Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. nóvember 2005 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS mbl.is  GOOGLE-BRÆÐUR | 6  ATVINNULÍF  FRÉTTASKÝRING | 8 Moldríkir og skrýtnir BORGFIRSKA UPPSVEIFLAN Fljótandi króna ÞETTA HELST… STRAUMUR-Burðarás Fjárfestingabanki hefur ákveðið að opna útibú í Danmörku og í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands er ákvörðun þessi sögð vera rökrétt framhald aukinna umsvifa bankans í Dan- mörku á undanförnum misserum. Útibúið, sem verður í Kaupmannahöfn, verður opnað um leið og öll leyfi liggja fyrir en fari allt samkvæmt áætlunun mun það gerast innan fárra mánaða. „Þetta er rökrétt framhald af auknum um- svifum okkar í Dan- mörku og uppbyggingu þar,“ segir Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums- Burðaráss Fjárfestingarbanka, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að umsvif bank- ans þar hafi aukist verulega á síðustu tveim- ur árum og það sé stefna bankans að vaxa frekar erlendis og auka umsvif sín erlendis. Því sé þessi uppbygging skref í þá átt. Stjórnendur útibúsins verða þeir Oscar Crohn og Jesper Johansen en bankinn hef- ur fest kaup á ráðgjafafyrirtæki í þeirra eigu. Þeir eru báðir sagðir með langa reynslu í fyrirtækjaráðgjöf og fjárfestinga- bankastarfsemi í Danmörku og störfuðu áð- ur m.a. hjá Capitellum A/S og Enskilda Securities. Straumur-Burðarás til Danmerkur Þórður Már Jóhannesson DÆGURVERÐ á 95 oktana bensíni við lok- un markaðar í Rotterdam í fyrradag var 521 dollari/tonn og hefur verð ekki verið lægra síðan mánudaginn 13. júní sl. þegar það var 516 dollarar á tunnu. Ástæðuna má meðal annars rekja til hlý- inda í Bandaríkjunum en veðurfræðingar spá að svo verði áfram. Verð á bensíni er mjög háð verði á öðrum olíuafurðum og því hefur þetta mikil áhrif. Bensín ekki ódýrara síðan í júní KÖGUN hf. hefur tryggt sér 50,1% af heildarhlutafé í norska hugbúnaðarfyrirtækinu Hands ASA í Noregi. Hands ASA er skráð í kauphöllinni í Ósló og mun Kögun hf. í kjölfarið gera yfirtöku- tilboð í öll útistandandi bréf í fé- laginu. Tilboð Kögunar hf. hljóðar upp á 1,20 norskar krónur á hlut sem er 23,7% yfir síðasta skráða gengi félagsins sem jafnframt er meðalgengi síðustu þriggja mán- aða. Heildarkaupverð verður því um 1,6 milljarðar íslenskra króna. Forstjóri Kögunar, Gunnlaugur M. Sigmundsson, segir við Morg- unblaðið að frekari kaup á fyrir- tækjum á þessu sviði séu fyrirhug- uð. Hands ASA er með um 35–40% markaðshlutdeild á sviði Microsoft Business Solutions lausna í Noregi og þar af leiðandi stærsti sam- starfsaðili Microsoft á því sviði í Noregi. 600 viðskiptavinir Velta Hands á árinu 2005 er áætl- uð um 140 milljónir norskra króna, um 1,3 milljarðar íslenskra króna, og gert er ráð fyrir að hlutfall hagnaðar fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA-hlutfall) verði um 10%. Velta Hands á næsta ári er áætluð um 190 milljónir norskra króna eða um 1,8 milljarðar ís- lenskra króna. Viðskiptavinir Hands eru í dag um 600 um allan Noreg og starf- rækir félagið skrifstofur í Ósló, Bergen, Stavanger og Sandefjord. Hjá Hands starfa í dag um 180 manns. Í tilkynningu frá Kögun segir að Hands ASA hafi yfir að ráða hæfu starfsfólki og söluneti sem myndi góðan grunn að frekari stækkun í Skandinavíu. Gunnlaugur M. Sigmundsson segir félagið hafa fylgst með Hands ASA um nokkra hríð. Fé- lagið hafi lent í talsverðum hremmingum og selt frá sér starf- semi í Danmörku en síðan verið að taka til í rekstrinum heima fyrir. Félagið sé nú í góðum rekstri og nýverið styrkt stöðu sína umtals- vert með kaupum á fyrirtækjunum Completo AS sem sérhæfi sig í lausnum fyrir lögfræði- og ráð- gjafafyrirtæki og Nett 2 3 AS sem sérhæfi sig í lausnum fyrir flutn- ingafyrirtæki ásamt hýsingar- lausnum fyrir viðskiptavini sína. „Við ákváðum þess vegna að láta til skarar skríða. Reyndar gerðum við tilraun til að kaupa fé- lagið í maí en var þá hafnað. Stærstu hluthafarnir þekktust hinsvegar tilboð okkar núna,“ seg- ir Gunnlaugur. Hann segir að kaupin á Hands séu í samræmi við stefnu Kögunar um að stækka enn frekar á sviði viðskiptalausna. Önnur fyrirtæki í samstæðunni sem bjóða lausnir á þessu sviði eru fyrir Ax hugbún- aðarhús hf., Hugur hf., Landstein- ar Strengur hf., Aston Baltic SIA og Skýrr hf. Eitt af fimm stærstu „Þau fyrirtæki sem við höfum keypt hafa öll selt viðskiptahug- búnaðarlausnir frá Microsoft. Við teljum að Microsoft muni verða mjög stór aðili þessu sviði, rétt eins og á öðrum sviðum. Það eru mjög margir og litlir endursölu- aðilar þessa hugbúnaðar í heim- inum en mörg stór fyrirtæki hafa að undanförnu verið að kaupa upp þessa endursöluaðila, fyrirtæki sem eru jafnstór eða jafnvel minni en Kögun í veltu. Við teljum því að framundan sé mikil samþjöppun fyrirtækja og okkar stefna er að verða eitt af fimm stærstu fyrir- tækjum í heiminum á sviði við- skiptahugbúnaðarlausna frá Microsoft. Það má því vænta að við kaupum fleiri fyrirtæki á þessu sviði,“ segir Gunnlaugur. Kögun hyggur á frekari kaup á fyrirtækjum Handsamaði norskt hugbúnaðarfyrirtæki í gær og heildarkaupverð verður 1,6 milljarðar Morgunblaðið/Golli Uppkaup Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segir að vænta megi frekari tíðinda af kaupum fyrirtækisins á öðrum félögum. Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.