Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ  L angflestum ber saman um að íslenska krónan sé umtalsvert sterkari en fáist staðist til lengri tíma. Þannig er það mat greiningardeilda viðskiptabankanna að miðað við langtímajafnvægi krón- unnar eigi gengisvísitalan að liggja einhvers staðar á bilinu 125–135 stig en gengisvísitalan er um þessar mundir rétt yfir eitt hundrað stigum. Miklar sveiflur hafa verið á gengi krónunnar síðastliðin fimm ár, krón- an veiktist mjög á árunum 2001 og 2002 og fór þá yfir 150 stig en hefur verið að styrkjast allar götur síðan. Gengi krónunnar ræðst líkt og verð á öðrum gæðum einfaldlega af eftir- spurn og framboði á markaði. Þegar gengi (verð) krónunnar er jafnhátt og nú er eftirspurn meiri en framboð og þegar gengi er lægra en jafnvæg- isgengi felur það í sér að framboð sé meira en eftirspurnin. Sterk króna og iPod-tæki Sterk króna ýtir undir viðskiptahall- ann þar sem erlendar vörur lækka hlutfallslega í verði enda hefur verið methalli á viðskiptum við útlönd í ár. Maðurinn sem gripinn var með 25 iPod-tæki í tollinum á Keflavíkur- flugvelli er gott en kannski öfga- kennt dæmi um það hvernig neyt- andinn bregst við sterkara gengi krónunnar. Metinnflutningur á bif- reiðum er annað og kannski skýrara dæmi. Á sama tíma dregur sterk króna mátt úr útflutningsgreinum þar sem íslenskar vörur hækka hlutfallslega í verði. Rétt eins og hjá launamann- inum þar sem launin þurfa að duga fyrir útgjöldunum til lengri tíma litið þarf innflutningur og útflutningur heillar þjóðar að standast nokkurn veginn á, einnig til lengri tíma litið. Að vísu er hefð fyrir því að gera greinarmun á því hvernig viðskipta- hallinn er til kominn, þ.e.a.s. hvort hann er vegna fjárfestinga sem síðan munu skila tekjum í framtíðinni eða hvort hann er vegna aukinnar einka- neyslu. Sama gildir um gengi krónunnar og flestar aðrar hagstærðir, eins og t.d. hagvöxt og verðbólgu, að miklar sveiflur grafa undan stöðugleika í hagkerfinu. Þegar hagfræðingar tala um stöðugleika meina þeir gjarnan stöðugan vöxt hagkerfisins, þ.e. hag- vöxt, en með auknum vexti hlýst auk- in efnahagsleg velferð. Verðbólga er einn af þeim þáttum sem skipta hvað mestu máli þegar kemur að efna- hagslegum stöðugleika. Því er efna- hagslegur stöðugleiki oft skilgreind- ur sem lág og stöðug verðbólga. Lækningin getur drepið sjúklinginn Í erindi sem Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, hélt á þingi LÍÚ í lok október benti hann á að þegar öllum kröftum og aðgerðum er ætlað að halda verðlagi í skefjum, meðal annars með notkun stýrivaxta, skapist gífurlegur þrýstingur á gengi krónunnar. Þrýstingur sem verður til þess að gengið hækkar. Við kjör- aðstæður getur hækkun gengis orðið til þess að draga úr verðbólgu en eins og Sigurjón bendir réttilega á eru gríðarlegar sveiflur í genginu ekki til marks um stöðugleika í hagkerfinu. „Með því að hækka vexti endalaust til að slá á verðbólgu, sem við íslensk- ar aðstæður þýðir að krónan styrkist og styrkist, er í raun hætta á því að í stað þess að skapa stöðugleika snúist lækningin upp í andhverfu sína. Hættan er sú, að lækningin gangi af sjúklingnum dauðum. Það er ekki góð læknisfræði,“ segiri hann í erindi sínu. Við kjöraðstæður er stýrivöxtum ætlað að hafa áhrif á markaðsvexti og þannig hægja á nýfjárfestingum, draga úr einkaneyslu og auka sparn- að í samfélaginu til skamms tíma. Margir hafa talað um að það gildi einu hvort stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands virki gegnum markaðsvexti eða gengi krónunnar. Sigurjón mótmælir þessu og bendir á að þegar vextir hafa áhrif á gengið hafi það slæmar aukaverkanir. Vissulega hægir á nýfjárfestingum en slík virkni vaxta eyðileggi jafn- framt arðsemi núverandi fyrirtækja hratt og örugglega. Það hafi skaðleg áhrif til lengri tíma. Mjög kostnaðar- samt sé að vinna upp tapaða mark- aðshlutdeild, t.d. í ferðaþjónustu. „Það er einfaldlega ekki hægt að kveikja og slökkva á fyrirtækjum þegar á þarf að halda,“ segir Sigur- jón og bendir á að mikil erlend lán- taka og víðtæk verðtygging lána hér á landi valdi því að stýrivextir virki fyrst og fremst í gegnum gengi krón- unnar. Auk þess sé íslenska hagkerf- ið mun opnara en gengur og gerist, nokkuð sem sést greinilega á því að virðisauki útflutningsgreina sé svo stór hluti af landsframleiðslu. Enginn einn kostur bestur Þannig er ljóst að aðstæður á Íslandi eru ekki þær kjöraðstæður sem kenningin um verðbólgumarkmið er miðuð við. En hvað er til ráða? Hvernig er hægt að vinna bug á verð- bólgunni og hágengi á sama tíma, án þess að raska stöðugleika á öðrum sviðum? Björn R. Guðmundsson hjá grein- ingardeild Landsbankans, sagði í er- indi sínu á þingi LÍÚ að í grófum dráttum ættu menn þriggja kost völ í gengismálum. Í fyrsta lagi að halda í núverandi flotgengi og verðbólgu- markmið. Í annan stað að ganga í myntbandalag Evrópu eða þá að taka upp fastgengisstefnu án myntbanda- lags. Í sem einföldustu mynd megi segja að valið standi á milli sjálfstæð- is í peningamálum eða að ganga inn í annað myntkerfi til þess að fá þannig þann stöðugleikann að láni utan frá. Björn telur engan einn kost vera augljóslega bestan og því þurfi að velja gengisfyrirkomulag út frá öðr- um forsendum. Hann benti á að fram á allra síð- ustu ár hefði gengið verið mikilvæg- asta hagstjórnartækið til þess að rétta af ójafnvægi í hagkerfinu. Með flotgengi þar sem gengi krónunnar ráðist á markaði sé sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Fyrir tíma frjálsra fjármagnsflutninga hafi staða útflutningsgreina og viðskipta- jöfnuður ráðið genginu en með auknu frelsi í fjármagnsviðskiptum skipti þessir þættir sífellt minna mæli. Verðtrygging stærsta hindrunin Björn álítur að stærsta tæknilega hindrunin fyrir því að núverandi gengisfyrirkomulag skili fullum ár- angri sé víðtæk verðtrygging á inn- lendum skuldum þar sem hún dragi úr áhrifum stýrivaxta á markaðs- vexti. Eftir því sem hann viti best sé Ísland eina landið sem tekið hafi upp verðbólgumarkmið þar sem verð- trygging sé jafnframt meginreglan. Ljóst sé að peningastefnan ein og sér megni ekki að tryggja efnahagslegan stöðugleika; smæð markaðarins og víðtæk verðtrygging geri það að verkum að hlutverk ríkisfjármálanna verði enn meira en í öðrum löndum sem styðjast við verðbólgumarkmið. Björn telur bestu leiðina til þess að kæla hagkerfið liggja í gegnum fast- eignamarkaðinn, minni spenna þar geti skapað forsendur fyrir betra jafnvægi á öðrum sviðum. Að mati Björns er ekki enn kominn fram raunhæfur kostur sem leyst gæti af hólmi núverandi gengisfyr- irkomulag og því skipti mestu að nota núverandi kerfi af skynsemi og sníða af því gallana. Hluti vandans sé sá að peningastefnan sé veikburða vegna sérstakrar uppbyggingar á skuldabréfamarkaði þar sem verð- trygging sé yfirgnæfandi og leggi auknar byrðar á aðra þætti hag- stjórnar. Hugsanlegt sé að útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum geri það að verkum að þegar fram líði stundir verði hægt að þróa óverðtryggð útlán til lengri tíma í ís- lenskum krónum þegar hægist um í hagkerfinu og þar með væri kominn valkostur við verðtryggð lán sem gæti styrkt grundvöll núverandi pen- ingastefnu. Fljótandi króna á frelsistímum Morgunblaðið/Sverrir Ljósmynd/Eggert Jóhannesson                           !   !  "#$    % &  "'        "($  " "# !  &   )     " *   , - ,   . / 0 1 2   , - ,   . / 0 1 2   , - ,   . / 0 1 2   , - ,   . / 0 1 2   , - ,   . / 0 1 2 Eftir Arnór Gísla Ólafsson og Guðmund Sverri Þór Sigurjón Þ. Árnason Björn Rúnar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.