Tíminn - 14.04.1970, Page 3

Tíminn - 14.04.1970, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. aprfl 1970. TIMINN Heildarinnlán í Samvinnu- bankann jukust um 32% Aðalfundur Samvinnubankans var ha'ldinn laugardaginn 11. apríl s.l. Fundarstjóri var kjörinn Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri, en r- Theodorakis Theodorakis sleppt eftir tæplega 3ja ára fangelsun NTB-París, mánudag. Gríska tónskáldinu Theodor- akis, sem var eitt af fyrstu fórn arlömbum grísku herforingja- stjómarinnar, hefur nú verið sleppt úr lialdi og kom hann í dag til Parísar. Theodorakis sat í fangelsi í hálft þriðja ár. Hann er 45 ára gamall og þjáist af berklum, en mun leggjast á sjúkrahús í París bráðlega. Á Le Bourget-flugvellinum tóku á móti Theodorakis, Melina Mercouri' sem svipt var grísk- um ríkisborgararétti fyrir nokkru og fjöldi griskra stúd- enta og hylltu þau tónskáldið, er han nsteig út úr flugvélinni. fundarritari Pétur Erlendsson, skrifstofustjóri. Var fundurinn fjölsóttur. Erlendur Einarsson, forstjóri, formaður bankaráðs, flaitti skýrslu um starfsemi bankans, hag hans og afkomu á síðasta ári og kom þar fram að mi'kill vöxtur var í allri starfsemi bankans og að aukn ing innstæðna varð mjög mikil. Kritstleifur Jónsson, bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bankans fyrir árið 1969 og skýrði þá. Heildarinnlán í Samvinnubank- anum námu í árslok 661,2 millj. ikr. og höfðu aukizt á árinu um 160,1 millj. kr. eða um 32%. Mest varð aukningin í sparisjóðsdeild bankans eða 119,5 millj. kr. Velti- innlán hækkuðu um 40,6 millj. kr. Heildarútlán bankans námu í árslok 494,5 millj. kr. og höfðu aukizt um 57,4 millj. kr. á árinu? Útlánin númu um 75% af heildar- innlánum. Búrfellsvirkjun og álverið vígt 2—3. maí KJ-Reykjavík, mánudag. Vígsludagur Búrfellsvirkjunar hefur nú endanlega verið ákveðinn laugardaginn 2. maí, og daginn eftir verðnr álverið í Straumsvík einnig vígt. Vígsluathöfn Bú rfel Isv irk j una r fer fram í stöðvarhúsinu, og er búizt við um fimrn hundruð gest- um til athafnarinnar. Forseti fs- lands, dr. Kristján Eldjárn, víg- ir orkuverið, en fulltrúar eignar- aðila, fhdja ávörp. Meðal gesta verða ríkisstjórnin, alþingismenn, borgarfulltrúar, fulltrúar erlendra ríkja, ýmsir embættismenn, og fulltrúar erlendra aðila. sem átt hafa hlut að Búrfellsvirkjun. Sér- stöik nefnd skipuleggur nú vígslu- athöfnina, og eiga í henni sæti: Þrír starfsmenn Landsvirkjunar, þeir Jón -Steingrímsson, Tryggvi Sigurbjarnarson og Agnar Frið- riks'son. Veizluhöld í sambandi við vigsluhátíðina fara fram í hinu nýja félagsheimili Gnúp- verja, Árnesi. Innstæður í Seðlabankanum námu í árslok samtals 165 millj. kr. Tekjuafgangur, áður en afskrift ir fóru fram, nam kr. 3.021.020.00. Til afs'krifta var varið kr. 905.856.00, en í sjóði voru lagðar kr. 2.116.164.00. Fjöldi viðskiptareikninga við bankann var 25.100 í árslok, og hafði þeim fjölgað um 2500 á árinu. Nýr þáttur í starfsemi bankans var hafinn á árinu, en það var lán út^ á birgðir landbúnaðaraf- urða. f árslok námu slík lán kr. 28,4 millj. kr. Endurkaup Seðla- bankans vegna slíkra lána voru kr. 25,1 millj. kr. Bankinn starfrækti útibú á 9 stöðum úti á landi, á Akranesi, SB-Reykjavík, mánudag. Þessa dagana er nokku'ð sérstæð sýning á Mokka. Þar getur að líta vísur, svartar á hvítu, hangandi upp á veggjum. Það er liöfundur- inn. Sveinbjörn Beinteinsson, sem skrifaði vísurnar með stórum stöf- um á pappaspjöld, sem hann hyggt svo selja, eins og liver önn- Grundarfirði, Patreksfirði, Sauð- árkróki, Húsavík, Kópaskeri, Stöðv arfirði, Keflavík og Hafnarfirði. Útibúið í Hafnarfirði flutti í nýtt húsnæði á árinu, að Strandgötu 11. Á þessu ári hefur verið opn- að útibú í Vík í Mýrdal. í bankaráð voru endurkjörnir þeir: Erlendur Einarsson, for- stjóri, formaður, Hjörtur Hjart- ar, framkv.stjóri, varaformaður og Vilhjálmur Jónsson, framkv.stjóri, en til vara: Ásgeir Magnússon, framkv.stjóri, Hjalti Pálsson, fram kv.stjóri or' Ingólfur Ólafsson, Kf.stjóri. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Halldór E. Sigurðsson, alþ.m., og Óskar Jónatansson, aðalbókari, en Ásgeir G. Jóhannesson, for- stjóri er skipáður af ráðherra. ur málverk. Á sýningunni eru 9 lausavísur og tvö kvæði. Svein- björn Beinteinsson er aðallega kunnur fyrir ríinur sínar, hann hef ur gefið út fimm bækur, þá síð- ustu 1957. Myndina tók Gunnar af Svein- birni og einu „vísnaplakatinu“ hans. 3 Veit ekki nefnda sinna tal Landsfólkið hefur undan- farna daga hent gaman að þeirri sérkennilegu yfirlýsingu Magnúsar fjármálaráðherra á Alþingi, að hann viti ekki ieng ur nefnda sinna tal. Þegar þessi ríldsstjórn kom til valda kynnti hún sig meðal annars sem for- ingja í frelsisbaráttu þjóðar- innar undan oki nefnda og ráða. Kvaðst hún mundi ganga hart fram í stríðinu gegn ófögnuði þessum og linna ekld fyrr en tala nefnda og ráða væri orðin hófleg og vald þeirra stofnana minnkað svo sem hæfði í góðu „viðreisnarþjóðfélagi". Taldi stjórnin sig hafa þetta í hendi og vita, hvar bera skyldi niður, enda voru nefndir og ráð ekki fleiri þá en svo, að hagspeking ar og talnaglöggir menn gátu talið þær og nefnt. Síðan hófst frelsisstríð ,,við- reisnarstjórnarinnar“, og hefur hún síðan við og við verið að tilkynna þjóðinni sigra f styr- jöldinni, lýst yfir falli þessarar eða hinnar nefndarinnar eða aftöku einhvers ráðsins og jafn- an látið fylgja hæfilegan lof- dýrðaróð um það, að nú væri einhver munur fyrir þjóðina að lifá frjáls úr viðjum nefnda og ráða. Nefndagöngur Þá gerðist það eftir tíu ára frelsisstríð viðrcisnarstjórnar- innar gegn nefndum og ráðum, að alþingismaður, Tómas Árna- son, leitar frétta um gang stríðs ins og biður um samfellt heild- arj'firlit um vígstöðuna, spyr ráðherra um það á Alþingi, „hvaða nefndir og ráð starfi nú, skipuð af ráðherrum og kosin af Alþingi“. Yfirhershöfðinginn, Bjarni Benediktsson verður fyrir svör- um og telur ekki fært að svara I þessari spurningu, rétt eins og I*8 þetta væri mikilvægt hernaðar- leyndarmál. Þó kemur þar í tölu hans, að það er ekki meg- inástæðan, heldur hin að málið er svo „margþætt og ósamfellt" að ekki er hægt að svara þessu fyrr en eftir langa og mikla rannsókn. Taldi yfirhershöfð- inginn helzt til ráða að skipa NÝJA NEFND sem falið yrði það verkefnj að kanna málið og smala nefndunum saman og telja þær. Það er sem sagt ekki Íannað til ráða cn fara í nefnda- göngur og vita hvað heimtist því að enginn veit lengur, og allra sízt ríkisstjórnin, hve hún á margar nefndir á fjalli. Magn- ús fjármálaráðherra kvað þetta svo langar göngur, að cngin von væri til að unnt yrði að rétta safnið fyrir þinglok. Níu rófur fyrir hverja eina Aumingja ríkisstjórnin virð- ist hafa orðið fyrir óheyrilegum gerningum í frelsisstríðinu gegn ráðum og nefndum. Eftir þetta tíu ára strið, þar sem hún sagð- ist alltaf vera að vinna sigra, situr hún eftir svo kaffærð i nefndum, að hún veit elcki einu sinni tölu þeirra, hvað þá annað Framhald á 11. síðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.