Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 B 11                                   !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+  Þ eir sem ekið hafa framhjá golf- vellinum við Borgarnes hafa sjálfsagt flestir tekið eftir risa- kókdósinni sem stendur við þjóðveginn. Færri vita að nú í sumar reis Hótel Hamar á sama golfvelli, enda er hótelbygg- ingin lágreist og fellur vel að fallegri náttúru Borgarfjarðar. Hótel Hamar er fyrsta ís- lenska hótelið sem stendur undir því að vera kallað golfhótel. Hægt er að ganga beint úr herbergjunum út á völlinn og geta gestir allt eins tekið upphafshögg dagsins rétt fyrir utan þröskuldinn. Hjónin Hjörtur Árnason og Unnur Hall- dórsdóttir eiga og reka Hótel Hamar. Hug- myndina að rekstrinum fengu þau á síðasta ári þegar þau tóku við rekstri golfskálans og komust að því að talsverð eftirspurn var eftir gistingu í nágrenni vallarins. „Við höfum tals- verða reynslu af þjónusturekstri og rákum t.d. Shell-stöðina í Borgarnesi í nokkur ár áður en við tókum við rekstri golfskálans í fyrra. Þeg- ar við tókum við fórum við fljótlega að veita því eftirtekt að töluverður fjöldi fólks kom að Hamri til að grennslast fyrir um hvort ekki væri hægt að gista og spila golf. Þegar það sá hins vegar aðstöðuna, svefnpokapláss og sturtu frammi á gangi, varð áhuginn strax minni,“ segir Hjörtur sem tekur á móti blaða- manni þegar hann ber að garði. Unnur er stödd erlendis. Við spjöllum saman yfir kaffibolla í veit- ingasal hótelsins. Það er heiðskírt og útsýnið stórfenglegt. Skjaldbreiður og Hafnarfjall gnæfa yfir Hvanneyri í suðri og hálendið blas- ir við. Í vestri sést Langjökull og í góðu veðri segir Hjörtur að Eiríksjökull skjóti upp koll- inum. „Þessar heimsóknir vonsvikinna gesta urðu þó til þess að við fórum að velta því fyrir okk- ur hvort raunhæfur möguleiki væri að hefja hér hótelrekstur. Við veltum þessu fyrir okkur í rúmt ár og bárum hugmyndina undir vini okkar sem eru í hótelrekstri. Og það varð sem sagt úr að við ákváðum að ráðast í verkefnið.“ Reis á einum og hálfum mánuði Arkitektinn sem Hjörtur og Unnur réðu til verksins er danskur en hönnuður hússins er dr. Guðni Jóhannesson, verkfræðingur og pró- fessor við Konunglega háskólann í Stokk- hólmi. Er byggingarmátinn alfarið hans hönn- un. Blikkstoðir og harðpressuð steinull frá Sauðárkróki á milli, klætt að utan með kross- viði og álplötum, og að innan með gifsi. „Fyrsta stoðin var reist 4. mars sl. en 20. júní var húsið tilbúið og í júlí var hótelið opnað,“ segir Hjörtur. Hótelið er bókstaflega á miðjum golfvell- inum eða á milli 7. og 8. brautar. „Völlurinn er 12 holur eins og er, en það er búið að móta og sá í þær sex holur sem vantar upp á.“ Hótel Hamar er þriggja stjörnu hótel, rúm- ir 1.200 fermetrar að flatarmáli, með 30 her- bergjum og eru salerni og sturta í hverju þeirra. Tveir veitingasalir og/eða funda- herbergi eru á hótelinu, auk veitingastaðar og bars. Allur útbúnaður er fyrsta flokks; þráð- laus nettenging, heitir pottar við húsin og her- bergin fallega innréttuð með gólfhita, sjón- varpi og hvers kyns þægindum. Aðstaða til ráðstefnuhalds er einnig góð og allur búnaður fyrir hendi; myndvarpar og myndbandstæki, flettiflötur og faxtæki. Hjörtur segist vera mjög sáttur við sum- arið. Lítil reynsla sé að sjálfsögðu komin á reksturinn en byrjunin gefi góð fyrirheit um framhaldið. Íslendingar í sókn „Mjög stór hluti af viðskiptavinum okkar er Íslendingar sem koma hingað í stórum hóp- um, gagngert í þeim tilgangi að spila golf. Annars eru Íslendingar almennt sjaldséðir fuglar á íslenskum hótelum. Seinnipart sum- ars og í haust hafa verið haldnar hér nokkrar ráðstefnur. Menn hafa þá komið að morgni og fundað, fengið sér hádegismat og farið svo út seinnipart dags og spilað golf. Á kvöldin koma menn inn þreyttir eftir hringinn og borða kvöldmat. Seinni daginn er venjulega fundað aftur um morguninn og svo farið út og spilað golf frameftir degi.“ Hjörtur tók upp samstarf við Icelandair Hotels um markaðsstarf og sjá þeir alfarið um markaðssetningu hótelsins erlendis. Hann segir að samstarfið hafi gengið vel, enda mörg góð hótel á snærum Icelandair á landsbyggð- inni, t.a.m. á Flúðum, Klaustri, Egilsstöðum og Rangárvöllum, og ófáir erlendir ferðamenn þræða sig eftir þeim á ferð sinni um landið. Annars segir Hjörtur að yfir veturinn beini þau spjótum sínum fyrst og fremst að Íslend- ingum og segir Hjörtur ánægjulegt að sjá hvernig aðsókn þeirra að íslenskum hótelum hefur aukist að undanförnu. „Núna í október erum við með tilboð á gistingu og kvöldverði og um miðjan desember verðum við með jóla- matseðil. Nú þegar er búið að panta töluvert inn á það,“ segir Hjörtur. Fyrsta golfhótelið hér á landi Morgunblaðið/Golli Golfhótel Hótel Hamar er á miðjum golfvellinum, eða á milli 7. og 8. brautar. Hótelstjórar Hjónin Hjörtur Árnason og Unn- ur Halldórsdóttir eiga og reka Hótel Hamar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.