Tíminn - 14.04.1970, Qupperneq 6

Tíminn - 14.04.1970, Qupperneq 6
r 6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 14. aprfl 1970. Þriðja fræðslu- og kynnning- arrnót Sikólastjórafélagis ís- lands, fyrir skólastjóra og yfir- kennara í skólum skyidunáms stigsins, verður haldið að Laug- um í S.-Þing., dagana 19.—25. júní. Á þinginu verða fluttir fyrir- lestrar og erindi um mörg helztu mól, seen efst eru í hugum skólamanna í dag. Inn- gangserindi mótsins flytur próf. Mattbías Jónasson nem- andinn í skólakerfinu. Þá verða flutt erindi um starfsaðstæður og starfshætti skólastjóra, skýrslu- og áætlunargcrð í skól- um, málakennslu í harnaskól- um, skólamál dreifbýlisins, endurmenntun kennara, bóka- söfn og lesstofur í skólum, skólasjónvarp, eðlisfræ'ði- kennslu og sálfræðiþjónustu. Þá munu menntamálaráð- herra og skólastjóri kennara- skólans sitja fyrir svörum um þau má‘1, sem eru í brennidepli meðal skólamanna í dag, ný lagafrumvörp, ný fræðslulög og reglugerðir, nýjungar í skóla- málum, kennaraskólann og kennaramenntunina. Margir kunnir skólamenn og ræðumenn flytja fyrirlestra, er- indi og ræður á mótinu, og eru meðal þtíirra: Próf. Matt- hías Jónasson,- dr. Broddi Jó- hannesson, dr. Gylfi Þ. Gísla- son, Benedikt Gunnarsson verk- fræðingur, Sigurður Þorkelsson fulltrúi. Hörður Bergmann dönskukennari, Heimir Askels- son enskukennari. Valgarður Haraldsson náimsstjóri, Jóhann Skaptason sýslumaður, Stefán Ólafur Jónsson námsstjóri, Stefán Júlíusson bókafulltrúi, Benedikt Gröndail alþm. for- stöðumaður __ kvikmyndaisafns ríkisins og Örn Helgason eðlis- fræðingur. Auk þessara fyrir- lestra taka margir skólastjórar meðal þátttakenda virkan þátt í störfum þingsins. Gúðsþjónusta, ferðalög og kvöldvökur. Sunnudaginn 21. júní hlýða mótsgestir á miess.u í Skútu- staðakirkju. Sr. Sigurður Guð- mundisson prófastur að Grenj- skólastjóramót að Laugum í júní í sumar Skólastjórafélag íslands er tíu ára og hefur þegar unnið mikið nytjastarf að skólamálum aðarstað prédikar en sóknar- prestur sr. Örn Friðriksson þjón ar fyrir altari og stjórnar hann jafnframt kirkjukórnum. Eftir messu þiggja mótsgestir hádeg- isverðarboð stjórnar kíBilgúr- verksmiðjunnar við Mývatn, og eftir hádegið verður verksmiðj - an skoðuð. Þriðjudaginn 23. jiúnl verður farið til Húsavíkur, mannvirki skoðuð og síðdegiskaffi dratok- ið f boði bæjarstjórnar Húsa- víkur. Þátttakendur munu gera sér ýmMegt til gamans og stoemmt unar meðan á mótinu stendur. M. a. verður Þingeyingavaka og flytur Jóhann Skaptason sýslu- maður aðalræðu kvöldsins, Jak- obína Sigurðai'dóttir sfcáldtoona les upp, Karlaikór Reykdæla syngur, þá verður píanóleifcar og fjöldasöngur. Þá koma fram Umræðuhópur á skólastjóramótl. hinir landskunnu hagyrðingar þeirra Þingeyinga: Egill Jónas- son, Baldur Baldvinsson, Páll H. Jónsson o. fl. Lokahóf mótsins liefst með kvöldverðarboði mennta- málaráðherra dr. Gylfa Þ. Gísla sonar og flytur hann ávarp, en aðalræðu kvöldsins flytur dr. Rroddi Jóhannesson skólastjóri. Þá verður einnig hljóðfæraleik- ur, upplestur, einsöngur, gam- anvísur, fjöldasöngur og dans. Skólastjórafélag íslands 10 ára. S.í. verður 10 ára 12. júní i sumar, og verður afmælisins minnzt á mótinu á kvöldvöku laugardaginn 20. júní. Undanfarin tíu ár hefur fél- agið unnið að fræðslu og kynn ingu meðal félagsmanna. Það er og hagsmunafélag skólastjóra og yfirkennara, en félagar, sem eru um 140 talsins víðs vegar um land allt, eru aðallega skólastjórar barna- og ungl- ingaskóla skyldunámsstigsins, en samkvæmt lögum félaigsins geta skólastjórar annarra skóla einnig verið félagar, ef þeir vilja, og mót félagsins eru öil- um skólastjórum opin meðan húsrúm leyfir. S.í. hefur staðið fyrir þrem fræðslu- kynningarmótum, að Laugum, S.-Þing 1963, að Laugarvatni 1966 og að Laug- um nú í sumar 1970. Pélagið hefur tekið upp samvinnu við sænsk og norsfc skóla- og kenn- arasamtöik og efndi til fyrsta námskeiðis ísl. skólastjóra x Sví þjóð í samvinnu við akademí- una og lýðháskólann í Kungalv vorið 1969. Þá rekur félagið sumarbúðir fyrir félagsmenn og Hans Jörgensson fjöLskyldur þeirra við Þing- vallavatn og að Laugum í S.- Þing. Félagið giefur út Skóla- stjórann .fjölritað tilkyanmga- blað, en hann toernur nú út prentaðar í tilefni métsins að Laugum og 10 ára afmælis félagsins. Þátttakendur Laugamótsins. ÖUum félagsmönnum, skóla- stjórum, yfihtoennuraim, náms- stjórum og mökum þeirra er heimil þátttáka í Laugamótinu, svo og öðrum stoólastjóram, meðan húsrúm leyfir. Þátttölcu- eyðnblöð hafa verið send öllum félagsmönnum. Aðrir geta feng ið þau hjá formanni. Þátttöku þarf að tilkynna sem fyrst skrifleiga og senda til S.f., póst- hólf 2, Hafnarfirði. Allt hafa um 80 manns boðað toomu sína til Lauga. Kenn.urum og öðra áfauga- fóiki, á svæðinu umhverfis Lauga, er heimilt að hlýða á einstök erindi, sem flutJt venða á mótinu. Stjórn félagsins skipa: Hans Jörgenson, Rvík, fonm., Vil- bergur Júlíusson, Garðahreppi, ritari, Páll Guðmundsson, Sel- tjarnarnesi, gjaldkeri og með- stjórnendur Gunnar Guðmunds- son og Óli Kr. Jónsson, Kópa- vogi. Skylt að vernda náttúrufar Mývatns- og Laxársvæðísins Þriðjudaginn 7. apríl s.l. var haldinn mjög fjölmennur sveitar- íundur í Mývatnssveit um verndun Mývatns- og Laxársvæðisins og hættu af fýrirhugaðM Gljúfur- iversvirkjun, og var eftirfarandi ályktnn samþykkt með 65 atkv. gfign 3: Almennur sveitarfundur í Sfcútu staðahreppi, haldinn í Skjóibrekku 7. april 1970 lýsir eindreginui and stöðu við fyrirhugaða Gljúfurvers virkjun I Laxá, sem byggist á flutningi Suðurár og Svartár norð ur í Mývatn eða Laxá, svo og mikla uppistöðu vatns í Laxárdal, sem eftir því sem bezt verður séð nxuni ríða byggð í Laxárdal að fullu. Fundurinn lýsir undrun sinni ög fordæmingu á þeim vinnubrögð- um Laxárvirkjunarstjómar, að láta nægja tM undirbúnings þessa ara stórframkvæmda einhiiða rann sókn á hagkvæmni þessara fram kvæmda varðandi raforkufram- leiðslu. Skal sú niðurstaða Laxár vii'kjunarstjórnar efcki dregin i efa að því undanskildu, að ekki or tekið inn í kostnaðaráætlun skaða bætur til landeigenda, svo nokkru nemi, en þær skaðabætur hljóta að velta á hundruðum milljóna. Hins vegar liggur engin ranxi- sókn fyi'ir á því, hver spjöll kunni að hljótast af völdum hinna fyrirhuguðu framkvæmda. Rík ástæða er tii að ætla, að hagsmunum og búsetu bænda í Mývatnssveit og fl<jiri sveitum þessa héraðs sé stefnt ’í voða með þessum fyrirhuguðu framkvæmd um. Engin vísindaleg rannsókn liggur fyrir um þau spjöll, sem verða kynnu á hiixni sérkennilegu náttúru Mývatns og Laxársvæðis- ins, en þar er um að ræða svo sérstæð fyrirbrigði, að skylt er frá menningarlegu sjónarmiði að vei'nda náttúra þessa svæðis, bæði dauða og lifandi. svo sem fram- ast má verða. Rétt er að undirstrika, að slíkar SKemmdir verða ekki xrxetnar til fjár, enda aldrei hægt fyrir þær að bæta með peningum. Fundm'inn telur því, að hér skorti svo mjög á um sjálfsagðar rannsóknir og undirbúning, að ekki komi til mála að hefja þess ar fyrirhuguðu framkvœmdir af þeim sökum. Fundarmönnum er ljóst, að nauð synleg aukning í-aforku á Laxár- virkjunarsvæðinu tefst, ef stöðv aðar eru fyrirætlanir Laxárvirkjun arstjórnar. Fundurinn lýsir hins vegar allri ábyrgð á þeirri töf á hendur Laxárvirkjunarstjórn, sem ekki hefur önnur ráð til raf- orkuaukningar á svæðinu en Gljúfurversvirkjun, sem ekki kemur til mála að framkvæma vegna skorts á vísindalegum undir bxiningi, svo sem bent hefur ver ið á hér að framan. Þá vítir fundurinn harðlega þau Framhald á 11. síðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.