Tíminn - 05.04.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.04.1970, Blaðsíða 6
6 TIMINN SUNNUDAGUR 5. aprfl 197«. Skipulagsstefnu í stað handahófs og stjórnleysis Fyrri hluti ræðu Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknar- flokksins, á aðalfundi miðstjórnar á föstudag Góðir samherjar. Við komum hér saman til þess að ræða um stefnu og starfsemi Framsóknarflokksins — til þess að ákveða markmið hans og leið- ir á næsta starfstímabili — til þess að draga upp þá þjóðfélags- •nynd, sem okkiu: dreymir um og við viljum vinna að. Við komum saman til að kanna og gera okk- ir grein fyrir, hvað betur hiefði nátt fara hjá okkur á liðnu starfs timabili. Við komum saman til ið efla sóknarhug okkar og sam- takamátt í næstu baráttulotu. Við lifum á tímum mikilla breytinga, já ég vil segja á tím- jm mikilla byltinga, bæði í hlut- •ænuni efnum og hugmyndafræði egum. Vísindin eru alltaf að jpna nýjar og nýjar dyr að furðu íeimum tiiverunnar, leysa nýjar játur og kollvarpa gömlum hug- nyndum og víðteknum sannind- im. Ný tækniöld gerbreytir lífs- cjörum einstaklinga og þjóða, ikapar ótal möguleika, sem ýmist ná mýta til góðs eða ills, kalla^ x nýja sambúðarhætti og umhverf s umönnun,, ef elkki á ila að 'ara. Við lifum á atómöld og sjá- xm geimferðaöldina renna upp. Wiklar breytingar Þáð segir sig sjálft, að þessar itórfelidu, ytri breytingar hljóta jð hafa í för með sér margvís- ogar hugarfarsbreytingar. Mann- eg viðhorf hljóta að taka ýms- im stakkaskiptuim. Spurn og leit iru tímanna tákn Það liggja ýms- ir hræringar í loftinu. Ný öfl eysast úr læðingi. Það er ieys- ng í mannlegu samfélagi. Menn yfta af sér fargi og brjóta af ér vanaviðjar. M’íirgu er á eld :astað, en upp úr öskunni vex xýr gróður. Það leika ýmsir storm tr um manálífið. Merki bessarar eysingar birtast nú víða og í yms u.i mjmdum. Spádómsorð skálds- ns í Islandsljóðum eiga víða við ú: Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. Það vœfi barnaskapur að ætia, ð þessar margvxslegu breytingar g þessir stormsveipir færu hér ijá garði. Það væri ekki heldui xskilegt. Þvert á móti. Við þurf- m auðvitáð að tileinka okkur iýja vísindalega þekkingu, verk- egar nýjungar og nýja tækni. >að erurn við að gera. En við urfum að gera hvorttveggja að ileinka okkur þessa nýju þekk- ngu og þessa nýju tækni og að- aga þær okkar aðstæðum, þann g að þær verði okkur öllum bæði il gagns og ánægju. Hinar nýju ndlegu hræringar og hugarfars- reytingar sneiða ekki heldur hjá kkar þjóð. Það væri ekki heldur eskilegt, því að leysingin er und- nfari vorgróðurs. En hinn nýi róður þarf að samlagast íslenzk- m jarðvegi og íslenzku verður- ari. Því aðeins er hann líklegur il nokkurs þroska, En umfram llt þurfum við að átta okkur á iví, að við lifum ekki lengur á einangraðri úthafseyju. Það má miklu fremur segja, að við séum komin í þjóðbraut. Við erum orð- in hlekkur í þjóðasamfélag- inu. Við höfum þar réttindi, skyldur og ábyrgð. Við lifum í raun og veru að imörgu leyti í nýjum heimi. Óll þessi atriði, sem ég hef drepið á, verðum við að hafa í huga við mótun stefnu og starfs- hátta Framsófcnarflokksins. Við verðum að hafa þau hugföst og taka til þeirra fullt tillit, þegar við gerum okkur grein fyrir þeirri þjóðfélagsmynd, sem við viljum stefna að. Annars byggðum við á sandi. Þetta eru að mínu viti grundvallaratriði. Þess vegna legg ég á þau áherzlu í upphafi máls míns. Það er hins vegar sitt hvað að laga sig eftir toreyttum aðstæð um og þörfum eða vilja gleypa allt hrátt, seen að utan toerst eða taka alltaf tvekn höndum öllu nýju, aðeins af því að það er nýtt. Slík skefjalaus eftiröpun verður þjóðinni aldrei til farsældar. Það verður að velja og hafna og það er einmitt hin pólitxska kúnst. Stefnumál Framsóknar- flokksins En hvað er það þá, sem Fram- sóknarflokkurinn vill? Hver eru þau stefnumál sem hann vill nú leggja megináherzlu á? Og hvern- ig vill hann að jþjióðfélagið sé byggt upp? Ég imtn hér reyna að gera stutta igrein fyrir stefnu Framsóknarflokksins í nokkrum höfuðanálum að mínuim dómi. Um leið ver'ður vikið að, hvað skilur á milli þeirrar stefnu og stefnu þeirrar, sem stjómarflokkam- ir hafa fylgt. í þeirri greinargerð felst einnig óbeint nokfcux lýsing á því hvernig Framsóknarmenn myndu haga þjóðarbúskapnum og samfélagsbyggingunni, ef þeir mættu einir ráða. Sá miálaflokkur, sem ég nefni fyrst eru atvinnumálin. Ég held að fyrsta viðfanigsefnið sé efling atvinnulífs og . útrýming atvinnu- leysis. Það verður að ganga fyrir öllu öðru. Blómlegt atvinnulíf er forsenda fyrir bættum lífskjörum og undirstaða framfara á öðrum sviðum þjóðlífsins. Þess vegna verður að leggja höfuðáherzlu á alhliða uppbyggingu atvinnuveg- anna. Sú uppbygging kemur ekki af sjálfu sér. Þar má ekki treysta á neinar tilviljanir eða höpp, held ur verður að vinna að slíkri upp- byggin-gu skipulega og á markviss an hátt. Forusta hins opinbera Það er stefna Framsóknar- flokksins, að þar eigi hið opin- bera — ríki og sveitarfélög — að hafa forustu. Sú forusta getur verið með margvíslegu móti. I sumum tilvikum nægir hvatning, fyrirgreiðsla og stuðningur við einkaaðila — hvor1 heldur eru einstaklingar eða félög. í öðrum tilfellum þarf hið opinbera e.t.v. að skorast í leikinn með beinni þátttöku í atvinnurekstri, t.d. með aðalfundi miSstjórnar, ©r hófsf á föstudag, (Tímamynd Gunnar) því að stuðla að stofnun nýrra atvinnufyrirtækja, að tryg-gja að atvinnufyrirtætd, sem til eru, séu fullnýtt o.s.frv. Hér þarf að grípa til þeirra úrræða sem bezt henta á hverjum stað, alveg án tillits til einstrengin'gslegra kreddukenn- inga um ágæti eins eða annars refcstrarforxns. Við Framsókn- armenn teljum að vísu atvinnu- reksturinn almennt bezt kommn í höndum einstaklinga eða félaga, en Píki og sveitarfélög verða að koma inn í atvinnureksturinn, ef á þarf að halda. Uppbygging at- vinnuveganna þarf að byggja á þjóðfélagslegri yfirsýn. Það má ekki láta handahófið einrátt >xm framivindu þessara mála. Það þarf að vinna að þeim samkvæmt á- ætlun. Það þarf að stefna að á- kveðnum markmiðum. Hér er það einmitt hið opinbera, sem á að okkar dómi að hafa forustu, gera áætlanir og sjá um, að þær kom- ist í framkvæmd. Það þarf að taka upp sOdpulegan áætlunarbúskap. Það er tímabært. Það þarf að hverfa frá tíxmatalinu og fyrir- hyggjuieysinu í þessum efnum. Þá stefnu sína, er hér hefur verið lýst, mótaði Framsókn- ai-flokkurinn með frumvarpi sínu um atvinnumálastofnun ríkisins, er flutt var á síðasta Alþingi. Stjórnarflofckarnir þorðu ekki að ganga hreint til verks og fella þáð frumvarp, heldur visuðu því til ríkisstjómarinnar. Frá henni hef- ur auðvitað hvorki heyrzt hósti né stana um þetta mál. En góð mál og nauðsynleg verða ekki þöguð í hel. Skipulagsstefna Ég vil segja, að stefna okkar Framsóknarmanna í atvinnumál- um sé skipulagsstefna gagnstætt stefnu stjórnarflokkanna, sem er handahófsstefna. Um höfuðþætti atvimnumálanna ætla ég að segja þetta til viðbótar: Sjávarútvegurinn er og verður enn um langt skelð að mínum dómi höfuðstoð íslenzks atvinnu- lífs. Fiskveiðar og fiskiðnaður verða því nærtækasta úrræðið til að vinna bug á atvinnuleysinu, þó að vitaskuld komi þar margt annað einnig til athugunar. Aukn ing í fiskiðnaði skapar þegar í stáð mikla atvinnu. í mörgum kauptúnum er úrvinnsla fiskaf- urða alger undirstaða atvinnulíf# ins. Séu fisikvinnslustöðvarnar í fullum rekxtri, er atvinnulífi á þeim stöðum í flestum tilfellum sæmilega borgið. Það þarf því að gera allt, sem unnt er til að tryggja fiskvinnslustöðvum, hvar sem er á landinu, nægilegt hrá- efni. Það þarf að tryggja, að af- kastageta þeirra sé fullnýtt. En það verður ekfci gert, nema tryggð ur sé nægur og góður flskiskipa- floti. Það er grundivallairskilyrtSlð. ið. Togaramáfin Það fér auðvitað effir aðstæð- um á hverjum stað hvaða skip henta þar bezt. Það þarf þvi bæði að afla stærri og smsdrri sCápa. En enduraýjun og appbygging fiskiskipastólsims hefur verið sorg lega vanrækt J>að á alveg sérstak lega við um togarafiotainiL Tog- ararair eiu langsamlega afkasa- mesta tækin til hráefnaöflunar. En togurum hefur fæbkað um meira en helming á valdatúna nú- verandi rfldsstjórnar. Við vorum áður í fararbroddi í togaraútgerð en erum nú fcomnir á meðal þeiira, sean reka lestina. Enduraýjun og aukning togara- flotans er aðkállandi nauðsyn. Þar má ekki lengur láta reka á reiðanum svo sem gert hefur ver- ið. Tómlœti stjórnvalda í þeim efnum er óskiljanlegt. Þar hefur um langt skeið starfað nefnd, sem virðist hafa talið það sitt helzta hlutverk að liggja á málinu og draga úr öllum aðgerðum. Er engu líbara en hún hafi rekið hreina skemmdarstarfsemi gagn- vart sjávarútvegsrá'ðherra, sem ætla verður að hafi haft áhuga á þessu máli. En hann hefur engu komið fram. Við Framsóknarmenn mörkuð- um stefnu okfcar í þessu efni með flutningi frumvarps á þessu þingi um togaraútgerð ríkisins og staðn ing við útgerð sveitarfélaga. Við Framsóknarmenn erum að vísu ekki almennt talsmenn rfldsrekst- urs, en þegar einstaklinga eða félagssamtök brestur bolmagn til þess að eignast og starfrækja nayðsynleg framleiðslutæki, er ó- hjákvapmilegt að þjóðfélagið komi til sögunnar og leysi vandann a. m.k. í bráðina. En núverandi tog araeigendum virðist vera um megn að endurnýja togaraflot- ann, og það jafnvel þó að ríkið bjóði fram nokkurn styrk til kaup anna. Það skal fram tekið, að við gerum ráð fyrir að togararn- ir verði seldir fiskvinnslustöðvun- um jafnskjótt og þær telja sig hafa bolmagn til að kaupa þá, þó svo að ríkið geri jafnan út a.m.k. fjóra togai-a til atvinnu- jöfnunar. Sérstök athygli skal vak in á þeim stuðningi, sem veita skal útgerðarfélögum, sem sveitar félögin eiga aðild að, til að eign- ast skip. En áhugi a skipakaup- um er víða fyrir hendi í sjávar- þorpum, en bolmagn skortir til að ráða við útborgun. Hagnýtum miðin Eitt er víst, að við megum alls ekki við því að togaraútgerð leggist niður. Við þurfum að hag nýta hin fjarlægari fiskixnið sem önnur skip geta efcki standað. Ef við hagnýtum þau ekki verða þau Frainhald á bls. 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.