninni sem bar saman þessar tvær aðferðir við mynda- töku á brjóstum til að greina hugs- anlegt krabbamein. Niðurstöðurnar birtust í New England Journal of Medicine. Hefðbundin röntgenmyndataka hefur verið notuð víðast hvar í nær 40 ár en stafræn myndataka í þess- um tilgangi var kynnt til sögunnar í Bandaríkjunum fyrir um sex ár- um. Aðferðin er sú sama, þ.e. brjóstin eru klemmd og mynd tek- in. Stafræn myndataka hefur m.a. það framyfir hefðbundna röntgen- myndatöku að hægt er að vinna með myndina í tölvunni og t.d. snúa henni á ýmsa vegu og það getur e.t.v. gagnast vel til að finna æxli. Vonir stóðu til að stafræn myndataka gæti aukið nákvæmni í krabbameinsleit í ungum konum og öðrum með þétt brjóst, að sögn vís- indamannanna. Rannsóknin leiðir einmitt þetta í ljós, að sögn Etta Pisano röntgenlæknis, sem fór fyrir Stafræn brjóstamyndataka getur gagnast sumum betur Morgunblaðið/Ásdís Stafræn myndataka hefur m.a. það framyfir hefðbundna röntgenmynda- töku að hægt er að vinna með myndina í tölvunni og t.d. snúa henni á ýmsa vegu og það getur e.t.v. gagnast vel til að finna æxli. Málþing verður haldið á vegum Samhjálpar kvenna í Norræna húsinu, þriðjudaginn 18. október nk. kl. 20 og þar mun Baldur F. Sig- fússon, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, ræða kosti stafrænnar myndatöku af brjóst- um. Einnig halda ávörp og erindi Guð- rún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna, Ása Ásgeirs- dóttir Cetti, brjóstaskurðlæknir í Mamma Center í Vejle í Danmörku og Ásgerður Sverrisdóttir, krabba- meinslæknir á LSH. Málþingið er hluti af árveknisátaki um brjóstakrabbamein þar sem frætt er um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leit- arstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. vísindamönnunum. Fita er minni í þéttum brjóstum og erfitt getur verið að skoða og túlka röntgen- filmur af slíkum brjóstum, að henn- ar sögn. Auðveldara getur verið að greina myndirnar í tölvu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrir konur, fimmtugar og eldri, getur regluleg brjóstamyndataka minnkað líkurnar á að deyja úr brjóstakrabba um 30% eða meira. Tölfræðin er ekki eins skýr þeg- ar kemur að ungum konum með þétt brjóst. Nýja rannsóknin leiddi í ljós að stafræn brjóstamyndataka leiddi til þess að nákvæmni í greiningum á brjóstakrabbameini jókst um 15% hjá konum undir fimmtugu.  ÁRVEKNISÁTAK UM BRJÓSTAKRABBAMEIN Í OKTÓBER FYRIR þá sem vilja losna við hvers- konar fíkn, eins og reykingafíkn, átfíkn eða áfengisfíkn, gætu ný námskeið í Sahaja-jóga verið leið sem vert er að skoða. Benedikt S. Lafleur, sem er einn af leiðbein- endum Sahaja-jóga hér á landi, segir að fíknir nærist á ójafnvægi en með því að ástunda Sahaja-jóga sé einmitt verið að virkja lífsork- una, eða Kundalini, og hreinsa orkustöðvarnar til að öðlast meira jafnvægi og orkuflæði í lík- amanum. „Og það er svo merkilegt að fíknin virðist hverfa átakalaust eða sjálfkrafa, enda merkir orðið Sahaja eitthvað sem er sjálfs- prottið. Með því að virkja lífsork- una náum við jafnvægi á milli þess- ara tveggja andstæðu póla sem búa í okkur öllum, karlmannlegu hlið- inni og kvenlegu hliðinni. Karl- mannlega hliðin stendur fyrir at- hafnir en hin kvenlega stendur fyrir tilfinningar.“ Og þar sem það er ekki metið til fjár að kenna fólki að virkja lífsork- una, eru þessi námskeið ókeypis. Þessi nýja jógaaðferð kemur frá Indlandi og var þróuð af Shri Ma- taji Nirmala Devi, en hún var áður mikill vinur Ghandi, leiðtoga Ind- lands og barðist með honum fyrir sjálfstæði landsins. Benedikt segir Sahaja-jóga vera vísindaleg fræði því virkjun lífsork- unnar sé áþreifanleg og mælanleg. „Við kennum fólki að finna fyrir lífsorkunni í fingrum, höndum, fót- um og höfði og það er líka hægt að finna hvert hún nákvæmlega fer í líkamanum. Þetta er mjög einfalt og allir geta þetta. Þetta krefst ekki neinna líkamlegra stellinga eða æfinga. Fólk situr bara og læt- ur fara vel um sig.“ Sahaja-jóga gegn fíknum  HREYFING Morgunblaðið/Ásdís Sahaja-jóga er til dæmis hægt að stunda sitjandi í stól. Námskeið í Sahaja-jóga fara fram í Borgartúni 20. Sími Benedikts: 659–3313 www.sahajayoga.org Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.