Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 14
14 B FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ  Í nóvember munum við byrja jólaundir- búninginn, með tilheyrandi skreytingum og til að breyta vananum munum við vera með ekta amerískt jólahlaðborð. Það mun verða í boði um helgar. Verð fyrir róman- tískt herbergi, æðislegt jólahlaðborð og morgunverð er aðeins 9.200 krónur á manninn (miðast við tvo í herbergi). At- hugið að sérstakt afsláttarverð er fyrir eldri borgara og góða hópa í miðri viku. Einnig minnum við á fundarsalinn okkar, sem er mjög vel búinn. Við erum aðeins í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og því tilvalið að kíkja til okkar og slaka á og komast í réttu stemming- una fyrir jólin. Einnig minnum við á Draumakot Olgu, þar sem þú færð réttu jólagjöfina. Við vonumst til að sjá þig og þá sem þér þykir vænt um. Bestu kveðjur, fjölskyldan Minni Mástungu Jólahlaðborð Hótel Freyju Minni Mástunga, 801 Selfoss. www.hotelfreyja.is hotelfreyja@hotelfreyja.is sími 486 6174 A llir stjórnendur Límtrés Vír- nets eru staddir í Reykjavík þegar blaðamann ber að garði. Það er þó ekki amalegt að bíða í Borgarnesi og fá sér bíltúr um bæjarfélagið enda margir sam- mála um að Borgarnes sé eitt fallegasta bæjarstæði landsins. Gísli Vagn Jónsson, markaðsstjóri, rennur innan skamms í hlað og tekur á móti blaðamanni. Hann hlær þegar hann er spurður hvort Límtré/Vírnet sé landsbyggðarfyrirtæki en allir stjórnendurnir staðsettir í Reykjavík. „Það eru orð að sönnu að félagið er lands- byggðarfyrirtæki, þar sem við erum með þrjár starfsstöðvar úti á landi. Hins vegar hefur fé- lagið gengið í gegnum miklar sameiningar á síðustu misserum og í kjölfarið liggur fyrir tölu- verð vinna við innra skipulag fyrirtækisins. Við getum sagt að verið sé að gæta jafnræðis milli vinnslustöðvanna með því að hittast í Reykjavík og funda. Það er um það bil jafnlangt fyrir alla aðila að sækja borgina heim.“ Sagan og framleiðslan Það voru stórhuga athafnamenn frá Borgarnesi sem tóku sig saman árið 1956 og stofnuðu Vír- net hf. Fyrir þeim vakti að skjóta styrkari stoð- um undir atvinnulífið heima í héraði og í hugum þeirra var markmiðið mikilvægara en leiðin. Upphaflega stóð til að framleiða vírnet, gadda- vír og lykkjur, en fljótlega eftir stofnun félags- ins kom í ljós að sá rekstur var bæði of dýr og plássfrekur. Menn lögðu þó ekki árar í bát held- ur sneru sér einfaldlega að annarri starfsemi og hófu framleiðslu á nöglum. Reksturinn gekk vel og naglaframleiðslan er enn í dag mikilvægur þáttur í rekstri Límtré Vírnets. Með árunum hefur fyrirtækið vaxið og dafn- að. Í dag skiptist starfsemi Vírnets í Borg- arnesi í fimm deildir, sem eru saumdeild (naglaframleiðsla) sem framleiðir yfir 80 teg- undir saums, völsunardeild sem valsar 28 mis- munandi tegundir klæðningarstáls, blikksmiðja sem veitir almenna þjónustu og smíði svo sem á rennum, milliveggjastoðum og þaktúðum. Járnsmiðja þar sem m.a. eru smíðaðar gjafa- grindur, snjóplógar, hurðir og vörukassar sem og festingar fyrir límtrésburðarvirki sem fram- leidd eru á Flúðum. Rafmagnsdeild sem veitir alhliða raflagnaþjónustu. Gísli segir að Límtré Vírnet ehf. hafi ávallt verið leiðandi á sínu sviði, sé t.d. eini framleið- andi naglasaums á Íslandi og bjóði einnig upp á ýmis afbrigði við völsun, s.s. bogavölsun og grókóbeygjur. Í áranna rás hafi safnast upp mikil sérþekking og reynsla hjá starfsmönnum fyrirtækisins, og segir Gísli að það skili sér í traustum og vönduðum vörum. Sameiningar og útrás Um síðustu aldamót hófst mikið sameining- arferli hjá félaginu, þegar Vírnet og Límtré á Flúðum sameinuðust. Hefur starfsemin breyst mikið í kjölfarið. „Sameiningarnar hafa gert félaginu kleift að þróast frá því að vera fyrst og fremst fram- leiðslufyrirtæki yfir í að vera þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir fyrir bygging- ariðnaðinn og þjónustar bæði endursöluaðila, ekki síst með innlendri framleiðslu sem fyrst og fremst er dreift í gegnum þá, verktaka og enda- lega notendur,“ segir Gísli. Sameiningarferlinu er að því er virðist hvergi nær lokið því fyrir hálfum mánuði var gengið frá kaupum Límtrés/ Vírnets ehf. á Fagtúni ehf., fyrirtæki sem sér- hæfir sig í frágangi á þakdúkum og Lett Tak þakeiningum. Límtré ehf., sem var stofnað 1982 og rak límtrésverksmiðju á Flúðum í Hrunamanna- hreppi, keypti allt hlutafé í Vírneti ehf. árið 2000. Seinna á sama ári keypti fyrirtækið einn- ig Garðastál hf. í Garðabænum og úr varð fyr- irtækið Vírnet Garðastál hf. Starfsemi þess síð- arnefnda var að mestu flutt í Borgarnes í byrjun árs 2001, en fyrirtækin Límtré og Vír- net Garðstál voru fyrst rekin sem sjálfstæð fyr- irtæki. „Á síðasta ári var síðan tekin ákvörðun um að sameina innlenda starfsemi félagsins og skilja erlenda starfsemi samstæðunnar frá þeim rekstri með stofnun nýs félags,“ segir Gísli og bætir við að þetta hafi verið gert að undangeng- inni ítarlegri stefnumótunarvinnu sem stóð yfir í rúmt ár. „Í kringum áramótin síðustu var svo starfsemi félaganna sameinuð undir nafninu Límtré Vírnet ehf og er Stefán Logi Haralds- son framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Auk þess var stofnað nýtt fyrirtæki, LVG International ehf., sem sér um starfsemi erlendra dóttur- og hlutdeildarfélaganna; Flexilam í Portúgal, sem framleiðir límtré, Glulam í Rúmeníu, sem rekur límtrés- og einingaverksmiðju þar í landi, og Danice í Danmörku, sem er fjárfestingar- og þróunarfélag með aðaláherslu á uppbyggingu og fjárfestingar í úrvinnslu timburafurða í Austur-Evrópu. Guðmundur Ósvaldsson er framkvæmdastjóri LVG International, en hann var áður framkvæmdastjóri Límtrés hf. Stjórnarformaður Límtré Holding, sem á bæði fyrirtækin er Hörður Harðarson.“ Útrás fyrirtækisins er ekki eingöngu bundin við verksmiðjurnar erlendis, útflutningur á ís- lensku framleiðslunni hefur einnig aukist að undanförnu. Klæðningarefni og saumur hefur verið flutt út til Færeyja frá árinu 1995 og á síðasta ári útflutningurinn tæpum 300 tonnum af framleiðsluvörum. 120 manns á fjórum stöðum Innlenda starfsemin er nú á fjórum stöðum. Auk verksmiðjunnar á Borgarnesi er rekin límtrésverksmiðja á Flúðum og einingaverk- smiðja í Reykholti í Biskupstungum. Á höf- uðborgarsvæðinu er síðan hönnunar-, tækni- og innflutningsdeild auk lagers. Starfsmenn eru um 120 talsins, þar af um 55 á Borgarnesi, um 40 á Suðurlandi og um 25 á höfuðborg- arsvæðinu. Velta félagsins er áætluð í kringum 1,8 milljarða króna á þessu ári. Ákveðinn taugatitringur fylgir hjá starfs- mönnum og bæjarfélögum þegar miklar sam- einingar ganga yfir. Þetta á ekki síst við þegar fyrirtækin eru út á landi þar sem afdrif byggð- anna eru samofin fáum fyrirtækjum. Gísli segir að vissulega hafi heimamenn haft vissar áhyggjur af þróuninni, en þær hafi þegar til kastanna kom reynst óþarfar. „Bæði Límtré og Vírnet eru fyrirtæki sem sprottin eru úr sama jarðveginum. Eitt af markmiðum Guðmundar Magnússonar, bygg- ingarmeistara, og annarra stofnenda límtrés- verksmiðjunnar á Flúðum árið 1982, var áþekkt því sem frammámennirnir á Borg- arnesi lögðu upp með á sjötta áratugnum: Að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið í hér- aði. Ég held að þessi samfélagsandi hafi fylgt fyrirtækinu í gegnum breytingaferlið og að stjórnendurnir séu meðvitaðir um að mikil arð- semikrafa og mannlegi þátturinn þurfi ekki að stangast á. Þvert á móti held ég að þessar sam- einingar séu dæmi um að tillitsemi og skiln- ingur á mannlega þættinum geti skilað fyr- irtækjum tryggari starfsmönnum og velvild samfélagsins, sem aftur kemur rekstrinum til góða.“ Góð verkefnastaða Gísli segir að verkefnastaða fyrirtækisins sé með allra besta móti og gefi góð fyrirheit um framtíðina. „Með sameiningu og kaupum á fyr- irtækjum getum við nú þjónustað bygging- ariðnaðinn og endursöluaðila mun betur en áð- ur. Starfsmenn Límtrés Vírnets búa yfir mikilli reynslu og þekkingu og fyrirtækið er vel í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum sérhæfða ráðgjöf við lausn verkefna frá upp- hafi til verkloka. Það vill stundum gleymast í æsilegum fréttaflutningi af yfirtökum og verð- stríðum fyrirtækja, að velgengni fyrirtækja er ekki síst undir góðu og dugmiklu starfsfólki komin. Á því sviði tel ég að Límtré Vírnet standi vel að vígi,“ segir Gísli Vagn Jónsson. Sameining úr sama jarðvegi Morgunblaðið/Golli Stjórnendur Stefán Logi Haraldsson fram- kvæmdastjóri og Gísli Vagn Jónsson mark- aðsstjóri. Blikk og járn Blikk- og járnsmiðja er í verk- smiðju Límtrés Vírnets í Borgarnesi og þar er allt frá rúmgrindum til snjóruðningstækja smíðað. Límtré Vírnet tekur einnig þátt í útrásinni Völsun Vinnsla á völsuðu stáli hefur verið stunduð í Borgarnesi frá árinum 1978. Saumur Agnar Ólafsson hefur haldið nagla- framleiðslunni gangandi frá því á sjöunda áratugnum. UPPSVEIFLA Í BORGARBYGGÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.