Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ  Þ að er gaman að reka fyrirtæki í bygging- ariðnaði nú um stund- ir, þegar eftirspurnin eftir framleiðslunni er jafn mikil og raun ber vitni,“ segir Andrés Konráðsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Loftorku í Borgarnesi, en umsvif fyrirtækisins hafa aukist mikið að undanförnu. Á síðustu þremur árum fer nærri að félagið hafi þrefaldast að stærð. Við Andrés sötrum kaffi í nýju skrifstofu- húsnæði, sem áð- ur hýsti starfsemi Mjólkursamlags Borgfirðinga. Fyrirtæki Andr- ésar, Hólasel ehf., keypti húsið á uppboði af KB- banka og skrif- stofurnar voru fluttar núna í haust. Húsið er gegnt iðnaðarlóð Loftorku við Engjaás og fyrir utan glugga kaffi- stofunnar blasir við frekari vitn- isburður um vaxandi umsvif félags- ins: Verið er að stækka einingaverksmiðju fyrirtækisins og búið er að reisa súlur við gafl og koma fyrir botnkeri og undirstöðum. Verksmiðjuhúsið verður 3.000 fer- metrar að flatarmáli og mun stór- auka framleiðslugetu félagsins þeg- ar það verður komið í notkun. Elst upp innan um steypu og rör „Það jaðrar við að ég segi, og láti hafa það eftir mér, að ég hafi verið búinn til í þessu fyrirtæki,“ svarar Andrés þegar ég bið hann um að segja mér frekari deili á sér. „Karl faðir minn stofnaði félagið 1962 og langstærstan hluta starfsævi minnar hef ég eytt hjá fyrirtækinu. Tólf ára byrjaði ég að vinna hér á sumrin og það eru ekki mörg störf í fyrirtæk- inu sem ég hef ekki sjálfur unnið á einhverjum tímapunkti,“ segir Andrés. Hann tók síðan BS-próf í viðskiptafræði á Bifröst og eftir það vann hann ýmis stjórnunarstörf hjá fyrirtækinu, en síðastliðin þrjú ár hefur hann gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra. Nafnið Loftorka kom til þegar Konráð Andrésson, faðir Andrésar, og Sigurður Sigurðsson stofnuðu fé- lagið 16. apríl 1962. Fyrsta fjárfest- ingin sem félagið réðst í var loft- pressubíll og er nafnið dregið af honum. Árið 1969 hófst rörasteypu- og hellugerð og fimm árum seinna bættust við steypustöð, steypubílar og viðgerðarverkstæði. Kaflaskil urðu hjá fyrirtækinu þegar fram- leiðsla á húseiningum hófst árið 1981, en hún varð fljótlega stærsti þátturinn í rekstri félagsins. Uppgangur og umsvif Á síðustu tíu árum hefur verið stöð- ugur uppgangur hjá fyrirtækinu og fjölbreytni framleiðslunnar aukist til muna. „Árið 1997 var rörafram- leiðslan endurnýjuð frá grunni og við sköpuðum okkur sérstöðu á markaðinum með framleiðslu á rör- um með innsteyptum gúmmí- hringjum. Sú breyting heppnaðist vel, enda hittum við á réttan tíma þegar uppsveiflan var að hefjast. Á síðasta ári fórum við af stað með framleiðslu á strengjasteypu, eða forspenntri steypu, sem felst í að vír er komið fyrir í steypunni en hann pressar hana saman þannig að hún verður miklu sterkari fyrir vikið. Í sumar byrjuðum við að framleiða svokallaðar kúluplötur, en það eru steypueiningar sem innihalda plast- kúlur sem gera það að verkum að eigin þyngd fullsteyptrar plötu verð- ur 30–35% léttari en venjulegrar staðsteyptrar plötu. Þetta þýðir að plöturnar spanna mun stærra höf og hægt er að vera með minna af bitum og súlum í byggingunni, auk þess sem þær létta bygginguna í heild sinni.“ Andrés segir að kúluplöt- urnar séu hollensk uppfinning og að Loftorka hafi fengið einkaleyfi á framleiðslu þeirra sem gildir í sex ár. Salan hafi gengið vel og fyr- irtækið sé búið að tryggja sölu á 150.000 fermetrum af þessum plöt- um á næstu 2–3 árum. „Undanfarin ár hefur markmið okkar verið að framleiða allt það Loftorka hefur þrefaldast á þr Aukin umsvif Undanfarna mánuði hefur verið unnið að stækkun einingaverksmiðju Loftorku og mun framleiðslan tvöfaldast í kjölfarið. Steypueiningar Loftorka framleiðir margar gerðir af steypuplötum. Á myndinni má sjá holplötur. Morgunblaðið/Golli Framleiðslan Í Borgarnesi er framleitt nánast allt sem hægt er að framleiða úr steypu og vörur Loftorku spanna þannig allan markaðinn. UPPSVEIFLA Í BORGARBYGGÐ Andrés Konráðsson Boðað er til fundar með hluthöfum í dag fimmtudaginn 10. nóvember kl 17.00 á Hótel Borg. Arctic Ventures A R C T I C V E N T U R E S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.