Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 18
18 B FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ  ll INNHERJI SKRIFAR Í fjármálaheiminum eru vanga-veltur um, að krónan sé aðveikjast og að mikil og snöggumskipti geti orðið á þeim vett- vangi á næstu dögum, vikum eða allra næstu mánuðum. Yfirleitt hefur verið talið, að krónan muni halda styrk- leika sínum að mestu fram á árið 2007. Nú er einhver óróleiki að grípa um sig. Sumir fjárfestar hafa um nokkurt skeið átt fjármuni sína í erlendum gjaldmiðlum og hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig. Aðrir eru þessa dag- ana að kaupa gjaldeyri með það í huga að hagnast verulega, þegar krónan gefur eftir og þá er menn væntanlega að reikna með því, að þegar fallið byrji muni það nema 20- 25%. Fyrirtæki og einstaklingar, sem hafa verið með skuldbindingar sínar í erlendum myntum og hagnast á sterkri stöðu krónunnar eru byrjuð að breyta þeim lánasamningum í ís- lenzkar krónur til þess að forðast áfall vegna gengisfalls krónunnar, þegar það kemur. Sennilega er það ótrúlega algengt að einstaklingar hafi verið með hús- næðislán og jafnvel bílalán í erlend- um myntum, sem gæti haft alvarleg- ar afleiðingar ef mestu svartsýnis- spár um fall krónunnar rætast. Búast má við að þessir aðilar leiti eftir breytingum á þeim lánasamningum, ef sú tilfinning verður sterk að geng- isfallið komi fyrr en almennt hefur verið reiknað með. Í fjármálaheiminum eru uppi mis- munandi skoðanir um þetta efni. Sumir telja, að mikið gengisfall geti komið, hvort sem er fyrir áramót eða fljótlega eftir áramót. Aðrir telja að þetta sé víðs fjarri öllum veruleika. Þeir sem vilja vera öruggir um sína stöðu eru byrjaðir að gera ráðstafanir en einmitt þær aðgerðir þeirra geta flýtt fyrir falli krónunnar. Og svo er milljón dollara spurning- in þessi: Verður Seðlabankinn jafn fyrirsjáanlegur og hann hefur verið eða kemur hann með óvænt útspil? Átök um ál Það sem er einna athyglisverðast í at- vinnulífinu þessa dagana eru átökin í álheiminum á Íslandi. Nú takast þrjú álfyrirtæki á um hvort þau fá heimild til að byggja álver hér og þá hvenær og með hvaða hætti. Alcan vill stækka álverið í Straumsvík en sú stækkun mundi þýða þrefalda afkastagetu miðað við núverandi álver í Straums- vík. Sennilega er mesti vandinn, sem Alcan stendur frammi fyrir á þessum vettvangi skipulagsmál Hafnarfjarð- ar og hugmyndir um tengingu byggð- arinnar í Hafnarfirði við Voga og Reykjanesbæ. Vilja menn hafa risa- stórt álver inni í miðju bæjarfélag- inu? Hins vegar er Straumsvík senni- lega komin lengra með undirbúning en aðrir. Umhverfismat liggur fyrir. Alcoa vill byggja nýtt álver við Húsavík og Landsvirkjun hefur styrkt stöðu sína á orkumarkaðnum með landakaupum. En verður ein- hver losunarkvóti eftir? Er hag- kvæmt að byggja álver á Íslandi ef fyrirtækin þurfa að kaupa kvóta? Eða er hugsanlegt að fyrirtækin geti flutt með sér kvóta frá öðrum löndum með því að leggja niður úrelt álver þar? Norðurál vill byggja álver í Helgu- vík og hefur skapað sér sterka stöðu með samningum við Reykjanesbæ, Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. Móðurfyrirtæki Norð- uráls er lítið fyrirtæki í Bandaríkj- unum. Er hugsanlegt að eitthvert stóru álfyrirtækjanna reyni að kaupa Norðurál og hvaða áhrif mundi það hafa á ofangreind áform? Gengið að veikjast? innherji@mbl.is ’Fyrirtæki og einstakling-ar, sem hafa verið með skuldbindingar sínar í erlendum myntum og hagnast á sterkri stöðu krónunnar, eru byrjuð að breyta þeim lánasamn- ingum í íslenzkar krónur til þess að forðast áfall vegna gengisfalls krón- unnar, þegar það kemur.‘ FJÁRFESTIRINN goðsagna- kenndi, Warren Buffett, hefur ákveð- ið að draga úr fjárfestingum sínum í gjaldmiðlum öðrum en dollar en fjár- festingarfélag hans, Berkshire Hathaway, hefur það sem af er ári tapað um 900 milljónum dollara vegna stöðutöku gegn dollarnum. Buffet, eins og svo margir aðrir, taldi víst að hinn mikli viðskiptahalli Bandaríkjanna myndi veikja doll- arann og veðjaði stórt. Alls var hann með framvirka samninga um gjald- eyriskaup að andvirði um 21,5 millj- arða dollara í júní síðastliðnum. Í september losaði hann sig undan ein- hverjum af þessum samningum svo andvirði gjaldmiðlasafns hans er nú um 16,5 milljarðar dollara. Til eru þeir sem nú velta fyrir sér hvort karl- inum sé farið að förlast en hann er orðinn 75 ára gamall. Safninu breytt? „Honum til málsbóta verður að nefna að hann minnkaði gjaldeyrissafn sitt áður en nýleg styrking dollars kost- aði hann enn meira,“ segir Tim Russo hjá Gardner, Russo & Gardner sem á um 250 milljónir hluta í Berkshire, í samtali við Bloomberg-fréttastofuna. Fátt virðist þó hafa gengið Berks- hire í hag á þessu ári en afkoma fé- lagsins á þriðja fjórðungi ársins var 48% lakari en á sama tímabili í fyrra. Ástæðan mun vera sú að trygginga- félög á borð við General Re og Reico eru mjög mikilvæg í tekjuflæði Berkshire en í kjölfar fellibyljanna Katrínar og Rítu hefur tíðin verið mjög slæm tryggingafélögum. Þann- ig kostuðu fellibyljirnir félögin tvö um 3 milljarða dollara í bætur sem síðan leiddi til versta fjórðungs hjá Berkshire frá 2001. Sérfræðingar Bloomberg telja lík- legt að Buffett hafi á einhvern hátt breytt safni sínu til þess að takast á við vandamálið og máli sínu til stuðn- ings benda þeir á að á þriðja ársfjórð- ungi nam hagnaður af gjaldeyriseign um 29 milljónum dollara, þrátt fyrir að gengi dollars gagnvart evru og jeni hefði styrkst á tímabilinu. „Ég veit ekki hvernig hann fór að þessu. Kanadíski dollarinn hefur styrkst að undanförnu, hann gæti hafa keypt kanadíska dollara,“ segir Chris Melendez, forstjóri Tempest Asset Management í Kaliforníu. Þarf að breyta? „Það er möguleiki að hann hafi lokað einhverjum af þessum samningum á tímabilum þegar dollarinn var veik- ari,“ segir Russo og bætir við: „Þetta er allt saman háð tímasetningu.“ Það vekur athygli að verðmæti gjaldeyrissafns Buffetts hefur ekki verið lægra síðan í árslok 2003 þegar það var 11 milljarðar dollara. „Nafn hans hefur áhrif og það getur orðið til þess að hækka gengi dollars,“ segir Kamal Sharma, gjaldeyrissérfræð- ingur hjá Bank of America í London. Í ljósi þess að tekjur Berkshire minnkuðu í kjölfar fellibyljanna telja margir sérfræðingar að tími sé kom- inn fyrir Buffett til að breyta að- ferðafræði sinni. Einn þeirra er Jos- eph Parnes, forstjóri Technomart Investment Advisors í Baltimore, en hann telur að gengi Berkshire muni falla. „Það er kominn tími til fyrir Buffett að dreifa safni sínu betur,“ segir hann í samtali við Bloomberg. Sá hlær best … En hverju þarf Buffett að breyta? Hann er talinn vera næst ríkasti mað- ur í heimi og hefur á síðustu fjórum áratugum breytt Berkshire Hatha- way úr misheppnaðri vefnaðarverk- smiðju í risastórt fjárfestingarfélag sem á eignir upp á 135 milljarða doll- ara. Margir hafa áður orðið til þess að spá því að hann væri að tapa sér en hann hefur alltaf sýnt að sá hlær best sem síðast hlær. sverrirth@mbl.is Goðsögnin Ekki er gott að segja hvort Warren Buffett sé farið að förlast en hann hefur áður sýnt að sá hlær best sem síðast hlær. Er Buffett farið að förlast? VIÐSKIPTAVINUM Símans gefst nú kostur á að tengja farsíma sína við samanbrotið lykla- borð. Í tilkynningu frá Símanum segir að lykla- borðið geri það mögu- legt að skrifa texta og vinna í skjölum í sama umhverfi og í tölvunni. Vegna þessa hefur Síminn sett á markað hugbúnaðarlausnir fyr- ir farsíma- og lófatölv- ur, sem eiga það sam- eiginlegt að veita viðskiptavinum tæki- færi á að vera í stöðugu sambandi við tölvupóst, dagbók og tengiliði í gegnum GPRS-kerfi Símans. „Nú er hægt að skilja fartölvuna eftir heima og tengjast tölvunni með farsímanum og nýta lyklaborðið við alla hefðbundna tölvuvinnslu, því með lyklaborðinu er nú í fyrsta sinn mögulegt að slá inn tölvupóst og önnur skjöl án þess að skrifa beint í símann,“ segir í tilkynningu Sím- ans. Í samstarfi við Microsoft hefur Síminn hafið sölu á Microsoft- símum sem styðjast við lyklaborðið. Á næstunni mun Síminn svo bjóða fjölnota farsímana frá BlackBerry, sem eru sérhannaðir til að vinna með tölvupóst og dagbækur. Þá býður Síminn einnig hugbún- aðarlausnina OpenHand frá fyr- irtækinu Softís. Með henni er settur upp nýr hugbúnaður í sjálft sím- tækið. Hugbúnaðurinn gengur með mörgum gerðum símtækja en með honum næst aðgangur að gögnum sem annars þarf að samræma á milli tölvu og farsíma. Samanbrotið lyklaborð með Microsoft-síma Ný tækni Sævar Freyr Þráinsson, fram- kvæmdastjóri farsímasviðs Símans, með nýja símtækið tengt við lyklaborð. MICROSOFT á Íslandi stóð fyrir ráðstefnu í Smárabíói sl. mánudag fyrir forritara og tæknimenn í til- efni nýrrar útgáfu af Visual Studio 2005, SQL Server 2005 og BizTalk Server 2006. Á ráðstefnunni fluttu ýmsir sérfræðingar fyrirlestra um þessa nýju tækni. Í lok ráðstefn- unnar var síðan skipt yfir á beina útsendingu frá San Francisco þar sem Steve Ballmer, forstjóri Micro- soft, kynnti nýju vörurnar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Steve Ballmer í Smárabíói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.