Tíminn - 05.04.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1970, Blaðsíða 2
TIMINN JOHNS-MANVILLE glerullareinangrun er nu seiu fjrrr vlnsælasta og örugglega ódýrasta glerullar- elnangrun á markaSnum ’ dag. Auk þcss fáið þér frfan álpappír me8. Hagkvæmasta einangrunarefniS i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Sendum hvert á land sem er. M U N I D JOHNS-MANVILLE f alla einangrun. JÖN LOFTSSON H.F. HRINGBRAUT 121 Sim_ 10600 GLERARGÖTU 26, Akureyri — Sími 96-21344. Guð.töiv Styrkársson HÆSTAKtTTAmdCMABUK AUSTUKSTILMTI 6 SiJW 11354 *Blfur Laugav*%i 38 Skólavörðustig 13 og Vestmannaeyjum * Hollenzku sokkabuxurnar úr ull og nylon eru komnar aftur * Framúrskarandi vara, sem reynzt hefur afburða «el MTTUR KIRKJUNNAR LJÓS YFIR GRÖF SUNNUDAGUR 5. apríl 1970. Um páskaleytið koma margir til Jerúsalem og ganga um þá staði, þar sem atburðir píslar- sögunnar og páskanna gerðust fyrir nær tveim árþúsundum. í Grafarkirkjunni í þessari helgustu borg heims er undir háu hvelfingunni sérstök kap ella gerð úr rauðum og hvít- um marmara og á að vera reist samkvætjit arfsögninni yfir þeirri gröf í klettinum, sem Kristur var lagður í látinn. Fyrst er gengið inn í lítinn forsal, Engilskapelluna, sem sö.gð er geyma brot af stein- um, sem forðum var velt fyr- ir grafardyrnar og frá þeim aftur af engilshöndum. Inn í sjálfa grafarþróna eru svo mjög lágar dyr. í norður- hluta þeirrar þróar er sýnd sjálf gröfin, sem er tveggja metra löng og rúmlega metri á breidd. Gröf þessi er af hinni svo- kölluðu bekkjargrafagerð og er nú hulin af marmarahellu, sem sýnir staðinn, þar sem líkami Jesú er sagður hafa hvílt forðum. Hvort nokkurt þrep er nú í vegg grafarþróarinnar, er óvíst. En sannað þykir, að á dögum Konstantíns mikla var þessi kirkja byggð og gólf hehnar jafnað með því að höggva brott og lækka klettinn, sem hún er byggð á, en þá var þrep skilið eftir með grafar- þró þeirri sem nú er talin gröf Krists. Þetta sannast af háa kletta- þrepinu í norðvesturhluta kap ellunnar. Það er því margt, sem bend ir til, að í Grafarkirkjunni helgu sé hin rétta og uppruna lega gröf Krists eins og arf- sögnin hefur lengi haldið fram. Að undanteknu gullnu kross rnahki og nokkrum gullnum lömpum, sem dreifa fölri birtu eða mildum bjarma yfir allt, þá er gröfin blessunarlega laus við það prjál og skraut úr silfri og gulli, sem einkennir þessa helgu staði og vekur undrun og andúð. Á hellunni liggur aðeins stór þyrnikórór.a, ímynd þeirr ar kórónu, sem Kristur var píndur með og nefnist Spina Christi. Það er fagurt tákn þess, hvernig við öll, sem hvert ein- stakt er krýnt sinni þyrnikór- ónu, munum fá eins og hann að skilja hana eftir og skipta henni fyrir sigurkranz lífsins eilífa. Sænskur kirkjuhöfðingi, sem var gestur Grafarkirkj- unnar fyrir nokkrum árum seg ir frá komu sinni þangað, með þessum orðum, sem við getum haft til íhugunar: „Hér inni í rökkri þagnar og einveru gæti ég lagt af mér það stolt og einstrengingsskap sem við Lútherskirkjumenn og ekki sízt við Svíar erum þekkt- ir að og íþyngjum okkur með, þegar við ættum fyrir annarra augum að sýna okkar innsta og allrahelgasta og krjúpa fram í auðmýkt og tilbeiðslu án sjálfshyggju pg sýndarstór- - mennsku. Hér gat ég með ennið heitt við svalan marmarann lejrft tárum mínum að streyma fjrálst og án blygðunar. Ég mun aldrei koma á helg- ari stað í þessari veröld. Hér er ég staddur í hinu allrahelg- asta á þessari jörð. Hér er hjartastaður Guðs kristni. Frá þessari grafarþró rann upp hin sanna sól, ljóssins fursti lagði héðan sigrandi leið sína til að frelsa heimirm frá makt myrkranna. Héðan streymir sú elskunnar lind, sem leysir hjarnfjötra haturs og syndar og sú uppspretta ljóssins, sem sigrar djúp myrk ursins og breytir dauða í L£f*‘. Arelíus Níelsson. Koparhúðaðar Gluggastengur HNÚÐASTENGUR SPENNISTENGUR borðar og krókar Málning & Járnvörur jj.f. Sími 11295 — 12876 Laugaveg 23 \ DUNLOP Gúmmímottur í fjós frá Dunlop eru þær albeztu. Bændur athugið að nú er rétti tíminn að panta ef þið ætlið að laga eða byggja fjós í sumar. M AUSTURBAKKI fsím. : 38944 Nú er kominn tími til að athuga höggdeyfana fyrir vorið og sumarið. STILLANLEGIR höggdeyfar sem hægt er að gera við, ef þéir bila. — Nýkomnir KONI höggdeyfar- ar í eftirtalda bíla: Chevrolet Chevelle Cortina (aftan) Taunus 12 M (aftan) Taunus 17 M (aftan) Hillman Imp. Benz fólksb. Benz vörub. N.S.U. Prins 1000 Fiat Moskvitch Oþel Kadet Opel Karavan Opel Rckord Opel Kapitan Rambler Amerikan Rambler Classic Renault Skoda Oktavia Skoda 1000 M.B. Toyota Crown Toyota Corona Toyota Corolla Toyota Landcruser Vauxhall Victor Vauxhall Viva Volvo fólksb. Willys jeep Útvegum með tiltölulega stuttum fyrirvara KONI-höggdeyfa i hvaða bfl sem er. KONl höggdeyfarnir eru í sér gæðaflokki og end- ast ótrúlega vel. Þeir eru einu höggdeyfarnir, sem seldir eru á íslandi með ábyrgð og hafa tilheyrandi viðgerða- og varahlutaþiónustu. KONl höggdeyfar endast, endast og endast. S Y M R I L L - Ármúla 7 - Sími 84450 Ljósmæður Fundur verður í Ljósmæðrafélagi íslands, þriðju- daginn 7. apríl, kl. 4 e.h., í kennslustofu Ljós- mæðraskólans. Fundarefni: Orlofsheimili B.S.R.B. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.