Tíminn - 05.04.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1970, Blaðsíða 7
8UNNTTDAGUR 5. «prfl 19701 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fnam&vœmdastjárl: Krtstján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsaon (áb). Andés Krlstjánsson, Jón Helgason og Tónm* Karlsson. Anglýslngastjóri: Steingrtmur Gíslason, Rttstjórnar- skrtfstofnr 1 Edduhúslnu, símar 16300—18306. Skrifstofur Bankastrætl 7 — AígreiBslustml: 12323 Auglýstngaslml: 19523. ABrar sfcrifstofur stml 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- uCl, lnnanlands — í lausasöln kr. 10.00 elnt. - Prentsm. Eklda bf. Verðgæzlufrumvarpið var sýndarmennska í hinm ágætu ræðu, sem Ólafur Jóhannesson, formað- ur Framsóknarflokksins hélt, þegar hann setti aðalfund miðstjómarinnar, minntist hann m. a. á verðgæzlumál- tn. Þar sem þau mál hafa verið mjög á dagskrá að und- anfömu, þykir rétt að birta orðréttan þann kafla ræð- ramar hér á eftir „Þegar ráðherra fylgdi fmmvarpinu úr hlaði, gat hann þess ekki einu orði, að sumir þingmenn stjómarliðsins væra því andvígir og ætluðu að greiða atkvæði gegn þvi Nú eftii á segist hann þó hafa vitað um það þá. Við þessa urnræðu lýsti ég því þegar yfir, að ég gæti ekki fyigt þessu frumvarpi eins og það væri úr garði gert Sum ákvæði framvarpsins vom blátt áfram fáránleg, nánaist hiægileg, svo sem t. d. það að fyrirtæki, sem gerðu með sér samning um óleyfilegar samkeppnis- hömlur áttu að senda þá inn til verðgæzlunnar. Hvenær hafa menn heyrt um það, að þeir, sem aetla að fremja iögbrot, skýri yfirvöldum frá því fyrirfram? Einnig var gart ráð fyrir því, að verðgæzluyfirvöld tækju upp samn- inga við þá, sem brotlegir yrðu. Ný stefna það. Og sfð- ast kom svo rúsínan í pylsuendanum. Lögin áttu ekki að koma til framkvæmda fyrr en tólf mánuðum eftir að Alþingi hefði afgreitt þau. Ég gat þess einnig í þessari ræðu minni, að vera kynni, að á frumvarpinu mætti gera þær breytingar, að ég gæti á það fallizt. Þar með opn- aði ég dyr, ef vilji var tfl samstarfs. Það sá meira að segja Morgunblaðið og gat um. En hvoriri forsætisráð- herra né viðskiptamálaráðherra né nokkur af þingmönn- um stjómarliðsins hafa nokkru sinni rætt neitt um þetta mál við mig. Og mér er ekki kunnugt, að þeir hafi rætt það við nokkum Framsóknarþingmann. Lýsa slík vinnubrögð miklum áhuga hjá flutningsmönnum máls, sem jafnframt segjast hafa frá upphafi vitað, að öriög þess væm undir Framsóknarmönnum komin? Nei, sann- leikurinn er sá, að þetta fmmvarp var aldrei annað en sýndarmennska, opið í báða enda, flutt til þess að friða og blekkja. Verzlunarstéttinm var sagt, að í því fælist raunverulega afnám verðlagseftirlits, og sennilega hefur hún trúað því, og ekki gert sér grein fyrir hinum langa gildistökufresti. Launastéttinni og öðrum, sem ekki vilja á þessum tímum sleppa verðlagseftirliti, var bent á að þetta ætti ekki að koma til framkvæmda fyrr en eftir ár, og að eftir sem áður væm í því allar heimildir tiL verðlagseftirlits, ef vilji væri til að beita þeim. Sannleik- urinn er sá, að samkvæmt frumvarpinu var hægt að draga úr eða sleppa að mestu öllu verðlagseftirliti alveg eins og hægt er eftir núgildandi lögum en það var líka eftir því hægt að halda uppi verðlagseftirliti með svip- uðum hætti og nú er gert. Sannleikurinn er sá, að þetta frumvarp var tvinnað af tveim þáttum — klókindum Bjama Benediktssonar og fljótaskrift Gylfa Þ. Gísla- sonar. Það var náttúrlega útilokað, að Framsóknarfldkk- urinn gæti fylgt þessu frumvarpi, eins og það var úr garði gert og að því staðið. Hitt er svo vafalaust rétt, að það þarf að lagfæra ýmsa annmarka á verðgæzlunni. Það mál emm við sem áður reiðubúnir að skoða af fullri sanngirni. Og vitaskuld er æskilegt, að hér skapist sem fyrst það jafnvægisástand í efnahagsmálum, að ekki þurfi á neinu opinb'"”u verð- lagseftiriiti að halda.“ Eins og fram kemur í þessum orðum Ólafs Jóhannes- sonar hefur Framsóknarflokkurinn verið fús til við- ræðna og samstarfs um þetta mál, en eftir því hefur ekki verið leitað. ÞÞ. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Hin nýja rfkisstjórn Rumors getur orðið ótraust í sessi HéraSsstjórnarkosningarnar í vor eru henni hættulegar MARIANO RUMOR arfcreppa, sem lauk þannig um UM SÍÐUSTU helgi lauk stjóraarkreppu á Ítalíu, Sem hafði staðið í næstum tvo mán- uði. f hinni nýju etjóm eiga sæti f'jlltrúiar þeirra CLokka, setn lengistam hafa verið við stjórn síðan 1063, en samvinna þeirra hefur gengið imjög erf- iðlega sfðustu tvö árin eða síðan þingkosningar fóru fram árið 1068. Þessir fiokbar em Krisfilegi fiokkurinn, siem hefu-r 7 ráð- herra í nýju stjórninni, Sosial- istar, sem hafia 6 ráðherra, Sös i aldemobratar, sem hafa þrjá ráðherra, og Lýðveldis- flokburinn, seim hefur einn ráð- herra. Samstarf þessara flokka hófst 1963, þegar flokkur Sosialista, sem var undir fior- usta Nenniis, rauf þá sam- vinnu, sem verið hafðí við kommúnista, og myndaði stjórn með áðurgreindum þremur flokbum. Sú stjömarsamivinaa leiddi m. a. til þess, að Sosial- istar og Sosi aldetmókratar sam- einuðust i einn flokk. f þiog- kosningum, sem fiónu firam vor- ið 1968, beið þessi sameinaði fiokkur mokkurn ósigur, en Kristilegi flokkurinn og bomm- únistar unnu á. Ósigurinn varð til þess, að ágreiningur reis í hinum sameinaða flobki, sem laub með ’því, að hann Iklofnaði afitar síðastl. sumar. Vegna þessa ágreinings, varð þátt- taba Sosialista í nýnri stjóm með Kristilega floíkkiium miklum erfiðleibum bundin, því að stór hluti þeirra baus samistarf við fcommúnisba. Svipað gilti um vinsitri arm Kristilega flofcfcsins. Þó tókst Mariano Rumor, sem var einn af hinum kyrrlátari leiðtogum Kristilega flokksins, að fcoma á st jóm arsamstarfi Kristilega flófcfcsins, Sameinaða eosial- AobkSins og Lýðiveldisflofcfcsins í desemlber 1968. Sú stjóm fclofinaði síðasti. sumar og hef- ur minnihlutastjóm Bumors farið með völd síðlan. Hún áitti jafnan í vök að verjast og baðst lau'snar fyrir þnemur mánuð- um. Siíðan hefiur staðið stjórn- EMDALHA NENNI ■III—■■W L—■ seinustu helgi, að Rumor tókst að mynda samsteypustjóm, eins og áður segir. Langflestir náðherramir í henni era þeir sömu og áitta sæti í fyrri sam- steypustjóm. ÞÓTT ágreÍÐÍngsefini flokk- anna væra mör g, vora það eink um tvö, sem erfitt neyndist að jafna. Annað þesisara mála var við- horfið til kommúnista. Sosialist ar vildu áskilja sér rétt til sam- starfs við þá í hóraðsstjórnum og sveitarstjómum. Þessu vora bæði kristilegir domokratar og sosialdemokratar andvfgir. AB lofcum néðist samkomulag um það, að Stjórnarfiloikbarnir skyldu efcíki vinna með bomm- únistam í héraðs- og sveitar- stjórnum, þar sem þeir hefðu samanlagt meirihluta. Þetta lagði hins vegar ekiki þá skyldu á herðar viðkomandi fulltrúa stjórnarflokkanna, að þeim bæri að vinna saman. Samkomulagið þykir þvi óljóst og hvergi næari útilokað full- bomlega, að, ekbi verði haft Samstarf við kommúnista. Annað erfiðasta deilumálið, var hjónaskilnaðarmálið. Fall- trúadeild þingsins hefur sam- þykkt lög, sem heimila hjóna- skilnaði, og það hefur þegar verið samiþykkt við 1. umræðu í öldungardeildinni. Kristilegi flokkurinn hefur mjög beitt sér gegn þessu máli og þó einkum eftir að páfinn snerist opinber- lega á mióti því. Þó hefur flobk urinn ekki viljað fallast á, að þjóðaratkvæðagreiðsla færi firam um máiið, eins og Sosial- istar höfðu gert tillögu um. Eftir langar viðræður náðist loks sambomulag um, að sér- stök nefnd ræddi um málið við páfa, og að Nenni, hinn gamli leiðtogi Sosialista, væri einn af niefndanmönnum. Afstaða flokk anna til málsins verður eftir sem áður ótoundin og verður því að telja líklegt að málið nái framgangi. ÞAÐ mun hafa átt meginþátt 1 því, að sambomulag náðist um Stjórnarmyndun, að forsetinn hafði ábveðið að efna til kosn- inga að öðrum bosti, þótt rúm þrjú ár væra eftir af kjörtíma- bilinu. Stjórnin mun samt ebki alveg losná við kosningar, því að í vor munu fara fram héraðsfcosningar, sem geta orðið sögulegar. Það getor haft veraleg áhrif hvernig þær fiara. Ef Sosialistar tapa fylgi, munu þeir verða ófúsari til að halda stjiórnarsamstarfinu áfiram. Vinni Kristilegi flokkur inn á, mun hann verða fúsari til að láta fara fram þingkosn- ingar. Fáir þona því að sipá hinni nýjv ríkisstjórn langra lífdaga fyrr en séð er, hver úr- slit héraðsstjórnarkosninganna verða, og hvernig samstarfi flokkanna verður háttað í hér- aðsstjórnunum. Stjórnmálaástandið á ítaliu mun þvi halda áfram að vera ótryggt, a.m.k. næstu mánuð- ina. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.