Tíminn - 07.05.1970, Síða 6
6
TIMINN
FIMMTUDAGUR 7. maí 1970.
KENNARAMENNTUN I MOLUM
SEGDU ÞAD
MED BLÓMUM
Sunnudaginn 19. apríl mátti
hæstvirtur menntamálaráS-
herra sitja í fjórar klukku-
stundir samfleytt undir ræðum
forystumanna kennarasamtak-
anna og talsmanna Kennara-
skóla íslands og heimspeki-
deildar Háskólans, er drógu
upp ófagra mynd af ástandi
kcnnaramenntunar í landinu
og báru saman vi® helztu
grannþjóðir okkar. Allur var sá
samanburður okkur lítt hall-
kvæmur. Ráðherra reyndi í
fundarlok að fegra það ástand,
sem hinir starfandi kennarar
nöfðu lýst, með skírskotun til
þess, að borið saman við aðrar
stofnanir íslenzks þjóðfélags
væri skólakerfið nánast til fyr-
myndar. Varð mörgum hugsað
til þess, að ærnir hlytu kalkvist
irnir að vera, fyrst svo væri
um „hið græna tréð“.
16 prósent
Sem kunnugt er, er það hlut-
verk Kennaraskólans að
mennta bennara fyrir allt
skyldustigið, en Háskólans
væntanlega að annazt mennt-
un annarra gagnfræða- og fram
haldsskólakennara. Sameiginleg
krafa fulltrúa aillra kennara-
samtakanna var, að aulka beri
ovennfcunarkröfur til kennara á
öllum skólastigum, svo sem
rneð því að krefjast stúdents-
prófs til inngöngu í Kennara-
skóla, en framhaldsskólakenn-
arar sæki fagmenntun sfna til
háskóla en uppeldisfræðinám
og kenaraþjálfun til annað
hvort háskóla eða kennarahá-
skóla. Það kom fram á fundin-
um, að um 90 prósent barna-
kennara hafa nú tilskilin
kennsluréttindi (próf frá K.f.)
en einungis um 16 présent
gagnfræðaskólakennara hafa
fyllstu kennararéttindi (þ. e.
próf frá hásfcóla) og hefur
ástandið fari" versnandi í þeim
efnum á allra sfðustu árum.
Slys
Á árunuim fyrir 1963, þegar
fcennaraskólanum voru sett ný
lög er veittu honum rétt til
að útskrifa stúdenta, án lands-
prófs sem inntökuskilyrðis, var
aðsókn að skólanum mjtig
dræm; milli 10 og 20 árlega.
En eftir að skólinn var í reynd
gerður að almennum m'ennta-
skóla eftir 1963 hefur nem-
endaaðsókn margfaldazt, enda
gersamlega verið vanrækt að
skipuleggja aðrar framhalds-
námsleiðir fyrir gagnfræðinga.
Afleiðingarnar verða naumast
nefndar annað en stórslysaleg-
ar. Aðbúnaðurinn að Kennara-
skólanuim hefur í tæpan áratug
verið slífcur (um 1000 nem. í
húsnæði sem með góðu móti
hefur getað veitt viðtöku um
220) að gæðum kennaracnennt-
unar í landinu hefur óhjá-
kvæmilega hrakað, einmitt á
sama tíma og þjóðin á hivað
mest undir því að sikólar henn
ar geti tekið stakkaskiptum til
hins betra.
Offramleiðsla
Það kom fram í ræðu Svav-
ars Helgasonar, talsmanns
Samto. ísl. barnakennara, að á
næstu fjórum árufn muai K.í.
væntanlega útskrifa um 880
manns, með fullum réttindum
tli kennslu á skyldunámsstigi.
9kv. mati menntamálaráðuneyt
is munu laust r stöður hins veg-
ar á sama tímabili vart vera
fleiri en 150 til 200. Offram-
leiðslan nemur þá frá 680 til
730. einstaklingum með starfs-
undirbúning sem nú er úrskurð
aður ófuilnægjandi. í nafni
þessarar offramleiðslu, sem
stafar af vöntun á öðrum náms-
leiðum, hefur Kennarasbólinn
verið gerður nær óstarfhæíux
árum saman.
Sveiflur
Sveiflurnar í menntamála-
stjóm Gylfa Þ. Gíslasonar virð-
ast gefa gengisfellingum hans
ekkert eftir, en eru þeim miun
hörmul'egri sem þær eru að
langmestu leyti sjálfskaparvíti
og lílklega skaðlegri, þegar til
lengdar lætur.
Fyrir 1963 er Kennaraskól-
inn að veslast upp vegna ónógr
ar aðsóknar (milM 10 og 20
nem. á ári).
1963 er K.f. veitt stúdents-
prófsréttindi. Þá flykkjast fyrir
sjáanlega í skólann nemendur,
sem eygja leið að stúdentspiófi
framhjá landsprófi svo hundr-
uðum skiptir.
Þessi „sprenging" sem stafar
af vöntun annarra framhalds-
námsleiða, bitnar harðast á
kennaramenntuninni auk þess
sem atvinnuhorfur þessa stóra
hóps eru vægast sagt tvísýnar.
Á sama tíma er horft á það
aðgerðarlaust að Háskóli ís-
landis vanrækir svo gersamlega
það annað meginhlutverk há-
skóla að mennta kennara fyrir
önnur skólastig, að háskóla-
menntuðum kennurum fer hlut
fallslega fækkandi á gagn-
fræðastigi á síðustu 5 árum.
Einungis sjötti hver gagnfræða
skólakennari hefur aflað sér
þeirrar starfsmenntunar, sem
öllum ber saman um að sé al-
gert lágmark.
Það er ekki fyrr en lofcun
læknadeildar og lokun erlendra
háskóla fyrir íslienzkum náms-
mönnum, einkum af fjárhags-
ástæðum, blasir við, að mennta
málaráðherra og háskólayfir-
völd neyðast til að huga að
nýjum námsleiðum við Háskól-
ann (svo sem í ýmsum raun-
vísindum og félagsvísindum).
Skortur
Afleiðingin af áœtlunargerð
„jafnaðarmannaleiðtogans" í
menntamáluim er sú annars
vegar, að offramleiðsla barna-
kennara með ónóga starfs-
menntun er gífurleg, en um fyr
irsjáanlega framtið muna gagn
fræða- og framhaldsslkólar búa
við áframhaildandi sbort á
kennurum í síkum undirstöðu-
greinum sem stærðfræði, eðl-
isfræði, líffræði og málvísind-
um yfirleitt — svo ekki sé
minnzt á kennslu í þjóðfélags-
fræðum, sem ætti að vera ó-
missandi kennslugrein í hverju
lýðræðisþj óðfélagi
Þetta gerist á sama tíma og
viðskiptamálaráðherra boðar
þjóðinni, að lausnarorðið sé
fólgið í því að byggja upp á
íslandi samkeppnisfæran iðn-
að, sem einkum byggist á vel
mienntuðu starfsfóilki í öllum
gneinum.
Of lítið — of seint
Mottóið er: Ýmist of eða
van. Afleiðingin: (Xf lítið — of
seint. Og nú á að taka nýja
sveiflu. S.l. vor lýsti ráðherra
því yfir fortakslaust, að frá
og með næsta hausti (1970)
yrði stúdentspróf inntökuskil-
yiði í Kenmaraskúlann. Nú er
ljóst, að hann ætlar sér ekki
að standa við það, þar sem
fnunvarp er ekki komið fram
um slíka breytiniga á þingi.
Hvergi örlar á skilningi á því,
að slík breyting kosti annað og
meira en yfirlýsimgar og penna-
strik, ef hún á að verða annað
og meira en nafnið tómt. Eins
og búið hefur verið að Kenn-
arskólanum undanfarandi ár á
hann langt í land að geta risið
undir nafni Kennaraháskóla.
Framtið hans er því í algerri
óvissu.
Jafnframt er fullkomin ó-
vissa ríkj andi um framtíð fram
haldsdeildanna við gagnfræða-
skólana, þau framhaldsréttindi
er þær eiga að veita, starfsrétt-
indi, ef einhver, og stöðu
þeirra í skólakerfinu yfirleitt.
Miðað við yfirþyrmandi
stærð þeirra vandamála, sem
við er að glíma í skólamálum
og þegar þess er gætt að um-
bætur þola enga bið, er það
sorgleg staðreynd, að það starf
sem unnið er að skólarannsókn
um er enn smátt í sniðum og
vinnst hægt, enda starfslið einn
til tveir menn og fjárveitingar
af skornum skammti. Þrátt
fyrir mörg fögur orð við hátíð-
leg tækifæri virðist skilningur
stjórnmálamanna á því, hvað
Gylfi Þ. Gíslason
í húfi er, enn óguðlega sljór
eða viljinn til athafna nær lam
aðar.
Skömminni skárra?
Ef marka má ræðu mennta-
málaráðheria á umræddum
fundi eru flest þessi vandamál
víðs fjarri þeim hugarheimi
sem harm hrærist í og því lít-
illa breytinga að vænta, svo
lengi sem hann heldar áfram
að ,stjórna“ skólamálum þjóð-
arinnar í stolnnm stundum
viðski'ptamálaráðherrans og
hins pólitíska farandsala.
f stað þess að horfast í augu
við staðreyndir og boða að-
gerðir lét hamn sér nægja að
flytja yfinborðsfcennda sfcrum-
ræðu, þar sem hasnn skýldi sér
bak við það, að ástandið í ððr-
nm málum væri sfat betra —
og að íslenrför stódentar er-
lendis héldu þó áfram að reya-
ast s amkeppnisf ærir við útlend
inga í námi. (Hér er um að
ræða 3 piósent o&fcar beatu
námsmanna, sem sttuda nám
sifct við menntastofnanir, setn
eiga ekfci siim líka hér á landi.
Um námsárangur þeirra liggja
efcfci fyrir neinar samanburðar
rannsóknir. Stjómarstefna við-
skiptamálaráðherrans hefur og
þegar eéð fyrir því, að þeim
mun fara veruiega fækkandi á
næstu árum, ea Báskóli fs-
lands illa nndir það búinn að
veita þeim viðtöku). -
Magn — eða gæSi
Kennaramenntunin er lyfcill-
inn að öHum umibótum á starfi
skólanna í framtiðinni. Meðan
hún tekur ekki stökiklbreyting-
um'til bóta er litilla framfara
að vænta. Um það sannfærðust
fLestir sem hlýddu á mál benn
aranna, sem þarna töluðu. Sú
fu'llyrðinig menntamálaráð-
herra, að íslendingar verðu
hærri hundraðshluta þjóðar-
tekna sinna til menntamála en
flestar þjóðir hljómar ekki
eins traustvekjandi, þegar þess
er .gætt, að miUjónatugum er
kastað á glæ árlega í að
mennta kennara iUa og hundr
uðum saman umfram þarfir á
einu skólastigi meðan varlega
áætlað vantar tæplega 400
háskólamenntaðra bennara á
gagnfræðastiginu einu. Eða
hugsa sér alla þá miUjónatugi
sem árlega fara í súginn við að
gefa út ókennsluhæfar náms-
bækur eða að halda uppi sýnd-
arnámi með óbreytt námsefni,
bókakost og kennsluaðferðir
ár eftir ár og áratug eftir ára-
tug?
„Dýrast af öllu er að hafa
skólahaldið ófullkomið,“ sagði
hæstvirtur ráðherra í einni af
sínum frægu hátíðarræðum —
af einhverju fallegu tilefni.
Kurteisin kostar ekki peninga
—- segir danskurinn. Eða enn-
þá betra. Sig det med blomster
— og segðu það brosandi! J.B.
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32
LJÓSASTILLINGAR
HJÓLASTILLINGAR MÚTORSTILLINGAR
Látið stilla i tima.
Fljót og örugg þjónusta.
13-10 0
Aðstoðarforstöðukona
StaSa aðstoðarforstöðukonu við Vífilsstaðahælið
er laus til umsóknar. Laun samkvæmt úrskurði
kjaradóms.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítal-
anna, Klapparstíg 26, fyrir 25. maí n.k.
Reykjavík, 5. mai 1970.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
STANLEY
Bílskúrshurða-
járnin
KOMIN